Morgunblaðið - 03.04.1982, Síða 14

Morgunblaðið - 03.04.1982, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 Á fundi með breskum heims- endaspámanni og íslensk- um þjóðrembusósíalistum eftir Jón Baldvin Hannibalmm, ritstjóra Það er orðið tímakorn síðan undirritaður hefur lagt leið sína á „stórfund" hjá herstöðvaand- stæðingum. Mér lék hins vegar nokkur forvitni á að vita, hvern- ig hinn sjarmerandi yfirstétt- arbreti og heimsendaspámaður, Edward P. Thompson, tæki sig út innan um þá íslenzku þjóðern- issinna og þjóðrembusósíalista, sem eru helstu talsmenn her- stöðvaandstæðinga. Það er 'kominn ólíkt meiri poppstíll á þessar samkomur en tíðkaðist hér áður fyrr. Kjartan Ragnarsson fór mikinn á sviðinu og var allt í senn: Kynnir, fund- arstjóri og súþerman úr söng- leiknum Gretti. Hann spilaði og söng við heldur dræmar undir- tektir eldri kynslóðarinnar a.m.k. Honum til halds og trausts var skotið inn annarri popphljómsveit. Þar var eftir- minnilegastur ungverskur síg- aunaræll sem var dável leikinn á fiðlu. Þá kvað Egill þursaforingi tvær rímur í framúrstefnustíl. Allt var þetta heldur laust í böndunum og uppákomulegt. Ræður heimamanna komu ekki á óvart. Ungur maður af Suðurnesjum og Pétur Reim- arsson fluttu ávörp. Suðurnesja- maðurinn sagði viða rangt frá um Helguvíkurmál og talaði ekki hlýlega um Ólaf Jóhannesson, Fljótamann. Hann fékk beztar undirtektir þegar hann lét uppi efasemdir um hollustu Alþýðu- bandalagsráðherranna við málstaðinn. Ávarp Péturs Reimarssonar var í hefðbundnum stíl. Heims- myndin var svart-hvít rétt eins og í villta vestrinu, annars vegar er bandaríska auðvaldið sem stefnir að því að útrýma lífinu á jörðinni. Hins vegar öfl friðar- ins. Á heimavígvelli sér hann fyrir sér bandaríska sjóherinn og leppa hans, hins vegar eru herstöðvaandstæðingar og sósí- alisminn. Svona ræða upphefst í þjóðrækni og endar í landráða- brigslum. Ræður af þessu tagi skipta hundruðum í gegnu tíð- ina. Þær eru fyrir stað og stund en þola illa að sjást á prenti. Ög þá er loksins komið að Thompson. Hann er hár, grann- ur, úfinhærður og rúnum ristur. Dæmigerður yfirstéttarbreti úr public school og Cambridge. Hann var kommúnisti, en klikk- aði í Ungó 56. Sagnfræðingur að mennt og læsilegur rithöfundur. Á sjöunda áratugnum var hann einn af helstu aðstandendum nýmarxistaritsins New Left Review en þar sameinuðust menntamenn uppflosnaðir úr brezka Kommúnistaflokknum og þeir sem lengst stóðu til vinstri í Verkamannaflokknum að til- raun til þess að koma fræðilegri undirstöðu undir sósíalíska hugmyndafræði í brezkri pólitík. Það hefur gengið böslulega í hundrað ár. En hefur nú borið þann árangur að brezki Verka- JÓN Baldvin Hannibalsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, lýsti því í blaði sínu á dögunum, hvaða áhrifum hann varð fyrir, er hann sótti svonefndan „stórfund" herstöðvaandstæð- inga 27. mars. A sínum tíma var Jón Bald- vin Hannibalsson næsta virkur á slíkum fundum og ekki síst af þeirri ástæðu fór Morgun- blaðið þess á leit við hann, að það mætti endurbirta á síðum sínum grein hans úr Alþýðu- blaðinu, sem ekki er víðlesið. Varð ritstjórinn góðfúslega við þeirri beiðni og birtist grein hans með fyrirsögn Morgun- blaðsins. mannaflokkurinn er að leysast upp í frumparta sína vegna póli- tískra trúardeiina. Á allra sein- ustu árum hefur Thompson síð- an gerzt mikilvirkasti talsmaður þeirrar hreyfingar, sem berst fyrir einhliða afvopnun V-Evr- ópu. Thompson er fræðilega þenkj- andi maður og hættir því til að tala lengi á slíkum samkomum. Að þessu sinni talaði hann stutt og gat því ekki komið við ítar- legri röksemdafærslu. Rauði þráðurinn í boðskap Thompsons er yfirvofandi gereyðingar- styrjöld. Hann er heimsenda- spámaður. Svar hans er einfalt: Einhliða afvopnun, þar sem hann ætlar ríkjum V-Evrópu að ríða á vaðið. Afvopnist, eða tor- tímist, svo einfalt er það. Frammi fyrir svo afdráttarlaus- um kostum verða flest önnur gildi mannlegrar tilveru næsta hjárænuleg. Lýðræði, frelsi — alræði, kúgun. Betra er að vera rauður en dauður. Sú röksemd, að