Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 VER SIÐFERÐIÐ ^■ Banna Svíar strípalinga? Eftir öllum sólarmerkjum að dæma virðist brátt úti um kynlífs- paradísina í Svíþjóð. Væntanlegt er frumvarp sem setur bann við starfsemi opinberra kynlífs- klúbba, er starfræktir hafa verið með miklum blóma undanfarin ár. Slíkt bann mun væntanlega draga nokkurn dilk á eftir sér. Til dæmis myndi Svíþjóð glata miklu af því aðdráttarafli, sem landið hefur haft fyrir erlenda ferðamenn. Einnig hefur því verið hótað, að gangi bannið í gildi, verði Svíum stefnt fyrir mannréttindanefnd Evrópuráðsins í Strasbourg. Flestir stjórnmálafræðingar telja, að frumvarpið verði sam- þykkt og að það öðlist lagagildi ekki síðar en í júlí næstkomandi. Um svipað leyti er að jafnaði á ferð í Svíþjóð mikill fjöldi ferða- manna frá Japan og Arabalöndun- um og hætt er þvi við að þeir verði afar vonsviknir í ár. Það er Karin Söder, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra, sem hefur verið í fylkingarbrjósti í barátt- unni gegn kynlífsklúbbunum. „Starfsemi þeirra er niðulægjandi fyrir ungar stúikur," segir hún. „Hún skapar jarðveg fyrir vændi, og ég hef í hyggju að láta loka þeirn." En ekki eru allir sammála ráð- herranum. Til dæmis eru stúlkur sem starfa í klúbbnum sem fata- fellur alveg fjúkandi vondar. Lisa Johanson er ein. Hún er 18 ára gömul Ijóska, og kveðst stunda starf, sem bæði hafi listrænt gildi og sé nauðsynlegt frá þjóðfélags- legu sjónarmiði. Hún lætur tvö logandi kerti leika um þrýstinn líkama sinn á hverju kvöldi fyrir framan áhorfendur. „Ég finn eng- an sársauka," segir hún. „Ég get haft hugann við allt annað en það sem ég/ér að gera. Þetta er eigin- lega eins konar yoga. Kærastinn minn veit hvað ég starfa við og hefur ekkert á móti því. Það er skemmtilegt. Ég nýt þess.“ Lisa vann áður við mötun á tölvum. Hún segist vilja hitta frú Söder og biðja hana um að fræðast dálítið meira um kynlífsklúbbana. Helmut Treml er einn af að- dáendum Lisu. Hann vill ganga lengra en hún. Hann segir: „Ég ætla að kæra sænsku ríkisstjórn- ina fyrir mannréttindanefnd Evr- ópuráðsins, ef hún ætlar að halda þessu banni til streitu. Það skerðir borgaraleg réttindi okkar." Lögfræðingar í Stokkhólmi und- irbúa nú málshöfðun fyrir hönd Treml. Innihald ákærunnar er það, að ríkisstjórnin sé að brjóta Genfar-sáttamálann með því að semja löggjöf er heimili mönnum að fjárfesta í klúbbum þessum og afnemi síðan leyfið án þess að bjóða skaðabætur. Með því að loka klúbbum missa Svíar ugglaust spón úr aski sínum, því að þeir hafa fært þjóðinni tekjur af útlendingum, sem þar una sér vel. Ulrich Geismar, sem á og rekur klúbbana Chat Noir eða Svarta kisa og Sexorama hneyksl- aði marga viðkvæma Svía á síð- asta ári þegar hann sagði að beztu viðskiptavinir klúbbanna væru ýmis helstu fyrirtæki í Svíþjóð. Af hálfu þeirra hefur verið viður- kennt að farið sé með ýmsa við- skiptavini þeirra, einkum frá Ar- abalöndum, á einhvern klúbbinn, eftir að þeim hafi verið boðið upp á mat og vín annars staðar. Við- kvæmir Svíar urðu enn hneyksl- aðri þegar í ljós kom að slíkar klúbbferðir eru frádráttarbærar frá skatti. Upphaflega var veitt leyfi fyrir þessum klúbbum seint á sjöunda áratugnum, og spruttu þeir þá upp eins og gorkúlur. Nú er aðeins fimm eftir í Stokkhólmi. Skeleggar jafnréttiskonur hafa fagnað framtaki ráðherrans. Þær hafa á undanförnum árum svið- sett árásir á klúbbana og gert að- súg að mönnum, sem hafa ætlað þangað inn. Þá hafa þær málað vígorð á glugga klúbbanna, sem að sjálfsögðu eru huldir þykkum gluggatjöldum. — CHRIS MOSEY HAMFARIR —^ Enn finnast fórnar- lömb Vesúviusar ítalskir fornleifafræðingar fundu nú fyrir skömmu leifar 20 manna, sem fórust