Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 16

Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 16
64 MORGUNBLAÐÍÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 Texti: Elín Pálmadóttir — Maður braust þetta áfram á milli staða, og þegar það hafði verið gert, vaknaði áhuginn og farið að ýta á að fá veg, sagði Guð- mundur, þegar blaðamaður bað hann um að rifja upp fyrstu árin „í þransanum". — Það var bara byrjað á því að kasta grjóti í verstu staðina og síðan haldið áfram að baeta veginn. Þetta er ástæðan fyrir því að vegarstæði virðast sums staðar liggja á nokk- uð undarlegum stöðum. Fyrsti bíllinn 1930 Guðmundur Jónasson var heima í Múla í Húnavatnssýslu, þegar bílaöld gekk í garð, bjó þar hjá foreldrum sínum 1914—1934. Hann hafði verið fatlaður frá því hann var krakki, er hann datt af baki í göngum, þoldi illa að sitja hest og átti erfitt um gang, svo að hann var ekki nema 25 ára gamall, þegar þurfti að skera upp mjaðm- irnar. Því von að hann fagnaði farartækjum. Bærinn Múli blasir og var Þorkell grunaður um ölvun við akstur á Akureyri. Ég þekkti Þorkel og held að hann hafi hreint ekki notað vín. — Nú fékkstu sjálfur vörubíl norður 1930. Hvernig notaðirðu hann? — Aksturinn var í rauninni tví- þættur. Um þetta leyti var að koma hreyfing á það að steypa íbúðarhús í sveitum. Ég var með vörubílinn á Hvammstanga og lenti mikið í að flytja sement það- an og fram í sveitirnar. Inn í Víði- dal og Miðfjarðardali var um 35 km leið, en ekki var hægt að kom- ast nema 8 km út á Vatnsnes. Oft fór sólarhringurinn í að koma sementsfarminum á staðinn, því það þurfti svo oft að taka allt sem- entið af bílnum til að komast áfram. Það var Ijóta vinnan. Pok- arnir voru þungir og rauk sement- ið gegnum strigann. Þá er líka verið að leggja mikið af einkasím- um í Húnavatnssýslu og lenti ég í vinnu við það hjá Einari Jónssyni. Miklum dugnaðarmanni. Var raunar viðloðandi símalagnir með bíl fram til 1940. Hestarnir þóttu dýrir og gott að fá bíl, ef hægt var að koma því við. Og ég komst eins langt og aðrir inn í dali og yfir Hestarnir fældust og hlupu á fjöll þegar maÖur kom á fyrstu bílunum Viðtal við Guðmund Jónasson, sem keypti sér bíl og fór að aka milli sveita fyrir rúmri hálfri öld Heyrist ferðabílstjóra getið, kemur í hug Guðmund- ur Jónasson. Og þegar ritstjórar ákveða að helga páskablað samgöngubyltingunni, sem varð hér á landi með tilkomu bíla og flugvéla og frumkvöðlun- um, er að því stóðu, stendur Guðmundur Ijóslifandi fyrir sjónum. Osjaldan hefur maður síðar á öldinni séð kempuna mjaka bíl með fullfermi fólks og dóts eftir leiðum á hálendinu, sem aldrei voru áður farn- ar á fjórum hjólum — yfir blautar keldur, vatns- rásir að vori, kraman snjó, óbrúaðar ár, lausan sand, grjóturðir og hraun. Veljandi af íhygli leiðir, krókinn fyrir kelduna og háu brekkuna ellegar stjórnandi liði við að kasta í hana grjóti og ýta upp brattann, vaðandi upp undir hendur með stafinn Gríðarvöl til að kanna vað yfir fijót í vexti eða bardúsandi við að koma snjóbíl aftur á beltin, sem hann var fainn út af í hliðarhalla. Þannig hafa fyrstu bílstjórarnir með kraftlítil tæki eflaust á ár- um áður mjakað bílum sínum yfir nær ósnortið land í byggðum. Valið skárstu leiðirnar, myndað slóðir, sem síðar var farið að lagfæra, og urðu með tíman- um að nútímavegum — að svo miklu leyti sem hægt er að kalla þá það á íslandi. Minnisstæð er til dæmis ferð með Guðmundi á Kússajeppa yfir Tré- kyllisheiði, hjakkandi yfir grýttasta land sem gefur, í viðleitni við að finna færa leið norður í Djúpuvík. í það sinn tókst ekki að komast með bílana niður af háum brúnum ofan í Keyðarfjörð. Eftir nokkrar slíkar könnunarferðir, fór Guðmundur að fara Bassastaðahálsinn, er var greiðfærari, og fyrstur varð hann til að aka til Djúpuvíkur og síðan áfram alla leið á Eyri við Ingólfsfjörð. Bílvegurinn norður Strandir var svo síðar lagður með ströndinni, um Bala og Veiðileysufjörð. Strandirnar eru því Guð- mundi kunnar, og enn hefur hann áætlunarferðir norður á Hólmavík og Drangsnes tvisvar sinnum í viku. Notar á vetrum til þess sérstaka trukka með drifi á öllum hjólum. Sparar þar líklega drjúgan snjómokstur. Þessi ferð á Trékyllisheiði gaf hug- mynd um hvernig frumkvöðlar bilaaldar höfðu ára- tugum áður brotist ótrauðir áfram og opnað í sveit- um hverja leiðina af annarri. við af Norðurlandsvegi uppi í fjallinu skammt frá gatnamótum út á Hvammstanga. Enda hóf Guðmundur akstur á Hvamms- tanga, keypti sinn fyrsta bíl 1930. Ford að sjálfsögðu, sem hann