Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982
59
æ
Grundarbíllinn — Ubúinn járnfleini, sem
hleypt var í jörðu niður og notaður sem ankeri
Þrátt fyrir að reynslan af
Thomsensbílnum hafi ekki verið
góð, ákvað athafnamaðurinn
Magnús Sigurðsson, bóndi og
kaupmaður á Grund í Eyjafirði, að
láta kaupa fyrir sig bíl til flutn-
inga milli Akureyrar og Grundar,
sem var um 20 kílómetra leið.
Sumarið 1907 lét hann kaupa fyrir
sig bíl í Þýzkalandi og annaðist
Jón Sigurðsson, vélfræðingur frá
Hellulandi, kaupin. Bíllinn kom til
Akureyrar í nóvember sama ár og
í desemberbyrjun hafði Jón á
Hellulandi lokið við að setja hann
saman og ók honum fyrstu ferðina
heim að Grund.
Innkaupsreikningur yfir bílinn
er enn varðveittur í verzlunarbók-
um Magnúsar á Grund, og er hann
svohljóðandi:
Með e/s Vesta í nóvember 1970.
Frá Newe Automobil Geselle-
schaft, Berlín, N.A.G. typr. Lj.
mit 8—9 P.S. (hestöfl) 2 cylind-
er, (hraði 20 km á klukku-
stund).
Innkaupsverð + fragt og
kostnaður ...... Mk. 7.300,00
ísienzkar krónur ...... 6.533,50
Kostnaður við
samsetningu ..... kr. 466,50
Samtals ...... kr. 7.000,00
Jón á Hellulandi var þegar ráð-
inn bílstjóri og hefur því væntan-
lega verið fyrsti bílstjórinn Norð-
anlands. Hann ók bifreiðinni þar
til í marz 1908, er hann hafði
kennt Aðalsteini Magnússyni á
Grund að aka bílnum, en hann
mun lítið hafa verið notaður eftir
þetta.
Grundarbíllinn vóg án farms
3.900 kíló. Undirvagninn einn vóg
2.700 kíló, yfirbyggingin 1.200, en
burðarþol mun hafa verið um
1.500 kíló, þannig að fermdur vóg
bíllinn um 5Vi lest. Þessi þungi
var bílnum nánast ofviða vegna
lélegra og mishæðóttra vega, auk
þess sem vélarafl var af skornum
skammti. Mikil og rammger yfir-
bygging var á bílnum og hefur
væntanlega verið rúm fyrir 10 far-
þega í henni auk tveggja hjá öku-
manni. Ljósker voru sitt hvorum
megin á framanverðum vagninum
og voru það steinolíulampar með
glasi (flatbrennarar). Bak við ljós-
in voru speglar, en að framan kúpt
gler og lýsti þetta vel fram fyrir
bílinn. Fóthemill var á afturhjól-
um og umbúnaður til að setja
hann fastan. Handhemill var eng-
inn, en hliðstæður búnaður mjög
tiltækur til notkunar í hættu-
legum kringumstæðum. Var það
fleinn úr járni eða stáli, þannig
komið fyrir, að með lítilli fyrir-
höfn mátti hleypa honum í jörð
niður og verkaði hann þá sem ank-
er, setti vagninn fastan. Þetta ör-
yggistæki notaði Jón ökumaður
eitt sinn í svonefndu „Gilsklifi",
þar var hálka, bifreiðin keðjulaus
á öllum hjólum og hár vegarkant-
ur á aðra hönd. Er talið víst, að
bíllinn hefði runnið þar fram af, ef
þessa sérstaka öryggisútbúnaðar
hefði ekki notið við. Hjól bílsins
Fyrsta
svifflugan
Janúar 1937
Sunnudaginn 31. janúar var
fyrsta íslenzka svifflugan reynd í
Reykjavík. Bræðurnir Indriði og
Geir Baldvinssynir hafa smíðað
fluguna og er hún eign þeirra.
Agnar Kofoed-Hansen flugmac
ur reyndi fluguna fyrstur og tókst
flugið vel. Helgi Eyjólfsson flug-
maður og eigendurnir reyndu
einnig fluguna.
voru miklu stærri en nú tíðkast,
eða 1,20 metrar í þvermál. Hjól-
barðar voru ekki fylltir lofti og
tvöfaldir á afturhjólum.
Það var í frásögur fært, að í
fyrstu ferð bílsins inn að Grund
brotnaði undan honum brúin hjá
Gili, en yfir fór bíllinn samt. Jón á
Hellulandi hefur sagt svo frá
þessu atviki: „Jón Melsted var með
mér og var mér ljóst, að brúin
mundi ekki þola, en ræsið var
heldur mjótt, svo ég treysti á, að
hefði ég nægan hraða á, mundi
þetta slarka. Eg bakkaði svo um
það bil 300 metra og setti svo á
fulla ferð áfram (um 20 km á
klukkustund) og ég man hvað
nafni minn, sem stóð á vegarjaðr-
inum, varð undrandi, þegar bíllinn
rauk yfir brúna og hún hrundi um
leið.“ Magnús á Grund endurreisti
síðan brúna á eigin kostnað.
Hjólbarðarnir, sem fylgdu bíln-
um, entust illa, hjuggust upp á
frosnum og ósléttum vegum.
Reynt var að útvega nýja hjól-
barða frá Þýzkalandi, en þeir voru
ákaflega dýrir og nánast ófáanleg-
ir, þar sem hætt var að búa þá til.
Á útmánuðum 1909 sá Magnús sér
ekki annað fært en að hætta að
nota bílinn og stóð hann því ónot-
aður heima á Grund þar til um
áramótin 1912—1913. Þá var fyrr-
nefndur Jón á Helluvaði fenginn
til þess að fara yfir vélina og koma
henni í gang. Tókst það vonum
betur og ók Jón bílnum síðan til
Akureyrar. Var bíllinn síðan send-
ur Jakobi Gunnlaugssyni, stór-
kaupmanni í Kaupmannahöfn, og
honum falið að selja hann ef auðið
væri. Jakobi tókst svo að selja bíl-
inn í janúar 1913 fyrir 750 krónur
íslenzkar, að frátöldum flutn-
ingskostnaði, og lauk þar með
sögu fyrsta mótorvagnsins á
Norðurlandi.
HG. — Heimild: „Bifreiðir á ís-
landi“. G. Jónsson.
vikiníSrnir
frábær ósvikin víkingasveit
segja þeir, sem hafa hlustað á nýútkomna
tveggja laga hljómplötu þeirra.
í lögunum „Úti alla nóttina" og „Tilí allt“ tekst þeim
að sameina alþjóðlega útfærslu íslensku þjóðlegu
yfirbragði eins og sauðskinnsskór á malbiki.
Hrotur Valla og það skað-
ræðisöskur sem hann rak upp
er hann hitti vini sína hefur um
aldaraðir bergmálað kletta og
fjalla í milli.
[ íslenska fjallasándið
fíla ég best.
Það gerir ekkóið.
Ef þú ætlar að meika
þetta vinur þá verð-
urðu að fá sándið
beint í æð.
Hverjir eru þeir ?
Valli og víkingarnir eru
algjörlega óþekktir náungar.
Tilviljun réði því að þeir
hittust.
Kynntu þér þessa frábæru
víkingasveit á tveggja laga
plötu þeirra.
Meiriháttar rokk — norræn
samvinna í nýju og skæru
ljósi.
^KARNABÆR
stokiorhf
SfHMT Í5742 og MMft.
. W I ». £
.(n r nkiiMi