Morgunblaðið - 18.04.1982, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.04.1982, Qupperneq 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 / 1 Guðrún Skúladóttir mælir samsetningu fituefna úr hjörtum manna, sem látist hafa skyndilega. Elsa Benediktsdóttir einangrar ýmis efni úr hjörtum manna og ákvarðar magn og tegundir þeirra. Samtal við Sigmund Guðbjarna- son prófessor fyrsta árið. Starfslið verksmiðjunnar sam- anstóð af verkamönnum, sjó- mönnum, vélstjórum og öðrum faglærðum mönnum af Akranesi. Margir höfðu áhyggjur af því að þessi mannskapur gæti ekki að- lagast verksmiðjustörfum, en slíkt reyndist óþarfi. Það var aðeins þegar vora tók, að fiskurinn og frelsið freistaði þeirra. P.A. Pedersen, en svo hét yfir- verkfræðingurinn, var ófeiminn við að láta þá skoðun sína í ljósi, að Islendingar gætu aldrei rekið verksmiðjuna sjálfir. Eftir nokk- urra mánaða starf var komið að mér að taka við stjórn framleiðsl- unnar. Er ég átti að stjórna upp- kveikju í brennsluofni verksmiðj- unnar í fyrsta sinn kom til árekstra á milli mín og Pedersen. Við vorum komnir vel áleiðis með verkið er hann kom og vildi taka við stórninni. Ég þvertók fyrir slíkt og neyddist til að reka hann af stjórnpallinum með harðri hendi. Auðvitað tókst okkur verkið vel engu að síður." — Komu ekki upp neinir erfið- leikar í byrjun? „Jú, vissulega. A fyrstu árum verksmiðjunnar var við ýmis kon- ar erfiðleika að etja. Hönnunar- gallar á ofninum komu í Ijós, ófullkomin aðstaða til hráefna- blöndunar gerði erfitt fyrir og margt fleira. Starfið var því tíma- frekt fyrsta árið, en að því loknu var búið að leysa mörg vandamál- anna. Á miðju ári 1960 var mér boðið starf við læknaskóla í Detroit. Fólst það í rannsóknum á lífefna- fræði hjartans. Kunnur vísinda- maður, Richard Bing að nafni, hafði um árabil fengið aðstoðar- menn frá Múnchen. Honum var vísað á mig og hann bauð mér starf þrátt fyrir þá staðreynd, að ég vann í Sementsverksmiðju. Ég sagði því starfi mínu hjá SR lausu frá og með áramótum 1960/61. Flutti með konu og barn til Bandaríkjanna í byrjun janúar 1961. Upphaflega ætlaði ég aðeins að dvelja um tveggja ára skeið í Detroti, en árin tvö urðu nú að áratug." — I hverju fólst starf þitt í Detroit einkum? „Það var nokkuð margvíslegt. Þarna fékk ég á ný, erfið og spenn- andi viðfangsefni. Það fyrsta fólst í rannsóknum á breytingum í efnaskiptum hjartans eftir hjartaflutninga. Voru þessar rannsóknir og tilraunir gerðar á hundum. í kjölfarið fylgdi fjöldi rannsóknarverkefna — bæði rannsóknir á mönnum og dýrum. Kransæðastífla Við hófum umfangsmiklar rannsóknir á áhrifum kransæða- stíflu á hjartavöðvann. Rannsök- uðum hvaða áhrif kransæðastífla hefur á ýmsa þætti orkubúskapar hjartans. Hver eru viðbrögð hjartavöðvans fyrstu sekúndur og mínútur eftir kransæðastíflu? Hvernig viðgerð fer fram og hvernig hafa má áhrif á þá við- gerð — bæði örva hana og auka afkastagetu óskaddaða hluta hjartans. Við reyndum ýmsar aðferðir. Könnuðum áhrif mataræðis, víta- mína, hormóna og ýmis konar lyfja. Þetta voru fyrstu rannsókn- ir af þessu tagi og ritgerð um þetta efni var birt 1965. Auðvelt var að rannsaka slíkt í dýrum, sér í lagi hundum, en vandamálið var að finna leiðir til að meta árangur slíkra aðgeða hjá mönnurn." — Gátuð þið ekki reynt þetta á mannveru? „Jú, reyndar. Fyrsti sjúklingur- inn, sem fékk þessa lyfjameðferð var lögfræðingur. Hann hafði fengið