Morgunblaðið - 03.04.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.04.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 27 Mattheusarpassíunni en myndin er tekin f Vtfrtaakóla þnr aem kórinn hefur haft Ingólfur Guðbrandsson stjórnar með tilþrifum. Þótt kórfélagar kunni orðið „rulhina" sfna er nótnabókun- um ekki sleppt alveg, en skilyrði er að kórfélagar geti lesið nótur. og finnst mér æfingar hafa gengið vel að undanförnu. Undirleikur er lítið notaður og því lærum við fljótt að hlusta og eyrað þjálfast og legg- ur stjórnandinn mikið uppúr því að við rækjum þetta verkefni okkar vel. Guðrún Óladóttir: Eins og að vera í tón- listarskóla — Ég byrjaði í kórnum um síðustu áramót og hefur mér fundist mjög gaman að taka þátt í þessu starfi. Var ég eiginlega hissa hvað ég var alls staðar velkomin og hér eru allir vinir og félagar, engir smáhópar eða „klík- ur“. Áður hef ég verið með í kórum, m.a. í Ameríku, Trésmiðakórnum og Tónkórnum á Egilsstöðum. Ég hafði áhuga á að syngja með í Eddu-óratoríu Jóns Leifs og var hvött til þess að reyna að drífa mig í kórinn og sé ekki eftir því. Mikil vinna? Jú, en þetta gefur okkur mikið líka. Við lærum mjög mikið á þessari þátttöku í Pólýfónkórnum og Ingólfur gerir sér t.d. sérstakt far um að kynna okkur góða er- lenda söngvara og spilar í hléi á æfingum plötur með þeim. Einnig ræðir hann mikið um verkið sem við erum að fást við og höfund þess. Enginn vafi er á því að meiri kröfur eru gerðar í Pólýfónkórnum en öðrum kórum sem ég hef kynnst og er það á við hvaða tónlistarskóla sem er að starfa í kórnum. En hér eru margir líka í einhverju tónlist- arnámi og eftir að ég fór að syngja með kórnum fannst mér ekki annað hægt en að fara í söngtíma. Stjórn- andinn gerir kröfur, en hann er hvetjandi og tekur æfingar strax föstum tökum og þess vegna er þetta lærdómsríkt starf. Ólöf Björg Guðmundsdóttir: Lærdómsríkt að vera með í Pólýfónkórnum — Eg byrjaði í haust sem leið, en það var ekki fyrr en eftir áramót sem við tókum til við þetta verk, Matthe- usarpassíuna. Áður hafði ég sungið með í barnakór og kirkjukór í Hafnar- firði. Ég býst við að syngja áfram með Pólýfónkórnum meðan ég dvelst i bænum, en ég stunda nú nám í Tón- listarskólanum í Reykjavík og það er því ekkert nýtt fyrir mér að kynnast tónlist sem þessari. Nei, ég sé ekki eftir að verja tíma mínum með þessum kór, það er mjög lærdómsríkt að kynnast tón- listinni á þennan hátt og ég hef ekki áður starfað í kór sem þessum, en í haust byrjaði ég á að taka þátt í námskeiði þegar hingað kom ítölsk söngkona, Ratti. Valdimar Olafsson Þessi söngstíll ekki fenginn á einni nóttu — Ég söng síðast með Pólýfón- kórnum fyrir 12 árum og þá í H-moll messunni og nú stóðst ég ekki mátið að vera með aftur, það freistar mest að vera með í þessum stærri verkum. I'að er gaman að syngja þessi verk þegar menn hafa náð tökum á þeim. Tímafrekt? Jú, og menn fara ekki á skíði á meðan, því þetta er gífur- lega tímafrekt. Sá söngstíll sem einkennir Pólýfónkórinn er ekki fenginn á einni nóttu og fæst ekki nema með einbeitingu og mikilli þjálfun. Hins vegar finnst mér þessi tónlist og starfsemi sem þessi of lítið viðurkennd af fólki. Mér finnst þurfa að vekja menn til um- hugsunar um að hér er um merki- legt framtak að ræða og mér finnst líka undarlegt ef ekki tekst að fylla Háskólabíó nema tvisvar. „Jafn mjúkt og ugla blakar vængjunum í náttmyrkrinu“ — Þáttur af dönskum skáldum — Undanfarna daga hafa dvalist hér á landi fimm danskir rithöfundar, sem stofnað hafa svonefnt kveðskaparleikhús, „Digterscenen“, og ferðast um Danmörku og komið fram meö upplestrardagskrár úr verkum sínum. Rithöfundarnir eru þessir: Vagn Steen, Knud Sorensen, Peter Poulsen, Steen Kaalo og Marianne Larsen. Hafa þau öll gefið út margar bækur og eru