Morgunblaðið - 18.04.1982, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
fWnrgi Útgefandi ®ttMWfrͧ> hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 7 kr. eintakiö.
ekki innheimt lengur, en það
var lagt á vegna iðnþróunar.
Ríkisstjórn Gunnars Thorodd-
sens hefur lagt á „orkujöfnun-
argjald", sem er í raun hækkun
á söluskatti um 1,5% og er hann
nú 23,5%.
Sé skattareikningur þessara
tveggja stjórna síðan 1978 gerð-
ur upp, kemur í ljós, að viðbót-
arhækkun skatta nemur rúm-
lega 20 þúsund krónum (2 millj-
ónum gkr.) á hverja fimm
manna fjölskyldu. Er þá ótalin
hækkun á útsvörum til sveitar-
félaga, sem heimiluð var af rík-
isstjórn Gunnars Thoroddsens
fyrir tilstuðlan Svavars Gests-
sonar, formanns Alþýðubanda-
Skattaglaðir ráðherrar
Verði frumvarp fjármála-
ráðherra Ragnars Arnalds
um 6% skyldusparnað að lögum
er svo komið, að jaðarskattar
geta farið í um 70% af aflafé.
Frá því að vinstri stjórnin
komst til valda haustið 1978
hefur skattagleði ráðherra verið
hömlulaus, nýir skattar hafa
verið fundnir upp og hinir eldri
hækkaðir. Ríkisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar, sem mynduð var í
lok águst 1978, hóf feril sinn
með því að leggja á afturvirka
skatta.
Með bráðabirgðalögum
ákvað ríkisstjórnin að leggja á
6% tekjuskatt til viðbótar við
álagðan tekjuskatt og við álagð-
an eignarskatt einstaklinga var
bætt viðauka. Síðan hafa þessir
viðaukaskattar verið innifaldir
í tekju- og eignarsköttum. Frá
1978 hafa eignarskattar á ein-
staklinga tvöfaldast, en tekju-
skattsbyrðin aukist um rúm
50%, ef tekið er mið af tekjum
þess árs, sem fólk er að greiða
skattana.
Vinstri stjórnin undir forsæti
Ólafs Jóhannessonar með Tóm-
as Árnason sem fjármálaráð-
herra lagði á fjölda nýrra
skatta: gjald á ferðalög til út-
landa, skatt á verslunar- og
skrifstofuhúsnæði og aðlögun-
argjald auk þess sem hún hækk-
aði söluskatt um 2% úr 20 í 22%
haustið 1979 og vörugjald um
6% á sama tíma. í tíð þessarar
vinstri stjórnar hófst einnig
skattahækkun á bensíni um-
fram verðlagshækkanir. Hefur
ekki verið horfið af þeirri braut
síðan, þvert á móti hefur
áhersla verið á það lögð, að rík-
issjóður hefði sem mestar tekj-
ur af bensíni, 56% af bensín-
verði rennur nú í ríkishítina.
Sú ríkisstjórn, sem nú situr,
hefur haldið fast í alla skatta
vinstri stjórnar Ólafs Jóhann-
essonar nema nýbyggingar-
gjald, þá er aðlögunargjaldið
lagsins og félagsmálaráðherra.
Við þessa viðbótarhækkun bæt-
ast þær álögur, sem fyrirsjáan-
legar eru á þessu ári á grund-
velli fjárlaga og er þá ekki 6%
skyldusparnaðurinn með talinn.
Staða ríkissjóðs hefur að
sjálfsögðu styrkst við alla þessa
tekjuöflun, sem segir þó síður
en svo alla söguna. Samkvæmt
bráðabirgðatölum jókst inn-
heimta tekju- og eignarskatta
um tæplega 53% frá árinu 1980
til ársins 1981, innheimta
óbeinna skatta jókst hins vegar
um 65% og tekjur ríkissjóðs
aðrar en af sköttum jukust um
svipað hlutfall. Óbeinir skattar
nema meira en fjórum fimmtu
af heildartekjum ríkissjóðs.
