Morgunblaðið - 03.04.1982, Síða 28

Morgunblaðið - 03.04.1982, Síða 28
2 8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 Pétur Sigurðsson um framsóknarráðherra: Vafamál sem veikja Alþingi „Þetta eru svik, þessu skipi ber að skila,u sagði Garðar Sigurðsson MJÓG harðar umræður urðu utan dagskrár í neAri deild Al- þingis í gær, er Pétur SigurAsson (S) krafAi viAskiptaráAherra og sjávarútvegsráAherra sagna um innflutningsleyfi og leyfi til er- lendrar lántöku vegna kaupa á 10 ára gömlum togara frá Bret- landi, Einari Benediktssyni, en sjávarútvegsráAherra segir á for- síAu Tímans: „l»aA er auAvitaA Ijóst aA viA höfum veriA plataAir í þessu máli,“ þ.e. varAandi eignaraAild á bátum sem kaup- endur áttu aA taka úr umferA vegna tilkomu hins „nýja“ skips. Hvert hneykslismálið á fætur öðru Pétur Sigurðsson (S) vék fyrst að ýmsum nýlegum átakamálum milli ráðherra í ríkisstjórn, sem fært hafi Alþingi ofan í öldudal. Ég þekki ekkert tímabil, frá því ég kom á þing 1959, sem virðing Al- þingis hafi verið dregin svo niður í svaðið. Hann nefndi til aðför fé- lags- og iðnaðarráðherra á hendur utanríkisráðherra, sem hafði það eitt til saka unnið, að framfylgja einróma þingsályktun um flutning olíugeyma varnarliðsins, og utan- ríkisráðherra kallaði „valdníðslu"; ásakanir formanns þingflokks Framsóknarmanna um bolabrögð ráðherra í Blöndumálum, þ.e. meintri misbeitingu ráðherra- valds til að knýja það mál fram, að mati þingflokksformannsins; ým- iss konar dúsufrumvörp um syk- urverksmiðjur og ylræktarver o.fl., sem vel væri lýst í leiðara Mbl. í dag, þar sem dúsufrumvörp- unum væri líkt við silfur Egils Skallagrímssonar, sem hann hugðist dreifa yfir þingheim til að efna til ófriðar, en nú kljást þing- menn um þetta ráðherrasilfur. Enn eitt vafamálið er komið til sögunnar, kaup á 10 ára gömlum togara frá Bretlandi, en sjávar- útvegsráðherra lætur Tímann básúna, að ráðherra „hafi verið plataðir" í málinu! Þar með væri máiið afgreitt af hans hálfu. Pétur sagði fram komið að kaupendur þessa aldna brezka togara hefðu ekki átt a.m.k. annað það skip, sem tíundað hafi verið til frádráttar í skipastól landsmani.a til að réttlæta kaup á hinu brezka skipi. Eignarréttur á hinu virtist heldur ekki pottþéttur. Hér við bættist að úreldingarsjóður hafi greitt fyrir hitt skipið, en hlutverk hans væri að hjálpa útgerðaraðil- um að hætta rekstri úreltra fiski- skipa, til að minnka of stóran fiskiskipastól miðað við stofn- stærð nytjafiska. Við ríkjandi að- stæður eru kaup á „nýjurn" skip- um til þess eins að veikja rekstr- arstöðu skipa sem fyrir eru, fjölga skrapdögum og rýra kjör bæði út- vegs- og sjómanna. Hið aldna brezka skip, sem nú hefði bætzt fiskiskipaflotanum, hefði aðeins aðstöðu fyrir 10 til 12 skipverja, en samningar kveða á um 14 manna áhöfn. Hér er því stefnt í brot á vökulögum, óeðli- legt vinnuálag og breytir þar engu, þó á móti komi einhverjar yfirgreiðslur. Pétur krafði viðskiptaráðherra og sjávarútvegsráðherra sagna um, hvað hefði ráðið gjörðum þeirra í þessu máli, veitingu heim- ildar til 67% erlendrar lántöku og spurði, hvort frekari iánafyrir- greiðsla