Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 18
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
Nýtt — Nýtt
Pils, blússur, kjólar.
Glæsilegt úrval.
Glugginn
Laugavegi 49.
Sambyggðar
föndurvélar
Líkanið er 2,3 metrar að lengd, málað í litum Eimskipafélagsins.
Hver vill kaupa
Gullfoss?
Guðný Bergsdóttir skrifar
frá Kaupmannahöfn
Þó hið gamla flaggskip Eim-
skipafélagsins, Gullfoss, sé fyrir
löngu horfinn af yfirborði sjávar,
þá eru þeir margir Islendingarnir
sem muna eftir þessu fallega skipi
og þá ekki síst þeir sem sigldu með
því á áætlunarleiðinni Reykjavík-
Leith-Kaupmannahöfn-Leith-
Reykjavík. Þúsundir og aftur þús-
undir ferðalanga eiga ótaldar
ánægjulegar minningar frá góðum
ferðum með Gullfossi.
í stuttu máli var saga skipsins
sú, að það var smíðað hjá Bur-
meister & Wain í Danmörku árið
1950 og síðan var Gullfoss í áætl-
unarferðum, þar tii árið 1973, er
menn sáu fram á að ekki væri
lengur fjárhagslegur grundvöllur
fyrir rekstri skipsins.
Gullfoss var seldur til Beirut í
Líbanon, þar sem skipið var málað
snjóhvítt og hlaut nýtt nafn,
Mecca. Það sigldi svo í áætlunar-
ferðum með pílagríma í Rauðahaf-
inu. Pílagrímarnir voru óneitan-
lega öðruvísi farþegar en Islend-
ingarnir, sem áður ferðuðust með
skipinu. T.d. matreiddu pílagrím-
arnir sjálfir yfir opnum eldi á þilf-
ari skipsins og göngum þess. Og
það er kannski líka ástæðan til
þess er gerðist: 18. desember 1976
kom upp eldur í skipinu, daginn
eftir strandaði það og sökk síðan
20. desember 1976. Þannig lauk
sögu þessa gamla flaggskips ís-
lendinga: Á botni Rauðahafsins.
Þrjú vönduð líkön af Gullfossi
eru í eigu Eimskipafélags Islands,
en fæstum mun kunnugt um að
enn eitt er til, og það í Danmörku.
Eimskip hefur ekki áhuga á að
eignast fleiri líkön, svo ef það eru
einhverjir sem áhuga kynna að
hafa þá er danska líkanið til sölu.
Danski verkfræðingurinn, Niels
Andersen hefir um langt árabil
Danskur maður hefur
gert vandað líkan af
Gullfossi, hinu gamla og
vinsæla flaggskipi ís-
lenska flotans, sem
sökk fyrir allmörgum
árum, þá komið úr eigu
íslendinga. Er líkanið
nú til sölu í Danmörku.
haft áhuga á skipum og fyrir um
það bil 25 árum byrjaði hann að
smíða líkön af ýmsum skipum.
Eitt af þeim fyrstu skipum sem
hann fékk áhuga á var einmitt
okkar gamli, góði og fallegi Gull-
foss.
„Ég vann sem verkfræðingur
hjá Burmeister & Wain, og sá oft
þetta fallega skip. Ég sigldi aldrei
með því, en kom oft um borð og þá
sérstaklega eftir að ég ákvað að
gera líkan af því. Ég tók fjölmarg-
ar myndir af ýmsúm smáatriðum
um borð, til þess að geta haft allt
sem nákvæmast," segir hann. Ni-
els Andersen útvegaði sér allar
nauðsynlegar teikningar af skip-
inu og byrjaði vinnuna við líkanið.
Vegna ýmissa ástæðna lá vinnan
þó niðri í langan tíma, m.a. vegna
þess að verkfræðingurinn slasað-
ist alvarlega og var lengi frá
vinnu. Hann lauk því smíðinni
ekki fyrr en um 1979.
„Ég valdi að byggja líkanið í
stærðinni 1:48, þ.e.a.s. líkanið er
48 sinnum minna en hið rétta skip.
Ég álít að þetta sé eina besta
stærðin, vegna þess að þá er hægt
að ná fram hinum minnstu smá-
atriðum," segir hann. Nú hefur
Niels Andersen sem sagt áhuga á
að selja skipið og segir að það
kosti um þrjátíu þúsund danskar
krónur. Líkanið er mjög vandað,
öllum smáatriðum fylgt í hvívetna
og það er 2,3 metrar á lengd og
málað í réttum litum.
Á síðustu er hægt að geta þess
að þessi danski verkfræðingur
hefur smíðað fjölmörg líkön af
dönskum skipum og hann smíðar
líka eftir pöntun. Hann þarf bara
að fá allar nauðsynlegar teikn-
ingar og helst myndir og af-
greiðslutímann er svo alltaf hægt
að semja um.
Gullfoss miðskips. Öllum smiatriðum er fylgt í hvívetna.
(þykktarhefill, fræsari, afréttari, sög og bor) til af-
greiðslu strax.
G. Þorsteinsson & Johnson h.f.
Armúla 1. — Sími 8 55 33.
Aðalfundur
Aðalfundur Félags íslenska prentiönaöarins verður
haldinn miðvikudaginn 21. apríl 1982, kl. 13.30 í fé-
lagsheimili FÍP, Háaleitisbraut 58—60, Reykjavík.
Dagskrá:
1. Formaöur FÍP, Haraldur
Sveinsson, flytur skýrslu
stjórnar.
2. Lagöir fram endurskoöaðir
reikningar félagsins og fjár-
hagsáætlun fyrir næsta
starfsár.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning kjörstjóra og
tveggja aöstoðarmanna.
5. Ákvöröun félagsgjalda
næsta starfsár.
6. Ákvöröun um framhaldsaö-
alfund og framkvæmd
stjórnarkjörs.
Félag íslenska prentiönaöarins.
Bremsuklossar, bremsuboröar, bremsuskór fyrir
flesta fólksbíla og vörubíla. Handbremsubarkar,
bremsuslöngur, bremsugúmmisett fyrir evrópska og
japanska fólksbíla. Viftureimar, vatnskassahosur,
vatnsdælur fyrir flesta bíla.