Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 39 Óskar Björns- son Kveðjuorð Fæddur 18. október 1955 Dáinn 2. apríl 1982 „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir.“ Vorið 1967 vann ég um tíma í fiski í frystihúsi í Reykjavík. Barst það þá í tal á milli mín og konu, sem vann við sama borð og ég, að það vantaði strák í sveit á æskuheimili mitt, norður í Keldu- hverfi. Þessi kona, sem hét Valgerður Guðjónsdóttir, sagði þá að dreng- inn sinn langaði mikið til að kom- ast í sveit. „Hann þarf ekkert að fá kaup, það er aðalatriðið fyrir hann að fá að vera í sveit." Og þannig varð það að þessi drengur, Óskar Björnsson, 11 ára gamall, fór flugleiðis norður og með sömu flugvél sendi ég dóttur mína 7 ára gamla. Ég hitti Valgerði á flugvellinum og ég man eins og það hefði verið í gær, þegar við stóðum Hlið við hlið og horfðum á eftir vélinni sem smáfjarlægðist og varð að smá depli í víðáttu himinsins. „Þarna fara þau, blessuð börnin okkar," varð Valgerði að orði. Ef- laust hefur kvíði bærst í brjóstum okkar beggja, dóttir mín var svo ung, og Öskar litli var að fara á alókunnugt heimili, langt að heiman. En allt gekk þetta vel, og þau heima sem sögðu að það væri happdrætti að ráða svona kaup- staðarstráka án þess að vita nokk- ur deili á þeim, hefðu ekki getað fengið betri dreng og voru alltaf að tala um hvað hann Óskar væri góður strákur, bæði kurteis og prúður. Seinna um sumarið kom ég í sveitina og kynntist honum og varð hreykin af að hafa átt þátt í að ráða hann. Hann langaði til að fá að keyra traktorinn þetta sumar, en Krist- ján bóndi í Nýjabæ þorði ekki að leyfa honum það, en sagði að næsta sumar þegar hann yrði orð- inn 12 ára gamall, og ef hann kæmi aftur, þá mætti hann það. Og næsta sumar kom Óskar svo aftur í sveitina, ók þá traktornum ■ - ^ f Hé í Frá vinstri: Guðmundur Jónsson, Hallgrímur Jónsson, Jón Júlíusson, Jón Pétursson, Emanúel Morthens, Jón Hjaltested. Sparisjóður vélstjóra: Innlánsaukning 98% AÐALFUNDUR Sparisjóðs vélstjóra var haldinn í Borgartúni 18, laugar- daginn 28. mars sl. A fundinum flutti formaður stjórnar sparisjóðs- ins, Jón Júlíusson, skýrslu stjórnar- innar fyrir árið 1981 og Hallgrímur G. Jónsson, sparisjóðsstjóri, lagði fram og skýrði ársreikning spari- sjóðsins. Á síðasta ári voru liðin 20 ár frá því að Sparisjóður vélstjóra tók til starfa. Á þeim tíma hefur verið stöðugur uppgangur í starfsemi sparisjóðsins, en ekkert starfsár hefur verið honum hagstæðara en þetta afmælisár. Innistæðuaukn- ing varð meiri en dæmi eru til um áður, eða um 98%, en til saman- burðar var meðalinnlánsaukning innlánsstofnana árið 1981 um 71%. Námu heildarinnlán spari- sjóðsins í árslok 76,5 milljónum króna og jókst hlutdeild spari- sjóðsins í innlánsfé sparisjóðanna í landinu úr 6,4% 1980 í 7,3% 1981. Hlutfallsleg aukning varð mest á verðtryggðum reikningum, en innistæður á þeim reikningum rúmlega nítjánfölduðust á árinu. Útlán Sparisjóðs vélstjóra juk- ust enn meira en innlánin, eða um 102,3%, og námu þau í árslok 50,8 milljónum króna. Skuldabréfalán eru nú stærsti útlánaflokkur sparisjóðsins og námu þau í árslok rúmlega 49% af heildarútlánum. Hlutur víxla fer hins vegar stöð- ugt minnkandi. Innistæður Sparisjóðs vélstjóra hjá Seðlabanka íslands námu í árslok tæplega 26 milljónum króna og höfðu vaxið um 112,7% frá fyrra ári. Lausafjárstaða var lengst af góð á árinu, einkum þó á fyrri hluta þess. Rekstrarafkoma sparisjóðsins var góð á árinu og nam hagnaður til ráðstöfunar samkvæmt rekstr- arreikningi tæplega þrem milljón- um króna. Alls nam eigið fé spari- sjóðsins liðlega 10 milljónum króna og hafði aukist á árinu um 94,6%. Á síðasta ári var tekin upp ný þjónusta við viðskiptavini spari- sjóðsins, annarsvegar svokallað „Heimilislán", sem felur í sér að eftir ákveðinn fyrirframsaminn sparnaðartíma á viðskiptamaður- inn kost á láni og hinsvegar „Launalán“, sem felur í sér ein- földun þegar fastur viðskiptamað- ur sparisjóðsins þar á láni að halda. Stjórn Sparisjóðs vélstjóra var endurkjörin, en hana skipa Jón Júlíusson, formaður, Jón Hjalte- sted og Emanúel Morthens, en sá síðastnefndi er kjörinn af borgar- stjórn Reykjavíkur. