Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 87
Kaffibræður
Viljirðu komast áfram í henni veröld, þá skaltu drekka kaffi. — Svo hljóðaði
upphaf á stuttri klausu í dönsku heimilisblaði sem birtist með þessari myndaröð af
fimm forsætisráðherrum drekkandi kaffi. Myndin var tekin á þingi Norðurlandaráðs
í Finnlandi í vetur. Frá vinstri: Anker Jörgensen, Danmörku, Káre Willoch, Noregi,
Kalevi Sorsa, Finnlandi, Thorbjörn Fálldin, Svíþjóð, og Gunnar Thoroddsen.
Úr samtali
við
Carrington
SVO SEM alkunna er, hefur Carrington lávarður sagt af
sér starfi utanríkisráðherra á Englandi. Fyrir stuttu síðan
átti blaðamaöur Guardian mikið samtal við Carring-
ton í tilefni 200 ára afmælis utanríkisráðherraembættisins
á Englandi. Þar kemur skýrlega fram af hverju maðurinn
hefur nú sagt af sér.
Blaðamaðurinn og Carring-
ton rabba saman um liðna tíð í
utanríkisráðuneytinu. í upp-
hafi voru starfsmenn þar að-
eins 14 talsins, en nú eru þeir
orðnir fimm þúsund.
Samt eru Bretar ekki lengur
stórveldi á hernaðarsviðinu,
segir blaðamaðurinn.
Já, segir Carrington; einmitt
þess vegna þurfum við fjöl-
mennt starfslið. Ef við notuð-
um fallbyssubáta til að leysa
vandamál sem verða á vegi
okkar, þá gætum við verið
færri hér, en ef við ætlum
okkur að leysa vandamál með
diplómatískum hætti, þá þurf-
um við að vera fjölmennir.
Blaðamaðurinn spyr hvort
hann hafi einhvern tíma óskað
þess að geta beitt hernaðaryf-
irburðum til að útkljá deilur.
Eftirsjá er til lítils, segir
Carrington. Fallbyssubátar
leystu vandamál á Viktoriu-
tímanum og það var gott og
blessað, en það þýðir ekki að
súta það sem liðið er. Maður
verður að horfast í augu við
veruleikann og reyna að kom-
ast fram úr þeim vandamálum
sem við eigum við að glíma á
vorri tíð. — Og, því miður, fall-
byssubátar duga ekki lengur.
Þetta mælti Carrington lá-
varður og nú hefur hann sagt
af sér. Hann stóð frammi fyrir
vanda sem aðeins fallbyssu-
bátar gátu leyst! En Carring-
ton á sér merkilegan feril.
Hann er einn virtasti
stjórnmálamaður á Englandi
og þar í landi mun enginn
hafa setið f ríkisstjórnum sex
forsætisráðherra, nema Carr-
ington. Churchill treysti hon-
um, Eden, Macmillan, Home,
Heath og frú Thatcher. Þá
þykir undravert að Carrington
skyldi nokkru sinni verða
utanríkisráðherra, því átján
vetra gamall tók hann við
skyldum föður síns sem aðals-
maður og hefur alla tíð setið í
Lávarðadeildinni, en aldrei á
hinu eiginlega þingi Breta,
Neðri málstofunni. Það þykir
ekki heiglum hent á Englandi,
að komast úr lávarðadeild í
stól utanríkisráðherra, að ekki
sé talað um menn sem aldrei
hafa tekið þátt í störfum Neð-
ri málstofunnar. En Carring-
ton tókst það.
Samtalið í Guardian bregð-
ur upp mynd af gáfuðum
manni, afslöppuðum, skemmti-
legum og reyndum. Blaðamað-
urinn minnti hann á, að
starfsbróðir hans í Banda-
ríkjunum, Alexander Haig,
hefði kallað hann „tvöfaldan
skratta". Carrington sagði:
Já, tvöfaldur skratti! Eg skal
segja þér, að ég hef farið ýms-
um orðum um menn og mál-
efni innan þessara veggja, sem
ég myndi ekki beinlínis kæra
mig um að sjá á prenti daginn
eftir — það er ekki sjálfgefið
að meiningin sé eftir orðanna
hljóðan. Eg býst ekki við að
Haig hafi meint það sem hann
sagði.
