Morgunblaðið - 18.04.1982, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
Hefnd Breta við
Falklandseyjar
ekki nema nokkrar klukkustundir
þar til þau komust í skotfæri við
þýzku skipin, en Sturdee var var-
kár og beitti yfirburðum sínum
fyrst af löngu færi.
Yfirburðir Breta fólust ekki að-
eins í því að skip þeirra voru
hraðskreiðari og skotkraftur
þeirra meiri — brezku sjóliðarnir
voru fleiri en þeir þýzku, Spee
hafði sex skip en Sturdee átta.
Auk þess beittu Bretar sprengju-
kúlum af nýrri gerð, sem gerðu
mikinn usia.
Viðureignin var furðu langvinn
og stóð í einn dag. Sturdee vildi
ekki að brezku skipin löskuðust of
mikið í viðureigninni þar sem
langt var til næstu skipaviðgerða-
stöðva. Urvalsáhafnir voru um
borð í þýzku skipunum. Orrustu-
beitiskipið „Gneisenau" hafði
mörgum sinnum sannað að það
var skipað beztu skyttum þýzka
flotans. Agi og færni þýzku skytt-
anna vakti mikla aðdáun brezku
sjóliðanna, þrátt fyrir mikið öng-
þveiti, sem greinilega ríkti á þilj-
um þýzku skipanna.
Þannig urðu brezku orrustu-
skipin að svara harðri skothríð
Þjóðverja í byrjun orrustunnar,
sem hófst laust fyrir kl. 13 með
því að „Inflexible" skaut á „Leip-
zig“, aftasta þýzka skipið, af um
16.000 metra færi. En sprengju-
kúlur Þjóðverja unnu ekki á
brynklæðningu brezku herskip-
anna og smátt og smátt fékk
Sturdee knúið fram vilja sinn í
einu og öllu.
Þegar brezku skytturnar gátu
komið því við að beita skotkrafti
sínum fyrir alvöru urðu þýzku
skipin að brennandi flökum, en
ekki fyrr en eftir harða viðureign.
Hvernig sem skip von Spee reyndu
gátu þau ekki hrist brezku skipin
af sér, þótt þau tækju alls konar
króka og beygjur til að forðast
þau. Brezku skipin komu alltaf í
humátt á eftir og að lokum gáfu
þau Þjóðverjunum engin grið með
miskunnarlausri skothríð sinni og
þýzku skipin sukku í hafið, hvert á
fætur öðru.
Eftir þriggja tíma linnulausa
skothrið „Inflexible“ og „Invinc-
ible“ hætti flaggskipið „Scharn-
host“ að skjóta, kl. 16.04. Þá voru
möstrin horfin og brúin ónýt.
Skipið fór síðan á hliðina og kl.
16.17 sökk það með Graf von Spee
og allri áhöfn. Aðmírálsfáninn
blakti enn í skutnum þegar skipið
sökk.
Það tók Breta jafnlangan tíma
að sökkva systurskipinu „Gneisen-
au“. Það var orðið brennandi flak
kl. 17.30, þótt það hefði skotið
tundurskeyti fimm mínútum áður.
Þegar skipið var að sökkva hróp-
uðu sjóliðarnir húrra fyrir keisar-
anum. Þjóðverjar voru eins hugað-
ir á stundu ósigursins og þeir voru
á sigurstundu.
Eyðileggingin um borð í „Gneis-
enau“ áður en skipið sökk kl. 17.50
var ólýsanleg. Aðeins tókst að
bjarga 187 úr sjónum, þar af
sautján yfirmönnum, en ekki
skipherranum, Maerker.
Beitiskipinu „Niirnberg“ var
veitt eftirför og „Kent“ sökkti því
laust fyrir hálfátta, tveimur og
hálfum tíma eftir að skothríðin á
það hófst.
„Leipzig" veitti „Cornwall" og
„Glasgow" harðvítugt viðnám þar
til skipinu var sökkt um hálftíu-
leytið. Myrkur, kuldi og krapaður
sjór komu í veg fyrir mannbjörg.
Jafnframt var tveimur birgða-
skipum Þjóðverja sökkt.
SNUBBÓTT
ENDALOK
Af hinum þremur léttu beiti-
skipum von Spees slapp eitt,
„Dresden“ — síðasta þýzka beiti-
skipið á úthöfunum. Það kom til
Punta Arenas þremur dögum eftir
orrustuna, sigldi gegnum Magell-
anssund og Bretar urðu að eltast
við það í þrjá mánuði, unz „Glas-
gow“ og „Kent“ fundu það í vari á
Cumberland-flóa á eynni Juan
Fernández undan strönd Chile í
marz 1915.
Ludecker skipherra dró upp
hvítan griðafána eftir harða
skothríð brezku herskipanna og
flutti áhöfnina í land. Síðan
sprengdi hann „Dresden" í loft
upp. Flakið er enn í flóanum. Saga
sjóorrustanna við Coronel og
Falklandseyjar fékk þannig held-
ur snubbótt endalok, en „Dresden"
tilheyrði heldur ekki Austur-
Asíu-flotadeildinni í upphafi.
