Morgunblaðið - 03.04.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982
37
Minning:
Agústa Júlíusdótt-
ir - frá Kvíslhöfða
Fædd 20. ágúst 1895
Dáin 25. mars 1982
Ágústa fæddist að Halldórs-
gerði í Svarfaðardal, dóttir hjón-
anna Júlíusar Guðmundssonar og
Helgu Magnúsdóttur Guðmunds-
sonar. Magnús var bróðir önnu á
Þverá í Skíðadal ömmu Jóhanns
föður míns. Júlíus í Halldórsgerði
var formaður á báti er reri frá
Böggvistaðasandi og drukknaði
þar með þrem hásetum sínum, er
bátnum hlekktist á í lendingu í
nóvember 1898. Var því Ágústa
aðeins þriggja ára en fylgdi ein
móður sinni er heimilið leystist
upp. í æsku bauð því lífið henni
ekki upp á marga kosti.
Sumarið 1918 er hún í vinnu-
mennsku að Ögmundarstöðum í
Skagafirði er þangað koma í
kaupavinnu sunnan af landi tvær
ungar stúlkur, Sigríður Guðný
Jónsdóttir frá Álftanesi og frænka
hennar, Soffía Haraldsdóttir, þá
16 ára gömul, en hún varð seinna
tengdamóðir mín.
Eftir þessi kynni verður það úr,
að ári síðar ræðst Ágústa að
Álftanesi, með litla dóttur sína,
Kristínu. Skammt þaðan í sömu
sveit, á Lambastöðum, var þá
vinnumaður, Guðjón Jónsson f. á
Hraunholtum í Kolbeinsstaða-
hreppi. Árið 1922 giftust þau.
Ágústa og Guðjón, bjuggu á Ytri-
Skógum í Kolbeinsstaðahreppi til
1927, en fluttu þá að Kvíslhöfða,
næsta bæ við Álftanes.
Ágústa og Guðjón eignuðust 5
börn, Margréti húsfreyju að
Dalsmynni í Eyjahreppi, Helgu
húsfreyju í Reykjavík, Harald
bifvélavirkja í Reykjavík, Svövu
er þau misstu unga stúlku og Sig-
urð bifvélavirkja í Reykjavík.
Kristín dóttir Ágústu ólst einnig
upp hjá þeim og síðan Bára
Steingrímsdóttir, dóttir Kristínar,
er varð stoð og stytta þeirra á efri
árum. Guðjón dó fyrir réttum 10
árum, og minnist ég hans ætíð
sem góðs vinar.
Ágústa verður jarðsett í dag. Ég
get ekki látið hjá líða að minnast
hennar með nokkrum orðum. Ég
trúi að hún hafi verið einn af
landsins sterkustu persónuleikum.
Kynni okkar hófust sumarið 1953,
þegar eiginmaður minn fór með
mig vestur á Mýrar til að sýna
mér sveitina, þar sem hann hafði
oft verið strákur, þ.e. á Álftanesi,
sem er næsti bær við Kvíslhöfða.
Við urðum að bíða eftir því að
sjór félli út af Vognum, svo hægt
væri að komast yfir að Álftanesi.
Sjáum við þá hvar kona kemur
ríðandi með lítið barn fyrir fram-
an sig og þegar hún kemur nær,
kemur í ljós að fyrir framan barn-
ið hefur hún einnig kartöflupoka.
Þarna verða fagnaðarfundir, því
þarna var komin Gústa í Höfða
eins og hún var oftast kölluð. Við
fengum nú ekki að fara lengra í
bili. Hún var að ná í kartöflur í
soðið og ætlaði að hafa þær með
bollunum sem hún ætlaði að fara
að steikja. Það munaði ekki mikið
um okkur því að margt fólk var í
Höfðanum í þetta skipti, eins og
oftastnær.
Það er erfitt að skrifa um Gústu
með nokkrum orðum af því að
saga hennar er efni í stóra bók.
Hún naut lífsins og landsins, dýr-
anna og mannfólksins og ég held
ég megi fullyrða að hún fékk það
besta og ánægjulegasta út úr öllu.