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöföa 4 — Sími 81960 Aðalsteinn Magnús- son — Minningarorð og hjálpaði til við heyskapinn af krafti, svo og önnur störf sem til féllu því það sem hann var beðinn að gera, það gerði hann orðalaust. Setningar eins og „ég nenni því ekki“ voru ekki til í hans orða- forða. Á fögrum sumarkvöldum hjól- aði hann svo um langan veg, fram á svokallaða Keldunesbæi til að taka þátt í íþróttum þar með öðr- um unglingum, og oft var það að löngum vinnudegi loknum. Fjögur sumur kom Óskar í Nýjabæ og fyllti þar skarð bróður míns sem dvaldi á sjúkrahúsi þessi ár. Helgu og Kristjáni, sem í Nýjabæ bjuggu, var orðið einkar kært til hans og söknuðu hans þegar hann hélt suður á haustin. Nú er Nýibær búinn að vera í eyði í mörg ár, en á liðnu sumri rifjaði Óskar upp kunningsskap- inn við Helgu og heimsótti hana þar sem hún var ráðskona uppi á Hólsfjöllum. Með honum var kon- an hans og lítil dóttir. Þau voru farin að búa á Húsavík en þaðan mun konan hans hafa verið ættuð. En nú hefur Óskar verið hrifinn á brott frá ástvinum sínum og þessar fátæklegu línur eiga að vera smá þakkarkveðja til góðs drengs sem svo alltof flótt var burtkallaður. En sá sem öllu ræður hlýtur að ætla eitthvað mikilsvert hlutverk, illu því unga og efnilega fólki sem alltaf er að hverfa héðan svo ótímabært og alltof fljótt að okkur finnst sem eftir lifum. Ég, fyrir hönd móður minnar, Helgu Pálsdóttur, þakka Óskari góðu árin í Nýjabæ og bið honum guðs blessunar á nýjum vegum. Og við sendum konunni hans, litlu dótturinni, foreldrum og systkinum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Gunnlaug Olafsdóttir Fæddur 14. nóvember 1932 Dáinn 1. apríl 1982 Við vorum harmi slegin við hið sviplega fráfall Aðalsteins Magn- ússonar. Hann var kosinn varafor- maður deildar 4 hjá Félagi far- stöðvaeigenda á íslandi 5. maí 1979. Þá um haustið lét þáverandi formaður af störfum og Aðal- steinn tók við formennsku. Strax og hann kom í stjórn deildar 4, var hann dugmikill stjórnarformaður, og ekki minnkaði áhugi eða dugn- aður hans þegar hann var kjörinn formaður FR-deildar 4, 14. júní 1980, sem er fjölmennasta FR-deild á landinu, og er það mik- ið starf að sinna því með aðal- starfi og enn nú meira með miklu félagsstarfi með samstarfsfólki sínu í Landsbanka íslands þar sem hann starfaði. Hann var einn af aðalhvatamönnum stofnunar fjarskiptasveitar FR-deildar 4, og var frá byrjun dugmikill í upp- byggingu hennar. Það var sama hvaða mál komu upp, oftast fann Aðalsteinn lausn á þeim. Kátur var hann og drengur góður og ætíð til í glens og kátínu. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til ekkju Aðalsteins og barna. Með þakklæti fyrir það mikla starf hans fyrir Félag farstöðvaeigenda á íslandi og sérstaklega fyrir FR-deild 4. Hafi Aðalsteinn sér- staka þökk fyrir starfið og húmor- inn. Félag farstöðvaeigenda á íslandi Stjórn deildar 4. vantar þi3 3Ódan bíl? notaóur - en i algjörum serflokki Eigendur Sharp örbylgjuofna gefst nú tækifæri til aö sækja nám- skeiö þar sem kennd veröur matreiösla í örbylgjuofnum og meö- ferö þeirra. Námskeiöiö veröur haldiö í verzlunum okkar aö Hverfisgötu 103, þriöjudaginn 20. apríl kl. 20—22. Stjórnandi námskeiöanna veröur Ólöf Guönadóttir, hússtjórn- arkennari. Þátttaka tilkynnist í síma 17244, frá kl. 10—12 á morgun, mánudag. HLJÓMTÆKJADEILD <£jj» KARNABÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.