Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 46
94
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982
Umsjón: Séra Karl Sign rbjömsson
Séra Auöur Eir Vilhjálmsdóttir
A U DROTTINSDEGI
Veistu eitthvað um
nýju Postulakirkjuna?
★ Nýja Postulakirkjan var stofnuð í Englandi árið 1863.
★ Um 4 milljónir manna tilheyra henni í heiminum.
★ Nýja Postulakirkjan hóf starf sitt á íslandi árið 1979.
Nýja Postulakirkjan hefur ekki
starfað lengi hér á landi. Raunar
er hún ekki lögskráður söfnuður
hér enn, segir prestur hennar,
Lennart Hedin, en hann og kona
hans, Rosalie, og fjölskylda þeirra
eru brautryðjendur kirkjunnar
hérlendis. Þau koma hingað frá
Kanada.
í Nýju Postulakirkjunni eru þrjú
sakramenti, heilög skírn, heilög
kvöldmáltíð og heilög innsigling.
Hvað er heilög innsigling?
Það er heilög athöfn, þar sem
Heilagur andi er gróðursettur í
þeirri sál, sem áður hefur verið
hreinsuð og helguð í skírninni.
Enginn getur veitt þetta sakra-
menti nema raunverulegur post-
uli Jesú Krists. Hann leggur
hendur yfir þann, sem þiggur
sakramentið, eins og gert var á
dögum hinna fyrstu postula og
sagt er frá í 8. kafla Postulasög-
unnar, en hinir fyrstu kristnu
menn meðtóku Heilagan anda
fyrir bæn og handayfirlagning
postulanna. En sá, sem vill öðl-
ast Heilagan anda, verður fyrst
að skirast í vatni.
Þið leggið mikla áherslu á
endurkomu Krists í boðskap ykk-
ar, er það ekki?
Jú, við boðum það, að eftir
hjálpræðisáætlun Guðs megum
við vænta hinnar fyrri upprisu
Krists á okkar dögum. Jesús
mun ekki birtast við fyrri upp-
risuna, en þá hefst þúsund ára
ríkið. Við lok þúsund ára ríkisins
verður síðari upprisan, síðan
verður dómsdagur og eftir það
skapar Guð nýjan himin og nýja
jörð. Við fyrri upprisuna verður
lokið því hlutverki postulanna að
innsigla sálir. Þeir, sem tilheyra
Kristi við komu hans, munu búa
öruggir á himnum, en miklar
hörmungar munu dynja yfir
jörðina og þriðjungur mannkyns
farast. Hið illa fær þó ekki að
ráöa ríkjum nema í hálft fjórða
ár. Við höfum miklar mætur á
Opinberunarbók Jóhannesar, en
apókrýfuritin, sérlega bók
Esdra, sem ekki eru í íslensku
Biblíunni, eru líka undirstaða
boðskapar okkar eins og Biblían
öll.
Lennart Hedin, prestur Nýju Post-
ulakirkjunnar á Islandi.
Segðu okkur eitthvað af safnað-
arstarfi kirkjunnar.
Við byggjum safnaðarstarf
okkar fyrst og fremst upp á
kærleika. Við teljum að það sé
ólýsanlega mikilvægt fyrir alla
Þetta er tákn Nýju Postulakirkj-
unnar um víða veröld og er yfir
altari hennar á Háaleitisbraut 58 í
Reykjavík.
menn að finna að einhverjum
þykir vænt um þá. Allir, sem
starfa í kirkjunni, starfa þar af
kærleika, þeir fá engin laun
greidd í peningum. Organistar,
kórfólk, fólkið, sem þvær kirkj-
una og aðrir, gera það allt án
launa. Ég fæ heldur engin laun.
