Morgunblaðið - 03.04.1982, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982
45
*
Þorbjörn Asgeirsson skrifar:
Hvernig Nýalskenningin skýrir
sambandsskynjanirámilli hnatta
Heiðraði Velvakandi!
Það kom fyrirspurn hér í Vel-
vakanda nýlega um það hvernig
Nýalskenningin skýrir sam-
bandsskynjanir á milli hnatta.
Slíkar kenningar þykja óraun-
hæfar á vísindalegum grund-
velli. Þykir mér það furðu sæta
hversu vísindamennirnir eru
lengi að vakna fyrir þessari
grein stjörnulíffræðinnar. Mun
ég hér leitast við, í stuttu máli,
að segja frá hvernig kenningin
skýrir sambandið á milli hnatta.
Fyrst vil ég geta þess að dr.
Helgi Pjeturss vr fyrstur manna
til að færa líffræðina til stjarn-
anna, með því að koma með þá
kenningu að draumar eins væru
alltaf vökulíf annars, draum-
gjafans. (Ruglingslegir draumar
eru vegna sambandstruflana af
margs konar orsökum en þeim
verða ekki gerð skil í þessari
stuttu grein.) Oft er draumgjaf-
inn frá öðrum hnöttum en einnig
getur það komið fyrir að
draumgjafinn sé á okkar jörð.
Ein bezta sönnunin fyrir því að
draumgjafinn sé á annarri
stjörnu, er þegar þig dreymir að
þú sjáir fleiri en eina sól, fleiri
en eitt tungl eða önnur stjörnu-
merki en þau sem þekkjast héð-
an af jörðu séð. Eða jafnvel
dýrategundir sem aldrei hafa
verið til hér á jörðu. Allflestir
telja slíka drauma hugarburð
einan.
Ef kenning dr. Helga Pjeturss
er rétt þá ættir þú, ef þig dreym-
ir að þú sért að horfa í spegil,
ekki að sjá þitt eigið andlit held-
ur annað andlit, andlit draum-
gjafans. Mig hefur einmitt
dreymt slíkan draum. Mig
dreymdi að ég horfði í spegil en
sá þá ekki mitt eigið andlit held-
ur andlit annars manns — hann
var ljóshærður og búlduleitur en
ég er dökkhærður og grannleit-
ur. Þessi draumur segir anzi
margt.
í einu fylki Bandaríkjanna
voru nokkrir vísindamenn sem
gerðu tilraunir varðandi hugs-
anasamband, að manninn geti
dreymt það sem annar hugsar.
Útkoman þótti þeim með ólík-
indum, því jákvæðar niðurstöður
á hugsanasambandi milli til-
raunamanna voru mikið meiri
en búast mátti við.
Hugsanaflutningur er viður-
kennt fyrirbæri af flestum vís-
„Dr. Helgi Pjeturss var fyrstur
manna til að færa liffræðina til
stjarnanna, með þvi að koma með
þá kenningu, að draumar eins
væru vökulíf annars."
indamönnum enda hafa verið
gerðar margar athuganir á
þessu fyrirbæri um langt skeið.
Ein slík tilraun var gerð í Eng-
landi og Ástralíu. Hugsendirinn
átti að senda einhverja setningu
sem móttakarinn í Ástralíu vissi
ekki hvernig átti að vera, en
hann kom engu að síður með
setninguna rétta. Hugsendingin
á milli þessara manna var svo
hröð að ekki var unnt að mæla
hana — hún var meiri en ljós-
hraðinn. Tékkneskir vísinda-
menn í Prag hafa fundið ögn
sem þeir nefna „mention“. Fer
hún hraðar en ljósið og hefur þá
eiginleika að geta farið í gegn
um hvaða efni sem er líkt og
engin fyrirstaða væri til. Pró-
fessor Frantisek Kahuda telur
að þessi ögn geti hugsanlega ver-
ið undirstaða þessara fyrirbæra,
sem hafa verið kölluð sálræn
fyrirbæri.
Tilfinningaflutningur og sjón-
skynjunarflutningur er ekki til
umræðu hjá mörgum vísinda-
mönnum svo ég viti til. Þó er
vitað um mörg slík tilfelli t.d.
varðandi tvíbura. Þeir fá oft
sömu verkina á sama tíma þó
ekkert sé að öðrum þeirra. En
þegar sjúki tvíburinn læknast þá
hverfa verkirnir samtímis hjá
hinum, þó þeir hafi ekki vitað
um veikindi hvors annars. Þarna
er um samverkandi þátt að ræða
sem er miklu algengari en al-
menningur gerir sér grein fyrir.
Sjónflutningur skeður í draum-
um og hjá skyggnum mönnum
(skynnæmum). Þá er um sams-
konar samverkun að ræða og
þegar hugsunar- eða tilfinn-
ingaflutningur á sér stað. Hraði
þessara fyrirbæra allra er ómæl-
anlegur — hér er um margfalt
meiri hraða að ræða en hraða
ljóssins.
Hver hugsun, hver sýn, hver
tilfinning, hjá hverjum einstakl-
ingi, streymir frá honum um all-
an hnöttinn og hefur þar af leið-
andi meiri eða minni áhrif á um-
hverfi okkar allra jarðarbúa.
Þess vegna er nauðsynlegt að hver
maður hafi góðar hugsanir til þess
að hafa góð áhrif á umhverfí sitt.
Og einu verða menn að gera
sér grein fyrir. Þessar agnir sem
hugsunar-, tilfinninga- og sjón-
skynjanir berast með um allan
hnöttinn, stöðvast ekki þar með
heldur halda þær áfram með
ógurlegum hraða út í geiminn til
annarra stjarna og nema íbúar
þeirra þessar skynjanir. Á sama
hátt senda verur frá öðrum
stjörnum sínar hugsanir, tilfinn-
ingar og sjónskynjanir og við
nemum þær, sem á jörðinni
búum.
