Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 1
Sunnudagur 18. apríl Bls. 49-96 Samtal við Sigmund Guðbjarnason, prófessor I efnafræði, um rannsóknir hans á orsökum og afleiðingum krans- æðasjúkdóma Vísindamaðurinn Sig- mundur Guðbjarnason. „Þótt eitthvaö sé gert í nafni vísindanna þýðir þaö ekki að það só rétt.“ Morgunblaöið/ Kmilía. Hægt að draga rangar ályktanir af réttum niðurstöðum Án þess aö nokkur mælikvarði sé til á slíkt hlýtur Sigmundur Gudbjarnason, prófessor í efnafræöi og for- stöðumaður efnafræðistofu Raunvísindadeildar Há- skóla íslands undanfarinn áratug, að teljast á meðal allra merkustu vísindamanna þjóðarinnar. það virðist þó staðreynd, að þorri almennings kann- ast ekkert við manninn. A.m.k. ekki utan veggja há- skólans. „Við höfum líkast til verið allt of linir við að koma tilraunum okkar og niðurstöðum á framfæri,44 sagði hann, er ég innti hann eftir hugsanlegri skýringu á þessu. „Þetta er algengt hjá háskólamönnum,“ bætti hann við, „en engu að síður er það staðreynd, að t.d. innan veggja Raunvísindastofnunar er margt fróðlegt að gerast hverju sinni.“ Undanfarinn áratug hefur Sig- mundur unnið að rannsóknum á orsökum og afleiðing- um kransæðasjúkdóma. Upphaflega var ætlun hans að rannsaka afleiðingar kransæðastiflu. Hér á landi vant- aði hann hins vegar hentug tilraunadýr. Hann varð því að nálgast rannsóknarefni sitt frá annarri hlið. í samvinnu við Jónas Hall- grímsson, meinafræðing og próf- essor í læknadeild Háskólans, hef- ur Sigmundur annars vegar gert rannsóknir á hjörtum rotta, með tilliti til aldurs, fæðufitu og steitu, og hins vegar á hjörtum manna, sem látist hafa skyndilega — ým- ist af slysförum eða skyndilegum hjartadauða. Niðurstöður þessara rannsókna, sem nýlega lágu fyrir, eru býsna merkilegar. Rannsóknir Sigmund- ar og niðurstöður hans hafa aflað honum virðingar og frægðar ái meðal starfsbræðra víða um heim. Hann hefur haldið fyrirlestra um rannsóknir sínar svo að segja um allan heim. Fyrirlestrar hans spanna yfir nær alla Evrópu, Bandaríkin þver og endilöng, Suður-Ameríku, Suður-Afríu og Japan. Á síðasta ári einu flutti hánn fyrirlestra í Bergen og Tromsö í Noregi, Maratea og Bol- ogna á Ítalíu og Heidelberg í V-Þýskalandi. Á þessu ári hefur honum verið boðið að halda fyrirlestra í Tor- onto í Kanada, Minnesota og Prag, svo eitthvað sé nefnt. Ennfremur hefur honum nýverið boðist eins árs dvöl í Washington við vísinda- rannsóknir, sem „distinguished visiting scientist", eins og það var orðað í boðsbréfinu. Slík boð ber- ast ekki nema mönnum, sem aflað hafa sér víðtækrar þekkingar og áunnið sér virðingu fyrir störf sín um gervallan heim. Doktor frá Miinchen Sigmundur Guðbjarnason er fæddur og uppalinn Akurnesing- ur, sonur Guðbjarna Sigmunds- sonar í Ivarshúsum og konu hans, Guðnýjar Magnúsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1952. Þaðan lá leið hans til Múnchen í V- Þýskalandi. Þar útskrifaðist hann með próf í efnaverkfræði fimm ár- um síðar. Námi hans í Múnchen var ekki þar með lokið. Doktors- verkefni hans var í lífefnafræði, rannsóknir á starfsháttum líf- hvata. Varði Sigmundur doktors- ritgerð sína 1959. Eg fór á fund Sigmundar fyrir nokkru til að fræðast nánar um viðburðaríka ævi hans, störf, rannsóknir og niðurstöður á merkum ferli. Gefum Sigmundi orðið: „Það fyrsta, sem ég tók mér fyrir hendur að námi loknu var starf framleiðslustjóra við Sem- entsverksmiðju Ríkisins á Akra- nesi. Reyndar var ég fyrsti ís- lenski framleiðslustjórinn. Sem- entsverksmiðjan var þá nýlegt fyrirtæki. Framleiðslan hafði ver- ið í höndum danskra verkfræðinga SJÁ BLAÐSÍÐU 54

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.