Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
Hljóm-
plotur
Árni Johnsen
Gömlu góðu lögin
spruttu á ný:
Simon og
Garfunkel í
Central Park
Nýlega kom á markaðinn hér-
lendis plata með konsert þeirra
félaga Simon og Garfunkel, sem
hljóðrituð var í Central Park í
New York sl. haust að viðstöddu
mesta fjölmenni sem talið er að
hafi verið á tónleikum í þessum
rómaða skemmtigarði New
York-búa, 500 þúsund manns
mættu á tónleikana og það ríkti
þar dúndrandi stemmning, enda
hefur tíminn grópað raddir þess-
ara tveggja söngvara inn í sálir
æði umfangsmikils hóps fólks
' víða um heim og þetta var stór
stund því á Central Park-kon-
sertinum komu þeir félagar sam-
an aftur fram opinberlega í
fyrsta skipti í 11 ár.
Þeir Paul Simon og Art Gar-
funkel hófu að syngja saman
opinberlega árið 1958 og smugu
fljótlega í gegn um allar síur og
sviðsljósið blasti við þeim. Þeir
hafa haldið stíl sínum í gegn um
þykkt og þunnt og létu það ekk-
ert á sig fá þótt þeir á tímabili
væru sagðir væmnir súkkulaði-
drengir. Þeirra aðall er ná-
kvæmni, bæði í söng og tónlist
og þótt 11 ár hafi liðið síðan þeir
sungu saman fyrir Central
Park-tónleikana er það ekki að
heyra á samsöng þeirra og vissu-
lega hafa þeir aldrei verið betri,
enda raddir beggja þroskaðri og
öruggari og tónlistarflutningur
þeirra á þeirri viðkvæmu breidd-
argráðu að aukinn þroski skilar
sér ljóslega í túlkun þeirra.
The Concert In Central Park
heitir plötukápan með tveimur
plötum í þar sem þessir gam-
algrónu snillingar fara á kostum
í mörgum sinna gömlu laga eins
og Mrs. Robinson, Wake Up
Little Susie, The Boxer og The
Sounds of Silence.
Stemmningin sem hefur verið
á útitónleikunum í Central Park
kemst mjög vel til skila á plötun-
um og að því leyti eru þessar
plötur einnig mjög sérstæðar.
Þær innihalda úrval laga þess-
ara vinsælu söngvara sem náðu
miklum vinsældum langt út
fyrir raðir sinnar eigin kynslóð-
ar, enda urðu mörg laga þeirra í
efstu sætum á vinsældarlistum
dægurlaga víða um heim. Svo
stökkva þessir strákar á fætur
eftir 11 ára fjarvist og taka upp
þráðinn á ný og eru aldrei betri
eins og fram kemur á The Centr-
al Park Concert, samhljómur
þeirra og nákvæmni er ekki síð-
ur hárnákvæm en fyrrum.
„Sjóræningjastarfeemin er
eitt helsta vandamálið“
Rætt vid Rudolf Leuzinger adalritara
alþjóðasambands hljómlistarmanna
Á dögunum kom hingað til lands Rudolf Leuzinger,
aðalritari Alþjóðasambands hljómlistarmanna, í boði Fé-
lags íslenskra hljómlistarmanna. Var hann m.a. viðstadd-
ur afmælishátíð FÍH sunnudagskvöldið 28. febrúar og við
það tækifæri var hann sæmdur Gullþjónustumerki félags-
ins fyrir störf sín á liðnum árum.
Þessa mynd tók Kristinn Ólafsson þegar Rudolf Leuzinger var sæmdur
gull-þjónustumerki FÍH á dögunum.
Blm. Morgunblaðsins ræddi
stuttlega við hann í síðustu viku
og spurði hann fyrst um feril
hans, upphafið að kynnum hans
af félagsskap hljómlistarmanna
og um starf alþjóðasamtakanna.
„Ég hef lengst af leikið í
„Tonhalle“-hljómsveitinni í Zúr-
ich, á fagott, en hætti að leika í
hljómsveitum fyrir sex árum. Ég
lék um skeið í útvarpshljóm-
sveitinni í Lugano og í kammer-
kvintett í mörg ár, en kammer-
tónlist hefur löngum verið í
uppáhaldi hjá mér. Sá kvintett
lék allvíða, m.a. í Osló, Malmö,
Kaupmannahöfn og víðar í
Norður-Evrópu. Fyrir utan þetta
hef ég setið í ýmsum dómnefnd-
um í keppni tréblástursleikara.
