Morgunblaðið - 18.04.1982, Síða 41
r
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
41
vafa undirorpið hver fengi hinn
eftirsótta gullbjörn, ef undan-
skildir eru þeir sem vildu af sam-
úðarástæðum láta hann ganga til
Pólverja.
Úrþvætti
I kjölfar höfuðbangsans, þess
gullna, sigla fimmsilfraðir sem
eru af mismunandi stigum. Þeirra
háttsettastur er sá sem veittur er
þeirri mynd sem dómnefnd telur
gædda mestum frumleika. Og þar
sem nú er vargöld í Póllandi og
dómendur meðvitaðir menn með
samvisku og djúpstæða siðferðis-
kennd, þótti þeim ótækt að ganga
framhjá Pólverjum.
Því kom silfurbjörn þessi í hlut
myndarinnar Úrþvætti (Dreszcze)
eftir Pólverjann Wojciech Marcz-
ewski sem líkast til er kunnastur
fyrir mynd sína Zmory. Hún yrði
víst einna helst skilgreind heill-
andi fantasía, en um leið ógnvekj-
andi eins og nafnið raunar bendir
til.
Úrþvætti er um pólskan pilt
sem ekki feliur inní samfélagið, er
hálfgildings utangarðsmaður í
heimaborg sinni. Hann er af ást-
ríkri fjölskyldu og á yfirborðinu
virðist allt með kyrrum kjörum,
þótt ekki fari framhjá manni ein-
hver undiralda óhugnaðar. Það
verður til dæmis aldrei bjart
þennan pólska vetur, þótt oft verði
ratljóst.
Einn góðan veðurdag er faðir
piltsins fangelsaður og nýr leið-
indakennari, kaldur og tilfinn-
ingalaus, byrjar við skólann.
Drengurinn situr og öskrar eftir
föður sínum, án árangurs, og segir
draumfarir sínar ekki sléttar.
Stráksi er sendur í áróðurssum-
arbúðir sem hann í fyrstu hatar,
en smám saman fer að rofa til í
óhamingju hans og hann ánetjast
því kerfi er hann áður fyrirleit og
verður ástfanginn af kennslukonu.
Þá er pabbi hans látinn laus úr
prísundinni og á hann bágt með að
þekkja son sinn. Siík er orðin um-
breytingin að hann er sífellt með
slagorð á vörum og meira að segia
farinn að biðja til Guðs um aö
vera jafn hugdjarfur og fórnfús
kommúnisti og sín heitteískaða.
Það eru hamskipti stráksa sem
eru veikasti hlekkur myndarinnar,
þótt ekki séu aðrir traustir. Leik-
stjóranum, Marczewski, og kvik-
myndatökumanninum, Jerzy Ziel-
inski, tekst að gjöra frásögnina
einstaklega flata og þurra og eru
stakkaskipti piltsins gerð sjálf-
sögð og nánast eðlileg, þótt slíkt
vaki greinilega ekki fyrir leik-
stjóranum. Maðurinn verður að
gera sér grein fyrir því að ekki er
nægjanlegt að þjösna efninu af
harðfylgi á filmu, hann verður að
geta aukið það líka og hafa frá-
sagnarstíl.
Markgreifinn
Mario Monicelli hlaut silfur-
björn fyrir leikstjórn myndarinn-
ar II Marchese del Grillo. Monic-
elli, sem er borinn og barnfæddur
í Rómu, hefur á ferli sínum eink-
um fengist við að gera gaman-
myndir. Markgreifinn af Grillo er
ein slík og heldur af lakara taginu.
Vitleysan gerist í páfatíð Píusar
VII og fjallar um tvo menn svo
nauðalíka að vart eru sundur-
greinanlegir. Eins og vera bera er
annar þeirra ^f fátækum stigum,
en hinn vellauðugur. Þeir fá þá
öldungis spaugilega hugdettu að
hafa hlutverkaskipti og lenda
þessir skemmtikraftar þá í ýms-
um grínagtugum ævintýrum.
Það væri synd að segja sögu-
þráðinn frumlegan. Hugmyndin er
á að giska tugþúsund ára gömul og
löngu orðin margtuggin, útjöskuð
og þvæld þá er Monicelli kemur til
sögunnar og slíkur mígrútur til af
tilbrigðum við þetta stef að þau er
fá atriðin í Markgreifanum af
Grillo sem ekki hafa sést áður á
hvíta tjaldinu.
Aðrir silfurbirnir
Katrín nokkur Sass fékk silf-
urbjörn fyrir leik sinn í austur-
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Hótel Hveragerði
í Hveragerði
er til sölu nú þegar. Hóteliö er í fullum rekstri. Öll
venjuleg tæki fyrir hendi. Lóö 1343,2 ferm og því
stækkunarmöguleikar.
Uþþlýsingar gefa Skrifstofa Hverageröishreþþs, sími
99-4150 og hæstaréttarlögmenn Ólafur Þorgrímsson
og Kjartan Reynir Ólafsson, Háaleitisbraut 68, Rvík,
sími 83111.
þúert
á beinni
linu til ReykjaviKur
einu sinni i viku
Með aukinni strandferðaþjónustu býður Eimskip þér beint samband við Reykjavík, Akureyri og
(safjörð einu sinni í viku. Hálfsmánaðarlega er einnig siglt á Siglufjörð og Húsavík og þannig
haldið uppi tíðum og öruggum strandferðum.
Við flytjúm fyrir þig jafnt stóra vöru sem smáa í gámum eða frystigámum sé þess óskaö. Eimskip
annast að sjálfsögðu flutning alla leið á áfangastað ef það þykir henta, bæði hérlendis og erlendis.
Reykjavík
Siglingaáætlunin apríl ’82
Aðalskrifstofa Pósthússtræti 2
Sími 27100 - telex 2022
Innanhússimar 230 og 289
ísafjöröur
Try99vi Tryggvason
Aðalstræti 24
Sími 94-3126
Akureyri
Eimskip Oddeyrarskála
Simi 96-24131 - telex 2279
Frá Roykjavfk Frá (safiról Frá Akurayrl Frá Siglufirói Frá Húsavfk Tll Reykjavfkur
3Æ 4Æ 6/5 7/5 9/5
10/5 11/5 13/5 14/5 16/5
17/5 18/5 20/5 21/5 23/5
24/5 25/5 27/5 28/5 30/5
1/6 2/6 3/6 4/6 6/6
7/6 8/6 10/6 11/6 13/6
14/6 15/6 18/6 16/6 20/6
21/6 22/6 24/6 25/6 27/6
28/6 29/6 1/7 2/7 4/7
5/7 6/7 8/7 9/7 11/7
12/7 13/7 15/7 16/7 16/7
19/7 20/7 22/7 23/7 25/7
26/7 27/7 29/7 30/7 1/8
Vörumóttaka t Reykjavik: A-skáli. dyr 2 til kl. 15.00 á tðatudðgum.
Alla mánudaga frá Reykjavík
Á Akureyri alla miðvikudaga
Alla leió meö
EIMSKIP
SIMI 27100
Siglufjörður
Þormóður Eyjólfsson hf.
Sími 96-71129
Húsavík
Kaupfélag Þingeyinga
Sími 96-41444
Setlaugar med loft og/eda
vatnsnuddi, margar
stærdir og gerdir.
Gunnar Asgeirsson hf.
Suöurlandsbraut 16 Sími 9135200
tfitfMt
Scandi-Spa
... þvílík vellíðan! •,
‘f&’ ’
i • • * • o •« 1
•;**5*?
* •# •.
-.-•ofldp
SÝNING laugardag og sunnudag KL. 14.00-18.00