Samkvæmt skýrslu Þjóðhags-
stofnunar urðu tekjur ríkissjóðs
á síðasta ársfjórðungi 1981 71 %
meiri en árið áður og var það
16% umfram hækkun verðlags.
Þá hefur afkoma ríkissjóðs ver-
ið mjög góð tvo fyrstu mánuði
þessa árs, og má enn rekja það
til mikillar eftirspurnar og mik-
ils innflutnings enda eru tekjur
ríkissjóðs fyrstu tvo mánuðina í
ár 68% meiri en á sama tíma í
fyrra.
Þrátt fyrir þetta allt saman
telur ríkisstjórnin nauðsynlegt
að hækka skatta og ná meira fé
af „breiðu bökunum" og ber
fyrir sig fjárþörf Byggingar-
sjóðs ríkisins. Vandi Bygg-
ingarsjóðs stafar meðal annars
af því, að hann hefur verið
sviptur þeim tekjum, sem hann
hafði af launaskatti, en þeir
fjármunir renna nú beint í
ríkishítina. Ljóst er, að skyldu-
sparnaðurinn dugar ekki til að
bjarga fjárhag Byggingarsjóðs
enda segir framkvæmdastjóri
Húsnæðisstofnunar ríkisins,
sem fer með daglega stjórn
sjóðsins, að tekjurnar af hinum
nýja skatti eigi að nota til að
borga yfirdráttarlán, sem sjóð-
urinn hefur tekið í Seðlabank-
anum. Byggingarsjóður er orð-
inn svo aðþrengdur, að hann
getur ekki staðið í skilum við
lánardrottna sína nema þá með
því að skera stórlega niður
lánveitingar til húsbyggjenda.
Miðað við þá miklu fjármuni,
sem nú renna óvænt í ríkissjóð
af innflutningi, sýnist ekki
óeðlilegt, að ríkissjóður sjálfur
taki að sér að létta byrðunum af
Byggingarsjóði ríkisins, enda
hafa skattaglaðir ráðherrar
hrifsað öruggasta tekjustofn
Byggingarsjóðs til sín.
10% samdráttur
í smíði íbúðarhúsa
ví fer fjarri, að það sé
nokkur tilviljun, hvernig
komið er fyrir Byggingarsjóði
ríkisins. Sjóðurinn hefur það
hlutverk að veita einstaklingum
lán til að byggja og eignast
íbúðarhúsnæði. Félagsmála-
ráðherra fer með yfirstjórn
sjóðsins, Svavar Gestsson,
formaður Alþýðubandalagsins,
skipar nú það embætti. Alþýðu-
bandalagið starfar samkvæmt
stefnuskrá, þar sem segir meðal
annars: „Skipan húsnæðismála
hér á landi er glöggt dæmi um
það hvernig auðvaldsskipulagið
knýr almenning til að fullnægja
þörf, sem orðin er félagsleg í
eðli sínu, með einkaframtaki í
þágu einkagróða." Síðan er því
lýst yfir með vandlætingu, að „í
stað þess að tryggja almenningi
öruggt húsnæði gegn sann-
gjörnu leigugjaldi" verði hann
að kaupa íbúðir „eins og hverja
aðra markaðsvöru eða búa ella
við öryggisleysið sem fylgir
leiguhúsnæði í einstaklings-
eign“.
Félagsmálaráðherra Svavar
Gestsson telur það bestu að-
ferðina til að hrinda húsnæð-
isstefnu flokks síns í fram-
kvæmd að þrengja sem mest að
Byggingarsjóði ríkisins. Þá mun
ráðherrann telja það til sinna
mestu afreka á flokksfundum í
Alþýðubandalaginu, að á árinu
1981 varð 10% samdráttur í
smíði íbúðarhúsa — þessi sam-
dráttur sýnir best, að húsnæð-
isstefna Álþýðubandalagsins er
komin til framkvæmda.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
25
ívar Guðmundsson heiðraður
I^var Guðmundsson, aðalræðis-
maður íslands í New York,
var nú fyrir skemmstu heið-
ursgestur í kvöldfagnaði, sem fé-
lagið The American Scandinavian
Foundation í New York efndi til.