Okkar góðu kynni hafa haldist, því
að við hjónin eignuðumst Álfta-
nesið árið 1957 og höfum því verið
þar af og til síðan. Alltaf var gam-
an að hitta Gústu og hennar fólk,
dugnaðurinn var henni í blóð bor-
inn. Hún þurfti nú ekki að vera
mikið upp á aðra komin. Hún gæti
verið fyrirmynd kvenna sem berj-
ast fyrir jafnrétti í dag.
Gústa gekk að öllum störfum,
járnaði hesta, reri til fiskjar, þeg-
ar tíðkaðist að bændur færu á sjó
til að fá sér nýjan fisk. Henni
þótti líka gaman að dansa og
skemmta sér. Það kom oft fyrir að
hún færi á gömlu dansana til
Reykjavíkur fyrr á árum, og fékk
jafnvel litla flugvél til að sækja
sig upp á Mýrar ef því var að
skipta.
Gústa safnaði ekki auði, heldur
gaf hún af því litla sem hún átti.
Jafnvel ellistyrkinn sinn gaf hún
til félagsheimilisins, Lyngbrekku,
enda var það hennar brennandi
áhugamál að það risi sem fyrst.
I félagsheimilinu sá ég hana síð-
ast, áður en hún veiktist alvar-
lega. Börn hennar og Bára, upp-
eldisdóttir hennar, héldu þar upp
á 80 ára afmæli hennar og mætti
þar stór hópur vina og vanda-
manna. Það eru margir sem notið
hafa sumarvistar í Höfðanum og
minnast Gústu í dag. Öll þau börn
sem hún hafði hjá sér í lengri eða
skemmri tíma, þörn sem fengu að
kynnast konu, sem ekki var að
fjasa yfir hlutunum heldur lifði
lífinu lifandi meðan kraftar og
heilsa entust.
Ég veit að þegar vorið kemur á
Mýrunum og allt lifnar á ný, fugl-
ar kvaka, lömbin fæðast, hestar
hneggja og hófadynur heyrist þeg-
ar riðið er eftir söndunum í kvöld-
kyrrðinni, þá verður «ál Gústu,
sem Guð hefur leyst úr fjötrum
síðustu ára, ekki langt undan.
Við hjónin og börnin okkar
þökkum henni kynnin, og biðjum
góðan Guð að blessa sál hennar.
Agnes Jóhannsdóttir
Júlíus Vigfússon
— Minningarorð
Fæddur 13. júlí 1900.
Dáinn 29. mars 1982.
Júlíus Vigfússon lést á Borg-
arsjúkrahúsinu að morgni mánu-
dagsins 29. mars sl. Mig langar til
þess að minnast þessa sómamanns
og vinar okkar hjóna í örfáum orð-
um.
Júlíus heitinn fæddist á Teigi í
Fljótum í Skagafirði hinn 13. júlí
árið 1900. Það má því með sarini
segja að hann hafi verið einn af
aldamótamönnunum sem af eðli-
legum ástæðum eru nú að hverfa
héðan á braut. Foreldrar hans
voru þau hjónin Sigurbjörg Elín
Jóhannsdóttir og Vigfús Árnason,
bóndi á Teigi. Foreldrar Júlíusar
áttu sjö börn sem náðu fullorðins-
aldri, en einhver barna þeirra
munu hafa látist í bernsku. Þegar
Júlíus var um fermingu lést faðir
hans. Mun það hafa verið þungt
áfall fyrir móðurina og börnin á
þeim erfiðu tímum. Móðirin lét þó
ekki bugast. Nokkrum barna sinna
kom hún fyrir hjá ættingjum og
vinum þar á meðal Júlíusi heitn-
um en flutti síðan til Siglufjarðar
með hin börnin. Mun hún hafa tal-
ið að þar væru meiri möguleikar á
að sjá sér og börnum sínum far-
borða.
Um 16 ára aldur byrjaði Júlíus
heitinn að stunda sjómennsku.
Fyrstu árin reri hann á bátum frá
Siglufirði, en 19 ára gamall kom
hann fyrst á vertíð í Ytri-Njarð-
vík. Ætla ég að fyrst í stað hafi
hann aðeins verið á vetrarvertíð í
Njarðvikunum en eigi síðar en ár-
ið 1924 var hann alfluttur til
Njarðvíkur, og stundaði þar sjó-
mennsku og að ég hygg alltaf á
sama bátnum, m/b Ársæli, á sjó á
sumrin en landmaður á veturna,
fram til ársins 1942 en það ár
fórst m/b Ársæll. Eftir það vann
hann við ýmis störf í landi en árið
1959 réðist hann sem starfsmaður
hjá Varnarliðinu á Keflavíkur-
flugvelli og vann þar fram til árs-
ins 1976. Nú hin síðustu ár ævi
sinnar var hann vistmaður á
Hrafnistu.
