Morgunblaðið - 18.04.1982, Page 7

Morgunblaðið - 18.04.1982, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. APRÍL 1982 55 hafði fyrst samband við Þórð Þorbjarnarson, sem þá var for- stjóri Rannsóknarstofnunar fisk- iðnaðarins. Strax kom í ljós, að þetta var gamalt áhugamál hans. Við hófum rannsóknir á lífhvötum í skúflöngum og kútmaga, horm- ónum í svilum, heparini í lungum og garnaslími sláturdýra og mörgu fleira. Við fengum styrki frá Framleiðsluráði landbúnaðar- ins og hin síðari ár hefur þetta þokast áleiðis. Einn af okkar fyrstu stúdentum, Jón Bragi Bjarnason, fór til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Doktorsverk- efni hans var rannsóknir á líf- hvötum. Hann hefur nú tekið að sér rannsóknir á möguleikum líf- efnavinnslu og vinnur ötullega að frekari uppbyggingu á þessum vettvangi. Hjartarannsóknir Þá erum við komnir að hjarta- rannsóknum okkar, sem staðið hafa nær sleitulaust frá því ég kom heim. Ég ætlaði mér að halda áfram við rannsóknir mínar, sem ég hóf í Bandaríkjunum. Þær mið- uðu að því að leiða í ljós hvaða breytingar kransæðastífla hefur á starfsemi hjartans. Ég vil geta þess að rannsóknarverkefni þessi hafa verið unnin í samvinnu við ýmsa aðstoðarmenn, sérfræðingar og stúdenta á liðnum árum. Með ,7;ér starfa nú að þessum rann- sóknum Ágj?ta Guðmundsdóttir, Edda Benediktsdóttir, EIj? Bene- diktsdóttir og Guðrún Skúladóttir. Því miður var það ekki unnt því mig vantaði heppileg tilraunadýr hérlendis. Hundar voru of dýrir. Ég varð því að nálgast vandamálið frá annarri hlið. Einsetti mér að rannsaka orsakir kransæðastíflu. Leitaði ég þá svara við spurning- um eins og t.d. hvaða áhrif aldur, mataræði og steita hefur á efna- samsetningu hjartans, starfsgetu og streituþol." — Hvernig hafa þessar rann- sóknir þínar farið fram? streitu hjá tilraunadýrum (í þessu tilviki voru rottur mest notaðar við rannsóknirnar). Ein aðferðin var sú, að gefa streituhormón þ.e. noradrenalin í 15 daga. Við dag- lega gjöf þessa efnis urðu mark- tækar breytingar á efnasamsetn- ingu í frumuhimnum í hjartanu, einkum tegundum og magni fjöl- ómettaðra fitusýra. Eftir 15 daga streituálag var fituefnasamsetn- ing í hjörtum þessara 6 mánða dýra svipuð því, sem finnst hjá gömlum dýrum (eldri en tveggja ára). Virtist streitan þannig valda mun hraöari öldrun hjá þessum dýrum, en þessar breytingar gengu til baka að töluverðu leyti þegar streitunni var aflétt." — Hvað með rannsóknir þínar á fituefnasamsetningu hjartans af völdum fæðufitu? „Það er annar þáttur þessara rannsókna. Fituefni fæðunnar hafa ekki aðeins áhrif á blóðfitu og fitusöfnun í æðaveggi heldur geta þessi efni haft viötæk áhrif á efnasamsetningu fituefna í ýms- um líffærum og hjartavöðva. Þannig geta þau haft bein áhrif á samsetningu, byggingu og eigin- leika frumuhimnu og himnur ým- issa frumuhluta. „Við notuðum ýmiskonar streitulíkön, þ.e. framkölluðum Við gerðum tilraunir á rottum. Við gáfum þeim fóður, sem í var blandað 10% þorskalýsi. Vaxtar- hraði þeirra dýra var svipaður og annarra viðmiðunardýra. Þó voru þau um 7% þyngri en viðmiðun- ^j-dvr á sama aldri. Þorskalýsið oili markuSK^ breytingum á fitusýrusamsetningu foroaiií" 1 frumuhimnum hjartans. Þorska- lýsið hefur meira af löngum, fjöl- ómettuðum fitusýrum en finnst í venjulegri dýra- og jurtafeiti. Marktækar breytingar urðu einn- ig á fosfolipidum hjartans. Viss aðlögun að þessu nýja fóðri veðrur hjá