Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.04.1982, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 Landslags- arkitektar leiðbeina almenningi EINS OG mörgum er væntanlega kunnugt hafa byggingameistarar og arkitektar veitt ókeypis tæknilegar og fagurfræðilegar leiðbeiningar hjá Byggingaþjónustunni, Hallveigarstíg I. Byggingameistarar eru á hverjum þriðjudegi milli kl. 16 og 18 og arki- tektar á miðvikudögum á sama tíma. Nú hefur Félag íslenskra lands- lagsarkitekta ákveðið að vera með ráðgjöf og leiðbeiningar á mið- vikudögum kl. 16 til 18. Félag íslenskra landslagsarki- tekta var stofnað 24. febrúar 1978, félagar eru aðeins 5 að tðlu, en erlendis eru á 2. tug manna við nám í greininni. Menntun landslagsarkitekta er á háskólastigi og tekur u.þ.b. 5 ár. Áhersla er einkum lögð á tvennt. 1. Almennt skipulag, þ.e.a.s. að hafa yfirsýn yfir hina ýmsu þætti skipulags og sjálfstæða sköpun. 2. Menntun á lífræna sviðinu til umhverfisverndar og meðhöndl- un lífríkis (gróðurs og jarðvegs). í stuttu máli er hlutverk lands- lagsarkitektsins að skipuleggja og sjá um útfærslu á nothæfu og góðu umhverfi fyrir fólk. Með vax- andi þéttbýli, notkun lands og áníðslu, hefur þessi starfsgrein þróast ört á undanförnum áratug- um. AP og New York Times fá Pulitzer- verðlaunin N<-w Vork, 16. april. Al’. PlILITZEK-verðlaununum banda- rísku var úthlutað sl. mánudag, en þau eru annars vegar veitt fyrir bókmenntir og tónlist og hins vegar fyrir framúrskarandi blaðamennsku. AP-fréttastofan og stórblaðið The New York Times hlutu tvenn verðlaun hvort, AP fyrir greina- skrif Saul Petts um bandaríska skriffinsku og fyrir ljósmyndir Ron Edwards af banatilræðinu við Ronald Reagan Bandaríkjafor- seta. Times fékk verðlaun fyrir fréttaskrif John Darnton frá Pól- landi og fyrir leiðaraskrif Jack Rosenthals. Besta skáldsagan var valin „Rabbit is rich“ eftir John Updike en hún hefur verið metsölubók í Bandaríkjunum. Besta ljóðskáldið var valið Sylvia Plath, en hún er nýlátin. Tveir blindir á skíðum yfir nyrsta hluta Skandinavíu Stokkhólmi, 16. apríl. AP. ÁTTA bandarískir skíðamenn eru nú um það bil að Ijúka erfiðri ferð yfir nyrsta hluta Skandinavíu. Tveir skíðamannanna eru blindir. Hópurinn lagði upp frá Finn- landi og hefur nú lagt að baki um 600 km leið yfir hálendi Finnlands og Svíþjóðar. Eru um 200 km eftir til áfangastaðarins, Narvík í Norður-Noregi. Takmarkið með þessu ferðalagi er að sögn leiðangursstjorans, Paul Ericson, er að sýna fram á hvað fatlaðir geta afrekað. Sagði hann ennfremur, er tókst að ná sambandi við hann í talstöð, að hópurinn hefði nokkrum sinnum hreppt vont veður, en aldrei lenti í bráðri hættu. Eitt ráðið til að lifa af kjarnorkustyrjöld er að grafa djúpa holu og fela sig í henni. „Allir munu komast af ef það eru bara nógu margar skóflur,“ sagði starfsmaður í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjánna. aðstoðarráðherra í ráðuneytinu sagði í yfirheyrslum í þinginu fyrir skömmu að hvorugt stór- veldanna myndi bera sigur úr býtum ef til kjarnorkustyrjaldar kemur og Reagan sagði hið sama á blaðamannafundi sínum í lok mars. Stuðningsmönnum friðar- hreyfingarinnar finnst tilgangs- laust að eyða milljónum dollara í almenningsvarnakerfi sem mun hvort eð er ekki koma að einum notum. Þeir aðhyllast kenningar Jonathan Schells í bókinni The Fate of the Earth. Schell telur að kjarnorkusprengjur stórveld- anna mundu eyða ozone-laginu í himinhvolfinu, ef þeim verði beitt. Ozone-lagið ver jörðina gegn útfjólubláum geislum sól- arinnar. Allt líf á jörðinni sem hugsanlega lifði kjarnorku- sprengjurnar