Ég vinn fyrir okkur með þeirri
iðn, sem ég lærði, en það er hús-
gagnabólstrun. Þú manst, að
Páll postuli vann líka fyrir sér
með iðn. Hvar sem kirkja okkar
starfar, er mikil áhersla lögð á
heimsóknir, allir eru heimsóttir
einu sinni í mánuði. Bæði prest-
arnir og aðrir starfsmenn safn-
aðarins annast þessar heimsókn-
ir, en ekki síst konur þeirra. Og
heimili okkar er alltaf opið,
hingað er allt fólk kirkjunnar
velkomið.
Setur kirkjan safnaðarfólki ein-
hverja ákveðna fyrirmynd til að
fara eftir?
Kirkjan setur ekki upp bönn
og boð fyrir söfnuðinn, en samt
sem áður er ýmislegt, sem við
gerum ekki. Kirkjan bannar t.d.
ekki áfengisdrykkju, en samt
drekk ég ekki áfengi. Kirkjan
bannar fólki ekki að taka þátt í
stjórnmálum, samt myndi fólk
okkar ekki taka þátt í þeim. En
við biðjum fyrir þeim, sem
stjórna þjóðfélaginu. Hlýðni er
ríkur þáttur í söfnuði okkar, þótt
henni sé ekki þröngvað upp á
fólk. Við krefjumst heldur ekki
ákveðinna fjárframlaga af söfn-
uðinum en byggjum á frjálsum
framlögum.
Hvernig er guðsþjónustuformið
hjá ykkur?
Guðsþjónusturnar eru ekki
langar. Við höfum kór, sem
syngur í stundarfjórðung fyrir
hverja guðsþjónustu. Hann
syngur líka einn sálm í guðs-
þjónustunni og söfnuðurinn
syngur tvo eða þrjá sálma. Svo
er lesið úr Ritningunni og prest-
urinn prédikar. Formið er það
sama alls staðar i heiminum. Ég
er ekki guðfræðingur, ég undirbý
ekki ræður mínar mikið, en
treysti því að Heilagur andi
hjálpi mér til að prédika. Ég er
aðeins verkfæri Heilags anda.
Kristin trú
er páskatrú
1. sunnudagur eftir páska
Jóh. 20, 2U—31.
BoÖskapur páskanna er þungamiöja
kristinnar trúar, sem kristin trú og kirkja
stendur ogfellur meö. ÞaÖ er boöskapurinn
um, aö Jesús, sem var krossfestur „vegna
vorra synda“, svo sem Biblian haföi sagt
fyrir, reis upp af dauöum á þriöja degi og
lifir. Eitt elsta rit Nýja testamentsins er
eflaust fyrra Korintubréf. í 15. kafla þess
fœrir Páll postuli rök fyrir upprisutrú
kirkjunnar. Hún byggir á þvi, aÖ Jesús
hefur birst upprisinn, ekki aöeins Páli,
heldur mörgum nafngreindum og ónafn-
greindum einstaklingum, sem Páll tiltekur.
Flestir þeirra eru enn á lifi þegar Páll
skrifar bréfsitt, þannig aö upphaflegir viö-
takendur og lesendur bréfsins hafa getaÖ
leitaö staöfestingar á þessu eftir öörum
leiöum. Fréttin um upprisu hins krossfesta
byggist á traustum heimildum, studd vitn-
isburöi manna, sem gátu sagt: „ Vér höfum
séÖ Drottin11. Vegna þeirrar reynslu voru
þeir reiöubúnir til aÖ fórna öllu, og uröu
reyndar flestir aÖ liöa píslarvætti fyrir.
Þetta voru fréttir, sem þoldu ekki biÖ og
allir uröu aö fá aÖ heyra: Kristur gaf líf
sitt svo aö viö mœttum lifa. Kristur rauf
hliö heljar og lagöi dauöann aÖ velli, svo aö
viö mœttum eiga lifiö i honum, lífiö eilifa.
„GuÖi séu þakkir sem gefur oss sigurinn
fyrir Drottin vorn Jesú Kristu.