kransæðastíflu í réttarsal í Detroit. Þegar sýnt þótti að mað- urinn myndi látast var ákveðið að reyna þessa iyfjameðferð okkar. Þetta var frægur lögfræðingur. Ilann hafði verið verjandi Jack Virkni og eigínleikar lífhvata í frumuhimnum frá hjarta- vöðvafrumum úr tilraunadýr- um rannsökuð. Edda Bene- diktsdóttir aö störfum. Ruby, sem skaut Lee Harvey Oswald, sem talinn er morðingi John F. Kennedy, Bandaríkjafor- seta. Lögfræðingurinn lifði og jafnaði sig, hvort það var vegna þessara lyfjameðferðar eða ekki.“ Frami Sigmundar var skjótur í Bandaríkjunum. Hann kenndi á ýmsum stigum í lífefna- og lækn- isfræði við Wayne State Univers- ity í Detroit. Hann varð prófessor í lífefna- og læknisfræði við Indi- ana University Medical Center 1970 og var þá orðinn mjög mikils metinn og hátt launaður vísinda- maður. En áður en hann flutti sig um set frá Detroit til Indianapolis kom beiðni eða boð frá Háskóla íslands. Var Sigmundur beðinn að snúa heim til íslands til að taka þátt í uppbyggingu verkfræði- og raunvísindadeildar háskólans. Heim til íslands „Ég var ekkert yfir mig glaður við þetta boð í fyrstu," sagði Sig- mundur, „en þáði boðið og fór heim um sumarið 1970, tveimur börnum ríkari. Ég fékk heimild frá háskólanum í Detroit til að fara með heim sumt af þeim dýra tækjabúnaði, sem ég hafði keypt fyrir styrkveitingar frá banda- rísku læknasamtökunum, Americ- an Medical Association, og lyfja- fyrirtækjum. Þegar heim kom fékk ég að glíma við það erfiðasta verkefni, sem ég hefi enn tekist á við; að byURÍa upp kennslu í efnafræði til BS-prófs. Kennslu, sem fullnægði alþjóðakröfum. Það var í sjálfu sér ekki höfuðverkurinn, heldur hitt, að alla aðstöðu, húsnæði, tæki og kennaralið skorti. Þetta viðfangsefni var aðeins eitt af mörgum slíkum þegar verkfræði- og raunvísindadeild var byggð upp. Sömu erfiðleika gætti á öðr- um sviðum raunvísinda og verk- fræði. Ég minnist alltaf þeirra upplýs- inga, sem ég fékk í hendurnar þeg- ar ég kom til starfa í ágústbyrjun 1970. Þær voru eitthvað á þessa leið: „Við höfum innritað 21 stúd- ent í efnafræði. Er þetta mögu- legt?““ — Hvernig gekk svo að koma öllu heim og saman? „Auðvitað hefði ég átt að segja að þetta væri útilokað. Kennsla átti að hefjast mánuði síðar, í september. Það vantaði allt, sem til þurfti. Þetta bjargaðist þó fyrir horn með því að ég og Bragi Árna- son, sem þá var stundarkennari við deildina, en er nú prófessor við sömu deild, hófum undirbúning kennslu. Við fengum afnot af kennslustofu Tækniskólans til verklegrar kennslu, jafnframt því sem við notuðum aðra af tveimur rannsóknarstofum í efnafræði, sem til voru í Raunvísindastofnun háskólans. Við Bragi unnum í kapp við tím- ann því við urðum að skila af okkur samkeppnisfærum stúdent- um með fyrri hluta prófs í efna- verkfræði eftir tvo vetur og stúd- entum með BS-próf í efnafræði eftir þrjá vetur. Á þessum tíma höfðum við stuðning fjárveitinga- valdsins. Háskólinn lagði fé í byggingu kennsluhúsnæðis og kaup á tækjum. Nauðsynlegustu tæki komu smám saman, en kenn- araskorturinn var erfiðastur við- fangs." — Hvernig gátuð þið ráðið bót á þessu? „Efnafræðikennarar lækna- deildar, þeir Steingrímur Bald- ursson og Jónas Bjarnason, lögðu okkur lið. Ég vildi sameiningu allrar efnafræðikennslu, en það var hreint ekki auðsótt mál. Allar líkur bentu til þess að okkur tæk- ist ekki að byggja upp viðunandi aðstöðu og kennslu við þessar að- stæður. Það tókst nú samt, en kostaði ómælda vinnu. Þeir stúdentar, sem luku námi hjá okkur fóru undantekningar- laust í framhaldsnám. Þeir, sem voru í efnaverkfræði fóru einkum til Svíþjóðar og Noregs, en þeir sem luku BS-prófi í efnafræði fóru í framhaldsnám til Bretlands og Bandaríkjanna. Það verður að segjast alveg eins og er, að þeir stóðu sig allir mjög vel og voru síst lakari en heimamenn á hverj- um stað.