Morgunblaðið - 18.04.1982, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.04.1982, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 63 Eftir nokkurn tíma var eins og járntjaldiö heföi veriö dregiö umhverfis skólahverfiö þar sem öll andstaöa var þögguö niöur. (Sjá: BOÐ & BÖNN) 44 VERKALYÐSMALI Milljón vinnukonur krefjast réttar síns Ýmsir hópar verkamanna hafa aö undanförnu mótmælt kjörum sínum á útifundum víðs vegar um Ítalíu, og nú síð- ast voru það vinnukonur og önnur hjú. I lok marz sl. kom stór hópur þeirra saman á torginu Piazza dei Mercanti í Mílanó og krafðist betri launa og starfsskilyrða. Þessi mótmæli koma á tím- um er mikil fjölgun hefur orðið í stétt hjúa á Italíu. Ástæðan er kreppuástand það, sem ríkt hefur í ítölsku atvinnulífi. Nú er miklu auðveldara að verða sér úti um húshjálp í Mílanó og öðrum stórborgum á Italíu en verið hefur um mjög langt skeið. Margar ungar konur hafa að undanförnu fetað sama stíg og margar kynsystur þeirra fyrr- um, þ.e. leiðina frá Suður- Ítalíu, þar sem fátæktin heldur öllu í heljargreipum, og til norðurs, þar sem kjör manna eru almennt betri vegna iðn- þróunar og tækni. En margar þessara kvenna hafa ekki haft erindi sem erfiði að undan- förnu. Á Norður-Italíu er yfir- leitt litla vinnu að fá fyrir þær nema helzt vinnukonustórf. Sumar þeirra verða að sjá fyrir atvinnulausum eigin- mönnum sínum og jafnvel stór- um fjölskyldum. Aðrar senda fé til fjölskyldna sinna í átt- högunum. Einkum á það við um stúlkur frá Sardiníu, en þær eru afar fjölmennar í vinnukonustétt á Italíu. Talið er að ein af hverjum fjórum konum á Ítalíu er gegn- ir einhvers konar starfi, stundi húshjálp fyrir aðra. Það þýðir í raun, að ein milljón kvenna á Ítalíu er í vist. Eftirspurn eftir slíkum störfum hefur aukizt mjög á undanförnum árum. Húsbændur hafa fagnað þessari þróun, einkum frúrnar, sem löngum hafa kvartað yfir því hversu erfitt hefur verið að fá húshjálp. Hins vegar eru hjúin ekki alltof ánægð með þessa fjölgun í stéttinni og telja að hún geti leitt til þess að framboð verði meira en eft- irspurn. Þá sé hætt við að hús- bændur telji sig geta misboðið hjúum sínum. Verkalýðsfélag það sem berst fyrir hagsmunum hjúa hefur nú hafið baráttu í þeim tilgangi að draga athygli al- mennings að vandamálum þeirra. Upphaf þessara aðgerða var mótmælafundurinn í Míl- anó. Þar var meðal annars krafizt styttingar vinnudags- ins, en hann er 10 klukkustund- ir í stað átta í flestum öðrum Svona sakleysislegar voru söguhetjurnar í teiknimynd Disneys: Mjall- hvít og dvergarnir ajö. Höröustu ritskoöunarmennirnir vilja aamt fjar- lægja þeasar aígildu sevintýraperaónur úr skólabókasöfnum. atvinnugreinum. Ennfremur var krafizt hækkunar á lág- markslaunum, en þau eru nú um 12 krónur á tímann, en mánaðarlaun fyrir vinnukonu, sem hefur frítt húsnæði, er um kr. 2000. — NORRIS WILLATT Frúrnar eru malandi af ánægju. ÓTRÚLEGT EN SATT Allt á fullu við Empire State Þegar vælið í sírenunum var dáið út, eltingarleikur lögregl- unnar var um garð genginn, manngrúinn hafði dreift sér og greiðst hafði úr umferðaröng- þveitinu við Empire State- bygginguna, spurði vegfarandi nokkur öryggisvörð hvað hefði eiginlega verið um að vera. Vörðurinn stundi þungan. „Til hvers ætti ég að vera að segja þér það,“ svaraði hann. „Þú myndir hvort eð er ekki trúa mér.“ Það sem gerðist, í nokkurn veginn réttri tímaröð, var þetta: 1. Tveir menn, sem vildu vekja athygli á skóla, sem þeir ráku fyrir fullorðna, tilkynna, að þeir ætli á ákveðnum tíma að kasta 10.000 dollurum í eins dollara seðlum fram af 86. hæð byggingarinnar. 