Morgunblaðið - 03.04.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982
19
flokksins hafa áður lýst harðri
andstöðu sinni við áform vinstri
meirihlutans um að taka fyrir-
huguð útivistarsvæði í borginni
undir byggingar. Stefna vinstri
flokkanna er mörkuð skammsýni
og fyrirhyggjuleysi, þótt viður-
kenna megi að þeir hrekist til
þessara ákvarðana vegna þess að
öngþveitið í skipulagsmálum á
þessu kjörtímabili hefur skapað
algeran lóðaskort í borginni.
Margoft hefur verið að því
fundið, að vinstri meirihlutinn
hefur látið undir höfuð leggjast
að kynna borgarbúum og þá ekki
síst þeim, sem mestra hagsmuna
hafa að gæta hverju sinni, fyrir-
ætlanir sínar, áður en miklu er
til kostað í skipulagi eða fram-
kvæmd, og meðan enn verður
aftur snúið með áform, sem
mæta harðri andstöðu borgar-
búa. Tillaga um slíka kynningu
hefur nú verið felld hvað snertir
hugsanlega byggð í „Sogamýri"
sunnan Gnoðarvogs. Þetta er
gert þrátt fyrir að yfir 9000
Reykvíkingar hafi áður mót-
mælt fyrirhugaðri mannvirkja-
gerð í Laugardal og á því svæði,
sem nú er deilt um.
Við sjálfstæðismenn hörmum
þessa niðurstöðu og greiðum at-
kvæði gegn frekari vinnslu deili-
skipulagstillögunnar."
Umhverfismálaráð
Umhverfismálaráð borgarinn-
ar samþykkti samhljóða þann
10. september harðorða tillögu,
þar sem það er átalið að um-
hverfismálaráð hefði ekki fengið
tillöguna til umsagnar og jafn-
framt var lögð áherzla á „að
skipulagstillagan og ákvörðun
borgarstjórnar verði kynnt
íbúum í Langholtshverfi næst
svæðinu, þannig að mögulegt
verði að taka tillit til athuga-
semda þeirra".
Þessari samþykkt umhverf-
ismálaráðs var í engu sinnt.
Andmæli íbúanna
I janúar sl. var samþykkt að
óska eftir heimild skipulags-
stjórnar ríkisins að leggja fram
og auglýsa tillögu um breytta
landnotkun á þessu svæði, þ.e. að
í staðinn fyrir útivistarsvæði
kæmi íbúðarbyggð og einstakar
þjónustubyggingar. Við þá aug-
lýsingu komu fram hörð mót-
mæli frá íbúum á nærliggjandi
slóðum. Töldu íbúarnir m.a. að
eignir þeirra rýrnuðu í verði og
áskildu sér fullan rétt til skaða-
bóta.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins vildu enn freista þess
að taka málið upp og fluttu til-
lögu um að fresta afgreiðslu
skipulagstillögunnar í rúma tvo
mánuði, svo að ný borgarstjórn
gæti fengið tækifæri til að fjalla
um þetta mikilvæga deilumál.
Allt kom fyrir ekki. Vinstri
meirihlutinn felldi tillöguna og
sumir borgarfulltrúar þeirra
flokka sáu ástæðu til að senda
íbúunum tóninn í umræðum um
málið.
Samstarf og samráð
Þannig varð niðurstaðan í
þessu máli. Málið keyrt fram í
miklum ágreiningi í borgar-
stjórn og ekkert tillit tekið til
óska íbúanna. I kosningastefnu-
skrá Alþýðubandalagsins fyrir
þessar kosningar er fallegur
kafli um nauðsyn samstarfs og
samráðs við borgarbúa. Skyldu
margir trúa því kosningaloforði?