“ Samkeppnisfærir nemendur — Hver hefur þróunin verið í kennslunni undanfarinn áratug? „Starfsaðstaðan batnaði smám saman. Nýtt og vel búið kennslu- húsnæði var tekið í notkun og loks var mestöll efnafræðikennslan sameinuð í efnafræðiskór. Ég dreg enga dul á, að kröfur okkar til nemenda eru miklar. Þeir, sem lokið hafa námi hjá okkur hafa staðið sig vel í samkeppni við er- lenda stúdenta. Kennurum hefur smám saman fjölgað og brátt fer að verða viðunandi aðstaða til að kenna undirstöðugreinar. Á þessum árum, frá 1972—1980, útskrifuðum við rúmlega 50 efna- verkfræðinema og efnafræðinga, sem hafa farið í framhaldsnám erlendis og síðan í margvísleg störf hérlendis. Efnafræðiskor veitir mikla kennslu, sem þjón- ustu við aðrar deildir og náms- brautir. Við efnafræðiskor eru nú 9 kennarar og eru kennd 33 nám- skeið á vegum hennar. Alls þjónar hún um 350—400 stúdentum á hverju misseri." — Hvað með aðra uppbyggingu, samhliða kennslunni? „Já, mikil ósköp. Þetta var að- eins hluti verkefnisins. Samhliða kennslunni þurfti að' skipuleggja uppbyggingu á rannsóknum, bæði mannafla svo og aðstöðu til rann- sókna. Ég fékk rannsóknaraðstöðu í efnafræðistofu Raunvísindastofn- unarinnar og varð forstöðumaður þeirrar stofu 1971. Fyrstu rann- sóknirnar okkar voru einhæfar. Ég hafði þrjú megin viðfangsefni. Fyrst ber að telja matvælarann- sóknir, þá athuganir á möguleik- um lífefnavinnslu eða vinnslu verðmæta úr úrgangi frá fisk- iðnaði og sláturhúsum, og síðast en ekki síst vildi ég halda áfram með hjartarannsóknir mínar. Matvælarannsóknirnar leiddu fljótlega í ljós, að ástandið í ís- lenskum matvælaiðnaði var mun lakara, en haldið hafði verið. Efnasamsetning var oft önnur en ætlað var. Varhugaverð efni voru notuð í ríkara mæli en nauðsynleg var oft á tíðum. Sem dæmi má nefna, að við fundum 12—14 sinn- um meira nitrit í saltkjöti, en leyfilegt var og er. Jón Óttar Ragnarsson starfaði með okkur í nokkur ár, en fór svo utan til framhaldsnáms. Við héldum þessum rannsókn- um áfram. Fóru jafnframt að vinna að uppbyggingu kennslu í matvælafræði við háskólann. Það reyndist torsótt í fyrstu hjá fjár- veitingavaldinu. Jónas Bjarnason, Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnað- arins. Björn Sigurjónsson, for- stjóri Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins og Jón Óttar, þegar han kom heim frá námi, unnu dyggilega að framgangi þessa máls með mér. Var ætíunin að kennsla í matvælafræði og mat- vælaverkfræði færi fram við þess- ar rannsóknarstofnanir atvinnu- veganna og Háskóla íslands. Eftir nokkurra ára þref fengum við loks kennarastöðu í matvæla- fræði. Var það einkum fyrir stuðning Jóns Árnasonar, alþing- ismanns og þáverandi formanns fjárveitinganefndar. Jón sýndi málinu mikinn skilning og áhuga. Jón Óttar Ragnarsson fékk þessa stöðu. Tók hann við þeim mat- vælarannsóknum, sem ég hafði haft umsjón með. Rannsóknir á möguleikum líf- efnavinnslu fóru hægt af stað. Ég

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.