Morgunblaðið - 03.04.1982, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 03.04.1982, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. APRÍL 1982 Knattspyrnan hefst á Melavellinum í dag -Víkingur og KR leika fyrsta leikinn í Reykjavíkurmótinu í DAG, laugardag 3. april kl. 14.00, hefst Reykjavíkurmótið i knatt- spyrnu á Áfelavclli með leik Víkings og KR. I>ar eð Mótaskrá KRR verð- ur ekki tilbúin fyrr en eftir næstu helgi fylgja hér með fyrstu leikir mótsins. Laugardagur 3. apríl Melavöllur — Rm. mfl. — Víkingur:KR kl. 14.00 Mánudagur 5. apríl Melavöllur — Rm. mfl. — Ármann:Fylkir kl. 18.30 Þriðjudagur 6. apríl Melavöllur — Rm. mfl. — Valur:Fram kl. 18.30 Miðvikudagur 14. apríl Melavöllur — Rm. mfl. — KR.'Ármann kl. 19.00 Fimmtudagur 15. april Melavöllur — Rm. mfl. — Fylkir.Valur kl. 19.00 Mótinu lýkur síöan miðvikudag- inn 5. maí með leik Fylkis og Vík- ings, en Fylkir er núverandi Reykjavíkurmeistari. Svokallaður „bráðabani" sem var til reynslu í fyrra er ekki leng- ur leikinn. Hins vegar er enn í gildi sú regla er hefur nú verið um nokkur ár, að það lið sem skorar 3 mörk í leik fær 1 aukastig. 1 sumar er í fyrsta sinn Reykja- víkurmót (utanhúss) í kvenna- flokki. Hefst það fimmtudaginn 22. apríl, þ.e. sumardaginn fyrsta, með leik á Melavelli milli Vals og Leiknis kl. 16.00. Á siðastliðnu sumri gerði KRR tilraun með 4 mót í svonefndri mini-knattspyrnu fyrir yngstu drengina, þ.e. 10 ára og yngri. Er þá leikið þversum á völlinn með minni mörkum og aðeins 7 leik- menn í liði. Sú tilraun þótti takast það vel, að slíkum mótum verður áfram haldið fyrir þann aldurs- hóp. • Knattspyrnuvertíðin befst í dag. Og þeir verða margir leikirnir sem leiknir verða áður en yfir lýkur í haust. Enn einu sinni byrjar boltinn að rúlla á gamla góða Melavellinum er lið KR og Víkings leika þar í dag. En þessi mynd var tekin þar af leik í fyrravor. Fer Atli til A-l l'rá Hwe 1'ilK‘lkorn \ l»ýskalandi. HUGSANLEGT er að knattspyrnu- maðurinn Atli Eðvaldsson skipti um félag í lok keppnistimabilsins. Arm- enia Bielefeldt hefur sýnt honum mikinn áhuga og nokkuð hefur verið um blaðaskrif, þar sem greint hefur verið frá því að Atli skipti jafnvel um félag. Lið Bielefeldt var lengi fram- an af i fallhættu en hefur gengið vel að undanförnu og er í rétt neðan við miðja deild. Verður sigurganga Brodda stöðvuð? íslandsmeistaramótið i bad- minton verður haldið um helgina í Laugardalshöllinni. Mótið hefst kl. 10.00, laugardag, með setningu for- manns BSI, Rafns Viggóssonar. Verður leikið fram í undanúrslit á laugardag, en undanúrslit hefjast kl. 10.00 f.h. á sunnudag og úrslit kl. 14.00 e.h. sama dag. Keppt verður í öllum greinum í eftirtöldum flokkum: Meistara- • Þorvaldur Þórsson ÍR hefur sýnt miklar framfarir í grindahlaupi það sem af er árinu, fyrst jafnað íslandsmetið, síðan bætt það, og síðan jafnaði hann eigið met. Meðfyigjandi mynd var tekin í methlaupinu í San Jose í Kaliforníu, og er Þorvaldur þarna í baráttu við nokkra hlaupara, aðeins á undan þeim. Ljósm. Mbl. Jónas K^ilsson Þorvaldur hljóp á 14,6 ÞAD IIEYRIR vart til tíðinda lengur þótt Þorvaldur Þórsson frjálsíþrótta- maður úr ÍR hlaupi á 14,6 sekúndum i grindahlaupi, sama tíma og ís- landsmetið hljóðaði upp á fyrir fjór- um vikum, því það er aðeins hans fjórði bezti árangur það sem af er keppnistímabili hans í Banda- rikjunum, en þar leggur Þorvaldur ' stund á háskólanám. Þorvaldur hljóp á 14,6 sekúnd- um í 110 metra grindahlaupi um helgina á móti í Irvine í Kali- Hetjurnar á bekkinn? BAYERN