Þorbjörn Ásgeirsson,
Akureyri.
Þessir hringdu . . .
Nazistabúningar
óhugnanleg sjón
P.G., ensk kona, sem kennir í
einum skóla borgarinnar, hringdi
og bað Velvakanda að koma eftir-
farandi á framfæri: „Ég var á
gangi í miðbænum síðdegis í gær
er ég mætti hópi ungra manna
sem klæðst höfðu búningum sem
líktust einkennisbúningum þýzkra
nazista. Þetta munu þeir hafa gert
sér til skemmtunar í sambandi við
„dimission" menntaskólanna — en
ég sé bara ekkert skemmtilegt við
þetta. Nazistar voru morðingjar
— þeir myrtu milljónir fólks með
köldu blóði og það er óviðeigandi
að skólakrakkar séu að herma eft-
ir slíku fólki. Þessi óhugnanlega
sjón fékk mikið á mig — ég varð
hreinlega veik þegar ég sá þetta.
Ég vona að slíka sjón eigi ég aldrei
eftir að sjá hér á Islandi aftur.“
Drottinn blessi
gömlu Grund
Guðrún Guðmundsdóttir frá
Melgerði sendi Morgunblaðinu
þessa vísu. Hún bað okkur jafn-
framt að skila kveðju til þeirra
sem stjórna og starfa á elliheimii-
inu Grund við að líkna hinum
öldruðu.
Drottinn blessi gömlu (irund
gott er þar að vera.
Lifði ég þar langa stund
léttist þraut að bera.
Jesús sjálfur allt mér er
áfram náðin hans mig ber.
Hann vill mig góða gera.
Tilkynning til viöskiptavina
Skrifstofurnar éru fluttar aö Smiðjuvegi 4, Kópavogi,
sími 77200.
Egill Vilhjálmsson hf.
Tilkynning frá Sjúkra-
samlagi Reykjavíkur
Jón K. Jóhannsson læknir hættir störfum sem heim-
ilislæknir fyrir Sjúkrasamlag Reykjavíkur frá 1. júlí nk.
Þeir samlagsmenn, sem hafa hann fyrir lækni, eru
beönir aö koma í afgreiöslu SR fyrir 1. júlí nk. og
velja sér annan lækni. Eru menn vinsamlegast beönir
aö hafa sjúkrasamlagsskírteini meöferöis.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur
að munar
um minna
t Egg, lága verðið /
Okkar verö kr. 46,50
Leyft verö kr. 57,50
Okkar Skráð s*
I, tilboð verð '1
i Kindahakk .................... 29,90 56,60 .
I Saltkjötshakk ................ 45,00 81,50 J
. Lambahakk ..................... 45,00 81,40
fj Nautahakk .................... 75,00 105,10
Svínahakk ...................... 83,00 103,70 //
Nautahamborgarar pr. stk......... 6,00 9,20 Jl
Kindalifur ..................... 29.90 44,60
Hangilæri ...................... 69,70 78,00
r/ Folaldasnitchel ............. 109,00 133,00
Folaldagullasch ............... 104,00 123,00 //
Folaldafillet ................. 115,00 136,00
J1 Reykt folaldakjöt ............ 29,90 45,00
Saltaö folaldakjöt ............. 25,50 37,00 '1
Lambalæri ...................... 52,50 57^30 ’
,\ Lambahryggir .................. 52,20 57,30
Lambakótilettur ................ 56,35 61,80
Lambaskrokkar .................. 40,80 44,95
k Saltkjöt ...................... 45,00 55,50
1] Úrb. hangilæri .............. 118,00 135,50
Ij Úrb. hangiframpartur ........... 88,70 95,35 -<l
J/ Svínahamborgarlæri ........... 110,00 120,40
T/ Svínahamborgarhryggur ........ 165,00 187,40
Svínahamborgarlæri útb......... 118,00 140,70
Saltaöar nautatungur ........... 75,00 113,00
ILambageiri ....................... 89,00 125A0 Jí
| Lambagullasch ................. 98,70 145,00 il
l( Lambasnitchel ................ 109,00 145,00 '■
I Unghænur 1. flokks ............ 54,00 58,00
rj Kjúklingar holda .............. 88,30
Lambaframpartar úrb. \1
rr og fylltir m/ávöxtum .......... 71,00 88,55 '■
I Lambalæri úrb. og fyllt ...... 89,70 106Í55 ■
Lambahryggir úrb. og fylltir .. 94,50 125 00 /j
\
Okkar Alm. n
verö verö jf
l', Páskaegg nr. 2 ............... 17,40 19,95 l[
Páskaegg nr. 3 ................ 34,95 40,00
Páskaegg nr. 4 ................ 59,75 69,95
Jl Páskaegg nr. 5 ................ 78,00 90,00
" Páskaegg nr. 6 ............... 139,90 165,00 ^
(T Kaupiö eggin hjá okkur — Nóa eggin eru bestJ
i
j Loksins aftur amerísku „Pizzu“-brauöin. Algjört æöi.
I Dýrt, en toppurinn i dag. Verð frá 56 kr. pakkinn.
Máltíö fyrir tvo.
M
. Opið í dag laugardag frá kl. 7—4
________ 1
l ,7$w Alltágamla
m verðinu ‘
,,------------------------------------------------'
M
Páskaeggin frá Nóa
KJOTMIÐSTOÐIN Laugalaek 1. s. 86ÍII