rottunum. Breytingar á fituefnum hjartans eru mun meiri eftir 3 mánuði á þessu lýsisríka fóðri, en eftir 9 mánuði. Mettaðar fitusýrur náðu aftur eðlilegu magni, en hlutföll fjölmettaðra fitusýra voru enn frábrugðin eðli- legu ástandi eftir 9 mánuði." Hjartadrop — Hafa þessar breytingar á fitusýrusamsetningu þá ekk í för með sér breytingar á starfshæfni hjartavöðvans? „Spurningum, sem þessum er enn flestum ósvarað, en vissar vísbendingar má fá við athugun á svonefndu isoproterenol-þoli. Iso- proterenol gjöf er nokkurs konar streitulikan, sem notað er til að framkalla hjartadrep í tilrauna- dýrum. Hjartadrep þessi iíkjast hjartadrepi í mönnum eftir krans- æðastíflu. Dýrið fær tvær sprautur, þá síð- ari 24 stundum eftir þá fyrri. Iso- proterenol í miklu magni veldur stórauknu vinnuálagi og aukinni orkuþörf. Á sama tíma lækkar blóðþrýstingur og blóðstreymi um kransæðar verður ófullnægjandi. Leiðir þetta til orkuskorts, frumu- skemmda og myndunar hjarta- drepa. Samanburður var gerður á þessu streituþoli þriggja dýra- hópa. I hópi I voru viðmiðunardýr á venjulegu fóðri. I hópi II voru dýr alin á fóðri, sem í var blandað allt að 20% hertu lýsi. Hert lýsi er mikilvægt hráefni, t.d. í íslensku smjörlíki. Hópur III fékk 10% þorskalýsi í fóðrið. Viðbrögð þessarra hópa við iso- proterenol-gjöf voru afar mismun- andi. Hópur I og II höfðu dánar- tíðni um 50%, en hópur III 100% dánartíðni. Slíkar tilraunir voru margendurteknar. Niðurstöðurnar urðu ætíð þær sömu. Vitað er að isoproterenol-þol dýra minnkar með aldri og líkamsþunga. Hér var líkamsþungi dýra svipaður, en dánartíðni mjög ólík. Þegar viðbrögð þessara dýra- hópa við kuldastreitu voru könnuð voru niðurstöðurnar hins vegar á annan veg. Dýrin voru látin sýnda í ísvatni og mælt hve lengi þau gátu synt áður en þau örmögnuð- ust og sukku. Voru þau þá tekin úr vatninu og látin jafna sig á hlýj- um stað. Þessa þolraun stóðust dýr, alin á þorskalýsi, mun betur en önnur. Þau sem fengu herta lýsið þoldu kuldann verr, örmögnuðust fyrr og voru lengur að jafna sig eftir sundið." Ekki alls fyrir löngu lögðu bandarískir vísindamenn fram þá kein”.:.nfiru stna' laxalýsi væri áhrifaríkt í baralL’"."* viö hjarta- sjúkdóma. Mikið magn svoneinu.’"' ar EPA-sýru í lýsinu segja þeir vera mikilvægan hjálparmiðil í baráttunni við æðaþrengsl. Ég lagði þá spurningu fyrir Sigmund hvort ætti að skilja það svo, að þorskalýsið væri þegar öllu er á botninn hvolft, ekki eins heilsu- samlegt og talið hefur verið. EPA-sýran „Við höfum gefið okkur mjög góðan tíma til að rannsaka mannshjörtu. Nánar tiltekið heil- an áratug. Við höfum stöðugt ver- ið að leita að samnefnara fyrir það fólk, sem dáið hefur skyndilegum hjartadauða, þ.e. ekki af slysför- um. Niðurstöður okkar sýna fram á að hjörtu þeirra, sem deyja úr kransæðasjúkdómum hafa inni- haldið helmingi meira af EPA- sýru en hjörtu þeirra er létust af slysförum. Helmingi meira, en ekki minna, en þess hefði mátt vænta, ef EPA hindrar æðakölk- un. EPA-sýran virðist af þvtekki vernda fólk gegn kransæðasjúk- dómum og skyndilegum hjarta- dauða.