í þeim miklu hamförum, sem urðu þegar eldfjallið Vesúvíus gjöreyddi borgunum Pompeji og Hercul- aneum fyrir 1903 árum. Lík- amsleifarnar, eða beinagrind- urnar, fundust í Herculaneum sem áður var þar sem nú eru úthverfi Napólíborgar, og voru þær mjög heillegar að sjá en þoldu þó varla að við þær væri komið. Beinagrindurnar voru í tveim- ur hópum og voru í öðrum þeirra átta af mönnum og ein af hesti, sem augljóslega hefur fallið saman undir reiðmanninum. Hinar beinagrindurnar voru nokkuð dreifðar og telur Gius- eppe Maggi, prófessor og yfir- maður fornleifarannsókna á Vesúvíus-svæðinu, að fólkið hafi líklega borist til sjávar með flóð- öldu og skolað síðan aftur á land. Maggi telur þennan fund stað- festa þá skoðun r’ ía, sem hann setti fyrst fram 1980, að sagn- fræðingar hafi rangt fyrir sér í því, að íbúar Herculaneum hafi komist lífs af flestir með því að flýja á skipum á sama tíma og íbúar Pompeji áttu sér ekki und- ankomu auðið. Maggi segir, að aurblandin flóðaldan hafi risið svo fljótt, að enginn tími hafi gefist til að sleppa undan henni. Þegar Vesúvíus gaus þessu ör- lagaríka gosi, árið 79 e. Kr., stóð Herculaneum við sjó en nú er ströndin í rúmlega þriggja km fjarlægð. Beinagrindurnar í öðr- um hópnum eru af sjö fullorðn- um manneskjum, þremur ungl- ingum og tveimur börnum og hefur allt fólkið legið á bakinu og borið hendurnar fyrir sig eins og til að verjast aurflóðinu. Und- ir einni þeirra, sem er trúlega af konu, var beinagrind af barni, sem hún hefur vafalaust verið að reyna að hlífa fyrir ósköpunum. Eftir umhverfinu að dæma álykta Maggi og félagar hans, að beinagrindurnar séu af fjöl- skyldu, sem hafi ætlað að leita skjóls í hvelfingu mikilli, sem þá var við sjávarsíðuna, en uppi yf- ir henni voru fræg böð, sem hafa varðveist vel og eru kunn mörg- um ferðamanninum. Dauðinn kom þó ekki aðeins að ofan frá eldfjallinu heldur einnig utan af sjónum, og þeir, sem leituðu hælis í hvelfingunni, fórust allir þegar flóðbylgjan færði allt í kaf. Rústirnar við torgið í Pompeji eins og það kom undan öskunni. Vesúvíus í baksýn. RÁNYRKJA BOÐ & BÖNN Stefnir í auðn á Himalaya Hún Mjallhvít var þó aldrei laus í rásinni? GERNYTING skóglendis í hlíð- um Himalayafjalla virðist ætla að hafa hrikalegar afleiðingar. Svo gæti farið að stóri hlutar Asíu yrðu fyrir óbætanlegu um- hverfistjórn af þeim sökum. Þessi viðvörun kemur fram í niðurstöðum rannsókna Jack Ives, prófessors við Háskólann í Colorado. Hann hefir stjórnað vísindarannsóknum á vegum Sameinuðu þjóðanna á sam- verkun hálendis og láglendis. Hann segir, að „ef svo haldi fram sem horfi, leiði það til þess að Nepal verðir algerlega skóg- laust land í lok þessarar aldar". Mikið af fjalllendi verði einber auðn og landeyðingin muni halda áfram niður á laglendið, niður á sleítuna við fljótið Ganges, en það er forðabúr Ind- lands. Sérfræðingur, sem hlut á að rannsóknum þessum, gaf eftir- farandi útskýringar á fullyrð- ingum prófessorsins: „Hinar bröttu hlíðar Himalayafjalla eru hluti af afar mikilvægu vistkerfi, sem segja má að sé vatnsveita fyrir slétturnar miklu við Ganges á Indlandi. Verði skógum útrýmt mun það leiða af sér háskaleg flóð og jarðvegskrið, sem valda mun fjörtjóni og eyða dýrmætri upp- skeru og eignum. Vegna þeirrar hættu, sem bú- in er skógum á Himalaya og annars staðar á hnettinum, er hafin víðtæk barátta til varð- veizlu þeirra. 