hefði fylgt? Hann spurði og hvort Siglingamálastofnunin hafi skoðað þetta skip og sam- þykkt. Hvert sóttu ráðherrar fag- legar ráðleggingar varðandi þetta sérstaka mál. Pétur lét að því liggja að þetta mál væri þann veg vaxið, að skýringa væri þörf af hálfu ráðherra. (Ræða Péturs verður nánar rakin á þingsíðu Mbl. síðar.) í umsögn sjávar- útvegsráðuneytis Tómas Árnason viðskiptaráðherra sagði umsókn viðkomenda um inn- flutning og erlenda lántöku hafa verið senda sjávarútvegsráðuneyt- inu til umsagnar, sem venja stæði til. í þessari umsókn hafi komið fram, að þeir hefðu átt hlut í tveimur öðrum skipum, Fálkanum og Sæhrímni. Fálkinn hefði farizt (1981) og Sæhrímnir hafi verið tekinn úr umferð. Ráðuneytinu er ekki kunnugt um ágreining um eignarrétt á Sæhrímni. Að athuguðu máli og fengnum meðmælum sjávarútvegsráðu- neytisins varð ráðuneytið við um- sókninni. Starfandi sjómenn, sem höfðu misst skip sitt, fengu leyfi til kaupa á nýju. Ekki kórrétt í Tímafrétt Steingrímur Hermannsson sjávar- útvegsráðherra kvaðst hafa sagt við Tímann að hann hafi verið plataður, ef tilgreindar ásakanir reyndust réttar, en það hafi ekki komið fram í fréttinni. Þær upp- lýsingar, sem viðskiptaráðherra hafi fært fram, styðji það að þetta mál sé innan settra reglna þar um. Viðkomendur gátu ekki fært sönn- ur á eign sína á Fálkanum, sem þeir hefðu hins vegar gert út, en réttlætanlegt hafi verið að veita kaupleyfið út á Sæhrímni, sem væri 120 rúmlesta skip, þó stærð- armunur sé að vísu nokkur. Ryðkláfur á tombóluprís Magnús H. Magnússon (A) sagði afsakanir ráðherra haldlitlar. Annað skipið, sem réttlæta á veitt kaup- og lánaleyfi erlendis, var sokkið fyrir löngu, en hitt greitt af úreldingarsjóði, sem hefur það hlutverk að draga úr veiðisókn með því að kaupa upp úrelt skip, þ.e. smækka skipastólinn. Magnús minnti á önnur skipakaup, þar sem annar flokksbróðir þessara ráðherra hafi átt í hlut, Björgvin Jónsson, og nú væri enn höggvið í sama knérunn með innflutningi gamals ryðkláfs á tombóluprís. Samræmi í vinnubrögðum eða hitt þó heldur Matthías Bjarnason (S) sagðist ekki ætla að tala um Einar Bene- diktsson sérstaklega. Hins vegar væri ósamræmi í vinnubrögðum viðskiptaráðherra. Að sínu mati hefði ekki átt að leyfa innflutning á neinu skipi, hvorki 1981 né 1982, enda vafasamt að auka erlenda skuldasöfnun til að auka á þegar of stóran fiskiskipastól, sem dragi auk þess úr arðsemi í útvegi. En þó sú meginregla, að leyfa ekki innflutning, sé brotin, þarf engu að síður að vera samræmi í vinnu- brögðum ráðherra. Aldinn maður, búsettur á Patreksfirði, hefði fyrir all nokkru sótt um innflutnings- leyfi á skipi í stað annars, jafn- stórs, sem ekki svaraði kostnaði að gera upp. Hann fékk vilyrði viðskiptaráðherra með því skilyrði að Fiskveiðasjóður setti stimpil á kaupin, en forsjármenn sjóðsins höfðu áður kunngert skýra af- stöðu gegn frekari skipainnflutn- ingi. Þegar þeir, sem hér eiga hlut að máli, senda umsókn, fá þeir já- yrði, án nokkurra fyrirvara um af- stöðu Fiskveiðasjóðs. Hvað veldur þessu ósamræmi? Pólitísk afgreiðsla? Pétur Sigurðsson (S) sagði svör ráðherra rýr. Ekki