“ — Er rétt að heimfæra rann- sóknir á dýrum yfir á menn? „Vissulega geta rannsóknir á dýrum leitt okkur á alranga braut. Efnafræðileg viðbrögð í hundum eftir kransæðastíflu eru t.d. ekki þau sömu og í mönnum, sem feng- ið hafa kransæðaþrengsli og náð að aðlagast þeim. Það er hægt að draga rangar ályktanir af réttum niðurstöðum séu forsendurnar ekki nægar. Mjög oft hættir manni til að alhæfa og slíkt verð- ur fyrst afgerandi ef menn ætla sér að sleppa rannsóknarþættin- um. Með árunum hef ég orðið miklu varkárari. Er ekki lengur reiðubúinn að leggja sama trúnað á hlutina eins og ég gerði áður. EPA-sýran finnst í sjávardýr- um og hefur sennilega mikla þýð- ingu í hjörtum sela og hvala. Það er óvíst að framboðið sé ófull- nægjandi hjá mönnum heldur er það ummyndun þess og nýting í mannslíkamanum, sem kann að hafa raskast hjá kransæðasjúkl- ingum.“ — Nú mun fljótlega vera vænt- anlegt á markað lyf frá Japan, sem inniheldur EPA-sýru. Á þetta lyf að hjálpa stórlega í baráttunni gegn hjartasjúkdómum. Hver er skoðun þín á þessu lyfi? „Ég hef ekki trú á að það hafi tilætluð áhrif. Því er ætlað að hafa áhrif á blóðstorknun m.a., en ég geri ráð fyrri að líkaminn að- lagist því á nokkrum vikum og þá hættir það að verka. Þetta er eitt af þessum töfralyfjum, sem vekja athygli í upphafi, en gleymast svo. Það er skoðun mín , að fólk, sem t.d. hefur neytt fisks reglulega og tekið lýsi, verði áhrifa þessa lyfs ekki vart.“ — Áttu þá ekki von á að niður- stöður þínar fái blendnar viðtök- ur? „Ég er viðbúinn slíku. Hins veg- ar er því ekki að neita, að þegar ég skýrði frá þessum rannsóknum okkar a Advanced Study Institute í Maratea a ’ fýrra vakti þetta mikla athygli. Að baKi þessum niðurstöðum liggja þrot- lausar rannsóknir í 10 ár. Vel að merkja; þær hafa allar farið fram hér á landi. Af því er ég ákaflega stoltur. Með árunum hef ég orðið var- kárari. Áður hætti manni frekar til að alhæfa út frá gefnum for- sendum. Þegar um svona alvarleg málefni er að ræða má ekki sleppa rannsóknarþættinum. Ég hef brennt mig of oft í gegnum árin til þess að láta glepjast jafn auð- veldlega. Ég minnist þess vel, að hér á árum áður þótti sjálfsagt að setja fólk, sem fengið hafði kransæða- stíflu, í megrun strax á sjúkrahús- inu. Var tilgangurinn m.a. að minnka álagið á hjartað. Þetta þótti sjálfsagt og virtist mjög eðli- leg ráðstöfun. Dæmið var hins vegar ekki hugsað til enda. Við framkölluðum kransæða- stíflu hjá hundum. Settum þá síð- an á prótínsnauða fæðu. Hvað gerðist? Dánartíðnin sexfaldaðist og hjartabatinn varð miklu lakari en hjá hundum, sem aldir voru á venjulegu fæði. Hjartað er nefni- lega ákaflega viðkvæmt fyrir breyttu mataræði og þarfnast próteins til vöðvaviðgerða. Þá er vert að geta þess, að kan- ínur hafa mikið verið notaðar til rannsókna á æðakölkun og mynd- un kransæðasjúkdóma. Eru kan- ínur þá aldar á fituríku fóðri, oft með miklu kolesteroli. Þetta fóður veldur æðakölkun hjá kanínunum. Ég efast um að kanínur séu hent- ug tilraunadýr til að rannsaka eðli kransæðasjúkdóma hjá mönnum. Kanínur eru eingöngu jurtaæt- ur, en rottan er alæta eins og mað- urinn. Ég gerði t.d. tilraunir á kanínum á meðan ég dvaldi í Þýskalandi í fyrra. Þar gaf ég þeim sama fóðrið og ég hafði gefið rottunum hér heima, þ.e. lýsis- blandað. Þær voru allar dauðar eftir 5 vikur. Kanínur eru einfald- lega ekki vanar lýsi. Breytingin á mataræðinu varð þeim um megn. Samt hefur mikið verið stuðst við rannsóknir á kanínum í tilraunum með áhrif mismunandi fæðufitu á hjartavöðvann. Kanínur eru ein- faldlega ekki réttu dýrin. Því tek ég niðurstöðum, sem tekið hafa mið af tilraunum gerðum á þeim, með miklum fyrirvara." — Nú kynni einhver að segja sem svo að lítið væri að marka rannsóknir á hjörtum úr dauðum mönnum og dýrum. „Jú, mikið rétt. Aðrir möguleik- ar eru bara því miður ekki fyrir hendi. Vísindin eru síður en svo óbrigðul og hafa sína annmarka. Þótt eitthvað sé gert í nafni vís- indanna þýðir það ekki endilega að það sé rétt. Það er kannski þess vegna, sem fólk verður svo oft fyrir vonbrigðum. E.t.v. er búið að vekja einhverja oftrú á vísindunum. Það er sum- part sök vísindamannanna sjálfra. Þótt hlutverk vísindanna sé öflun þekkingar og skilnings á eðli mannsins, umhverfi hans og nátt- úrunni an.'