Morgunblaðið - 03.04.1982, Side 13

Morgunblaðið - 03.04.1982, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 13 Þá ætti það að vega þungt í afgreiðslu Alþingis að Jarðefna- iðnaður vill eiga og reka steinull- arverksmiðjuna á eigin ábyrgð með sem minnstu framlagi ríkis- ins, en forsendur fyrir steinullar- verksmiðju á Sauðárkróki eru þær að ríkið eigi 40% í fyrirtæk- inu. Það þarf að hyggja að mörgu þegar teknar eru ákvarðanir sem eiga að gilda, en það er galli þeg- ar mál hafa þróast þannig að rík- ið er farið að sjá um rannsóknir á öllum málum. Þegar óprúttnir stjórnmálamenn eru við völd þora undirmenn þeirra ekki að tjá sig og verkfræðingastofurnar sem í kippum eiga undir högg að sækja hjá því opinbera eru í sömu gryfju, því líf þeirra margra er undir iðnaðarráðu- neytinu komið. Dæmin eru borð- liggjandi. Von er til þess að Alþingis- menn vilji hafa þessa hluti á hreinu þegar kemur til lokaaf- greiðslu þeirra, að það sé á hreinu hver á að borga mismun- inn á flutningskostnaði frá Þorlákshöfn og Sauðárkróki, en það er það eina sem getur gert Sauðárkrók að hagkvæmari stað, því það vegur svo þungt. Þar fyrir utan verður að horfast í augu við það að svo mörg atriði í málinu mæla fremur með Þörlákshöfn en Sauðárkróki. Eg gat áður um skeljasandinn og minna má á að Norðanmenn hyggjast sækja bas- altsandinn á bakka Héraðsvatna, en það geta þeir ekki gert nema vissan hluta á árinu, nema að þeir ætli að flytja vatn til Sauð- árkróks. Það vantar svo margt í niðurstöður „nýju nefndarinnar" hjá iðnaðarráðherra, þ.e. hjá hagkvæmnisnefndinni „sem nýír og betri menn“ voru settir í. Það er til dæmis ekki gert ráð fyrir því að verksmiðja á Sauðárkróki þurfi birgðaskemmu í Reykjavík, það er ekki gert ráð fyrir því að hafís geti stöðvað rekstur verk- smiðju á Sauðárkróki og það er ekki gert ráð fyrir mun meiri rekstri stjórnunarlega séð fyrir verksmiðju nyrðra. Það er ljóst að framleiðsla frá verksmiðju á Sauðárkróki yrði tugum prósenta dýrari fyrir neytendur, en fram- leiðsla frá Þorlákshöfn, en kannski það eigi að greiða fram- leiðsluna niður á kostnað ríkis- sjóðs. Þannig eru margir endar lausir í sambandi við fyrirhugaða steinullarverksmiðju á Sauðár- króki, en á vegum Jarðefnaiðnað- ar býður framtíðan upp á örugg- an rekstur og arðbæran í Þorlákshöfn, yngsta plássi lands- ins, sem hefur verið einn mesti útkjálki landsins til skamms tíma, þótt segja megi að staður- inn sé við bæjardyr Stór- Reykjavíkur. Það er nefnilega þannig þegar allt kemur til alls að nágrannar Stór-Reykjavíkur líða mun meira fyrir nábýlið en hitt, sitja eftir á mörgum sviðum, þótt bæði Norðlendingar og ýms- ir aðrir haldi annað. Steinullar- verksmiðjumálið hefur frá upp- hafi verið faglega unnið af Jarð- efnaiðnaði hf. og þau vinnubrögð eru til fyrirmyndar. Niðurstaða Alþingis má því ekki verða kjaftshögg á það frumkvæði og áræði sem menn hafa stefnt markvisst að með verksmiðjunni í Þorlákshöfn. Sauðárkrókur er mun dýrari kostur en Þorláks- höfn og það á að ráða úrslitum. Aðrir möguleikar eru ekkert inni í myndinni í neinni alvöru þótt iðnaðarráðherra geri sig til fyrir framan spegilinn. Það