hafi legið fyrir eignaraðild viðkomenda á 65 tonna bátnum, sem fórst, og raun- ar ekki heldur á úreldingarbátn- um. Svör séu því ófullnægjandi og af málinu öllu framsóknarfnykur. Vísa ásökunum á bug Steingrímur Hermannsson ráð- herra sagðist vísa á bug öllum ásökunum um flokkssjónarmið í þessum málum. Sóknarþungi þessa nýja skips væri ekki meiri en þeirra tveggja, sem úr skipa- stólnum fóru. Steingrímur sagði að Patreksfirðingurinn, sem Matthías hefði nefnt, hefði fengið afgreiðslu hjá Fiskveiðasjóði í gær. Tómas Árnason ráðherra tók í sama streng. Hann sagði sérstak- ar aðstæður þurfa til að afgreiða mál framhjá Fiskveiðasjóði. Slík- ar aðstæður væru þegar sjómenn misstu bát sinn. „Þetta heita svik“ Garðar Sigurðsson (Abl.). Á hreinu er, sagði Garðar, að kaup- endur Einars Benediktssonar, áttu hvorugan þann bát, sem um ræðir, áttu engan bát. „Þetta heita svik,“ sagði hann og „þessu skipi ber að skila aftur." Garðar sagði að rúmlega 50 skip hefðu nú bætzt í þann flota sem gerður væri út á þorskinn (loðnu- flotinn), stór og vel útbúin skip. Það er ekki á bætandi með inn- flutning nýrra skipa, til að smækka hlut hvers og eins í leyfð- um veiðikvóta. Fjárfesting, sem ekki skilar neinum viðbótarverð- mætum, kallar á verri kjör, verri rekstrarstöðu, meiri gengis- lækkun og bullandi verðbólgu. Það þarf að sporna við fótum, m.a. lækka lánahlutfall í Fiskveiða- sjóði. Þetta skip er og tvöfalt eldra en þau mörk sem Fiskveiðasjóður setur. Ráðherra leiðréttur Friðrik Sophusson (S) sagði ráð- herra hafa farið rangt með tölur, er hann tilgreindi stærð viðkom- andi skipa. Samkvæmt skipaskrá hefði Sæhrímnir verið 87 brúttó- tonn ekki 120 eins og ráðherra sagði. Sameiginleg stærð þessara tveggja skipa var ekki helmingur stærðar hins nýja skips, sem er 312 brúttótonn. Sporður og sporðaköst Matthías Bjarnason (S) ítrekaði, að ekki hefði átt að leyfa innflutn- ing neins nýs skips 1981 og 1982. Fyrst ráðherra hefði brotið þá meginreglu hefði Patreksfirðing- urinn, sem verið hefði skipstjóri og útvegsmaður í tugi ára, átt for- gang fram yfir aðila, sem staðið hefðu mun skemur í útgerð, en önnur sjónarmið hafi ráðið. Sjómenn og félagsmálapakkar Alexander Stefánsson (F) sagði ekki við hæfi að eyða öllum starfsdeginum í utandagskrár- umræðu, þegar næg verkefni biðu. Ekki væri sæmandi hjá Pétri að drótta því að ráðherra að hann vildi veikja öryggi sjómanna. Tómas Ámason ráðherra sagði bæði Matthías og Garðar hafa verið eins og gráa ketti á eftir sér um að leyfa innflutning skipa í kjördæmi þeirra, þó öðru vísi mæltu þeir nú. Pétur Sigurðsson (S) sagðist ekki hafa borið ráðherra þeim sökum, sem Alexander nefndi, en benda mætti á, að í þeim félagsmála- pökkum, sem stjórnarliðar eru að kaupa sér fylgi með hjá launa- fólki, hafa sjómenn verið snið- gengnir og setið uppi með lakari hlut. Annað mál væri að skip með „framsóknarleyfi" sbr. breyting- una á Sjóla, eykur ekki á öryggi sjórnanna. Olafur Þ. Þórðarson (F) taldi Pétur hafa farið háðulegum orð- um um „staðbundna ættjarðar- ást“, sem ekki væri við hæfi. Hann mótmælti því og að sá skattur væri lagður á fámenn sveitarfélög