Vara við
ferðum
um Fimm-
vörðuháls
HELGINA 5.—6. mars sl. var
Björgunarsveitin Stakkur við æf-
ingar á Fimmvörðuhálsi en svo
nefnist hálsinn milli Eyjafjalla- og
Mýrdalsjökuls. Hreppti sveitin hið
versta veður og þurfti að leita að-
stoðar hjá Flugbjörgunarsveit
A-Eyjafjalla. Tókst að koma öllum
heilum til byggða og má það heita
kraftaverk við þær aðstæður sem
þarna voru.
Fimmvörðuháls liggur um
1100 m yfir sjó og þar eru veður
oft válynd. A undanförnum ár-
um hefur hvað eftir annað legið
við slysi þarna og öllum er í
minni þegar þrjú urðu þar úti
fyrir nokkrum árum. Að feng-
inni reynslu telja Eyfellingar
nauðsynlegt að minna á að fara
með gát um þessar slóðir og
leggja ekki leið sína þangað að
nauðsynjalausu á þessum árs-
tíma.
Ný ólga
í Kosovo
Ik lgrad, I. apríl. AP.
LÖGREGLA dreifði nokkur hundr-
uð stúdentum, sem reyndu að efna
til mótmælaaðgerða í Pristina, höf-
uðborg héraðsins Kosovo, á mið-
vikudagskvöld og „margir" voru
handteknir samkvæmt blaðafrétt-
um. Miðborginni var lokað til að af-
stýra frekari ólátum.
Stúdentunum var dreift þegar
þeir höfðu safnazt saman fyrir
framan kaffihús háskólans og
hrópað „fjandsamleg slagorð",
segja blöðin. Aðrir hófu hróp og
köll í heimavist.
Félagsmiðstöð stúdenta sagði
hins vegar að áflog tveggja stúd-
enta hefðu leitt til átakanna og
aðeins 15 stúdentar hefðu hrópað
slagorð.
Blaðið Politika Ekspres sagði að
nokkrir blaðamenn, myndatöku-
menn sjónvarps og ljósmyndarar
frá ýmsum hlutum Júgóslavíu
hefðu verið handteknir í Kosovo í
síðasta mánuði þegar þeir ætluðu
að fylgjast með mótmælaaðgerð-
um, sem héraðslögreglan bældi
niður. Blaðið sagði að þeim hefði
verið misþyrmt og hald hefði verið
lagt á tæki þeirra og filmur.
A.m.k. níu biðu bana og 250
slösuðust þegar sérþjálfuð lög-
regla frá öllum hlutum Júgóslavíu
bældi niður miklar óeirðir í fyrra í
héraðinu, þar sem 77% íbúanna
eru Albanir. Seinna hermdu frétt-
ir að lögreglan hefði verið lin og
treg til að bæla óeirðirnar niður.
Yfirmaður öryggismála í Kosovo
var rekinn.
Dauðadóm-
ar 1 Yemen
Aden, Suður-Yemen, 31. mars. Al\
ÞRETTÁN Yemen-búar voru í dag
dæmdir til dauða fyrir að hafa ætlað
að vinna skemmdarverk á olíu-
mannvirkjum í landinu með „utan-
aðkomandi” hjálp, að sögn embætt-
ismanna. Ríkissaksóknarinn í Yem-
en sagði að „samsærið" væri runnið
undan rifjum heimsvaldasinna og að
einn sakborninga hefði játað við
réttarhöldin að hafa fengið þjálfun
hjá Bandaríkjamönnum í Saudi-
Arabíu. Saudi-Arabar hafa neitað að
eiga nokkurn þátt í þessu máli.
I_____________________
iiiintiiJiiHHi
immMinuiiiniiiiitiiiiitHmHiminitiminnmtiinti
ÁBYRGÐARTÉKKAR Á ÚTVEGSBANKANN ERU
ÖRUGGUR
GJALDMHHLL
Útgeíandinn sýnir þér skilríki sem sannar heimild hans til útgdíu
dbyrgðartékka. Á skírteininu stendur hve hdr tékkinn megi vera.
Bankinn ábyrgist innlausnina.
ÚTVEGSBANKINN
Greinilega bankinn fyrir þig líka.