Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 4
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1982 Sýning Snorra G. Árnasonar Myndlíst Valtýr Pétursson Það er mikill hraði á sýningum í Gallerí 32. Það líður ekki langur tími millum sýninga, og í fáum orðum sagt, er mikið iíf í tuskun- um. Nú stendur þar yfir sýning á myndum eftir Snorra G. Árnason, en á honum veit ég engin deili, nema hvað mér var sagt á sýn- ingarstað, að hann væri að norð- an. Bóndi úr Svarfaðardal eða fyrrverandi bóndi, en auðvitað er slíkt ekki mergurinn málsins. Mergurinn málsins er sá, að hér er á ferð maður, sem virðist hafa haft sérlegan áhuga á myndgerð og látið þann draum rætast, að koma verkum sinum á framfæri við almenning. Það er raunar al- kunna í þjóðfélagi okkar, að draumur um menningarafrek, bæði í skáldskap og öðrum list- greinum, er landlægur með þess- ari fámennu þjóð, er byggir ís- land. Oft hafa gullkorn orðið til af þessum draumi, en vart er þau að finna á þessari sýningu Snorra G. Árnasonar. Hér mun fyrsta sýning Snorra vera á ferð, að minnsta kosti í höf- uðstaðnum. Hann sýnir olíumál- verk og pastelmyndir, sem eru 37 talsins. Þarna eru landslagsmynd- SKÓLARITVÉLAR Monica rafritvélin er allt í senn skóla-, feróa- og heimilisritvél, ótrúlega fyrirferöarlítil, ódýr og fáanleg í tveimur litum. Hálft stafabil til leiöréttingar, 44 lyklar, 3 blekbandsstillingar o.m.fl. sem aöeins er á stærri geröum ritvéla. Fullkomin viógeröa- og varahlutaþjónusta. o Olympia [RÆ^©Ö^](yj© KJARAIM HF ÁRMULI 22 - REYKJAVÍK - SÍMI 83022 S Unh/HEFUR LEY5T VANDAMÁLK> MEDSTIGANA Ein af óteljandi útfærslum UNIV stigana hljóta að henta þér, hvort heldur þig vantar stiga upp á hana- bjálka, milli hæða heima, i fyrirtækinu, verksmiðjunni, sumarbústaðnum, já, hvar sem er. UNIV stigarnir eru gerðir af þýsku hugviti og það nýjasta í stigaframleiðslu. Framleiddir í einingum, lóttir og auðveldir í uppsetningu og ef um sórstök vandamál er að ræða, býðst TÖLVU- ÞJÓNUSTA. Þú skilar teikningu eöa máli af staðnum, þar sem stiginn á að koma og tölvan sér siðan um af- ganginn: Segir til um útfærslu og skilar tilboði. Mögu- ielkamlr eru óteljandi. Stigarnir fást meö teppum eða tréþrepum. Uppsetningarþjónusta. Verðið er mjög hag- stætt og afgreiðslufrestur stuttur. Myndbæklingar fyrir- llggjandi. ir og fantasíur, eins og meistari Kjarval nefndi það. Plánetusýn er titill þriggja þessara mynda, og gefur það nokkra hugmynd um, hvað þarna er á ferð. Af pastel- myndunum fannst mér lítil mynd No. 29 bera af: Gerð í gráum tón- um og viðkvæm í litameðferð. En það sem er til hins betra í bestu verkum Snorra, er einmitt, að stundum bregður fyrir kafla í þessum myndum, sem sýnir, að hann hefur meðfædda tilfinningu fyrir samsetningu lita, en þvi mið- ur sést þetta á of fáum stöðum á þessari sýningu. No. 1, 6, 7 og 13 sýna þessa eiginleika, en samt ná þeir ekki til að gera myndirnar þannig úr garði, að maður geti hafið þær til lofs. Augljóst er af þessari sýningu, að Snorri G. Árnason er ekki lang- skólagenginn í listgrein sinni. Lít- ið er hugsað um myndbyggingu og mikið af undirstöðuatriðum mál- verksins eru víðs fjarri. Það er ekkert ánægjuefni að þurfa að taka þannig við verkum bónda að norðan, en væri ekki hlegið að búskap myndlistarmanns, sem tæki sig upp og færi að stunda fjárrækt norður við Eyjafjörð? Það er sem ég sæi sjálfan mig í slíku vafstri, Guð minn góður. Það hafa ekki verið neinar af- burðasýningar að undanförnu í Gallerí 32. Getur það verið, að ráðamenn á þeim stað, séu ekki nægilega harðir í horn að taka? Góðmennskan er ein af erfiðustu dyggðum tilveru okkar á þessari plánetu og tvíeggjað sverð, sem hæglega verður jafnt til árásar sem varnar. Það er hættulegt að eiga við list, nema menn séu al- gerlega öruggir með sjálfa sig, og hver er það? Valtýr Pétursson Lítil en góð byrjun Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Spilafífl. 