fleiri kosta sé völ, og að mað- ur vilji gjarnan bæði halda lífi og lifa því þjóðfélagi frjálsra manna og jafnvel freista þess að verja slíkt þjóðfélag fyrir áhlaupi hinna hundgrimmu ofvita alræðisins — slíkar rök- semdir eru einfaldlega úreltar og léttvægar fundnar á efsta degi. Það eina sem mann undrar er að lærður sagnfræðingur skuli aðhyllast svo „fræðilega ein- feldni". Thompson flutti íslenzkum herstöðvaandstæðingum mjög grimmilegan boðskap. Hann taldi góðar horfur á því, að bar- átta afvopnunarhreyfinganna í Evrópu næði þeim árangri, að Vesturveldin ættu ekki annarra kosta völ, en að koma kjarna- eldflaugum sínum fyrir í kafbát- um, sem síðan yrðu á sveimi á hafsvæðinu milli Skotlands, Noregs, Færeyja, íslands og Grænlands. M.ö.o. þær kjarna- eldflaugar sem Belgar og Hol- lendingar vilja ekki hafa í sínum kálgörðum verða framvegis á róli í landhelgi norðurhjarabúa. Thompson sagðist að vísu vera „sorry" yfir þessu. En víst á hann hrós skilið fyrir hrein- skilnina við herstöðvaandstæð- inga. Svo virðist sem ríkisstjórn- ir Nató-ríkja séu betri banda- menn eyjarskeggja á norðurhöf- um í þessu máli en „friðarhreyf- ingin“. Árið 1979 þegar Nató tók sina frægu „tvíþættu" ákvörðun Á „stórfundinum“, sem Jón Baldvin Hannibalsson lýsir í þessari grein, var Kdward P. Thompson helsti ræðumaður. Þjóðmálaskoðunum er lýst þannig af vinstri mönnum í Stúdentablaðinu: „E.P. Thompson er róttækur vinstri maður og fyrrver- andi félagi í breska kommúnista- flokknum, nú félagi í breska verka- mannaflokknum. Hann vill ekki nú- orðið kalla sig marxista þar sem hann er andvígur því að kalla stóra hreyfingu eftir einum manni. Hann vill fremur skilgreina sig sem liðs- mann i baráttu fjölskrúðugrar hreyf- ingar sósíalista, kommúnista, verka- lýðssinna og ýmiskonar hópa sem leita nýrra leiða til að vinna bug á auðvaldsskipulaginu.“ Sölusýning á notuðum mazoa biium frá 10-4 alla laugardaga Nú geta allir verid sérfræöingar í því aó velja og kaupa notaöan bil. Þiö athugiö útlit bílsins, ástand hjólbaröa og annaö sem sést. og viö ábyrgjumst þaö sem ekki sést. Tryggió góö og örugg vióskipti. veljió notaóan MAZDA BÍL MEÐ 6 MÁNAÐA ÁBYRGÐ. Við erum eini aðilinn á landinu sem veitir ábyrgö á öllum notuöum bílum, og tryggir þannig öryggi í viö- skiptum. BILABORG HF Smiöshöfða 23. sími 812 99. Hugmyndafræði og bótasaumur Myndlíst Bragi Ásgeirsson Svisslendingurinn John M. Armleder, sem nú sýnir í Nýlista- safninu kenndi eina önn í Mynd- lista- og handíðaskólanum í byrj- un þessa árs, — og að sjálfsögðu í hinni nafnkunnu Nýlistadeild. Eitthvað hefur hann einnig verið að bauka við Iistsköpun samfara kennslunni og árangurinn er til sýnis í einum sal Nýlistasafnsins. Armleder virðist vera áhang- andi sameiginlegs alþjóðlegs myndmáls því að hann forðast persónulega tjáningu í myndum sínum sem heitan eld, eða svo skilst mér. Tekst honum það að mínu mati frábærlega vel því að allt þetta sem sýningin saman- stendur af, hefur maður séð áður. Þetta virkar eins og einn angi um- hverfislistar (Environments) en er ákaflega hriflítið og máttlaust. Ég fortek þó ekki að bakvið viðleitni gerandans sé djúp og mikil speki en hún kemst ekki til skila. Ekkert er þarna í formi sýningarskrár né útskýringa svo að fæstir vita hvað maðurinn er að fara en það kann þó auðvitað að vera tilgangurinn. En satt að segja fælir þetta fólk frá að skoða þessa tegund sýninga og er þá engum greiði gerður með því að hafa umbúðirnar svona nánasarlegar, í öllum skilningi. Er alveg á mörkum að hægt sé að skrifa um sýningar sem þessa og skal vísað til þess að í lögum Nýlistasafnsins er sýnendum í húsakynnum þess skylt að kynna sýningar með einhverju formi sýningarskrár. - O - I stærri salnum og sýningarþró safnsins sýnir Þórunn Sveinsdóttir allmörg búasaumsteppi ásamt frístandandi hlutum í sömu tækni. Það er furðuleg stemmning í kringum þessa upphengingu, í senn skipuleg og óskipuleg. Nokk- urs konar hippa-stemmning dett- ur mér helst í hug. En það er skemmst frá að segja,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.