Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 20

Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 Ferdabíll Guömundar é leiö yfir Lindaré í Haröubraiöarlindum. Gúmmfbáturinn, nauöaynlegt tarartæki í (heyflutningum 1931. slíku slarki, ofan é bílnum. kostur hans æði frumlegur, en þetta vár æðrulaus maður og harðduglegur. — Úr því við erum að tala um Hornafjörð, bætir Guðmundur við, þá er til mynd frá 1939 af boddíbíl, sem komst eina fyrstu ferðina frá Hornafirði að sunnan- verðu. Óskar Guðnason var í þeirri ferð. Þeir komust yfir Jök- uisá á Breiðamerkursandi á uppi- stöðu, eftir að brim hafði hlaðið henni upp og lokað ósnum. Sjálfur ók ég löngu seinna með hóp af ferðamönnum úr páskaferð í Ör- æfasveit og komst alla leið í Hornafjörð, vegna þess að svona var háttað til við Jökulsá. Ætli það hafi ekki verið um 1960. — En Guðmundur, hvernig bíl- um voruð þið á? Varst þú nokkurn tíma á því sem kallað var Gamli Ford? — Nei, ég lærði á gírastangabii, þ.e. bíl með skiptistöng. Ekki það sem kallað var „hæ og ló“, eins og Gamli-Ford hafði. Þá þurfti mað- ur að gefa bensínið með hendinni og standa á tengslinu allan tím- ann í lægri girnum og það var mjög þreytandi. Ég var lítið í slík- um bílum. Aftur a móti var ég með Ford-bíla af ýmsum gerðum fram yfir 1960, og þeir urðu sífellt betri eftir því sem tækninni fleygði fram. Um 1955 voru alli>- komnir með dieselbíla, sem að vísu var ekki nýtt, því Strætis- vagnar Reykjavíkur voru komnir með dieselbíla af Benz-gerð fyrir stríð. A stríðsárunum komu með hernum þessir aflmiklu trukkar. Við sáum að þeir komust leiðar sinnar, þar sem við fórum ekki. Þeir voru ekki til fyrir íslendinga fyrr en eftir stríð, þegar maður fór að kaupa þá af Sölunefnd varnarliðseigna. Og þá fór maður nú að komast um öræfin. í leit að leiðum yfir hálendið — Á því varstu nú byrjaður miklu fyrr, Guðmundur, var það ekki? — Ég fór fljótlega að fara í boddíbílunum upp til fjalla með skíðamenn. Liklega um 1936. Þá fórum við mest um helgar á Kol- viðarhól, í Jósepsdal og í Skíða- skálann í Hveradölum. Mjólkur- flutningar voru hafnir að austan og vegurinn mokaður. Handmokað var, svo að traðirnar voru stund- um hærri en bílarnir. Fyrir tilvilj- um hafði ég 1931 lent í einni ferð, til að sækja mjólkurbrúsa á Sel- foss. En seinna, eða á stríðsárun- um, var ég mikið í að flytja fólk á vetrum. Þetta voru þá mestu basl- ferðir og maður lá oft úti. Ég man til dæmis eftir því að við lágum úti á Mosfellsheiði. Krísuvíkur- vegurinn var þá ekki kominn og verið var að reyna að basla með mjólkina um Þingvöll. Ég man að Einar á Kárastöðum var þá að bjarga Bandaríkjamönnum, sem hafði kalið á heiðinni. Veturinn 1949 var svo óskaplega snjóþung- ur, og þá reyndi fyrir alvöru á Krísuvíkurieiðina, sem var löng. En þá vorum við búnir að fá trukka. Það sem kallað var tíu hjóla trukkar. En það var mikið basl samt og oft hrakningar. — En þú varst að spyrja um fjallaferðinar, heldur Guðmundur áfram. Á árinu 1944 fór ég í Þórsmörk á venjulegum iitlum eins drifs Ford-bíl. Vissi seinna að einu sinni hafði verið farið þangað á bíl á undan okkur. Við vorum að fara þetta að gamni okkar, kunn- ingjarnir. íþróttamenn höfðu snemma