Morgunblaðið - 03.04.1982, Síða 15

Morgunblaðið - 03.04.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 15 um að setja upp eldflaugakerfi í Evrópu á árunum 1983—1987 ef Sovétmenn fengjust ekki til að fjarlægja sínar SS-20-flaugar, þá var hugmyndinni um að koma þessum eldflaugum fyrir neð- ansjávar beinlínis hafnað. Ein ástæðan var sú, að það væri sýnu hættulegra m.a. vegna þess að raunhæft gagnkvæmt eftirlit væri mun erfiðara þegar um kafbáta er að ræða. Sumir forsvarsmanna „frið- arhreyfinganna" ganga svo langt, að leggja hinn rauða fas- isma í A-Evrópu að jöfnu við stjórnarfar á Vesturlöndum. Thompson gengur lengra. I bók sinni, Athugasemdir um útrým- ingarstefnu, segir hann: „Banda- ríkin virðast mér vera sá aðilinn sem er háskalegri og meira ögr- andi og ríkjandi utanríkis- og hernaðarstefna þeirra þrengir að Sovétríkjunum með ógnandi herstöðvum. Það er miklu frem- ur í Washington en Moskvu sem menn velta fyrir sér ólíkum sviðsmyndum í „leikvangs- styrjöldum", og það er í Ameríku sem gullgerðarmenn ofurdráps- ins, hinir slyngu tæknifræðingar „yfirburða" og úrslitavopna knýja fram stjórnarstefnu morgundagsins." (Tilvitnun úr tímariti MM bls. 92) Það er ekki að undra að póli- tískum einfeldningi úr vernduðu umhverfi Cambridge sem þannig talar, hafi verið fálega tekið, þegar hann hugðist sækja heim andófsmenn í Tékkóslóvakíu fyrir skömmu. Þar kom Thomp- son víða að lokuðum dyrum. Hann mætti þögn í Prag. Einn andófsmanna virti hann þó svars. Það svar birtist í brezka tímaritinu New States- man 24. apríl 1981 undir dul- nefninu Waclav Racek. I sein- asta hefti tímarits MM er þetta opna bréf andófsmannsins tékkneska til Thompsons birt og langt svar frá Thompson á eftir. Hinn tékkneski andófsmaður bendir yfirstéttarbretanum á það i allri vinsemd, að þjóðfé- lagskerfi A-Evrópu sé hervædd- ur fasismi sem stefni að heim- syfirráðum, byggðum á afnámi allra mannréttinda. Hann segir þjóðfélagsástandið vera þegar orðið eins og 1984 eftir Orwell í framkvæmd, nema kerfið ríkir ekki um allan heim. Og þetta nema sé mjög mikil- væg staðreynd. Tékkinn segir að afvopnunarhreyfingin í V-Evr- ópu, sem byggi á svo fræðilegri einfeldni að leggja þessi tvö þjóðfélagskerfi að jöfnu, virðist vera „ómeðvituð hliðstæða við tilslakanir við fasismann á fjórða áratugnum. I niðurlagi greinar sinnar seg- ir Racek: „Ég held að kjarni skilnings yðar sé fólginn í þeirri pólitísku forsendu sem skiptir pólitískum öflum í hægri og vinstri. Innan þess ramma fall- izt þeir aðeins á skiptingu í íhalds- og afturhaldsmenn ann- ars vegar og andstæðinga þeirra hins vegar þ.e.a.s. annar skil- greinir hinn. Þessi skipting er orðin úrelt vegna þess hve afger- andi áhrif alræðistilhneigingar — hreyfingar — og stjórnkerfi hafa. Þessi hættulega tíma- skekkja stafar af þeirri stað- reynd að þau skil sem máli skipta virðast vera á milli alræð- is- og lýðræðisstrauma bæði vinstra og hægra megin í hinu pólitíska litrófi." Þess má að lokum geta að ein- hverjir einfeldningar úr Skand- inavíu söfnuðu fyrir skömmu liði í einn langferðabíl og hugðust fara í ökuferð fyrir friði frá A-Berlín til Moskvu. Það átti að vera byrjunin á nýrri „friðar- hreyfingu" í sjálfu sovézka ný- lenduveldinu. Það þarf ekki að orðlengja það, að austur-þýzka lögreglan stöðvaði friðarsinnana við „Checkpoint Charlie" og vís- aði þeim aftur vestur, með þeim ummælum að fyrir austan ríkti þegar „allsherjarfriður". NÝTT TÆKNIUNDUR FRÁ CatlOH NP—200 LJOSRITUNARVEL Það veröur aö sjá þessa vél til aö sannfærast um kosti hennar. Canon er með söluhæstu Ijósritunarvélum heims í dag. Pað segir sína sögu. Til athugunar: 1. 20 afrit á mínútu! 2. Afritastærðir frá B6 uppí A3 (tekur opnu) 3. Við fjölritun, stillanleg í 99 stk. í senn. 4. Duftvél, afrit meö 100% skerpu. 5. Jafnskörp afrit á sléttan og hamraðan pappír. 6. Fyrirferöarlítil, 515x289x538 mm! 7. Sérlega ódýr í rekstri. 8. Ekkert skrefagjald 9. Stærri og smærri gerðir fyrirliggjandi. Sýningarvél á staðnum VERIÐ VELKOMIN Sala, ábyrgð og þjónusta ShrííuÉlin hf Sími 85277 — 85275 að Þórunn, eða Tóta eins og hún nefnir sig, vinnur af mikilli sköp- unargleði og innlifun í hluti sína og hún virðist héi* hafa hitt á sitt kjörna sérsvið. Sum teppanna eru bæði vel gerð og frumleg, — næsta of frumleg á stundum, því að Tóta missir þá tökin á listrænu skipulagi þannig að allt fer úr böndum og mynd- verkin verða léttvæg fyrir vikið. Hér skortir meiri aga og ósér- hlífni. Þessi sýning hefði orðið stórum áhugaverðari ef frágangur og upp- henging hefði verið betri. Þá vant- ar sýningarskrá og verkin eru nafnlaus og ónúmeruð. Þau munu þó heita eitthvað öllsömul því að víða er sitthvað krotað í þau eða á veggina við hlið þeirra. Álverkpallar Til sölu — leigu Sparlö fé og tíma, mjög fljót uppsetning. V-þýsk gæöavara, mjög góð reynsla hér á landi. Leitið upplýsinga! Pallar hf. Vesturvör 7, Kópavogi, sími 42322. Brita barna- bílstóll, hugulsöm jólagjöf, og barniö er öruggt Britax bílstólar fyrir börn eru öruggir og þægilegir í notkun. Með einu handtaki er barnið fest, - og losað Biðjið um Britax bílstóla á bensín- stöðvum Shell. Skeljungsbúðin SuóurlandsbraLit 4 simi 38125 Heildsölubirgóir: Skeljungur hf. Smávörudeild - Laugavegi 180 sími 81722

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.