Spee og skipherrar hans börðust
unz yfir lauk og fórust allir með
skipum sínum, svo og tveir synir
Spees. Flestir af áhöfnum þýzku
skipanna fórust — allt að 2300
menn. Bretar björguðu um 200.
Bretar misstu aðeins sex menn
fallna og 19 særða. Skip Sturdees
höfðu eytt 65% af skotfærum sín-
um þegar þau höfðu farið með sig-
ur af hólmi í orrustunni.
Bretar höfðu snúið við taflinu
og hefnt ósigurs Cradocks við Cor-
onel, án þess að missa nokkurt
skip sjálfir og án teljandi tjóns á
skipum sínum. Hættan frá árás-
arskipum Þjóðverja á úthöfunum
var úr sögunni vegna þeirra bar-
áttuaðferða, sem Sturdee hafði
beitt, af miklum hyggindum. Bret-
ar réðu á úthöfunum á ný.
Minnismerki um sigurinn var
reistur í Port Stanley, steinsúla,
þar sem Sturdee er þakkað fyrir
að „bjarga nýlendunni frá töku
óvinarins". Flugvélamóðurskip,
forystuskip brezku flotadeildar-
innar sem á að taka Falklandseyj-
ar af Argentínumönnum eftir inn-
rásina í eyjarnar 2. apríl, ber
nafnið „Invincible".
Þýzkaland Hitlers minntist yf-
irmanns þýzku flotadeildarinnar
með því að skíra eitt voldugasta
orrustuskip heims, „Graf Sp>ee“, í
höfuðið á honum. Þrjú léttvopnuð
brezk beitiskip réðu niðurlögum
þess í orrustunni á Rio de la Plata
13. desember 1939. Það var neytt
til að leita hælis í Montevideo, og
Langsdorff skipherra sökkti því í
landhelgi Uruguay fjórum dögum
síðar, í stað þess að sigla því til
nýrrar orrustu.
Þetta línurit sýnir hvar stofninn var stærstur í kringum 1956 og síöan
hvernig hann minnkaði smátt og smátt, þar til að stofninum hafði verið
svo til útrýmt. Hægur vöxtur virðist vera í síldarstofninum frá árinu
1976.
Norsk-lslenzki síldarstofninn:
Hrygningarstofn-
inn er kominn í
40 þúsund tonn
NORSKA hafrannsóknastofnunin
hefur nú skýrt frá því, að norsk-
íslenzki sildarstofninn, eða
norska vorgotssíldin, eins og
Norðmenn kalla þennan stofn, sé
nú farinn að vaxa á ný. Norska
blaðið Fiskaren skýrir frá því
fyrir skömmu, að hrygningar-
stofninn sé nú kominn yfir 40
þúsund tonn, en í kringum 1970
lá við að þessum stofni yrði al-
gjörlega útrýmt.
A árunum eftir 1950 náði
hrygningarstofn norsku vor-
gotssíldarinnar að vera 10
milljónir tonna og þá var þessi
stofn stærsti fiskistofn í
Norður-Atlantshafi. Þegar far-
ið var að stunda síldveiðar svo
til allt árið við Noreg og ísland
í kringum 1960 gekk fljótlega á
stofninn og árið 1969 lá við að
búið væri að útrýma stofninum.
Norsk stjórnvöld hafa reynt
eftir megni að koma í veg fyrir
veiðar á þessum stofni allt fram
á þetta ár, en yfirleitt látið und-
an þrýstingi sjómanna og út-
gerðarmanna og heimilað ein-
hverjar veiðar. í fyrra var til
dæmis heimilað að veiða 120.000
hektólítra úr þessum stofni, eða
um 12 þúsund tonn. Vegna
þessa og fleiri atriða hefur
stofninn vaxið hægar en ráð var
fyrir gert. Þrátt fyrir að stofn-
inn sé nú farinn að vaxa á ný,
þá vara norskir fiskifræðingar
við of mikilli bjartsýni, sér-
staklega ef leyft verður að veiða
úr stofninum á næstu árum.
Ertu að byrja að byggja?
Láttu pá drauminn rætast
Er aö hefja innlenda framleiöslu á tígulsteina- og
bjálkahúsum.
Er byrjaöur aö taka viö pöntunum.
Verö per. fm’ 5.200.00. Fullbúiö meö innréttingu, pípulögn og rafmagni.
Dæmi: 178 fm hús. Leyfilegt verö 1.068.000, okkar verö 925.600.
Greiðsluskilmálar ca. 35% til 42%.
Leitast verður við aö byggja eftir þínum óskum og teikningum frá
Verkfræðistofunni Hönnun hf.
Verði verður stillt í hóf.
Fyrstu húsin verða tilbúin til afgreiðslu í júlí 1982.
Haföu samband.
H. Guömundsson,
Dalsbyggö 2, Garðabæ, s. 40843.
Fasteignasalan
Kjöreign sf.
Ármúia 21, símar 85009 — 85988.
Uppl. á skrifstofunni.