Í, eru vísindunum takmörk sett. Við munuiu “h^* leysa allar gátur lífsins með hinni vísindalegu aðferð." — SSv. Ágústa Guðmundsdóttir að störfum í rannsóknastofunni. KRANSÆÐASTÍFLA Uggvekjandi aukning tíðni þessa lúmska óvinar mannsins Vaxandi tíðni hjartasjúkdóma og hjartadauða í öllum svokölluðum menningarþjóðfélögum hofur aukið áhuga manna á starfsháttum hjartans. Þessi aukni áhugi á hjartanu kemur ekki aðeins fram í læknastótt, heldur einnig á meðal almennings. Hin uggvekjandi aukning á tíðni kransæða- og hjarta- sjúkdóma bendir til þess að breyttir lífhættir geti verið mikilvægur þáttur í þessari þróun. Þótt skoðanir séu mjög skiptar um einstaka þætti þessarar þróunar eru flestir vísindamenn, sem starfa á þessu sviöi, þeirrar skoðuner. aö engin ein orsök geti legiö til grundvallar vaxandi tíöni æða- og njáfíSSjýkdóma. Hjartað er undravert líffæri. Fáar vélar, búnar iii áí manna höndum, eru sambærilegar við hjartavöðvann að afköstum. Hjartað slær stöðugt, frá myndun fósturs- ins til dauðadags. Slær það mestan hluta ævinnar u.þ.b. 70 sinnum á mínútu eöa 37 milljón sinnum á ári. Viö hvern hjartslátt dælir hjartað 170 teningssenti- metrum af blóði. Á 70 ára ævi dælir hjartað því um 400 milljón lítrum af blóði. Viö eðlilegan hjartslátt fram- kvæmir hjartað jafnmikla vinnu og þarf til aö lyfta bíl um 'h metra frá jöröu á klukkustundar fresti. Kransæðastífla hefur um langt skeiö veriö talin al- gengasta orsökin að hjartadrepi og skyndilegum hjarta- dauða. Hjartadrep er varanleg skemmd í hjartavöðva þar sem örvefur kemur í staö vöövans, sem skaddaöist. Hjartadrep er afleiöing af ónógum aöflutningi súrefnis og eldsneytis til hjartavöðvans. Slíkt getur gerst við óeðlilega áreynslu á heilbrigðan líkama ef efnaþörf hiartans fer yfir þau mörk, sem líkaminn ræður við. Eftir kransásðsstíflu veröur hluti hjartavöðvans óstarfhæfur. Jafnframt minnkar magn orkuríkra efna í óskaddaða hluta hjartans og starfsgeta hjartans þverr einnig af þeim sökum. Vinnuna, sem skaddaði hlutinn skilaði áður, veröur nú að leggja á þann hluta hjartans, sem enn er starfhæfur. Þótt heildarvinnuafköstin minnki, eykst álagið á hverja einingu af starfhæfum vöðva. Veldur þetta aukna vinnuálag aukinni orkunotk- un. Getur notkunin orðið meiri en orkuframleiöslan, þannig að magn hinna orkuríku efna í hjartavöðvanum fari þverrandi. Viðbrögö hjartans gagnvart þessu aukna vinnuálagi á hverja starfhæfa vöðvaeiningu er að auka fjölda vöðva- eininganna. Þ.e. að auka vöövamagnið aö nýju og reyna að bæta skaöann á þann hátt. Viö þennan vöðvavöxt bætast fleiri vöövaeiningar viö starfhæfa hjartahlutann. Þessar einingar framleiöa bæði orkurík efni og taka á sig ákveðinn hluta vinnuálagsins. Eftir því, sem vöðvinn vex og lagfæringar verða á skaddaöa hluta hjartans, færast vinnuafköst og efnaskipti hjartans smám saman í eölilegt horf. — SSv.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.