Carrington hlær:
Við erum bestu vinir við Al.
Enginn fæst til að trúa því, en
við erum það samt. Okkur
kemur afar vel saman.
Einn hinna síðustu erlendra
þjóðhöfðingja sem Carrington
lávarður tók í höndina á sem
utanríkisráðherra Breta, er
forseti vor, Vigdís Finnboga-
dóttir. Carrington vék stutt-
lega að henni í viðtali þessu.
Hann hafði stillt sér upp fyrir
ljósmyndarann við arin einn
mikinn:
Kunnið þér að meta Doris
Day, spurði hann blaðamann-
inn uppúr þurru.
Hvað eigið þér við?
Fyrir aftan yður ...
Og blaðamaðurinn sneri sér
við. Á litlu borði sá hann
nokkrar ljósmyndir í lit og ein
var af sannri ljósku.
Hver er þetta?
Þetta er, sagði Carrington,
og sauð í honum hláturinn,
forseti íslands. Hún var hríf-
andi.
Hvað heitir hún, spurði
blaðamaðurinn.
Ég veit það ekki, sagði Carr-
ington: Hvað heitir forseti ís-
lands, spurði hann nálægan
aðstoðarmann: Já, Vigdís
Finnbogadóttir heitir hún.
Tími ráðherrans var úti. Að-
stoðarmenn hans þyrptust inn.
I þessa stofu er stöðugur
straumur fólks. Hingað koma
þeir sem skipta sér af þróun
heimsmála; Vigdís Finnboga-
dóttir og án alls vafa gamli
góði A1 Haig — næst þegar
hann á leið um Lundúni.
Og lýkur þar með stuttri
endursögn úr samtali Guardi-
an við Carrington lávarð,
merkan stjórnmálamann á
Englandi.
Ólafar Jóhannesson heilsar upp á
Carrington i skrifstofu breska utan-
rikisráðuneytisins, þar sem blaða-
maður Guardian ræddi við Carring-
ton.
Skemmtilegt
TVÆR ungar stúlkur voru nýverið í starfs-
kynningu svonefndri hér á Mbl. Slíkar
starfskynningar eru orðnar fastur liður í
starfi margra unglingaskóla og þykir hið nýt-
asta uppátæki.
Stúlkurnar eru Hendrikka Waage, 16 ára,
og Elín Hreiðarsdóttir, 15 ára, báðar Reykvík-
ingar. Þær voru hinar áhugasömustu um
starfsháttu hér á blaðinu, en helst kusu þær
að fylgjast með ljósmyndurunum, enda báðar
liðtækir myndasmiðir.
Okkur líkar prýðilega, sögðu þær önnum
kafnar við að stækka myndir í myrkvuðu
herbergi ljósmyndadeildarinnar. Við höfum
tekið ljósmyndir, framkallað þær og stækkað.
Ljósmyndararnir hér hafa líka sagt okkur
ýmislegt til. Svo höfum við farið á fundi með
blaðamönnunum, segir Elín.
Já, okkur er ekkert sérstaklega um það gefið
að fara á blaðamannafundi, segir Hendrikka.
að ljósmynda
Það er miklu skemmtilegra að taka myndir.
Þið ætlið þá kannski að feta í fótspor Em-
ilíu?
Ég hefði ekkert á móti því, segir Elín, að
taka fréttaljósmyndir. Það virðist vera mjög
lifandi starf.
Ég vil heldur gerast auglýsingaljósmyndari,
segir Hendrikka. Það er skemmtilegast að
mynda fólk.
Hvar eruð þið á skólabrautinni?
Við erum báðar í 9da bekk, segir Elín. Ég er
í Álftamýrarákóla og ætli ég haldi svo ekki
áfram í Hamrahlíðarskóla. Ég býst við því.
Ég er í Langholtsskóla, segir Hendrikka og
hef hugsað mér að fara í Verslunarskólann í
haust. Ljúka þaðan verslunarprófi og halda
svo til Bandaríkjanna að læra auglýsingaljós-
myndun. Ég þarf að vera 18 ára til að komast
á slíkan skóla. Annars hefði ég ekkert á móti
því að fara strax ...