Morgunblaðið - 03.04.1982, Side 24

Morgunblaðið - 03.04.1982, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 2 3 Þjóðskjalasafn íslands 100 ára Eftir Bjarna Vilhjálmsson þjóðskjalavörð Dr. Jón Þorkelsson Stofnun Lands- skjalasafns Svo ung er sú ásýnd þess þjóð- félags, sem nú blasir við okkur, að fréttnæmt þykir, þegar einhver stofnun þess minnist aldarafmæl- is síns. Ekkert opinbert safn var til hér á landi fyrr en 1818, er Stiftsbókasafnið var stofnað, en annað í röðinni varð Forngripa- safnið, sem telst stofnað 1863. Þessi söfn heita nú Landsbókasafn Islands og Þjóðminjasafn íslands, sem hvort um sig eru nú meðal virðulegustu stofnana þjóðfélags- ins. Bæði þessi söfn voru þó smá í fyrstu, en hafa vaxið og vel dafnað í rás tímanna. Stofndagur Þjóðskjalasafns ís- lands verður að teljast 3. apríl 1882, en þann dag er dagsett aug- lýsing hins fyrsta landshöfðingja Islands, Hilmars Finsen, um Landsskjalasafn í Reykjavík. Ekkert væri fjær sanni en segja, að Landsskjalasafnið hefði stokk- ið alskapaö úr höfði hins virðulega landshöfðingja. Það hefur vissu- lega átt sína þróunarsögu, sem vonandi á eftir að verða miklu lengri og örari að framförum en nokkurn tíma áður, því að stofn- unin hefur nú áratugum saman búið, vægast sagt, við þrengri kost en við er unandi á þeim miklu breytingartímum, sem við lifum á. Öllum má ljóst vera, að skjala- myndun í landinu hefur vaxið hröðum skrefum með hverjum áratug, sem liðið hefur, og eru engar horfur á, að lát verði á þeirri þróun um fyrirsjáanlega framtíð. Þó að vafalaust verði komið á skynsamlegum reglum um grisjun skjala og jafnvel förg- un ákveðinna skjalaflokka úr þeim gögnum, sem upp hlaðast, er þó sýnt, að skjalamagn það, sem ber að varðveita komandi kynslóðum til hagnýtra og vísindalegra nota, vex hröðum skrefum. Reglur um grisjun skjala verða þó aldrei sett- ar í eitt skipti fyrir öll, heldur þurfa þær að vera í sífelldri endurskoðun. Hugmynd um opinbert skjala- safn á íslandi skaut fyrst upp koll- inum á öðrum áratug 19. aldar. Finnur Magnússon leyndarskjala- vörður í Kaupmannahöfn varð fyrstur til að hreyfa slíkri hug- mynd, þó hún kæmist ekki í fram- kvæmd fyrr en 35 árum eftir dauða hans. Raunar vakti ekki Stefán Pétursson Dr. Bjarni V ilhjálmsson Hannes Þorsteinsson Barði Guðmundsson ríl k tríi to U$r i ra'kiAtyottr 1totnaÍ4iul m^olLV landf njPTumt W ky*r artro^w^rtþimgr mevttT._xr v&oc Itttrulml' |>Ar ti$r ftt ftftt tilttw grunfí«* Alrar cnþru* Hufrfit unAm.nmta iar cf tnutrrm tém « Jw* df UlaupaAlr • ocþrtl* HUtwr Artmur fy-r n mtþHcrg-enftöi^cmqj* eti Vfiwrfr fvA |.'Ar íjpl\ ti|»4n ef fcrtungr cfaf i at rmt|*a. i ]»Ar UucrPr octtí (Hfm tku» bctfnm^e ocafrca* Abruiaftnr|>Ar il&l oc AnÁ meþ íöxjt-6oo^r tíanáAte ni£r fí S'cAa wffr* r ncþan orftemo ftniaAfo'dkft.r aftAÍ(Vr»i»*y«rf * rarltþ A.r \nþA*ctl (Hf •fcrt htr Uflgiýjrt ifcrto t VA.JÍ. i>C toí ftálÉi v& 0V.* 1 1 ocruoAtkvgtlbe Uuftariweþ.|mí ^.KJ^Fc-cferoij . J- „ .... .4 i. .1 ^^3* <lccfbenaW-Vto • Crwnih í\, :tílaci} upm Wliutur þct >r pa> p tváf'u S«.orreat.‘bdftim am of þat efaþr e , t1>Abm«y lema ^ ct i p? Id'lmðM* tuuner <m ■vifrfL' í'n*4pa v^ar.t^.fép. * !#■ t-'At’ nieú me*c oífrWe firAfta vtwtr.n.iýjfr. -tK. ' W 1 itvAiveHn. i ( orUt > ‘ ***** £\»AJTC r» ð» U'JT •,**r ' v C Kl.ir ~ ^nWBr tCi TTrHBiTr ____ Reykholtsmáldagi. Upphaf hans er talið ritað um 1185. Elzta frumskjal á norræna tungu. Tveir kaflar máldagans eru skrifaðir um daga Snorra, og kemur nafn hans fram á báðum stöðunum. eingöngu fyrir honum embætt- isskjalasafn, heldur einnig safn handrita af ýmsum uppruna, sam- bærilegt við núverandi handrita- safn Landsbókasafns íslands. Milli smíði Alþingishússins, sem lauk 1881, og stofnunar Landsskjalasafns, er augljóst orsakasamband. í auglýsingu landshöfðingja er Landsskjala- safninu ætlaður samastaður á Dómkirkjuloftinu, sem gegndi miklu menningarhlutverki á öld- inni sem leið. Þar höfðu áður verið til húsa bæði Stiftsbókasafnið og Forngripasafnið, sem báðum var ætlaður staður í hinu nýja Alþing- ishúsi. Þarna losnaði sem sé hús- rými sem sjálfsagt hefur þótt að nota. Svo er að sjá sem Hilmar Fin- sen hafi haft persónulegan áhuga á stofnun safnsins, enda átti hann skammt ætt að rekja til kunnustu fræðimanna á 18. öld, sonarsonur Hannesar biskups Finnssonar. Þó virðist hann ekki hafa verið frum- kvöðull málsins, heldur höfðu aðr- ir háttsettir embættismenn lands- ins ári áður snúið sér til hans með beiðni um framgang þessa máls. Voru það þeir Bergur Thorberg amtmaður sunnanlands og vestan, Pétur Pétursson biskup, Árni Thorsteinsson landfógeti og Indr- iði Einarsson endurskoðandi. Þegar litið er á auglýsingu landshöfðingja, er ljóst, að hinu nýja Landsskjalasafni er fyrst og fremst ætlað að vera sameiginleg skjalageymsla fyrir hin æðri emb- ætti landsins. Þar skyldu eiga inni eftirtalin söfn: 1. Skjalasafn landshöfðingja. — Þar er va^alaust einnig átt við skjalasafn stiftamtmanns (1684—1873), sem jafnframt var amtmaður yfir suðuramti lengst af 1770—1873, skjalasafn amtmanns yfir landi öllu (1688—1770). Þessi gömlu emb- ættisskjalasöfn virðast hafa verið í vörzlu landshöfðingja frá stofnun þess embættis (1873). 2. Skjalasafn stiftsyfirvalda. — Með stiftsyfirvöldum er átt við sani- eiginlegt vald stiftamtmanns (síðar amtmanns í suður- og vesturamti) og biskups, þegar svo stóð á. að þeir áttu að ráða fram úr málum í sameiningu. Sérstakt skjalasafn þessara SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.