ívar, sem kom til boðsins óafvit-
andi um það sem til stóð, var
heiðraður fyrir það mikla og óeig-
ingjarna starf, sem hann hefur
lagt af mörkum fyrir félagið og
önnur hagsmuna- og hugsjóna-
mál fólks af norrænum ættum.
Til boðsins, sem haldið var í
húsakynnum Ættfræði- og
sagnfræðifélagsins á Manhatt-
an, komu 200 félagsmenn í The
American Scandinavian Found-
ation, kaupsýslumenn og marg-
ir aðrir, sem áhugasamir eru
um íslensk málefni. Frú Neel
Helpern, formaður félagsmála-
nefndar ASF, stjórnaði sam-
komunni og afhenti ívari veg-
lega kristalsstyttu þar sem á
var letrað: „Til ívars Guð-
mundssonar með virðingu og
þökk fyrir samstarfið við The
American Scandinavian Found-
ation." Frú Helpern lét þau orð
falla áður en hún afhenti ívari
styttuna, að þar sem hann væri
kunnur fyrir áhuga sinn á
veiðiskap væri á því enginn
vafi, að hann myndi velja henni
viðeigandi stað. Barbara, eig-
inkona ívars, tók undir það og
kvað ekki ástæðu til að ætla
annað.
ívar Guðmundsson sagði í
þakkarræðu sinni, að hann
hefði komið til fagnaðarins
með það í huga að verja kvöld-
inu í hópi nokkurra kunningja
sinna, hlýða á úrvalsverk ís-
lenskra, norskra og sænskra
tónskálda í flutningi hinnar
kunnu söngkonu Ólafar Harð-
ardóttur og undirleikara henn-
ar, Guðrúnar Kristinsdóttur,
og að síðustu að njóta íslensks
matar, sem fluttur hefði verið
til New York fyrir velvild og
rausnarskap Flugleiða. Nú,
sagði hann, hafa vinir mínir og
félagar séð til þess, að þetta
kvöld verður mér ógleymanlegt
alla tíð.
ívar Guðmundsson hafði
sjálfur séð um dagskrá kvölds-
ins og matarútvegun og ekki
annað vitað en kvöldið yrði ein-
göngu helgað íslenskri menn-
ingu og sögu. Um matargerðina
sjálfa sáu þau hjónin Edith
Warner og Robert maður henn-
ar, og Edda Magnusson og Jón,
eiginmaður hennar. ívar þakk-
aði þessum íslensku konum sér-
staklega fyrir þátt þeirra í að
gera kvöldið jafn eftirminnilegt
og raun bar vitni. Þær Edith og
Edda eru báðar í félagsmála-
nefnd ASF.
Af öðrum atriðum á dagskrá
kvöldsins má nefna, að þar var
sýndur íslenskur ullarfatnaður
og önnuðust það þær Grete
Holby og Kirsten Holby, tísku-
sýningarstúlkur í New York,
Kirsten er í fremstu röð tísku-
sýningarfólks í borginni. Einn-
ig var sýnd myndin „ísland:
Furðusmíð náttúrunnar", sem
Ferðamálaráð og Flugleiðir
hafa látið gera, og vakti hún
mikla athygli.
Meðal þeirra, sem fagnaðinn
sóttu, voru Samuel Lefrak,
kunnur fasteignasali í New
York, aðalræðismaður Svía,
Bengt Friedman, og kona hans,
Nils Albertson, upplýsinga- og
menningarmálafulltrúi á ræð-
ismannsskrifstofu Dana, og
kona hans, Peter Dybing, for-
maður New York-deildar ASF,
og Sigfús Erlingsson, umdæm-
isstjóri Flugleiða í Vestur-
heimi, og hans kona.