Árið 1924 var örlagaríkt gæfuár
í ævi Júlíusar heitins en 24. okt.
það ár kvæntist hann Guðfinnu
Magnúsdóttur sem þá bjó hér í
Ytri-Njarðvík hjá foreldrum sín-
um, Magnúsi Magnússyni og Snjá-
fríði Olafsdóttur. Þau hjónin
bjuggu allan sinn búskap í Ytri-
Njarðvík og eftir að ég fluttist
hingað í Njarðvíkurnar var heim-
ili þeirra Hlíð, sem nú heitir Þóru-
stígur 4 í Ytri-Njarðvík. Þau eign-
uðust 2 börn, Árna Jóhann, sem
lést í brunanum mikla í Ung-
mennafélagshúsinu í Keflavík 30.
des. 1935, og Karólínu, sem er gift
Rafni A. Péturssyni, frystihúseig-
anda, og búa þau í Ytri-Njarðvík.
Þá ólu þau upp eitt barnabarn sitt,
Árna, sem þýr að Hraunsvegi 7,
Ytri-Njarðvík.
Hjónaband þeirra Júlíusar og
Guðfinnu var farsælt og ham-
ingjusamt og bar aldrei skugga á
svo ég viti. Mér er enn minnis-
stætt hversu djúp áhrif það hafði
á mig, er ég fyrst kom á heimili
þeirra hið gagnkvæma traust,
virðing og ást þeirra hjóna sem
lýsti sér í orðum þeirra og athöfn-
um, þeirra hlýlega, fallega heimili,
þær hlýju viðtökur og þeirrar
rausnarlegu gestrisni sem maður
naut. Það leyndi sér ekki að þeim
þótti vænt um heimili sitt og
gerðu allt til að gera það vistlegt
og aðlaðandi. Það var bæði gaman
og þroskandi að koma inn á það
heimili. Guðfinna heitin Magnús-
dóttir lést hinn 31. maí 1971.
Júlíus var maður yfirlætislaus
og lítt um það gefið að hæla sér
eða trana sér fram. Ég hef það þó
fyrir satt að hann var mikill dugn-
aðarmaður og vann öll sín störf af
alúð og samviskusemi, enda hefðu
vinnuveitendur hans vart haft
þann svo lengi í vinnu hjá sér sem
raun ber vitni, ef svo hefði ekki
verið.
Þá er mér einnig minnisstætt
hversu þau hjón, Júlíus og Guð-
finna, voru greiðvikin og hjálpsöm
og einhvern veginn fannst mér að
þau teldu slíkt ekki endilega til
dyggða heldur væri slíkt bæði
eðlilegt og sjálfsagt.
Þó fannst mér kannski athyglis-
verðast við Júlíus heitinn, á efri
árum hans og eftir að hann varð
ekkjumaður, hversu ríkt það var í
fari hans umburðarlyndi ásamt
hlýju og trausti til guðs og manna.
Þeim mönnum sem þannig tekst
að móta lífsviðhorf sitt hlýtur ell-
in að verða mildari en ella og sam-
neyti við hann varð um leið öðrum
ljúft.
Þótt það fylgi því nokkur sárs-
auki nákomnum ættingjum að
missa ástvin sinn, hygg ég að Júlí-
us hafi fengið kærkomna hvíld
eftir langan vinnudag.
Öllum ættingjm hins látna
sendi ég alúðar samúðarkveðjur.
Megi guðs blessun fylgja þeim
hjónum Júlíusi og Guðfinnu, og
minningunum um þau.
Orðstír deyr aldregi hveims sér
góðan getur. B.F.H.
FERDASKR/FSTOFAN
ISLEIDIR
Eyþór Heiðberg
PósthóH 1293 -121 Reykjavik
Aða/stræti9-Miðbæjarmarkaðurinn-2.hæð,Sími: 22100
Seljum flugfarseðla um allan heim - útvegum hótelgistingu