Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 75 Sótt um þrjú prestaköll RUNNINN er út umsóknarfrestur um þrjú prestaköll sem auglýst voru laus til umsóknar: Um Staðarprestakall í Súganda- firði sækir séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson sem þar er settur prestur, en hann vígðist þangað sl. haust. Um Bólstaðarhlíðarprestakall í Húnavatnsprófastsdæmi sækir séra Ólafur Þ. Hallgrímsson, en hann vígðist þangað í fyrra sem settur prestur. Um Möðruvelli í Hörgárdal sækir sér Pétur Þórarinsson, sem nú þjónar Hálsprestakalli í Fnjóskadal. Kosningar munu fara fram i þessum prestaköllum innan skamms, segir í frétt frá bisk- upsstofu. Fyrirlestur um samfé- lagsvinnu Hér á landi er stödd Lena Dom- inelli, doktor í félagsfræði og sér- fræðingur í samfélagsvinnu. Lena Dominelli er kennari við Warwich-háskóla í Englandi og hefur haldið námskeið í samfé- lagsvinnu við félagsvísindadeild H.I. undanfarnar vikur. Samfélagsvinna, eða community work á ensku, er aðferðarfræði til að virkja minnihlutahópa til að bæta hag sinn og aðstæður, segir i frétt frá Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa. Lena mun halda opinn fyrirlest- ur um þetta efni þriðjudaginn 20. apríl kl. 20.30 í Lögbergi, stofu 102. Felaqsmálastofnun Reykjavikurlíiörgar Vonarstræti 4 — Sími 25500 FERÐASKRIFSTOFAN dTCdiVTIK Eldri borgarar í Reykjavík Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og Feröaskrifstofan Atlantik, Iðnaðar- húsinu Hallveigarstíg 1 efna til hópferöar fyrir eldri borgara í Reykjavík (60 ára og eldri) til Mallorka þann 11. maí til 29. maí — 19 dagar. Fararstjórar og hjúkrunarkona frá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar. Dvaliö veröur á Royal Playa de Palma, sem er nýtt og sérlega glæsilegt íbúðarhótel á einni bestu strönd Mallorka, um 8 km frá Palmaborg. Gistiaöstaöa er í stúdíoum og íbúöum og fylgir eldunaraöstaöa og kæliskápur öllum íbúöum. Verö: kr. 9.350 meö hálfu fæöi. Allar nánari upplýsingar veitir Feröaskrifstofan OTC<Y<VTM< Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1. Símar 28388 og 28580.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.