Ég var frá upphafi virkur í fé-
lagi hljómlistarmanna í Sviss.
Það var þá mikil deyfð yfir fé-
lagsskapnum, enda var þetta á
tíma kreppunnar miklu. Ég varð
formaður Félags svissneskra
hljómlistarmanna árið 1943 og
hef verið í stjórn Alþjóðasam-
bandsins frá stofnun þess árið
1948. Þá voru aðildarfélögin að
því í átta löndum, en nú eru þau
orðin 32.
Alþjóðasambandið heldur
þing þriðja hvert ár, en full-
trúaráð hittist oftar og síðan eru
haldnir sérstakir fundir og
ráðstefnur, t.d. hélt Evrópusam-
bandið nýlega ráðstefnu um
réttindamál hljómlistarmanna í
sambandi við myndsegulbönd og
í maí næstkomandi verður hald-
in ráðstefna um flutningsrétt.
Alþjóðasambandið semur við
alþjóðasamtök vinnuveitenda, til
dæmis alþjóðasamband hljóm-
plötuútgefenda, við þá höfum við
samið um það m.a. að þeir greiði
hlutfallsleg gjöld til samtaka
hljómlistarmanna af þeim plöt-
um sem þeir framleiða, en ísland
er ekki aðili að þessu samkomu-
lagi. Þó skilst mér að FÍH fái
einhverjar greiðslur í þessa
veru, en þær ættu að vera hærri
samkvæmt alþjóðasamkomulag-
inu, eða u.þ.b. '/a af hlut fram-
leiðandans. Þetta er liður í bar-
áttu okkar fyrir réttindum
okkar, því með tækniþróuninni
og plötunum, þá fækkar vita-
skuld atvinnutækifærum hljóð-
færaleikara og því verða þeir að
fá meira fyrir sinn snúð þegar
þeir spila inn á upptökur sem
síðan eru leiknar hvað eftir ann-
að, heldur en ef um væri að ræða
hljómleika, eða dansleik.
Þannig er, að höfundar fá
þannig greitt, að þeir fá aðeins
fé, ef það sem þeir semja er flutt
eða framleitt. Þá fá þeir líka
alltaf sitt. Hljómlistarmaður
fær hins vegar greitt fyrir vinnu
sína, en þegar það sem hann
vinnur við, er flutt aftur fær
hann mun minna, en ef hann
væri ráðinn til að spila það á
ný.“
— Hver eru helstu vandamál-
in sem samtök hljómlistar-
manna eru nú að kljást við?
„Eitt af alvarlegustu vanda-
málunum sem nú blasa við, er
hin mikla sjóræningjastarfsemi
í hljómplötu- og segulbandaút-
gáfunni. Þetta er sameiginlegt
vandamál okkar og hljómplötu-
útgefenda. Nú er svo komið til
dæmis, að það er varla hægt
lengur að gefa út sinfóníur á
hljómplötum. Það er mjög dýr
framleiðsla, vegna þess hve
margir hljóðfæraleikarar koma
þar við sögu og svo eru þær um-
svifalaust teknar upp ólöglega
og seldar af sjóræningjafyrir-
tækjum á niðursettu verði, svo
löglega útgáfan selst ekki. Við
reynum eftir mætti að berjast
gegn þessu ásamt hljómplötu-
útgefendum."
— Ef þú lítur til baka yfir
starf alþjóðasamtakanna á liðn-
um árum, hvernig hefur gengið?
„Þetta hefur verið eins og önn-
ur réttindabarátta. Það hafa
skipst á skin og skúrir. Það hef-
ur nokkrum sinnum komið til
verkfalla, t.d. í Bretlandi og í
Grikklandi, einnig í Bandaríkj-
unum, en það tókst ekki eins vel.
Helsta áhugamál mitt er að fá
Rússa inn í alþjóðasamtökin.
Það er stutt síðan við fengum
Bandaríkjamenn til liðs við
okkur og ég vil vinna að þessu
þangað til við fáum Rússa líka.
