Morgunblaðið - 18.04.1982, Síða 40

Morgunblaðið - 18.04.1982, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 Af kvikmyndum og ■ ■ 32. Internationale ■ ■ ■ I ■ TilmFesK* ■ ■ ■ Berlin ■ ■ 12.-23. Febiuar 1982 m hátíð þeirra í Berlín í ofanverftum febrúarmánuöi síðastliðnum rak hina árvis.su kvikmyndahátíð á fjörur Berlínarbúa. Hátíð þessi er giska umdeild og eru l'jóðverjar flestir þeirr- ar skoðunar þar kom lítið fram nýtilegt og fátt sé um fína drætti; að Ijóstýra hátíðarinnar í Berlín rétt kroki í samanburði við tilamunda hátíðir á sama meiði í ('annes og Feneyjum. Menn af öðru bergi brotnir en þýsku eru hins vegar allajafna á öndverðum meiði, telja kvikmyndahátíðina hina merkilegustu og flykkjast til Berlínar af tilefni þessa. Vfir hátíðinni i ár, sem var sú 32., var einhver lognmolla andstætt þeirri er haldin var í fyrra, en þá voru vægast sagt óveðursblikur á lofti. Kröfðust þá samtök þýskra kvikmyndaframleiðenda og ríkjasam- band þýskrar kvikmyndagerðar afsagnar Moritz nokkurs de Hadeln, stjórnarformanns hátíðarinnar, sem enn situr fastur i sessi þrátt fyrir að uppbygging hennar hafi í engu breyst. Og þýskir leikstjórar sem í fyrra hótuðu að hunsa hátíóina, hafa aldrei átt fleiri myndir á henni, jafnt í keppni sem utan. Sagt er að með því að fá til liðs við sig Heinz nokkurn Badewitz, sem kvikmyndagerð- armenn höfðu og farið fram á, hafi Moritz loksins tekist að losna við Svarta Péturinn. — f bili. Furðu þykir gegna, eftir styr þann er stóð um hátið- ina '81, hvursu lítil og ómálefnaleg öll umræða um fyrirbrigðið var á undangengnu ári. Var aðallega veist Dollaramyndin Það er ekki sama hvurslags mynd það er sem hefur hátíð sem þessa. Hún má ekki vera of flókin, því raunar eru gestir opnunarsýn- ingar ekki komnir til kvikmynda- gláps, þeir eru mættir til að sýna sig og sjá aðra, og uppistendur söfnuðurinn mestanpart af kjafta- túðum og slúðurbelgjum, sumpart af fólki í fréttum nema bæði sé og gengur samkvæmið ekki útá við- komandi mynd, heldur hver sé með hverjum, hvort þessi sé far- inn að greiða yfir gljáskallann eða hinn hlaupinn í spik. Varð fyrir valinu myndin Þús- und milljarðar dollara (Mille Milliards Dollars) eftir Henri Verneuil og þótti vel til fundið. Myndin fjallar um auðhringi og rannsóknarblaðamennsku og ger- ist í fortíð þannig að ekki er stungið of harkalega á kýlinu. Sumsé léttmeti sem flestum var gleymt daginn eftir (vei þeim er ekki áttu þvi láni að fagna) og nægjanlegt að líta á skjáinn endr- um og eins til að fylgjast með gangi mála. Verneuil hefur á þrjátíu árum gert þrjátíu myndir sem velflestar hafa rakað inn fé. Maðurinn hefur ekkert að segja og tekst það þokkalega, enda sagði franskur leikstjóri ónefndur, vildi reyndar ekki láta nafn sitt uppi þar eð hann átti sjálfur mynd á hátíðinni og nennti ekki að horfa neyðarleg- ur í særð augu Verneuils, að val þessarar myndar gæti einvörð- ungu þýtt eitt: Að berlínskir vildu lýsa yfir gjaldþroti hugmynda- banka franskra leikstjóra. Verneuil er sumsé ekki álitinn verðugur fulltrúi franskrar kvikmyndalistar