áhuga á fjallaferðum. Ég hafði byrjað að aka með Ármenn- inga í Jósepsdal fyrir 1940, kynnst þar mörgum áhuga- og dugnaðar- mönnum, eins og Ágli Krist- björnssyni. Hann var búinn að fara margar ferðir yfir Vatnajök- ul, og hann og félagar hans vildu kanna nýjar leiðir. Á árinu 1945—’6 var ég með lítinn tveggja drifa Ford-bíl, sem við gerðum upp úr drasli. Komumst á honum frá Kalmannstungu norður í Vatnsdal. Áður höfðum við reynt að komast frá Kalmannstungu og norður yfir Arnarvatnsheiði á litl- um Ford. Á árinu 1948 fórum við svo akandi frá Hveravöllum í Kalmannstungu á 3 bílum. Og út fyrir Vatnsnes brutumst við, sem varð til þess að farið var að ýta á vegagerð þar. Brotist norður Sprengisand — Það vorum við Egill sem fór- um fyrstir yfir Tungnaá hjá Búða- hálsi. Það var haustið 1949. Við vorum komnir með Ford-hertrukk og vorum að leita að leiðum á þessum slóðum. Maður hafði snemma farið að leita á fjöll, ef maður átti frídag. Hafði áhuga á að taka þátt í að brjóta leiðir á öræfum engu síður en í byggð. Einar Magnússon, menntaskóla- kennari, var oft með. Hann og fé- lagar hans höfðu farið þarna þessa frægustu ferð, sem farin hefur verið á bíl árið 1933. En töluverðan hluta af þeirri slóð um Sprengisand, sem nú er farin, fór ég fyrstur. Þótt við kæmumst 1949 yfir Tungnaá hjá Búðahálsi, þótti okkur áin nokkuð djúp og leituð- um áfram að betra vaði. Það var eiginlega Eggert Kristjánsson, stórkaupmaður, sem lagði mikið til út fyrir kostnaði við leiðangur- inn, og þeir voru með, hann og mágur hans, Sæmundur í Kexinu, og fleiri góðir. Þá var það 1950 að við komumst fyrstir yfir Tungnaá á Hófsvaði, sem var svo mikið not- að í 18 ár og engir urðu fyrir veru- legum hrakningum þar, þótt merkilegt sé. I þessari ferð kom- umst við yfir Tungnaá og ókum kringum Þórisvatn, sem var það lengsta, sem komist varð þá. Þessi ferð varð til þess að bílleiðin opnaðist norður yfir. í framhaldi af því fórum við svo í fleiri ferðum áfram norður, komumst t.d. yfir Köldukvísl við Illugaver. Einnig komumst við að raun um að ágætt er að komast á bíl yfir Tungnaá hjá Sultartanga, sem nú er mikið talað um, enda renna Tungnaá og Þjórsá á hraunum. Þegar áfram var haldið norður, ókum við í fyrstu með ánni um Sóleyjarhöfða og Eyvindarver. En eftir að farið var að fara með fólk þessa leið, þurfti að forðast grös og blautar kvíslir. Maður flutti þá leiðina ofar, til að aka í sandinum. Þá var komin sú leið, sem nú er ekin um Sprengisand. Síðan 1955 hefi ég verið mikið að snúast í kringum Orkustofnun og Landsvirkjun á þessum slóðum og ég held að hljóti að koma að því að rafmagnslína og vegur komi norður um Sprengi- sand ofan í Bárðardal. Þar kemur tali okkar um fyrstu ferðir á Tungnaáröræfin, að Guð- mundur Jónasson og þeir félagar, sem fyrr eru nefndir voru einmitt í tjöldum við Veiðivötn 1950, nótt- ina sem flugvélin Geysir týndist. Þeir óku þá eftir söndunum inn undir Jökulheima, í Ljósufjöll og Heljargjá. — Við vorum lagðir af stað inn sandana, scgir Guðmund- ur, þegar DC-3 flugvél kom yfir okkur og kastaði niður miða í gúmmíslöngu, sem á var skrifað að flugvélin Geysir hefði týnst um nóttina yfir Austurlandi. Þá sagði Egill: „Maður verður að komast