Ég er meira að segja búinn að
læra rússnesku til að geta betur
sannfært þá, en það hefur þó
ekki dugað til þessa, því miður."
— Hvað eru margir hljóð-
færaleikarar í alþjóðasam-
tökunum?
„Þeir munu nú vera u.þ.b. 350
þúsund, en ennþá eru vitaskuld
margir sem standa utan samtak-
anna. Okkur fer heldur fækk-
andi og sums staðar hefur fækk-
unin verið geysimikil. Á árunum
frá 1930—1980 fækkaði hljóm-
listarmönnum t.d. í Bandaríkj-
unum, Vestur-Þýskalandi og í
Frakklandi hlutfallslega um allt
að 75 prósent. Þetta er þróunin.
Þróunin hefur einnig gert fólk
að kröfuharðari hlustendum og
fyrir ungan hljóðfæraleikara
verður sú hætta æ stærri að
hann verði ekki nógu fær til að
afla sér viðurværis með tónlist-
ariðkun sinni og þess vegna eyða
líka æ fleiri tónlistarmenn
dýrmætum tíma í að læra ein-
hverjar aðrar greinar til að geta
lifað á einhverju, ef tónlistin
bregst. Það þýðir svo aftur að
þeir ná ekki nægri leikni á tón-
listarsviðinu og vítahringurinn
lokast að baki þeim.
En við erum auðvitað ekki á
móti hljómplötum eða öðrum
tækniframförum, enda þótt þær
hafi þau áhrif að starfandi
hljómlistarmönnum hlýtur að
fara sífækkandi. Það er í raun
ekki hægt að vera á móti tækni-
framförum, það er bara hægt að
bregðast við þeim á mismunandi
hátt.
Brússel er nú kölluð höfuðborg
Evrópu. Þar eru meira en ein
milljón íbúar. Það munaði
minnstu nú á dögunum að borgin
ákvæði að leggja niður eigin
óperu. Það átti bara að bjóða er-
lendum listamönnum að troða
upp með gestaleiki. Menn virtust
hafa gleymt, að það væri eitt-
hvað til sem héti belgísk menn-
ing. Á hinn bóginn, ef maður
kemur til Brússel, þá heyrir
maður niðursoðna tónlist frá
þeirri stundu er maður lendir á
flugvellinum, á flugstöðinni, í
leigubílnum, á hótelinu og svo
framvegis. Fólk er hætt að
greina þetta. Það er orðið yfir-
fullt af tónlist eftir daginn eins
og svampur og hefur ekki áhuga
á að hlusta á tónlist líka á kvöld-
in, jafnvel þótt sú tónlist sé lif-
andi.
Hér á íslandi eigið þið góða
möguleika á því að viðhalda fjöl-
breyttu tónlistarlífi í framtíð-
inni, að því er mér virðist, og
sporna gegn því að verið sé að
sefja fólk með tónlist. Hún er
ekki til þess.“
SIB.
Borgarnes:
Verzlun Jóns og Stefáns
1 endurbættu húsnæði
Bori>ariiegi, 4. april.
VERSLUN Jóns og Stefáns í Nesbæ
Borgarnesi hefur opnað eftir stækkun
og breytingar. Verslunarplássið er nú
helmingi stærra en áður eða um 200
fermetrar í stað um 100. Um leið var
verslunin innréttuð upp á nýtt. Þessar
breytingar hafa heppnast mjög vel,
verslunin er rúmgóð og aðgengileg
viðskiptavinum, björt og með góðu yf-
irbragði.
Verslun Jóns og Stefáns er mat-
vöruverslun og keyptu bræðurnir
Jón og Stefán Haraldssynir hana í
janúar 1980. Viðskiptin hafa aukist
stöðugt allan þann tíma. Að sögn
þeirra bræðra hefur nú í framhaldi
af stækkuninni verið lögð áhersla á
enn fjölbreyttara vöruúrval en áð-
ur. Sem dæmi mætti nefna að þeir
væru með brauðvörur á boðstólum
frá 6 brauðgerðum. Einnig væri
reynt að hafa opnunartíma rúman.
Nú væri verslunin opin alla virka
daga frá kl. 9—18 nema föstudaga
kl. 9—19 og laugardaga kl. 9—12.
HBj.
Eigendur og starfsfólk í verzluninni.
Kakó