af myndi blindast af geislilm sólarinnar og ekki lifa lengi. Það þykir einnig óþarfi að eyða milljörðum dollara í gífur- lega vopnauppbyggingu eins og Reagan stefnir að, þegar ljóst er að bæði stórveldin búa þegar yf- ir nægilegum vopnaforða til að eyða öllu lífi á jörðinni. Frið- arhreyfingin í Bandaríkjunum berst fyrir því að kjarnorku- vopnaframleiðslu verði þegar hætt og síðan sest að samninga- borði með Sovétmönnum og samið um fækkun vopnanna og Kjarnorkustyrjöld virð- ist nær en nokkru sinni fyrr Kjarnorkustyrjöld var sett á svið í fivíta húsinu ekki alls fyrir löngu. William P. Kogers fv. utanríkisráðherra og Kichard Ilclms, fv. yfirmaður leyniþjónust- unnar CIA og sendiherra í íran, léku forseta Bandarikjanna og varaforsetann og undirmenn i rík- isstjórninni léku öryggisráðið. Konald Reagan, George Bush, Al- exandcr Haig, Caspar Weinberger, William Clark og fleiri fylgdust með. Þeir sannfærðust um að stjórn landsins sé viðbúin árás Sovétrikjanna og mun halda áfram að starfa þótt forsetinn farist og Sovétmenn láti kjarnorkusprengj- um rigna yfir landið. Æfing sem þessi hefur ekki verið haldin í Bandaríkjunum síðan 1956. Hún var haldin með mikilli leynd og stóð í fimm daga. Bandaríkjamenn sögðu Sovétmönnum stríð á hendur þegar þeir höfðu ráðist á banda- rískt herlið í Vestur-Evrópu, Suður-Kóreu og Suðvestur-Asíu. „Forsetinn" ákvað að beita kjarnorkuvopnum eftir að hann heyrði að Sovétmenn hefð'u skot- ið kjarnorkuvopnum að banda- rískum skipum á Norður Atl- antshafi og beitt eiturefnum gegn bandarísku herliði erlendis. „Forsetinn" lést á fjórða degi í stjórnarherberginu í kjallara Hvíta hússins. Þá höfðu þeir sem taka við af honum dreift sér um landið og varaforsetinn stjórn- aði stríðinu úr „Dómsdagsþot- unni“ sem er útbúin öllum full- komnustu tækjum. Yfir 1000 bandarískir ríkis- starfsmenn og hermenn um all- an heim voru fluttir milli staða á meðan á æfingunni stóð. Ronald Reagan hringdi á staðina sem æfingin náði til að henni lokinni og þakkaði starfsmönnum sínum fyrir góða framistöðu. „Við biðj- um Guð að láta okkur aldrei þurfa að ganga í gegnum það sem þið hafið æft,“ sagði hann, „en þjóðin er betur sett fyrir vik- ið.“ Kjarnorkuæfingar voru al- gengar í Bandaríkjunum á 6. áratugnum. Skólabörn klifruðu undir borð þegar loftvarnar- bjallan hringdi og kennarar sögðu þeim að líta ekki út um gluggann til að forðast birtuna sem fylgir kjarnorkusprengjum. Kjarnorkubyrgi voru útbúin í djúpum kjöllurum, teppum kom- ið fyrir og húsin merkt. En á 7. og 8. áratugnum var lítið rætt um undankomuleiðir frá kjarn- orkusprengjum og ótti við kjarn- orkustyrjöld virðist hafa minnk- að eftir að John F. Kennedy og Nikita Khruschev náðu sam- komulagi um sovésku kjarnorku- vopnin á Kúbu 1962 og stórþjóð- irnar byrjuðu að ræða afvopnun- armál og undirrituðu SALT I. samninginn. Leonid Brezhnev og Jimmy Carter undirrituðu SALT II. í Vín 1979, en samningurinn var aldrei lagður fyrir bandaríska þingið. Reagan hefur boðið Sov- étmönnum til nýrra samninga- viðræðna sem hann kallar START og eiga að fjalia um fækkun kjarnorkuvopna í stað SALT sem fjölluðu um takmörk- un kjarnorkuvopna. Ákveðinn dagur fyrir upphaf þessara við- ræðna hefur enn ekki verið sett- ur, en Reagan segir að þær þurfi vandlegs undirbúnings við svo ekki fari fyrir hugsanlegum START samningi eins og fyrir SALT II. Reagan hafði einnig forgang um samningaviðræðurnar sem hófust í Genf í vetur um meðal- drægar kjarnorkueldflaugar sem nú er beint að Vesturlöndum gegn því að Bandaríkjamenn kómi ekki bandarískum eld- flaugum fyrir í Vestur-Evrópu 1983 eins