seg- ir að hafi reynst betur en aðrir bílar á þessum árum. Hann hafði fengið ökuskírteini númer 18 í Húnavatnssýslu 17. des. 1929. Fordinn hans kom landleiðina norður, þ.e. var fluttur sjóleiðis frá Reykjavík í Borgarnes og ekið á land í Brákarey. Þaðan ók hann honum norður yfir heiðar. Þessi bíll fékk númerið 3 í Húnavatns- sýslu. — Á þessum árum þótti eðlilegt að vera 3 tíma að aka yfir Holta- vörðuheiði, en það voru taldir 26 km milli efstu bæja, segir Guð- mundur. Þarna voru vegleysur og forað. Vegurinn kom þar sem hesturinn hafði troðið áður. Þeir sem fóru um af illri nauðsyn, báru grjót ofan í til að komast leiðar sinnar. Hlaðinn var vegur úr torfi yfir mýrarsund milli holta. Var í fyrstu bara uppbyggður yfir mýr- arsundin, en ekkert á holtunum. Ef ekki var grjót í ræsunum eða hellur lagðar yfir þau, þá voru settir yfir tréhlerar. Vatnið þurfti að komast í gegn. En hlerarnir vildu vera lausir og mikið upp úr þar sem runnið hafði frá þeim. Maður varð oft að raða spýtunum á þá þegar að var komið. Ef þær fundust þá. Þverslárnar voru gerðar úr 2X4 tommu plönkum og aðeins sást á endann á þverslán- um, þegar að var komið. Um að gera að hitta þá með hjólin vel á þá. Allt annað var oft farið í veðri og vindum. — Annars komst fólk orðið i einum áfanga á Blönduós um það leyti sem ég fékk ökuskírteini, segir Guðmundur. Og þótti stór- kostlegt. Farið var með skipinu í Borgarnes og svo ekið norður. Oft vildi þó teygjast úr áfanganum þeim, og nótt lögð við daginn. Það voru taldir 185 km frá Borgarnesi til Blönduóss, ef ég man rétt. Brýrnar höfðu komið á árnar á næstu árum á undan, svo sem brú- in á Hrútafjarðará, Sýká, Mið- fjarðará, Víðidalsá og Glúfurá, að ekki sé talað um Hvítá, þar sem brúin var opnuð 1927. Ég man að haustið 1928 var verið að byggja upp veginn að brúnni á Miðfjarð- ará og þótti mikið verk. — Hvenær manstu, Guðmund- ur, fyrst eftir að hafa séð bíl fara um veginn hjá Múla? — Það var 1927, þegar Jón Þorsteinsson í Borgarnesi kom á hálfkassabíl, gamla Ford, og hafði komist alla leið á Blönduós. Þeir voru nokkrir saman og sungu há- stöfum „Hvað er svo glatt"! Þar var Jóhann í Fornahvammi, Andr- és í Síðumúla, Jón í Galtarholti o.fl. En ég man að árið 1928 fór ég fyrst sjálfur upp í bíl og borgaði 1—2 krónur fyrir. Það var opinn 7 manna Buick-farþegabíU, sem Sigmundur Sæmundsson, faðir Sæmundar í Borgarnesi, var með. Þá var nýbúið að leggja veginn frá Stóraási að Miðfjarðará. Hann lá mestallur um mýrlendi. Sniddum hafði verið hlaðið upp og móhella borin ofan í á milli. Torfið stóð upp úr köntunum og móhellan var ótroðin, svo að við vorum rétt komnir fram hjá hesthúsinu á Stóraósi, þegar við þurftum að fara að ýta bílnum. Árið 1928 fór Þorkell Teitsson frá Borgarnesi svo alla leið til Akureyrar, en áður hafði Klemens Þórðarsyni tekist að aka upp Vatnsskarð. Þorkell og félagar voru kátir er norður kom hálsa. Norðurvegurinn lá um Miðfjarðarháls og Miðfjarðará. Það var vegur frá því skammt ofan við Stóraás að Reyðarlæk og austur á gömlu norðurleiðina hjá Staðarbakka. Þetta var gamla póstleiðin og þjóðvegurinn og sím- inn lágu þarna beint niður, þegar maður var á suðurleið. Með þjóðhátíðar- boddí á bílnum — Þú sagðir að aksturinn hefði verið tvíþættur. Hver var hinn þátturinn? — Upp úr 1930 var maður bú- inn að ná í þjóðhátíðarboddíið með 12 sætum aftan á fyrir far- þega og það þrettánda hjá bíl- stjóranum. Stýrishúsið á bílnum var haft svo mjótt, til þess að hægt væri að flytja á honum trjá- við. Til dæmis símastaura, sem lágu þá fram með því, svo að bíl- stjórinn varð einhvern veginn að smeygja sér inn fram hjá þeim. Aftur á var svo hægt að setja laust boddí, sem skrúfað var ofan á pallinn með lausum boltum. Á því voru 2—3 litlar rúður að fram- an, svo að farþegarnir gátu séð yf- ir stýrishúsið fram á veginn, en annars voru blæjur með hliðun- um. RúIIað upp striga eins og rúllugardínum og fest upp með 2—3 ólum, en hægt að hleypa því niður ef illviðri var. Setið var á trébekkjum og við bakið fjögurra tommu breið slá. Fyrir kom að á henni væri hálmur og leðurlíki yf- ir og þótti fínt. Hvað þá ef það var líka á setunni. Þannig var farið með fólk um helgar í ferðir á skemmtistaði. Strax eftir Alþing- Guðmundur ferjar farþega aína yfir Fjallsá 1950. Þá var ekiö að Jökulsá á Breiðamerkursandi að austan og ferjað yfir Jökulsá og Fjallsá, en þar tók við bíll, sem þeir höfðu í Öræfasveit. Þessa mynd tók Guömundur af Bjarna (Túni að koma í land I örsefaferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.