Myndin er tekin eftir að ívari
Guðmundssyni hafði verið afhent
kristalsstyttan, stökkvandi höfr-
ungur, sem honum var veitt í
heiðursskyni fyrir fórnfust starf í
þágu The American Scandinavian
Foundation og norræns fólks í
Vesturheimi. Frú Neel Helpern,
formaður félagsmálanefndar
ASF, er önnur frá vinstri. Henni
til hægri handar er Peter Dybing,
formaður ASF í New York, og
ívari á vinstri hönd eru þær Edith
Warner og Edda Magnusson.
j Reykjavíkurbréf
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 17. apríl
Eitt hundrað áhugamenn úr Húnaþingi um Blönduvirkjun sækja Alþingi heim 11. marz 1981
Hvenær verda
þinglausnir?
Stjórnarliðar leggja höfuðkapp
á að Ijúka þingstörfum um nk.
mánaðamót, enda telja ýmsir
þingmenn úr þeirra hópi æskilegt
að hafa svigrúm til að sinna und-
irbúningi sveitarstjórnarkosninga
í maímánuði. Svo mikið kapp er
lagt á þessa tímasetningu þing-
lausna, að svo virðist sem hún
skipti miklu meira máli en hitt,
hvaða málum tekst að að koma í
gegn um þingið. Hvort þetta eftir-
sótta markmið stjórnarliða næst
skal ósagt látið.
Það sem einkum mælir gegn því
er tvennt: 1) Ríkisstjórnin sýnist
þurfa að að fá ýmis mál afgreidd
f.vrir þinglausnir, sem vafist hafa
fyrir þinginu vikum og mánuðum
saman. Fyrirsjánlegt er, að hún
verður að draga saman seglin á
þeim vettvangi, ef þingi á að Ijúka
í endaðan þennan mánuð, 2) Ymis
stjórnarfrumvörp, sem stjórnin
leggur áherzlu á, a.m.k. í orði, að
fá afgreidd á yfirstandandi þingi,
vóru það síðla lögð fram af hennar
hálfu, að borin von er að þau verði
afgreidd nú, nema þing standi
lengur en ætlað er. Raunar bendir
ýmisiegt til þess að sum þessara
mála séu lögð fram, svo síðla
þings sem raun ber vitni, fremur
til að sýnast og friða áhugafólk
um viðkomandi efni en að mein-
ingin sé að knýja þau í gegn um
þingið nú. Þetta gildir m.a. um
stjórnarfrumvarp um málefni
aldraðra, sem lagt var fram á dög-
unum, frumvarp um kísilmálm-
verksmiðju í Reyðarfirði, sem ekki
var mælt fyrir fyrr en sl. miðviku-
dag, frumvarp um sykurverk-
smiðju í Hveragerði, frumvarp um
framhaldsskóla, sem raunar er
„gamall kunningi" þingmanna og
fleiri mál. Þá er ekki á hreinu
hvern stuðning ríkistjórnin hefur
í eigin þingliði fyrir frumvarpi um
6% skyldusparnað á tekjuskatts-
stofn 1982, umfram 135 þúsund
krónur, sem ekki var lagt fram á
Alþingi fyr en sl. fimmtudag, en
því er ætlað að bæta Byggingar-
sjóði rikisins að hluta til þann
skaða, sem ríkisstjórnin olli hon-
um, er hún tók .af honum helzta
tekjustofn hans, launaskattinn,
sem nú rennur beint í ríkissjóðinn.