á Bárðarbungu, því þaðan hlýtur vélin að sjást." En við höfðum engan búnað með okkur til jökla- ferða og enga talstöð og reyndum því ekki. Eftir það reyndist mér auðvelt að fá talstöð í ferðabílinn hjá Landsímanum. Net undir hjólin — Þú nefndir fljótin, sem renna á hraunbotni, þar sem þið funduð tvö vöð fyrir bíla yfir Tungnaá. Ekki hefur þó háttað svo vel við allar ár? — Nei, ef svo var ekki gat verið gott að setja net á botninn, þar sem hann var laus. Á stríðsárun- um komu svo með hernum járn- grindur með augum, sem við fór- um að nota. Settar voru tvær raðir undir hjólin á bílnum í vatni og mýrum. Þennan útbúnað fórum við að hafa með okkur. Þú getur séð þýsku túristabílana með svona útbúnað enn í dag. Þeir hafa lesið sig til og taka álfleka af þessari gerð með í íslandsferðina, hengja þá utan á eða ofan á þak bílanna. — Þetta hefur verið upphafið að þínum fjallaferðum? — Já, já, alveg eins og í byggð fór maður að brjótast nýjar leiðir á hálendinu og fara þangað með fólk. Fá sér trukka, sem kæmust þessar leiðir. Og svo að hafa sér- stakan bíl fyrir dótið. Ég á mynd af mér með tvo trukka við skýlið við Jökulsá á Sólheimasandi frá 1950. Þá var maður kominn með eldhúsbíl í ferðirnar. Sá ferðamáti hefur haldist síðan. En það sem ég tel að sé nauðsynlegast nú í há- lendisferðum, er að dreifa ferðun- um á fleiri staði. Það er nóg til af fallegum stöðum, en það er hrein- lætisaðstaðan sem vantar og því sækja allir á sömu hefðbundnu staðina. En nú erum við komin að efni í annað viðtal og raunar hefðum við efni í mörg fleiri viðtöl við Guð- mund Jónasson, sem var meðal fyrstu brautryðjenda á bílaöld og síðan á öræfaleiðum — og ekur nú líka Keflavíkurveginn steypta með flugfarþega. Hann hefur á skömmum tíma lifað mikla þróun í bílferðum á Islandi. En það vek- ur athygli þegar við hann er rætt, að allt frá upphafi og fram að síð- ustu ferðum hans, er honum mjög tamt orðið þjónusta. Þannig hefur hann auðheyrilega alltaf íitið á aksturinn. — Maður var auðvitað alltaf að reyna að veita þjónustu, segir hann. Ef einhver bað bíl- stjórann um að kaupa vasahníf eða eitthvað annað, reyndi maður að reka erindið. Ég lofaði reyndar aldrei neinu, sagði bara: Ég skal reyna! Og svo reyndi maður að koma til skila því sem beðið var um. — Meiri vitleysan að vera að þvæla mér út í svona viðtal, taut- aði Guðmundur þegar hann kvaddi. Ég hefi alltaf verið öfug- snúinn við blaðamenn. Vil ekki fá nein eftirmæli í blöðum eins og alltaf er verið að skrifa. Þú getur skrifað um mig eftirmæli þegar ég er dauður. Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta Litaver auglýsir <^° Opið til kl. 7 föstud. til hádegis á laugard. Teppi Nylon — Akryl — Filtteppi Akryl og ull — Ullarteppi Stök teppi — Mottur — Baöteppi — Gólfdreglar — Baðmottusett Úrval af gólfdúkum. Ný þjónusta Sérpöntum Ullar — Akryl — Nylon-teppi. Líttu viö í Litaver því þaö hefur ávallt borgaö sig. ---------------------------- j Litaver — Litaver — Litaver — Litaver Grensásvegi 18, sími 82444. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK o tP Þl' Al'GLYSIR l'.M ALLT LAN'D ÞF.GAR Þl' Al'G- LYSIR í MORGLNBLAPINV

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.