þekktir höfundar í Danmörku. Hérlendis hafa þau lesið upp í Þjóðleikhúskjallaranum og í Norræna húsinu og á laugardag kl. 16 munu dönsku skáldin koma fram í Nýlistasafninu við Vatnsstíg, en að ferð þeirra hingað til lands standa Norræna húsið, Félag dönskukennara og Det danske Selskab. í síðustu viku lásu skáldin upp fyrir dönskunema við Há- skólann og voru umræður á eftir um Ijóðlist, menningu og fleira. Blm. Mbl. var viðstaddur og hripaði niður brot af því sem fram fór. Fyrst lásu skáldin öll eitt ljóð eftir sig og voru síðan beðin um aðra umferð og var það auðsótt mál. Síðan voru lagðar ýmsar spurningar fyrir gestina, sem þeir svöruðu eftir megni. Fyrsta spurningin var um hina jarðn- esku hlið þessa skáldskapar- flutnings, þ.e. hvenær þau hefðu byrjað að starfa sam- an og hvernig þetta væri rek- ið fjárhags- lega. Vagn Steen varð fyrir svörum: „Já, við byrjuðum hvenær vorum við nú aftur í Finn- landi? Sjötíu og fimm, já. Það var þegar við vorum öll í Finnlandi sjö- tíu og fimm, að lesa upp, að þessi hópur varð til. Síðan þá höfum við svo einkum komið fram í skólum í Danmörku, en nú erum við sem sé í annarri utanlandsferð okkar. Við fáum styrk frá hinu opinbera í Danmörku upp á 40.000 danskar krónur á ári og við komum fram svona um það bil 20 sinnum á ári. Við tökum 4.000 krónur fyrir að koma fram og þá borgar styrkurinn 2.000, en við- komandi skóli eða annar aðili 2.000.“ Einhver spurði hvort það væri hægt að lifa á því í Danmörku að vera skáld og var svarið einróma neitandi. Þá var spurt hver tilgangur- inn væri með „Digterscenen", hvort hann væri ef til vill að ein- hverju leyti uppeldislegur. Peter Poulsen svaraði: „Það er enginn sérstakur tilgangur með þessum upplestri okkar, annar en sá að útbreiða það sem við erum að gera. Gera fólki ljóst að það er unnt að heyra og njóta ljóða í samtímanum, að grafa undan goðsögninni um að lista- menn og það, sem þeir gera, sé eitthvað sem á heima í órafjar- lægð frá öllum almenningi. Við mætum oft einhverri tortryggni þegar við komum eitthvert, og fólk hefur heyrt að við séum „skáld“.“ Bent Jacobsen kennari spurði hvort skáldin hefðu orðið fyrir áhrifum af þessum ferðum sín- um, sem greina mætti í verkum þeirra, hvort þau semdu ljóð beinlínis til upplestrar. Knud Sorensen játti því og hin tóku undir það og það spunnust miklar umræð- ur um tengsl lista við fólkið og um aðstöðu til yrkinga í Danaveldi og víðar. Mari- anne Larsen var spurð hvort hún teldi sig skrifa kvennabók- menntir og hún var í vafa. Sagði að það færi eftir skil- greiningunni á því fyrirbæri. Það var talað um merkimiða í bókmenntum, svo sem eins og kvennabók- menntir, verkalýðsbók- menntir og svo framvegis. Það var líka svolít- ið talað um bara bók- menntir. Steen Kaale var hvað mest á móti merkimiðatil- hneigingunni. Allir voru kurteisir. Allir voru til viðræðu um allt. Það var spurt um nöfn á ljóðum, hvort þau væru sniðug, eða hvort ætti kannski að sleppa þeim. Sitt sýndist hverj- um. — Engin algild regla. — Fer eftir atvik- um. Stundum, stundum ekki. — Það er líka hægt að nota bara fyrstu lín- una. — Eða númer. — Stundum er nafnið óaðskiljanlegur og ómissandi hluti ljóðs. Og svona. Vagn Steen sagði: „Við breyt- um ekki afstöðu fólks til lista. Það verður að gera það sjálft. Það sem við getum gert er að láta það fá list, í þessu tilfelli ljóð, upp í hendurnar og reyna að sýna því fram á að listin fjall- ar um fólkið og fólkið á að fjalla um hana.“ í lauslegri þýðingu. Umræðurnar voru ágætar. Ljóðin voru best. í einu sagði frá manni sem ætlaði að kyssa konu „jafn mjúkt og ugla blakar vængjunum í náttmyrkrinu“. Það fannst undirrituðuni vel sagt. Það var í ljóði eftir Peter Poulsen. Fleira gerðist ekki. SIB Vaen Sleen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.