Meðal mála, sem ætla má að
ríkisstjórninni sé alvara um að fá
afgreidd á yfirstandandi þingi eru:
1) tillaga til þingsályktunar um
orkumál, þ.á m. framkvæmdaröð
virkjunarkosta, en þar stendur
Blönduvirkjun þversum í stjórn-
arliðinu, ekki sízt þingflokki fram-
sóknarmanna, 2) frumvarp um
sérstakan eignaskatt á verzlunar-
og skrifstofuhúsnæði, 3) frum-
varp um skattlagningu innláns-
stofnana, 4) frumvörp til að mæta
umfangsmiklum hallarekstri á
járnblendiverksmiðju og kísil-
verksmiðju (með stórauknu hluta-
fjárframlagi ríkisins og lána-
fyrirgreiðslu), 5) frumvarp um
sinfóníuhljómsveit, sem ekki er
ágreiningur um að nái fram að
ganga, 6) frumvarp um námslán,
sem samstaða er líkleg um,
7) frumvarp um fjölgun hæsta-
réttardómara, sem einnig er lík-
legt að verði afgreitt, 8) ýmis
frumvörp tengd landbúnaði (um
dýralækna, graskögglaverk-
smiðjur, breyting á áburðarlögum
og breyting á jarðalögum),
9) frumvarp um blindrabókasafn
o.fl.
Ýmsum störf-
um ólokið
Eins og sést af framansögðu,
sem þó er hvergi nærri tæmandi,
er ýmsum störfum ólokið á Al-
þingi, enda verkstjórn ráðherr-
anna í eigin herbúðum heldur
slakleg. Þá má benda á, að ekki er
lokið umræðu um utanríkismál,
þ.e. skýrslu utanríkisráðherra, og
hann sjálfur á förum utan, eftir
fréttum að dæma. í tengslum við
þau mál verður og að minna á
frumvarp til laga um flugstöð á
Keflavíkurflugvelli, sem Geir
Hallgrímsson (S) og Benedikt
Gröndal (A) hafa flutt, og nú er til
umfjöllunar í þingnefnd í fyrri
deild. Ljóst er að stjórnarandstað-
an mun leggja höfuðkapp á að fá
þetta mál úr nefnd og láta á
reyna, hvort þingmeirihluti er til
staðar fyrir því, eins og allar líkur
benda til, en fjárframlagi mótað-
ila (þ.e. fjármögnun flughlaðs og
20 milljónir Bandaríkjadala til
sjálfrar byggingarinnar) eru
tímatakmörk sett. Gera má ráð
fyrir að þetta mál kalli á mjög
harðar umræður, enda hefur það
nokkra sérstöðu vegna ákvæða í
stjórnarsáttmála, er setur það í
nokkurskonar sjálfsvald kommún-
ista innan • stjórnarsamstarfsins.
Alþingi er hinsvegar yfir ríkis-
stjórnina sett — og flestir eru
þeirrar skoðunar, að í þessu máli
sem öðrum eigi þingræðislegur
meirihluti að ráða ferð, en ekki
lítill minnihluti.
Stjórnarandstaða hefur og flutt
fjölda mála, sem hún sættir sig
illa við að stjórnarliðið leggist á,
án þinglegrar umfjöllunar. Má þar
nefna nokkur þingmál, er sjálf-
stæðismenn standa að um orkuöfl-
un og orkunýtingu, skipulag orku-
mála og orkuiðnað. Sjálfstæðis-
menn hafa og lagt fram tillögur til
þingsályktunar um stefnumörkun
í iðnaðarmálum og landbúnað-
armálum. Síðast en ekki sízt hafa
þeir lagt fram frumvarp um
skattalækkanir, þ.e. að fella niður
flesta nýja skatta og skattauka, er
komið hafa til síðan 1978, og færa
skattbyrði fólks og fyrirtækja í
það hlutfall af þjóðartekjum, sem
hún var í tíð ríkisstjórnar Geirs
Hallgrímssonar 1974—1978.
