Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 69 Sýning laugardag kl. 1—6. Úrslit tilkynnt 1 hug- myndasamkeppni um skipulag í Suður-Mjódd DAGANA 17.—19. apríl nk. verða til sýnis á Kjarvalsstöðum tillögur, sem bárust í hugmyndasamkeppni um skipulag í Suður-Mjódd. Tilgangur samkeppni þessarar var tvíþættur, í fyrsta lagi var beðið um hugmyndir að skipulagi Suður- Mjóddar sem íþrótta- og útivistar- svaeðis, en i öðru lagi var óskað eftir tillögum að gerð mannvirkja á svæð- inu. í úrskurði dómnefndar kemur fram að samkeppnin hafi leitt í ljós, að koma megi öðru stærsta íþrótta- og útivistarsvæði Reykja- víkurborgar fyrir í Suður-Mjódd. Erfitt sé hins vegar að skera úr um hvaða skipulagstilhögun sé best, m.a. með tilliti til staðsetn- ingar á ÍR-svæðinu. Veitt voru þrenn verðlaun og tvær tillögur keyptar að auki. Hár S. fegunö 1. verðlaun hlutu arkitektarnir Guðni Pálsson og Dagný Helga- dóttir. í umsögn dómmefndar segir: Tillagan gerir heildarskipulagi mjög góð skil og sýnir jafnframt frumleika og hugmyndaauðgi. 2. verðlaun hlutu arkitektarnir Gísli Halldórsson, Halldór Guð- mundsson, Jósef Reynis og Bjarni Marteinsson. í umsögn dómnefndar segir: til- lagan gerir heildarskipulagi góð skil. íþróttamiðstöð er leyst á einkar raunhæfan og sannfærandi hátt. 3. verðlaun hlutu arkitektarnir Börkur Bergmann, Geirharður Þorsteinsson, Hróbjartur Hróbjartsson, Richard Briem og Sigurður Björgúlfsson. I umsögn dómnefndar segir: Staðsetning mannvirkja miðsvæð- is er snjöll og útivistarsvæði vel unnið. Þá er hugmynd að tengingu íþróttamiðstöðvar og knatt- spyrnuvallar athyglisverð. Innkeyptar tillögur voru annars vegar eftir arkitektana Hilmar Þór Björnsson og Finn Björgvins- son og hins vegar eftir arkitekt- ana Björn Kristleifsson og Þórar- in Þórarinsson. Dómnefnd gerði það að tillögu sinni að höfundum þeirra fimm tillagna, sem voru verðlaunaðar og keyptar, verði gefinn kostur á að taka þátt í samkeppni um nán- ari útfærslu skipulags í Suður- Mjódd og hönnun helstu mann- virkja á svæðinu. Vinningshafarnir, arkitektarnir Guðni Pálsson og Dagný Helgadóttir, taka við verðlaunum sinum úr hendi formanns dómnefndar, Guðlaugs Gauta Jónssonar. djtaa. MbL RAX) ERTÞUAÐ HUGSAUM SUMARHÚS? Forsíða nýja tölublaðsins af „Hár og fegurð“. „Hár og feg- urð“ komið út FJÓRÐA tölublað tímaritsins „Hár og fegurð“ er komið út og er í blað- inu m.a. kynnt nýja línan í hár- greiðslu, „Iceline“-línan svokallaða, en tímaritið gekkst nýlega fyrir sýn- ingu þar sem hárgreiðslu- og hár- skerameistarar kynntu þessa nýju hártísku. Af öðru efni í blaðinu má nefna frásögn og myndir af heimsmeist- aramótinu í London, þegar Sólveig Leifsdóttir sigraði í gala-greiðslu auk þess sem tískustraumar er- lendis frá eru kynntir í blaðinu. Þá er þar einnig grein eftir Sturlu Sighvatsson sem ber heitið „Næm- leiki mannsins" og gefin eru góð ráð varðandi húð, hár, útlit og fleira. Blaðið er 32 síður, að mestu prentað í lit. Ritstjórar eru Pétur Melsteð og Torfi Geirmundsson. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Nú getum við boðið úrval glæsilegra sumarhúsa í öllum stærðum, sem þér getið fengið á ýmsum byggingarstigum. Smíðum húsin allt árið, þannig að húsið þitt getur verið tilbúið í vor eða fyrr. Komið og kynnið ykkur verð og gæði húsanna að Kársnesbraut 2. STÆRÐIR 22 m2 — 31 m2 — 37 m2 — 43 m2 — 49 m2 Enfremur kynnum við 14 fm veiðihús. LAND UNDIR SUMARHUS Félög og fyrirtæki ættu að athuga að við getum boðið stórt land undir sumarhús á fallegum stað við Laugarvatn og í Grímsnesi. Opiö í dag frá 2—5 Sumarhúsasmíði Jóns h/f. Kársnesbraut 2. Sími 45810.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.