Kristin trú er páskatrú, gleöitrú. Kristin
kirkja er samfélag um gleöifréttirnar dá-
samlegu: Kristur er upprisinn. Já, hann er
sannarlega upprisinn!
Biblíulestur
Vikuna 18. til 24. apríl.
Sunnudagur 18. apríl
Mánudagur 19. apríl
Þriöjudagur 20. apríl
Miövikudagur 21. apríl
Fimmtudagur 22. apríl
Föstudagur 23. apríl
Laugardagur 24. apríl
Jóh. 20, 24—31.
Jóh. 21,1—14.
Jóh. 21, 15—25.
1. Kor. 15, 1—20.
1. Kor. 15, 21—34.
1. Kor. 15, 35—58.
2. Kor. 5, 1—10.
„Þú Jesús ert lífiö, sem dauöann fær deytt, lát
dauöann úr sálunum víkja.“
Bridge
Arnór Ragnarsson
Bridgedeild
Húnvetninga
32 einstaklingar tóku þátt í
síöustu keppni vetrarins sem var
þriggja kvölda einmenningur.
Röð efstu para varð þessi:
Hreinn Hjartarson 320
Karl Adolphsson 303
Bragi Bjarnason 292
Sigríður Ólafsdóttir 291
Halldóra Kolka 290
Föstudaginn 30. apríl verður
verðlaunaafhending fyrir mót
vetrarins og væntanlega tekið í
spil. Mæting er kl. 20.
Bridgedeild
Breiðfirðinga-
félagsins
Þremur umferðum af fimm er
lokið í hraðsveitakeppninni og er
staða efstu sveita þessi:
Kristín Þórðardóttir 2149
Magnús Halldórsson 2130
Óskar Þór Þráinsson 2130
Magnús Oddsson 2028
Elís R. Helgason 2022
Hans Nielsen 2007
Erla Eyjólfsdóttir 1965
Jóhann Jóhannsson 1964
Ólafur Ingimundarson 1961
Guðrún Bergsdóttir 1961
Næst verður spilað á sumar-
daginn fyrsta og hefst keppni kl.
19.30.
Bridgefélag
Kópavogs
Eins kvölds tvímennings-
keppni var háð fimmtudaginn
15. apríl með þátttöku 14 para.
Úrslit urðu:
Sverrir Þórisson
— Haukur Margeirsson 192
Jón Andrésson
— Valdimar Þórðarson 185
Vilhjálmur Sigurðsson
— Vilhjálmur Vilhjálmsson 184
Stefán Pálsson
— Rúnar Magnússon 184
Böðvar Magnússon
— Þorlákur Jónsson 173
Næsta fimmtudag (sumardag-
inn fyrsta) verður ekki spilað
hjá BK vegna íslandsmótsins í
tvímenningi en fimmtudaginn
29. apríl hefst 3ja kvölda keppni
með Butler-sniði sem verður síð-
asta keppni keppnisársins.
Tafl- og bridge-
klúbburinn
Sl. fimmtudag var spilaður
tvímenningur í tveimur 14 para
riðlum og urðu efstu pör þessi:
Svavar Björnsson
— Ragnar Magnússon 198
Auðunn Guðmundsson
— Guðmundur Eiríksson 189
Aðalsteinn Jörgensen
— Georg Magnússon 189
Sverrir Kristinsson
— Ingvar Hauksson 187
Hrólfur Hjaltason
— Þórir Sigursteinsson 178
Ragnar Óskarsson
— Hannes Gunnarsson 173
Keppnin er að verða mjög
spennandi. Ingólfur Böðvarsson
og Sigfús Örn Árnason hafa for-
ystu með 63,70% skor en Ragnar
Magnússon og Svavar Björnsson
eru með 63,46% skor.
Næst verður spilað fimmtu-
daginn 29. apríl í Domus Medica.
Hvert kvöld er sérstakt keppn-
iskvöld og eru allir spilarar vel-
komnir meðan húsrúm leyfir.
Keppnin hefst kl. 19.30.