Morgunblaðið - 03.04.1982, Page 41

Morgunblaðið - 03.04.1982, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 41 Athugasemd Frá Sigurjóni Péturssyni forseta borgarstjórnar í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins sl. sunnudag er vikið að atvinnu og byggðaþróun í Reykja- vík með þeim hætti að ég sé mig knúinn til að biðja yður, hr. rit- stjóri, að birta þetta bréf í blaði yðar. Fyrirsögnin að því sem ég vil gera að umtalsefni er: Láglauna- svæði — háskattaborg. Þar er bent á að Reykjavík haldi ekki sínum hlut i fólksfjölgun landsmanna og reynt er að leita orsaka í þremur tölusettum liðum. 1) Að samdráttur hafi orðið í frumatvinnugreinum og að Reykjavík hafi ekki haldið hlut sinum í togaraútgerð og fisk- vinnslu. Þetta er rétt. Þess er hins vegar ekki getið að þessi þróun hefur verið að eiga sér stað á nokkrum áratugum né held- ur að á síðustu árum hafa borgar- yfirvöld reynt verulega að hamla gegn henni. Þannig hefur togara- floti BÚR verið aukinn um tvo nýja skuttogara og framleiðslu- geta fyrirtækisins í landi stórlega styrkt. Um þessar aðgerðir hefur því miður ekki verið einhugur í borgarstjórn en hans er kannski að vænta þegar Morgunblaðið tek- ur með þessum hætti undir nauð- syn þess að styrkja undirstöðuat- vinnugreinarnar í borginni. 2) Að ríkjandi stefna í skatta- og lóðamálum hafi fælt fólk frá búsetu í borginni. Með ríkjandi stefnu tel ég að Mbl. eigi við stefnu núverandi stjórnvalda í borginni. Sé svo þá er fullyrðingin röng. Á síðasta kjörtímabili Sjálf- stæðisflokksins fækkaði Reykvík- ingum um á annað þúsund og fyrirtæki fluttu í stórum stíl út úr borginni. Iðnaðarhverfið í austur- hluta Kópavogs byggðist þá að mestu af fyrirtækjum, sem komu úr Reykjavík. Á þessu kjörtímabili hefur Reykvíkingum fjölgað á ný um lið- lega eitt þúsund manns og mér er ekki kunnugt um neitt fyrirtæki, sem yfirgefið hefur borgina. I þriðja tölulið er gerður sam- anburður á tekjum einstaklinga og skattabyrði. Um tekjudæmið er það að segja að í Reykjavík er hærra hlutfall af öldruðu fólki en í öðrum byggðar- lögum m.a. vegna þess að hér er búið betur að öldruðum en víðast annarstaðar. Þetta fólk er hins vegar mjög tekjulágt og lækkar því meðaltekjur á framteljanda. Um útsvörin og fasteignagjöldin er það að segja að Reykjavík er þriðja lægst af kaupstöðum lands- ins með útsvarsálagningu og u.þ.b. í meðallagi hvað varðar fasteigna- gjöld. Samanburður á milli Reykjavík- urborgar annarsvegar með sína miklu samfélagslegu þjónustu og Seltjarnarneskaupstaðar sjá væntanlega allir að er mjög ósanngjörn. Ibúar Seltjarnarness njóta í mörgu nálægðar við Reykjavík og þeir virðast sætta sig við að vera án þjónustu sem við Reykvíkingar teljum sjálfsagt og nauðsynlegt að halda uppi eins og t.d. íbúðum og þjónustustofn- unum fyrir aldraða. Með vinsemd og virðingu, Sigurjón Pétursson. Fyrsti sendiherra Breta í Páfagarði í 450 ár Páfagardi, I. apríl. AP. JÓHANNES Páll páú II veitti í dag viðtöku trúnaðarbréfi sendi- herra Breta í Vatikaninu, Sir Mark Heaths, en hann er fyrsti sendiherra Bretlands þar í 450 ár. Hinrik VIII rauf-öll tengsl við kaþólsku kirkjuna árið 1534 i deilu vegna skilnaðarmáls. Páfi sagði við þessa athöfn í dag að hann vonaði að þessi tengsl, svo og væntanleg för hans til Bret- lands myndu verða til góðs fyrir samskipti Breta og Páfagarðs. í KVÖLD >V4/A>%'' Opnum kl. 19.00 fyrir matargesti ^ j MATSEÐILL: Dansflokkur frá Forréttur: Heiöari Ástvaldssyni. Rjómasúpa með blönduðu grænmeti. 18 dansarar meö Aðálréttur: nútímadansinn Gljáð London lamb með djúpsteiktu Lucifer blómkáli, gulrótum, Parísarkartöflum undir stjórn og rauðvínssósu. Kolbrúnar Aóalsteinsdóttur. Hreint út sagt óvenjuleg tízkusýn- ing Módel 79 og Líkamsræktin, Kjörgaröi sýna sumartízkuna frá Airport. Jazzsportstúlkurnar glæsilegu sýna á sinn einstæða hátt. Borðapantanir í síma 77500 frá kl. 13.00 í dag. Danssýning í Glæsibæ dansflokkurinn Silver Rose (oft nefndur heimsins djarfasti dansflokkur) sýnir í kvöld og annaö kvöld. Opiö til kl. 3 í kvöld. PjX Opiö til kl. 1 annaö kvöld. sp Borðapantanir í síma 86220 eftir kl. 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.