Miinchen mætir 1. F(J Köln i þýzku deildarkeppninni í dag. Þetta er einn af úrslitaleikjum mót- sins og er uppselt á leikinn fyrir nokkru, en Olympíuleikvangurinn i Miinchen rúmar yfir 80 þúsund manns. Eins og fram hefur komið í frétt- um sigraði Bayern Nurnberg með glæsibrag sl. þriðjudag, 3:0. Hetjur leiksins voru Ásgeir Sigurvinsson, sem tók stöðu Breitners og skoraði eitt mark, og Guttler, sem tók stöðu Rummenigge og skoraði tvö mörk. Hins vegar eru mestar líkur á því að sögn Ásgeirs að hann og Guttler fari aftur á varamannabekkinn í dag því Breitner og Rummenigge eru sem óðast að ná sér eftir meiðsli og spila væntanlega í dag. Næsti leikur Bayern er á miðviku- daginn gegn CSK Sofia í Evrópu- keppninni. Síðan mætir Bayern Bochum í þýzku bikarkeppninni og þar næst Hamburger SV í deildark- eppninni. Sá leikur er í Múnchen og er löngu uppselt á hann. Ef Bayern tekst að vinna bæði Köln og Ham- burger getur fátt komið í veg fyrir að Ásgeir og félagar hans verði Þýskalandsmeistarar. — SS forníu, í keppni við Irvine-háskól- ann og Löngustrandar-háskólann. Þorvaldur hefur staðið sig vei í mótum vestra, byrjaði á því að jafna metið í grindahlaupinu, hljóp svo á 14,4 sekúndum tvær helgar í röð, og nú aftur á 14,6 sekúndum. Hann vonast til að bæta sig á Martin Luther minn- ingarleikunum í Stanford um næstu helgi. Bróðir Þorvaldar, Þorsteinn Þórsson ÍR, setti persónulegt met í spjótkasti á mótinu í Irvine, kastaði 60,30 metra, og er það í fyrsta skipti sem hann kastar spjóti yfir 60 metra. Þá keppti Oddný Árnadóttir ÍR á móti í Kaliforníu um helgina, og hljóp 400 metra hlaup á 57,2 sek- úndum. Oddný hélt til Kaliforníu til tveggja mánaða æfingadvalar fyrir skömmu. Frjðlsar Iþrótllr flokki, A-flokki, öðlingaflokki og æðstaflokki. Þátttakendur verða um 114, frá 13 félögum, BA, Gerplu, Gróttu, ÍA, KR, TBA, TBR, TBS, TBU, UMFS, UMFV, Val, Víking. Allir bestu badmintonleikarar landsins eru meðal þátttakenda. Ef Broddi Kristjánsson núverandi Islandsmeistari í einliðaleik sigr- ar í einliðaleik, vinnur hann bik- arinn til eignar, en búast má við að frændi hans, Guðmundur Adolfsson, nýbakaður Reykjavík- urmeistari, veiti honum harða keppni. Tvíliðaleikur karla verður spennandi og tvísýnn, Broddi (sem er íslandsmeistari í tvíliðaieik ásamt Jóhanni Kjartanssyni) og Guðmundur þurfa að berjast vel, en Sigfús Ægir Árnason og Víðir Bragason eru þeirra helstu keppi- nautar. í kvennaflokki geta orðið hörkuspennandi leikir í tvíliða- leik, en núverandi íslandsmeistar- Badmlnton ar eru Kristín Magnúsdóttir og Kristín Kristjánsdóttir. íslands- meistari í einliðaleik, Kristín Magnúsdóttir, hefur ekki tapað á neinu móti í vetur. í tvenndarleik hafa Broddi og Kristín M. verði ósigrandi í vetur, og ætla þau sér örugglega að berjast fyrir sigri, en liðin í tvenndarleik eru mjög jöfn. A-flokkur er fjölmennasti flokkurinn, með ungum og efni- legum leikmönnum og eldri og reyndari og má búast við hörku- keppni þar. I öðlinga- og æðstaflokki verður ekkert gefið eftir fremur venju, og verður eins og venjulega geysi- spennandi að fylgjast með þessari keppni. Mótsstjóri er Ragnar Har- aldsson. Heimsmeistararnir sýna i dag • í dag klukkan 13.30 munu heimsmeistararnir í skíðafimi sýna listir sínar í Bláfjöllum. í gærdag æfðu meistararnir sig þar og reyndu stökkpall einn mikinn sem þeir reistu fyrir sýninguna. Höfðu þeir orð á því að sýnd yrðu stökk sem ekki hafa sést áður. Á myndinni má sjá tvo kappa svífa um loftin blá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.