á ekki að vera neitt gust- ukaverk hvar steinullarverk- smiðjan rís, hvorki fyrir Sauð- árkrók né Ríkisskip. Það á að hugsa stórt og markvisst í þess- um rekstri sem öðrum, nýta beztu fáanlegu möguleika sem um er að ræða þannig að allt sé gert sem unnt er til að reksturinn skili arði, vaxi af sjálfum sér en ekki tilfærslu úr vasa skattborgar- anna. Með það í huga hljóta al- þingismenn að taka af skarið. Flokksstjórn Alþýðuflokksins: Brýnt að breyta stjórnarskrá fyrir næstu kosningar FLOKKSSTJÓRN Alþýðu- flokksins telur brýnt að fyrir næstu kosningar verði lokið afgreiðslu nýrrar stjórn- arskrá fyrir lýðveldið ísland, að því er segir í samþykkt flokksstjórnarfundar Alþýðu- flokksins. Þar segir ennfremur: „Hin nýja stjórnarskrá ætti að fela í sér ný ákvæði um mannrétt- indi, umhverfismál, dómsmál, þjóðareign á landi, þjóðaratkvæði, 18 ára kosningaaldur, aukið eftir- lit Alþingis með framkvæmda- valdinu og að Alþingi starfi í einni deild, auk umbóta á kosninga- löggjöf sem tryggi réttlæti milli einstakra byggðarlaga og jöfnun atkvæðisréttar. Flokksstjórnin bendir á að margar tilraunir hafa verið gerðar til að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar, en allar runn- ið út í sandinn. Virðist því fyllsta þörf á að setja endurskoðuninni ákveðin tímamörk og ætla Alþingi sérstakan tíma til þess að fjalla eingöngu um stjórnarskrármálið. Því hvetur flokksstjórn Alþýðu- flokksins eindregið til þess að kallað verði saman aukaþing í sumar til að afgreiða nýja stjórn- arskrá og hvetur Alþingi til þess að samþykkja framkomna þings- ályktunartillögu um þetta efni.“ Ferming á Siglufirði Ferming í Siglufjarðarkirkju, sunnudaginn 4. apríl kl. 10. Fermd verða: Asgrímur Pálsson, Hvanneyrarbraut 61 Baldur Hermannsson, Hafnartúni 22 Bylgja Ingimarsdóttir, Hvanneyrarbraut 51 Einar Aki Valsson, Eyrargötu 12 Elísabet Júlíusdóttir, Hvanneyrarbraut 56 Guðrún Björg Alfreðsdóttir, Hvanneyrarbraut 35 Guðrún Heiða Kristjánsdóttir, Hvanneyrarbraut 23 Gunnar Sverrir Ásgeirsson, Hvanneyrarbraut 48 Hanna Björg Hólm Hafsteinsd., Eyrargötu 29 Hólmfríður Ólafsdóttir, Hafnargötu 28 Ingólfur Arnar Jóakimsson, Suðurgötu 58 Jón Engilbert Sigurðsson, Hvanneyrarbraut 58 Óðinn Freyr Rögnvaldsson, Fossvegj 13 Ólafur Hinrik Guðlaugsson, Laugarvegi 22 Páll Ágúst Jónsson, Hvanneyrarbraut 33 Sigríður Frímannsdóttir, Túngötu 28 Sigurrós Sveinsdóttir, Lindargötu 20b Steinar Þorbjörnsson, Hafnargötu 24 Valgerður Ólöf Steingrímsdóttir, Hólavegi 65 Þorleifur Gunnar Elíasson, Fossvegi 17 Þorsteinn Þormóðsson, Hverfisgötu 32 Gjöfina færd þú hjá okkur SHARP Stereo ferðatæki frá 1.590 Hljómtækjasamstæður frá kr. 5.950 Vasa-tölvur Verð frá 150 Basic-forritunartölva verð frá 2.115 Segulband verð frá 890 Luxor Stereo ferðatæki Verð frá 1.900 Útvarpskassettuklukka Verð frá 1.395 Frá Audio Sonic Stereo ferðatæki Verð frá 1.540 Útvarpsklukkur Verð frá 730 Verkjaraklukkur Verð frá 310 Armbandsúr Verð frá 220 Klukkuhálsmen Verð frá 320 Skáktölvur Verð frá 1.280 Vasa-Disco Verð frá 1.790 0PIÐ TIL KL. 16 I DAG áfíL. HLJOMTÆKJADEILD Vm KARNABÆR W HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.