af löndum sínum. Disneymyndin Ilollaramyndin var þó skárri kostur en Disneymyndin Á vængj- um vinda til vesturs (Mit dem Wind nach Westen) sem ýmsir framámenn hér í bæ vildu fá EFTIR KARL BLONDAL að manntetrinu honum Moritz og likamssniði hans. Þó mátti greina einstaka skynsemiraddir sem settu útá fyrirkomulag hátiðarinnar, einkum keppnina um bangsana. Ekki ætti að hygla þeim leikstjórum sem þegar hafa komið ár sinni fyrir borð, heldur styðja þá sem yngri eru og upprennandi. En látum dægurþras þýskra kvikmyndahölda liggja milli hluta að sinni og vikjum að títtnefndri kvik- myndahátíð. í inngangsorðum sínum að hinum veglega bæklingi, er gefinn var út af tilefni hátíöar þessarar, líkir de Hadeln, af glettilegum frumleika, kvikmyndagerð við vínrækt. í báðum tilvikum sé um góða og slæma árganga að ræða, fágæta árganga og aðra sem fljótt sökkva í fen gleymsku. Kegist hann síðan hafa á tilfinningunni, að 1982 verði síðarmeir úrskurðað ár afburða uppskeru. Eftir að hafa ötull sótt hátíð þessa verð ég að segja að „vinuppskera" de Hadelns er bæði bragðdauf og fúl. Frá upphafi til enda, frá fyrsta hátíðardegi til hins síðasta, gerði Moritz heiðarlega tilraun til að sálga þeim, sem láta ginnast á myndir þessara rislágu hátíð- ar, úr einskærum leiðindum. Þó slysuðust einstaka gullkorn inní dagskrána svo pistill þessi mun ekki einvörðungu gegna því hlutverki að vara við vondum myndum. beita krók á móti bragði og láta frumsýna myndina sama dag og hátíðin hófst, þótt utan hennar væri. Já, hann er sniðugur, karl- inn hann Springer. Svo að þrátt fyrir vélar og tálar fer nú Mit dem Wind nach Westen fjöllum hærra í Vestur-Berlín, þessi billega Disneyútgáfa af ann- áluðum loftbelgsflótta austur- þýskrar fjölskyldu til Vestur- Þýskalands. í DDR Disneys fer það mest í taugar austur-þýskrar alþýðu að mega ekki horfa á vestur-þýskt sjónvarp og er lífs- viðhorf og -speki alþýðunnar gerð svo einfeldningsleg að hverjum skyni gæddum manni ofbýður ... Gullbjörninn Árið 1965 sótti 19 ára strákling- ur um skólavist í berlínsku kvik- myndaakademíunni, og þreytti að hausti þess sama árs inntökpróf í skólann, og féll. En þrátt fyrir andbyr lét hann ekki deigan síga, þvert á móti, hann færðist allur í aukana og hefur síðan verið einn athafnamesti leikstjóri í Þýska- landi og þótt víðar væri leitað. Rainer Werner Fassbinder er reyndar ekki einn annálaðra leik- stjóra þýskra um að hafa fallið á inntökuprófi þessu. Má þar einnig tína til starfsbræður hans Werner Schroeter og Rósu von Praunheim. Það var þessi Fassbinder sem hreppti Gullbjörninn fyrir nýj- ustu mynd sína Die Sehnsucht der Veronika Voss (Þrá Veroniku Voss). Aðspurður sagði Fassbinder sig hafa langað að gera mynd um eit- urlyfjaneyslu og fíkn. Er hann tók að leita sér fanga, rakst hann á sögu Sybille nokkurrar Schmitz, kvikmyndastjörnu í III. ríkinu sem uppúr 1950 fór að eiga full vingott við flöskuna og eiturlyf ýmisleg, samfara því sem hlutverk hennar urðu veigaminni. 