Ríkisstjórnin þarf að semja við
stjórnarandstöðu um afgreiðslu
mála, ef þinglausnir eiga að nást
um nk. mánaðamót. Eðlilegt er að
í þeim samningum verði tekið
gagnkvæmt tillit til mála stjórn-
arandstöðu og stjórnarliða. Raun-
ar virðist sem ríkisstjórnin hafi
ekki enn gert hug sinn upp um
það, hvaða þingmál skuli setja á
oddinn í slíkum samningum, enda
kemur það heim og saman við
verklag hennar allt, að láta reka
undan veðri og vindum inn í
óráðna framtíð. Máske er ekkert
samkomulag í brú þjóðarskútunn-
ar, þ.e. í ríkisstjórninni, hvert
sigla skuli, þ.e. hvaða markmiðum
skuli að stefnt.
Siglufjörður -
Raufarhöfn
Á fyrri helmingi þessarar aldar
vóru síldveiðar og síldariðnaður
ein af meginstoðum íslenzks þjóð-
arbúskapar. Þá var Siglufjörður
höfuðborg síldariðnaðarins, sem á
þeim tíma var eina stóriðjan á ís-
landi, og malaði ómælt gull í þjóð-
arbúið, eins og raunar Raufarhöfn
og fleiri „síldarpláss". Síðan kom
afturkippurinn, hrun síldarstofns-
ins (silfurs hafsins), hrun þess af-
komugrundvallar, sem bæði fólk
og sveitarfélag byggði á.
Það tók þessa staði langan tíma
að rétta úr kútnum. Viðreisnin
byggðist m.a. á nýtingu nýs nytja-
fisks, loðnunnar, sem ásamt bol-
fiskinum varð undirstaða atvinnu-
lífsins. En „sagan endurtekur sig“,
loðnustofninn hrundi — og þar
með afkomugrundvöllur fjölda
fólks. Slíkt holskeflutjón, sem ríð-
ur yfir tvisvar og líkja má við
skaða af náttúruhamförum, er
áfall, sem vart er hægt að mála
nógu sterkum litum.
Þrír þingmenn Sjálfstæðis-
flokks, Halldór Blöndal, Eyjólfur
Konráð Jónsson og Lárus Jónsson,
hafa flutt tillögu á Alþingi, sem
felur í sér úttekt á atvinnumálum
í Siglufirði og á Raufarhöfn —
með hliðsjón af breyttum viðhorf-
um vegna hruns loðnustofnsins —
og könnun á því, hvern veg skuli
við bregðazt til nýrrar uppbygg-
ingar. Halldór Blöndal mælti fyrir
þessari tillögu sl. fimmtudag.
Halldór gerði fyrst grein fyrir
því, hver áhrif hrun loðnustofnins
hefði á „atvinnuöryggi" fólks, sem
sótt hefði lifibrauð sitt í vinnslu
þessarar sjávarafurðar. 80—90
manns hefðu starfað við loðnu-
bræðslurnar í Siglufirði og nálægt
40 á Raufarhöfn. Hann benti og á
þá staðreynd, að 65% af tekjum
Siglufjarðarhafnar hafi komið frá
loðnuflotanum svo og drjúgur
hluti tekna vatnsveitunnar. Raf-
veita Siglufjarðar hefði og haft
verðmætan orkumarkað þar sem
loðnubræðslurnar vóru. Tekjur
bæjarsjóðs í útsvörum og aðstöðu-
gjöldum rýrna og verulega. Hall-
dór las og upp bréf frá sveitar-
stjóranum á Raufarhöfn, hvar
niðurstaðan er hliðstæð, bæði
fyrir Raufarhafn;:-hrepp og það
fólk, sem atvinnuna missir.
Sveitarfélögin hafa lagt í
margskonar fjárfestingu, bæði í
hafnarmannvirkjum og margs-
konar þjónustu, m.a. í þágu loðnu-
vinnslunnar, og sitja nú uppi með
fjárfestingarkostnaðinn, þótt
tekjur af starfseminni séu fyrir bí.