55 ríki heims taka þátt í baráttu þessari. Margir veðurfarsfræðingar eru uggandi vegna þeirra afleið- inga, sem eyðing skóga getur haft í för með sér, fyrir utan það, sem hér hefur þegar verið tekið fram. Þeir óttast að auk- inn berangur á jörðinni geti haft í för með sér breytingar á regnsvæðum, þannig að varan- legir þurrkar verði á norður- hveli jarðar, þar sem kornrækt er mikil. THOMAS LAND Þegar nemendur í félagsfræði við Is- land Trees-menntaskólann á Long Is- land í New York komu saman til fund- ar nú fyrir nokkru, var umræðuefnið aðeirfs eitt: „Bókabann" skólastjórnar- innar, sem raunar var á sama tíma til umfjöllunar fyrir Hæstarétti Banda- ríkjanna. Kennarar við skólann þegja hins veg- ar sem fastast og hafa gert að boði skólastjórnarinnar öll þau sex ár, sem þetta mál hefur verið til umræðu, en það þykir dæmigert fyrir ákveðið fyrir- brigði í bandarískum menntamálum, sem skotið hefur upp kollinum á síð- ustu árum. Að Island Trees-menntaskólanum standa fyrst og fremst hvítir menn úr millistétt og eins og í öðrum litlum bæjarfélögum í Bandaríkjunum er skólanum stjórnað af kosnum full- trúum, sem eru ólaunaðir en hafa mik- ið vald um fjármál hans og stefnu. Yf- irleitt er hér um að ræða félagslega sinnað fólk, sem á óeigingjarnan hátt vinnur vanþakklátt verk, en sjaldgæft er þó að það hafi einhverja menntun í uppeldis- eða kennslustörfum. Vandræðin í Island Trees-skólanum byrjuðu eftir kosningar 1975 en eftir þær skipaði meirihluta skólastjórnar afturhaldssamt fólk, sem taldi það skyldu sína að halda aö nemendunum viðteknum skoðunum. Með því var átt við, að sögn eins kennarans, að bannað var að ræða um viðkvæm og umdeild mál eins og t.d. kynferðismál, kyn- þáttamál, trúmál (nema kristna trú) og fóstureyðingar. Einnig var ákveðið að fenginni umsögn frá samtökum hægri sinnaðra foreldra, að sumar bækur væru „vafasamar" og skyldu því gerðar útlægar úr bókasafni skólans. Meðal þeirra má nefna bækurnar „Hvers vegna ég er ekki kristinn" eftir Bert- rand Russel, „Slaughterhouse Five“ eftir Kurt Vonnegut, „Soul on Ice“ eftir svertingjann Eldridge Cleaver, „The Fixer“ eftir Bernard Malamud (skáld- saga, sem fékk Pulitzer-verðlaun á sín- um tíma), „Nakta apann“ eftir Des- mond Morris og ýmsar smásögur eftir svarta höfunda. Enginn í skólastjórninni hafði lesið allar þessar bækur, heldur var farið eftir tilmælum fyrrnefndra foreldra- samtaka og tilviljanakenndum sýnis- hornum úr bókunum, sem slitin höfðu verið úr öllu samhengi. Raunar var bannið við Bertrand Russel afnumið eftir nokkurt þóf en því fastar staðið á því gegn öðrum. Kennararnir voru flestir sáróánægð- ir með ákvarðanir skólastjórnarinnar en þó þorðu fæstir þeirra að láta óánægjuna í ljós af ótta við að vera sagt upp störfum. Þeim, sem það gerðu, var hótað öllu illu í símanum af ein- hverjum óþekktum mönnum og Irene Turin, bókasafnsverði skólans, sem var mjög andvíg bókabanninu, var sagt, að hún gæti ekki lengur notað símann á skrifstofu sinni eða sótt á vegum skól- ans ráðstefnur kollega sinna. „Eftir nokkurn tíma,“ sagði hún, „var eins og járntjald hefði verið dregið umhverfis skólahverfið þar sem öll andstaða var þögguð niður.“ Nemendur Island Trees-skólans, einkum hinir eldri, vildu ekki una þessu bókabanni og höfðuðu því mál á hendur skólastjórninni með stuðningi borgara- réttindasamtaka í New York. Flutningi þess fyrir lægri dómsstigum er lokið og nú er þetta mál, það fyrsta sinnar teg- undar, komið til kasta hæstaréttar, sem mun að öllum líkindum kveða upp dóm í júní nk. Þeirrar niðurstöðu er beðið með mikilli eftirvæntingu af skólastjórnum og kennurum um öll Bandaríkin þar sem hægrisinnaðir menn gerast æ íhlutunarsamari um menntun barnanna. Iæanne Katz, sem er formaður fyrir landssamtökum gegn ritskoðun segir, að svo langt hafi þetta gengið, að í sumum barnaskólum hafi jafnvel verið reynt að banna ævintýrið um hana Mjallhvíti vegna gruns um einhverja ósiðsemi í samskiptum hennar við dvergana. — JOYCE EGílINTON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.