1955 dó hún af völdum pilluáts og voru áhöld um, hvort þar hefði verið um sjálfsvíg að ræða. Rainer Werner Fassbinder, leik- stjóri gullbjarnarmyndarinnar um þrá Veroniku Voss. Kosel Zech í hlutverki Veroniku Voss, sem lendir í klónum á Frau Dr. Katz og ánetjast morfíninu hennar. sýnda á upphafsdegi hátíðarinnar. Minnugur óláta austantjalds- manna þegar Hjartarbaninn eftir Michael Cimino var sýndur á há- tíðinni 1979, hafnaði Moritz Disn- eymyndinni, sagðist að vísu ekki hafa séð hana, en hann gerði sér í hugarlund að hún myndi styggja Austur-Þjóðverja. Þar með var skriðunni hrundið og Axel Cásar Springer, blaða- kóngur, kom til skjalanna. Hóf Springer-pressan hina mögnuð- ustu óhróðursherferð á hendur hinum ólánsama de Hadeln, hann sakaður um að vilja bola mynd- inni burt úr Berlín þar sem hún, vegna legu borgarinnar, ætti þó brýnt erindi og honum skyldi sko ekki verða kápa úr því klæðinu. Og Bild, sem er illræmdasta blað Springers og hefir löngum verið nefnt lygablaðið, gekk svo langt að bendla ónafngreinda leyniþjón- ustu austanað við málið! án nokk- urs rökstuðnings, eins og blaðsins var von og vísa. í miðju þessu fjaðrafoki gaf Moritz sér svo tíma til að sjá Disneyundrið og tók sér eftir það HIID-Koinnuntar ISchlechtBf Geschmack Qmt •liw Nlm K*Wt „Mh émm Wlnd noch W**l*»" - émt andmtm „Dot ll«b«*kon «ir. i • Im •rtton a*ht •« um die ((•id*r wohr«) L Flucht im Ballon von D*ut»chlond noch | D«uttchlond L • lm ondtftn g«ht •« um (zum Glúck un- ■wohr*) V«rbrud«rung Gott** mit d»m Touf®l I. Rat*n Sle moi. welcher Film bei den Berliner ■ Filmfetttplelen gezeigt werden dorf? Noturlich der zw«it«l Worum? W*il guter Getchmock keme Lobby hot Dle Mochthob«r im 0*t*n hoben ihre Lobby togor im Wetten iDorum kutcht di« F«tttpi«lleitung Þess var krafist í Bild, blaði Springcrs, að hátíðin hæfist á Disney-mynd um flótta í loftbelg frá Austur-Þýskalandi. bessaleyfi að hafna myndinni einnig af listrænum ástæðum, með þeim orðum, að mynd þyrfti nú að rísa aðeins uppúr meðal- mennskunni til að fá inni á hátíð- inni. En Axel Springer var ekki af baki dottinn, heldur ákvað að Moritz de Hadeln, stjórn- arformaður kvikmyndahá- tíðarinnar í Berlín, — situr enn, þrátt fyrir kröfu þýskra kvikmyndageröar- manna um afsögn hans. Leigði hún þá hjá lækniskvendi sem af einskærri hjartagæsku dældi í hana morfíni. Sybille Schmitz var þess ekki umkomin að aðlaga sig þeim menningariðnaði sem reis uppúr styrjaldarrústum Þýskalands. Fassbinder tileinkar myndina Sybille og umskírir hana Veroniku Voss. Rétt er að geta þess að myndin er í grófum dráttum ein- vörðungu reist á falli leikkonunn- ar, söguþráðurinn er heilaspuni handritshöfunda, Péturs Márth- esheimers og Peu Fröhlichs. Þetta er fertugasta mynd Fass- binders og jafnframt sú þriðja sem gerist á eftirstríðsárunum, tímum hins þýðverska efnahags- undurs. Hinar eru Hjónaband Maríu Braun og Lóla. Og í Þrá Veroniku Voss hrapar stjarna fyrrnefndrar Veroniku í réttu hlutfalli við uppgang þýsks efna- hags. Þrá Veroniku Voss í upphafi myndar hittir íþrótta- fréttaritarinn Róbert Krohn (leik- inn af Hilmari Thate) hina föln- uðu stjörnu, Veroniku Voss (sem Rosel Zech leikur), örskotsstund á götu. Þessi dulúðugi kvenmaður gerist áleitinn á huga hans og hann er ekki í rónni vegna þessar- ar mannfælnu leikkonu sem þó fyrst sleppir sér þegar hún skynj- ar að margur hvorki þekkir hana né man. Svo Róbert fer á stúfana og grefst fyrir um aðsetur hennar, kemst að því að hún býr hjá taugalækni, Frau Dr. Katz. Uppúr því magnast leikurinn. Frau Dr. Katz tekur að sér fólk sem eins er ástatt um eins og Ver- oniku með því skilyrði að þetta fólk sé ekki á götunni. Veitir hún því morfín áð vild eða þar til þess- ir ræflar geta ekki án þess verið og því síður hennar. Einhvers staðar í bíómyndinni segir Veronika, frá sér numin af morfíninnspýtingum, við Frau Dr. Katz, að hún hafi verið sér svo góð og veitt sér svo mikla hamingju. Og taugalæknirinn svarar að bragði: Ekki veitt, selt. Því sjúklingar Frau Dr. Katz arfleiða að sjálfsögðu sinn eina góðgjörðarmann að góssi sínu þeg- ar svo er komið og tímabært að klippa á lífæðar sjúklinganna. Hún tekur fyrir morfíngjafir sín- ar, en sér til þess að þeir hafi í pússi sínu pilluskammt nægjan- lega stóran til sjálfsvígs. Róbert Krohn reynir af van- mætti að afhjúpa svikamyllu skottulæknisins, en þarna búa öfl að baki honum yfirsterkari. Frau Dr. Kat.z á sér góðvin og mektugan bakhjarl í heilbrigðisráðuneytinu sem sér henni fyrir morfínbirgð- um. Það kemur einnig til kasta hans þegar viljalaus ástkona Rób- erts fer til taugalæknisins og fær hjá honum uppáskrift á morfín. En Frau Dr. Katz skilur fyrr en skellur í tönnum og þegar vinkon- an er farin frá henni hringir hún í góðvin sinn. Andspænis íbúð vargynjunnar hennar Katz stígur kona útúr símaklefa. I sama mund kemur bíll fyrir horn og aumingja konan verður fyrir ökutækinu. Eftir áreksturinn stekkur úr bílnum maður og tekur af líkinu hið mik- ilvæga bevís. Róbert Krohn þeysir eftir upp- hringinguna á vettvang áður frá- greindra atburða, en um seinan. Þá fremur Veronika „sjálfs- morð“ og Róbert situr einn og um- komulaus eftir. Og reyndar líka Frau Dr. Katz. Þrá Veroniku Voss er fagmann- lega unnin, mjög fáguð og allsend- is hnökralaus. Myndin er tekin í svart-hvítu og ljær það henni sér- stakan biæ. Auðveldlega má greina áhrif í stílbrögðum frá Hitchcock og Bergman sem falla vel að myndinni. En ekki er laust við að kappinn sé farinn að endur- taka sig og veit ekki á gott þegar listamenn, að ástæðulausu, vitna í sjálfa sig. í Maríu Braun segir gleðiþrútin rödd í útvarpi að Þjóð- verjar séu heimsmeistarar í fót- bolta, sem þar kemur út eins og skemmtileg tilviljun. í Veroniku glymur útvarpið í síbylju og það sem einu sinni var sniðugt er nú þreytt, hefur gengið sér til húðar. Eins það að láta gömul dægurlög einkenna tímabil. Engu að síður er þetta ágætis mynd og skarar framúr flestu því hrati sem flæðir yfir markaðinn á þessum síðustu og verstu tímum. Fassbinder hefur ýmislegt að segja og plantar pillum sínum oft og tíðum einkar snyrtilega milli lína. En samkeppni hafði hann ekki burðuga og því þótti engum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.