Greiðslugeta fólksins og sveitarfé-
laganna, til að rísa undir þessum
kostnaði, er hinsvegar önnur og
lakari, í kjölfar gjörbreytts at-
vinnuástands. Hér þyrfti skjótt
við að bregðast, m.a. að kanna,
hvern veg nýta mætti fjárfestingu
í loðnubræðslum og tilheyrandi
mannvirkjum til nýrrar atvinnu-
starfsemi og verðmætasköpunar.
Grundvallar-
réttur
kjósandans
Það ætti að vera grundvallar-
krafa, byggð á skýlausum þegn-
rétti einstaklingsins, að hver kjós-
andi viti fyrirfram, hvað hann vel-
ur með atkvæði sínu. Með öðrum
orðum: það þarf að gera þá val-
kosti, sem kosningar snúast um,
eða ættu að snúast um, það ljósa
og auðskilda, að kosningaréttur-
inn verði í raun stefnumarkandi í
því umhverfi, sem kjósendurnir
lifa og hrærast í. Að öðrum kosti
þjónar kosningarétturinn ekki
skýlausum þegnrétti í lýðræðis- og
þingræðisríki.
Reykvíkingar ganga til ein-
hverra sögulegustu borgarstjórn-
arkosninga sem um getur 22. maí
nk. Það skiptir þá miklu að þeir
valkostir, sem um er kosið, liggi
ljósir fyrir.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
geft hreint fyrir sínum dyrum,
hvað þetta varðar. Kjósendur, sem
kynnt hafa sér stefnumið hans í
borgarmálum, ganga ekki að því
gruflandi, hvað flokkurinn hyggst
fyrir, fái hann umboð til að fara
með meirihlutastjórn í borginni.
Hann hefur og kynnt borgarbúum
borgarstjóraefni sitt.
Sjálfstæðisflokkurinn hyggst
fyrst og fremst treysta atvinnulíf-
ið í borginni, sem er undirstaða
allra annara þátta borgarsamfé-
lagsins, draga úr skattheimtu, til
að örva vinnuframlag og framtak,
lækka fasteignaskatta, sem hafa
hækkað óeðlilega, og koma skipu-
lagsmálum borgarinnar, sem
stefna í hið mesta óefni, í heilbrigt
og jákvætt horf. Reykjavík þarf á
ný að fá einkenni grósku, bjart-
sýni, framtaks og alhliða öryggis
íbúanna.
Kjósandinn rennir hinsvegar al-
gjörlega blint í sjóinn með það,
hvað ofan á verður ef Sjálfstæðis-
flokkurinn vinnur ekki borgina.
Stefnumið núverandi meirihluta-
flokka ganga í ymsum atriðum á
ská og skjön. Haldi þeir meiri-
hluta þurfa þeir EFTIR Á að
semja um samstarfsgrundvöll,
sem enginn veit fyrirfram hvern
veg verður, og kjósandinn, hinn al-
menni borgari, hefur enginn áhrif
á. Niðurstaðan verður væntanlega
sams konar hringlandaháttur og
stefnuleysi og einkennt hefur líð-
andi kjörtímabil. Þá veit enginn,
hvort borgarstjórar verða sjö, eins
og stundum er talað um, eða einn,
né hver eða hverjir gegni þeim
embættum. Valkostur vinstri
flokkanna er valkostur óvissunn-
ar.
Borgarstjórnarkosningarnar
verða einvígi milli Sjálfstæðis-
flokksins — og allra hinná fram-
boðanna. Frambjóðendur Alþýðu-
og Framsóknarflokks hafa lýst því
yfir, að fái þeir aðstöðu til muni
jæir áfram ganga í eina sæng með
Alþýðubandalaginu. Framboð
þríflokkanna eru því þrjár leiðir
að einu og sama markinu: áfram-
haldandi borgarstjórnarforystu
kommúnista! Og það er og lær-
dómsríkt að forystumaður Komm-
únistasamtakanna, Ari T. Guð-
mundsson, skuli hvetja fólk til að
kjósa „kvennalistann", sem, vilj-
andi eða óviljandi, þjónar undir
óvissuna um framþróun mála í
Re.vkjavík.