2. Tveir menn aðrir velja sama tíma til að ræna bartkaútibú í byggingunni en eftir nokkur átök má sjá þá á harðahlaupum eftir 34. stræti með óeinkenn- isklædda lögreglumenn á hæl- unum, öryggisvörð í verslun og heilan herskara af frétta- mönnum og ljósmyndurum, sem höfðu verið að bíða eftir skólamönnunum örlátu. 3. Bankaræningjarnir eru snúnir niður og afvopnaðir og er langt síðan blöðin og fjöl- miðlarnir hafa gert sams konar atburði jafn góð sk.il. 4. Skólamennirnir, sem ekkert vissu um uppistandið út af bankaræningjunum, fara út úr leigubíl í 34. stræti með fimm gagnsæja plastpoka fulla af peningum. 5. Nokkur misskilningur verður með peningapokana vegna ný- afstaðinnar tilraunar til banka- ráns en þegar það skýrist er mönnunum meinuð aðganga að byggingunni og borið við al- mannaöryggi. Þegar hér er komið eru þeir lagðir á flótta undan fólkinu, sem reynir að hrifsa til sín peningana. 6. Mönnunum er komið til hjálpar og þeim forðað undan mannfjöldanum í lögreglubíl. 7. Skólamennirnir tilkynna, að þeir ætli að finna aðra leið til að losa sig við peningana. 8. Bankaræningjarnir eru ákærðir fyrir vopnað rán. Nú þótti fólkinu á götunni ekki lengur eftir neinu að bíða. Tveir menn höfðu árangurs- laust reynt að losa sig við pen- inga, og aðrir tveir, ekki stein- snar frá, höfðu árangurslaust reynt að stela peningum, og hver hélt í sína áttina. Að sögn lögreglunnar voru nokkrar þúsundir manna sam- ankomnar á horni 34. strætis og Fimmtu traðar þegar flest var og lögregluþjónarnir, 30—40 talsins, voru að niðurlot- Um komnir áður en yfir lauk. „Er þetta ekki alveg maka- laus vitleysa," var sagt við Pet- er Mcnulty, lögreglumann á Midtown South-stöðinni. „Ja, þú ættir bara að reyna að vinna hér alla daga,“ svaraði hann mæðulega. — PAUL L. MONTGOMERY Hjónin Rakel Kangaradotur og Björgvin Árnaaon ásamt Júlfönnu Erlendsdóttur, ekkju Ragnars Jónssonar, í nýja diskótekinu f Þórscafé. Ad baki þeim í hljómflutn- ingsbúrinu eru þeir Paul Reymond hönnuður diskóteksins, og Hans Kragh Júlíusson í Radíóbæ, sem annaðist uppsetningu tækjanna. (Ljósm. Mbl. KÖE.) Endurbætt diskótek í Þórscafé DISKÓTEKIÐ í Þórscafé hefur nú fengið á sig nýjan svip eftir breytingar sem þar hafa verið gerðar, en þar er um að ræða nýtt gólf, ný hljómflutningstæki og nýjan Ijósaútbúnað. Þá hafa einnig verið sett ný teppi á mest allt húsið. Paul Reymond frá London er hönnuður verksins en öll tækin, bæði Ijós og hljómflutningstæki eru frá Project í Englandi, og hef- ur Radíóbær annast uppsetningu og haft umsjón með framkvæmd- um í hinu nýja diskóteki. Paul Reymond hefur dvalið hér á landi að undanförnu og verið ráðgefandi varðandi verkið og sagði hann í samtali við Morgunblaðið að áhersla hefði veri lögð á að skapa sem þægilegast andrúmsloft, en forðast þessa „grófu diskó- stemmningu", eins og hann orðaði það, sem oft vill verða í diskótek- um. I salnum ráða þrjár meginlita- raðir og þar eru þrjú ljósagólf, en hinn nýi ljósaútbúnaður býður upp á ýmsa möguleika svo og hljómflutningstækin, sem Paul sagði að væru afar fullkomin og svipuð þvi sem tíðkaðist á hinum fínni skemmtistöðum í London. Þá eru blómaskreytingar einnig áber- andi í salnum. Björgvin Árnason, forstjóri Þórscafé, sagði í samtali við Morg- unblaðið að fyrirhugaðar væru frekari breytingar á salarkynnum hússins, einnig í efri.sal, þar sem hljómsveit hússins leikur. Þar hef- ur Þórskabarett verið sýndur á sunnudagskvöldum í vetur við góðar undirtektir og verður sýn- ingum á kabarettnum haldið áfram fram í júní. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁERÞAÐÍ MORGE NBL AÐINU AUGLYSINGA SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.