og nú stendur til. Til- laga Reagans var svar við öfl- ugri friðarhreyfingu í Evrópu á síðasta ári. Friðarhreyfingu hefur nú vax- ið fiskur um hrygg í Bandaríkj- unum. Á síðustu mánuðum hefur ótti við kjarnorkustyrjöld magn- ast á nýjan leik og barátta gegn frekari kjarnorkuvopnaupp- byggingu hafist meðal almenn- ings og stjórnmálamanna. Orð Reagans um frið og óskir um af- vopnun falla í skuggann fyrir stóryrðum hans og stuðnings- manna hans í garð Sovetríkj- anna og kommúnismans. Æf- ingar á við þá sem getið er í upp- hafi, tal um takmarkaða kjarn- orkustyrjöld og áform um undankomuleiðir frá sprengj- unni vekja ótta meðal fólks. Það óttast að ráðamenn kunni að grípa til kjarnorkuvopna rétt til að vara óvininn viö án þess að vita fyllilega hverjar afleið- ingarnar kunna að verða. Og fólk fyllist ekki öryggiskennd þegar Edwin Messe helsti ráðgjafi for- setans segir að kjarnorkustyrj- öld „kynni að vera óæskileg". Reagan leggur til í fjárlögum fyrir árið 1983 að 252 milljónum dollara verði varið til almenn- ingsvarna en það er 90% aukn- ing frá árinu í ár. Þessa peninga á að nota til mannflutninga ef til árásar kemur og til að hefja starfsemi að nýju að henni lok- inni. Hugmyndir um mann- flutninga hafa verið gagnrýndar harðlega og sagðar tilgangslaus- ar þar sem lítil von er um að nokkur lifi af slíka árás. Thomas K. Jones, undiraðstoðarráðherra í varnarmálaráðuneytinu er meðal þeirra sem telja að það verði að byggja upp almenn- ingsvarnakerfið. Hann hefur sagt að 98% sovésku þjóðarinnar geti lifað af kjarnorkuárás Bandaríkjanna og það sé auðvelt fyrir Bandaríkin að koma sér upp sama kerfi. „Grafa holu, leggja nokkrar hurðir yfir hana og þekja með metra af mold. All- ir munu komast af ef það eru bara nógu margar skóflur," sagði hann í viðtali við Los Ang- eles Times. En varnarmálaráðu- neytið telur að málið sé ekki al- veg svo einfalt. Richard Perle, loks algjöra afvopnun. Þing- mennirnir, Edward Kennedy og Mark Hatfield hafa lagt þetta til í þingingu. Reagan er hlynntur afvopnun en hann telur að ekki þýði að ræða við Sovétmenn á meðan þeir standa betur að vígi en Bandaríkjamenn eins og hann telur að þeir geri. Hann vil því halda áfram að framleiða kjarn- orkuvopn þangað til jafnvægi hefur náðst í vígbúnaðnum og setjast þá niður og semja um framieiðslustöðvun. Þingmenn- irnir, Henry Jackson og John Wamer hafa lagt þetta til í þing- inu. Fólk á öllum aldri og úr báð- um flokkum styður friðarhreyf- inguna. Bæjarfundir í Nýja- Englandi hafa samþykkt tillögur um stöðvun kjarnorkuvopna- framleiðslu, fjölskyldur í mið- ríkjunum hafa komið upp aug- lýsingaspjöldum til að minna á hættuna af vígbúnaðarkapp- hlaupinu og kirkjunnar þjónar hafa hafið upp raust sína gegn kjarnorkuvopnum í predikun- arstólum. Mótmælafundir eru í undirbúningi en þeir verða þó varla efns fjölmennir og fundir friðarhreyfingarinnar í borgum Evrópu í fyrra. Stríð hefur aldrei verið háð í Bandaríkjun- um eins og í Evrópu og fólk kýs heldur að skrifa þingmönnum sínum um andstöðu sína gegn frekari vopnaframleiðslu en fara langar leiðir á mótmælafundi. Stjórnmálamenn gera sér grein fyrir hreyfingunni í land- inu eins og sjá má af tilögum Kennedys og Hatfields og íhaldssamari tilögu Jacksons og Warners. Hún hefur orðið til þess að þingmenn og ráðamenn í Hvíta húsinu velta varnarmál- um alvarlega fyrir sér og geta átt erfiðara með að taka ákvarð- anir en endranær. Kjósendur fylgjast náið með gerðum þeirra og öflug hreyfing sem þessi get- ur haft veruleg áhrif á ákvarð- anatöku stjórnvalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.