Morgunblaðið - 18.04.1982, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
43
Wojciech Marczewski, leikstjóri Úr-
þvættis — myndarinnar, sem talin
var gædd mestum frumleika.
Enda safnast smám saman að
honum áheyrendur. Þegar komnir
eru þrír eða fjórir leggur hann
saxann frá sér, dregur upp byssu
og lætur viðstadda hafa það
óþvegið.
I málið fléttast feitur lögreglu-
maður sem er lítið hrifinn af
þessu tómstundagamni saxafón-
leikarans og gerir allt til að hafa
upp á spilafíflinu, sem gengur þótt
hægt fari.
Má segja, að hér sé saxinn gerð-
ur að tákni einmanaleika. Nokkr-
ar senur myndarinnar eru um
margt keimlíkar atriðum úr
Leigubílstjóra Marteins Scorsese,
þó ekki séu blóðsúthellingar í
fyrrnefndri mynd jafn krassandi,
og Poe liggi allt annað og meira á
hjarta.
Annar maður bandarískur átti
þarna einnig stórgóða mynd, Al-
exandre Rockwell að nafni, en lítið
kemur til myndar landa hans,
John Badham, sem gert hefur
mynd eftir samnefndu leikriti,
Whose Life is it Anyway (Er þetta
ekki mitt líf?). Erindi þessa af-
kvæmis leikstjóra Laugardags-
kvöldsfársins á hátíð þessa verður
ekki fljótséð.
Mikið var um tilraunamyndir
teknar á vídeó og virðist sú tækni
auka möguleika fátækari leik-
stjóra til kvikmyndagerðar.
Einnig gat að líta þarna sýningu
á verkum Pier Paolo Pasolini og
hefur hann bara verið skrambi
flinkur teiknari.
Samhliða sýningunni voru sýnd-
ar tvær myndir eftir hann, og
uppistendur önnur af viðtölum
Pasolinis við ýmsa italska borgara
þar sem hann innir eftir afstöðu
þeirra til ýmislegra öfughneigðra
kynlegs mannkyns og bregðast að-
spurðir mestanpart kynlega við.
Fallkandídatarnir Werner
Schroeter og Róna von Praunheim
frumsýndu á hátíðinni stórmerki-
legar myndir sínar, Liebeskonzil
og Rote Liebe. Eru báðar mynd-
irnar tilvaldar til að hræra uppí
mönnum sem eru smáborgaralega
þenkjandi.
Utan hátíðar
En svo við vendum kvæði okkar
í kross, víkjum frá kvikmyndahá-
tíðinni og beinum augum okkar að
því sem almennt er á seyði í
kvikmyndaheiminum.
Tveimur dögum eftir að hátíðin
hófst, var frumsýnd mynd Geiss-
endorfers eftir Töfrafjalli Tómas-
ar Manns og þykir Geissendorfer
hafa tekist með ólíkindum vel til.
En furðulegt þótti að þeir sem að
myndinni stóðu, skyldu þvertaka
fyrir sýningar á henni á hátíðinni.
Milos Forman hefur nýverið
gert mynd eftir bók E.L. Doctor-
ow, Ragtime. Er myndin í anda
þátta eins og Gæfu og gjörvileika,
þótt stigsmunur sé á.
Gerard nokkur Depardieu virð-
ist orðinn ómissandi í franskar
myndir. Hann leikur í nýjustu
mynd Truffauts, Síðasta metrón-
um, einnig í mynd Corneus,
Vopnavali, og mætti svo lengi
telja. Frést hefur, að hann muni
einnig fara með aðalhlutverk í
mynd sem Andrzej Wajda er að
hefja tökur á ásamt Voitech
Pschoniak. Mun myndin heita
Dantonmálið og skrifaði Jean
Claude Carriére handritið með
Wajda.
Innan tíðar mun Ingmar
Bergman byrja á skrautmynd
sinni, Fanny og Alexander. Verða
í myndinni 50 aðalleikarar og hef-
ur Bergman safnað saman flestum
þeim leikurum sem eitthvað hafa
mátt sín í fyrri myndum hans í
hlutverkin, auk þess sem í stór-
mynd þessari verða um þúsund
statistar.
Carlos Saura hefur rétt lokið við
gerð myndarinnar Ljúfar stundir.
Átti að frumsýna hana á hátíð-
inni, en ekki varð af. Verður því
líkast til bið á henni þar til kvik-
myndaleikarnir í Cannes hefjast.
Nýverið hófust sýningar á mynd
reistri á sögum Charles Bukowski,
sem Marco Ferreri gerði. Ferreri
er þekktur fyrir myndir sínar
Ofátið og Apadrauminn. Þykir
Ferreri hafa fullsterka siðferðis-
kennd til að gera bókmenntum
Bukowskis trúverðug og sann-
gjörn skil í mynd sinni Ósköp
normöl geðveiki ...
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
\l (il.VSIM, \
SÍMINN ER:
22480
NBS bjálkasumarhús
Hin vönduðu bjálkahús frá NBS eru nú fáanleg.
NBS-hús Láengi 7, 800 Selfossi.
Sími 99-2337 og 99-1763.
Þolplast
nýtt byggingaplast-
varanleg vöm gegn raka
nýtt byggingaplast sem
slæröðru við
Plastprent hefur nú hafið framleiðslu á
nýju byggingarplasti, ÞOLPLASTI, í sam-
ráði við Rannsóknarstofnun byggingar-
iðnaðarins. Framleiðsla á ÞOLPLASTI er
árangur af auknum kröfum sem stöðugt
eru gerðar til byggingarefna.
ÞOLPLAST hefur aukið endingarþol gegn
langtímaáhrifum Ijóss, lofts og hita.
ÞOLPLAST ersérstaklegaætlað sem raka-
vörn í byggingar, bæði í loft og veggi.
ÞOLPLAST ervarið gegn sólarljósi og því
einnig hentugt í gróðurhús, vermireiti
og í glugga fokheldra húsa.
ÞOLPLAST er framleitt fyrst um sinn
280 sm breitt og 0,20 mm þykkt.
Plastprent hf.
HOFÐABAKKA 9 SÍMI 85600
VC-7700P/S/N »Pl0 ..)))g[JTg
Sharp fyrir þig:
Viltu geta fundiö ákveöiö atriöi ... „stað“
... strax „aftur“ í þætti sem þú ert aö sýna,
ert kominn „framhjá“, en vilt „sjá“ aftur...?
Þá er Sharp VC-7700 fyrir þig.
Verö 23.100.