Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 21

Morgunblaðið - 08.04.1982, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 69 Leiðangur Balbos kemur til íslands 2. júlí 1933. í gær lagði af stað frá Róma- borg stór, ítalskur flugleiðangur og er förinni heitið til Chicago í Bandaríkjunum. í leiðangri þess- um taka þátt 24 flugvélar. Leið- angursstjóri er Balbo hershöfð- ingi, flugmálaráðherra ítala. Leið- angur þessi mun koma við í Reykjavík á leið sinni vestur um haf og hafa allmargir ítalir dvalið hér á landi að undanförnu til að undirbúa lendingu flugvélanna og dvöl leiðangursmanna í Reykja- vík. 6. júlí 1933. Flugleiðangurinn ítalski kom til Reykjavíkur í gær, eftir sex stunda flug frá Londonderry. Lentu flugvélarnar í Vatnagörð- um klukkan nálega 5 síðdegis. Veður var ekki gott, sunnan dimmviðri og stormur. Öll skip á Reykjavíkurhöfn voru skreytt viðhafnarfánum og fánar höfðu verið dregnir að húni víðs vegar í bænum. Inn í Vatnagarða var stöðugur straumur fólks og söfn- uðust þar saman þúsundir manna. Kl. að ganga 7 kom Balbo loks að bryggjunni. Bátur sá, er sótti hann út í fiugskipið, var fánum skreyttur. Balbo gekk hvatlega á land og skundaði til móts við þá, er komnir voru til að heilsa hon- um. Heilsaði honum fyrstur Ás- geir Ásgeirsson forsætisráðherra, ásamt frú sinni, en lítil stúlka rétti Balbo blómvönd og kyssti Balbo á kinn hennar í þakklæt- isskyni. Þá heilsaði hann Jóni Þorlákssyni borgarstjóra og frú hans, og síðan öðrum þeim, er komnir voru til að fagna honum. Þarna var fjöldi blaðamanna og myndatökumanna, en þúsundir áhorfenda biðu á hæðunum um- hverfis Vatnagarða. Síðan ók Balbo til bæjarins í för með for- sætisráðherrahjónunum. Mann- fjöldinn fagnaði honum og félög- um hans, er þeir óku til bæjarins. ’immm Flugþerna ársins 1950 16.JÚIÍ 1950. I gær fór fram í London hæfileikakeppni meðal flug- þerna frá mörgum Evrópu- löndum. Tóku þátt í henni fimmtán stærstu flugfélög Norðurálfu, en keppninni lauk með sigri íslenzkrar stúlku, Margrétar Guðmundsdóttur, flugþernu hjá Loftleiðum. Hlaut hún þar með titilinn „flugþerna ársins 1950“. Stofnað Flug- félag Islands Apríl 1940 Aðalfundi Flugfélags Akureyr- ar lauk föstudaginn 5. apríl. Sam- þykkt var að breyta nafni félags- ins, og heitir það nú Flugfélag Is- lands. Heimili' þess og varnarþing verður flutt frá Akureyri til Reykjavíkur. Hlutafé félagsins verður aukið úr kr. 28.000 upp i kr. 150.000. Söfnun þess hefur gengið greiðlega og þykir sennilegt að henni verði lokið fyrir næstu mán- aðamót. Stjórn félagsins skipa: Bergur G. Gíslason fulltrúi, Ágnar Ko- foed-Hansen flugmálaráðunautur, Örn Ó. Johnson flugmaður, Jakob Frímannsson framkvæmdastjóri og Kristján Kristjánsson bifreiða- eigandi. Framkvæmdastjóri fé- Iagsins verður Örn Ó. Johnson. Félagið hefur fest kaup á nýrri flugvél í Bandaríkjunum og mun hún koma hingað um miðjan maí. Fyrsta barnið sem fæðist í bíl 11. júlí 1939 Það sjaldgæfa atvik vildi til í fyrradag, að stúlka fæddi barn í bíl, sem var á leið frá Þingvöllum til Reykjavíkur. Var ætlunin að koma stúlkunni á fæðingarstofn- un, en á leiðinni tók hún jóðsótt- ina, og þá er bíllinn var á móts við Grafarholt fæddist barnið. Fæð- ingin gekk vel og var farið með stúlkuna á fæðingarstofnun Helgu Níelsdóttur, þar sem ljósmóðir tók við móður og barni. Barnið var stúlkubarn og vóg 15 merkur. Mæðgunum líður báðum vel. Það mun vera einsdæmi hér á landi, að kona fæði barn í farþega- bíl á þjóðvegum úti. — Hin unga móðir hafði dvalið á Svartagili í Þingvallasveit. Flugvél veldur slysi 23. júni 1920. Vestur-íslenzki flugmaðurinn Frank Fredrickson er kominn hingað til að stjórna flugvél flug- félagsins hér. 27. júní. Þegar flugvélin ætlaði í dag að hefja sig til flugs í Vatnsmýrinni, vildi svo hörmulega til, að vélin náði ekki fullum hraða, er hún hóf sig upp frá jörðu. Tvö börn urðu fyrir flugvélinni. Annað þeirra, 10 ára gömul telpa, beið bana, en hitt barnið, bróðir telpunnar, meiddist mikið. Vid bjóðum bér þorskanet á einstöku veröi En til þess ad leióa þig í allan sannleikann, eru hér að neðan öll verð, eins og þau voru, 1.4.'82 Kraftaverkanet Möskvastærö Garn nr. 9 r m - -12 | 7", 7V*" og 7V2" | - - -15 32. möskva 36. möskva kr. 298.00 kr. 331.00 338.00 - 384.00 — 430.00 - 464.00 Eingirni Garn nr. 9 — -10 — -12 7" og 7Va" kr. 225.00 - 250.00 — 280.00 Þríþætt girni Garn nr. 12 f 1 kr. 364.00 15 | 7" og 7Va" j - 413.00 Einnig viljum við vekja athygli á 10% magnafslætti gegn staðgreiðslu. Hafðu samband við sölumenn okkar á meðan birgðir endast. KRISTJAN O SKAGFJÖRD HF Hólmsgata 4 — sími 24120 — 121 Reykjavik 1.KkJfk. - ** 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.