með því að þvinga þau til að skipta við innlendar skipasmíðastöðvar, þegar mun hagstæðari viðskipti byðust hjá erlendum skipasmíða- stöðvum. Skóflustunga tekin aö nýrri kirkju í Fella- og Hólasókn Listmunauppboð í dag Á MORGUN, sunnudag kl. 15.15, verður tekin skóflustunga að kirkjubyggingu fyrir Fella- og Hólahverfi. Kirkjan kemur til með að standa á sérlega fallegum stað við Hólaberg, gegnt Elliðaár- dalnum. Arkitektar að bygging- unni eru þeir Gylfi Guðjónsson og Ingimundur Sveinsson. Verk- fræðingur er Jón B. Stefánsson og byggingameistari Haraldur Sumarliðason. Efnt var til samkeppni um teikningu að kirkjunni og unnu fyrrnefndir arkitektar til 1. verðlauna. Kirkjuskipið og safnaðar- heimilið eru samtals um 900 fm að grunnfleti og rúmar kirkju- skipið um 310 manns í sæti. Mikil þörf er á því að kirkja rísi hið fyrsta í Fella- og Hóla- hverfi, en söfnuðurinn er líklega hinn stærsti á landinu og mikill fjöldi barna í hverfunum. Mikill hugur er í þeim er að bygging- unni standa að hraða fram- kvæmdum eins og unnt er. Stefnt er að því að hafa fjár- söfnun meðal íbúa Fella- og Hólahverfa á kjördegi, laugar- daginn 22. maí nk. Formaður fjáröflunarnefndar er Einar S. Einarsson og formaður bygg- inganefndar er Jón Hannesson. KréUatilkynning Nýja bíó: „Med tvo „MEÐ TVO í takinu" heitir kvikmynd sem Nýja bíó hefur haf- iA sýningar á. Myndin heitir á frummálinu „Heart Beat“. AAal- hlutverk leika Nick Nolte, Sissy Spacek og John Heard. Myndin er bandarísk og í um- í takinu“ sögn kvikmyndahússins segir, að hún sé mjög létt og skemmti- leg gamanmynd um ungt fólk við upphaf „beat-tímabilsins". Tónlist er flutt af Art Pepper, Shorty Rogers, The Four Aces, Jimi Hendrix og fl. KLAUSTURHÓLAR, listmuna- uppboó Guðmundar Axelssonar, efna til 94. uppboðsins nk. laugardag i uppboðssal fyrirtækisins að Lauga- vegi 71 og hefst það kl. 2 e.h., segir i fréttatilkynningu, sem Mbl. hefur borist. Að þessu sinni verður boðið upp margskyns prentað mál, bækur, blöð, tímarit, erlent og inlent, en flest varðandi íslenzk málefni og sögu landsins. Uppboðsskrá greinist eftir efn- isflokkum í: Rit íslenzkra höf- unda, Edduútgáfur, æviminn- ingar, rímur, landfræðirit, gras- afræði, ljóð, þjóðsögur og sagna- Gjörningur í Gallerí Lækjartorgi Samsýning Ómars og Óskars, „Leyndardómar ormanna", í Gall- erí Lækjartorgi hefur staðið í eina viku. í tilefni af góðum undirtekt- um sýningargesta, munu þeir fremja gjörning í Gallerí Lækjar- torgi í dag kl. 17. þættir, Saga lands og lýðs, búnað- ur og ræktun, fornritaútgáfur og fræðirit, blöð og tímarit. Það er álit bókamanna, að þetta uppboð sé með þeim allra beztu, sem Klausturhólar hafa efnt til, enda um að ræða óvenjulega margar fágætar bækur, sem sjald- an sjást á markaði. Berkofsky leik- ur á Akureyri og í Aðaldal í FIMMTA skipti gefst Akur- eyringum og Norðlendingum tækifæri til að hlýða á píanó- leikarann Martin Berkofsky. Hann leikur í Borgarbíói á Ak- ureyri í dag og hefjast tónleik- arnir kl. 15 (3 e.h.) Á sunnudaginn kl. 16, leikur Martin að Ýdölum, félagsheimili Aðaldælinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.