30. júní. Steinar PLAT 1513. Vegna ummæla Sigurðar Sverrissonar í Morgunblaðinu ekki alls fyrir löngu, þar sem þessi mikli þungarokksaðdáandi lýsti ánægju sinni með leik hljómsveitarinnar Spilafífl á Borginni, var ekki laust við að ég hlakkaði til að hlusta á fyrstu smáskífu flokksins „3.—30. júní". Plata þessi kom út fyrir stuttu og á henni eru aðeins tvö lög. Á hlið A er lagið „Playing Fool“ og B-hliðin geymir „Sæll“. „Playing Fool“ er nokkuð skemmtilegt þó svo að í því sé að finna ýmsar fyrirmyndir. Lagið er vel spilað og söngur Sævars er skemmtilegur, þó svo deila megi um gæði hans. Ekki veit ég hvort það er rétt , en einhvernveginn get ég ekki losnað við nafnið Bodies úr huganum þegar hlýtt er á lagið. Annað var það sem ég tók eftir og er ekki alveg sáttur við, en það er „sándið" í orgelinu. í fyrra laginu finnst mér þetta þunga „sánd“ draga þetta ann- ars fríska lag nokkuð niður. Ef- laust er þetta bara smekksatriði. „Sæll“ er greinilega samið undir áhrifum frá Talking Heads. Það er í sjálfu sér allt í lagi, en í staðinn verða áhrifin ekki eins mikil. Platan kom mér í sjálfu sér ekki mikið á óvart. Gjarnan hefði ég viljað heyra fleiri lög og þá á tólf tommu. Það hefði gefið mun betri mynd af flokkunum. En vonandi kemur það næst og þá gerir ég ráð fyrir að flokkur- inn verði búinn að semja sína eigin tónlist, áhrifin er þó sjald- an hægt að losna við, sama hver á í hlut. Komnir á rétta braut 10 CC. Ten out of 10. Mercury 6359 048. Hljómsveitin 10 CC var stofn- uð í Manchester á Englandi árið 1972 af þeim Eric Stewart, Lol Creme, Graham Gouldman og Kevin Godley. Áður höfðu þeir allir komið nálægt tónlist, þó misjafnlega mikið. Creme og Godley höfðu verið saman í listaskóla og spilað saman í óþekktri hljómsveit, en Stewart og Gouldman spiluðu saman í hljómsveitinni The Mindbenders sem átti hit-lag árið 1966 en það fór í fimmta sæti breska listans. Þessi hljómsveit sprakk árið 1968 og Gouldman hélt til Amer- íku en Stewart stofnsetti stúdíó sem hann kallaði Strawberry Studios og fékk Creme og Goud- ley til að vinna með sér þar. Það var svo árið 1973 að fyrsta 10 CC platan leit dagsins ljós. Áður en sú plata kom út höfðu þeir sent frá sér nokkur lög á litlum plötum sem öll höfðu gengið frekar vel. Fyrstu plöt- una nefndu þeir einfaldlega „10 CC“ en platan fékk nafnið „Street Music" og þykir hún nokkuð góð. Það eru hinsvegar þriðja og fjórða platan sem hæst ber á ferli 10 CC. Þriðja platan „The original Soundtrack" er frábær en á henni er meðal ann- ars að finna lagið „I’m not in love“ sem naut gífurlegra vin- sælda. Fjórða platan kom út 1976 og heitir „How dare you?“. Þessi plata gefur þeirri á undan ekkert eftir nema síður sé. Áður en næsta plata náði að koma út var flokkurinn sprunginn. Lol Creme og Kevin Godley hættu vegna ágreinings um hljóðfæri sem þeir voru að smíða og þróa. Hljómsveitin hafði ætíð verið samansett úr tveimur dúettum, þannig að lokum hlaut að koma upp ágreiningur og hljómsveitin að skiptast. Creme og Godley fóru og héldu áfram með hljóð- færið sitt, en hinn helmingurinn hélt áfram sem 10 CC. Siðan þetta gerðist hefur fátt bita- stætt komið frá 10 CC. í fyrstu voru þeir bara tveir en síðan bættu þeir fleirum í hópinn en allt kom fyrir ekki. Hljómsveitin var ekki eins góð og hún hafði verið á meðan þeir voru fjórir. Nú ekki alls fyrir löngu sendi 10 CC frá sér nýja plötu, „Ten out of 10“ og hefur hún að geyma 10 lög eftir þá Stewart og Gouldman. Þess ber að geta að nú eru þeir aftur orðnir tveir. Það er aðeins í fjórum lögum sem þeir notast við fleiri en einn aðstoðarleikara. Öll lögin á plötunni teljast til vandaðra popp-laga. Þau eru öll frekar róleg og í sumum þeirra má finna þef af eldri lögum. Sér- staklega frá „The original Soundtrack" og „How dare you?“. Þó er þessi plata betri en það sem þeir hafa sent frá sér frá því að hinir tveir hættu. Söngur Stewarts er mjög góður sem fyrr, svo og allt undirspil en það sem vantar er kraftur. Hann er enginn og platan þess vegna máttlaus. Samt sem áður heyrist mér eins og það megi gera ráð fyrir því að nafnið 10 CC fái aft- ur sinn gamla ljóma sem „Súp- ergrúppa".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.