Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 18
58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1982
Friðfinnur Kristins-
son — Minningarorð
Fæddur 27. október 1926
Dáinn 26. apríl 1982
Hverfleiki hins mannlega í ver-
öldinni er aldrei jafn bitur, og
þegar missir góðs vinar og félaga
ber að, án undirbúnings og fyrir-
boða. Þá setur að huga manns
trega og sorg, á stundum svo
harða og feiknlega að vitleg hvörf
eru þar lítt til friðunar. Svo varð
mér, þegar ég frétti lát frænda
míns og vinar, Friðfinns Krist-
inssonar. Hann lézt 26. apríl síð-
astliðinn.
Friðfinnur Kristinsson var
fæddur í Reykjavík 27. október
1926. Foreldrar hans voru hjónin
María Jónsdóttir frá Seljatungu í
Flóa og Kristinn Ágúst Frið-
finnsson frá Skógsnesi í sömu
sveit. Þau voru systkinabörn.
Ættir þeirra eru árneskar og
rangæskar, en iengra fram má
rekja þær til þjóðkunnra manna.
Friðfinnur Þorláksson, afi Frið-
finns, drukknaði við Loftsstaða-
sand ásamt þremur skipsfélögum
sínum.
Friðfinnur Kristinsson var
snemma góður námsmaður, þegar
hann tók fullnaðarpróf var hann
meðal hæstu nemanda Miðbæj-
arskólans í Reykjavík. Hugur
hans stóð mjög til mennta, en for-
eldrar hans höfðu ekki aðstæður
til að kosta hann til náms. Hann
stundaði því verkamannavinnu
fyrst í stað, og vann við járnalagn-
ingar í byggingar í Reykjavík
ásamt föður sínum.
Brátt kom í ljós, að hann hafði
óvenjulega hæfileika í reikningi
og nam á skömmum tíma aðalund-
irstöðu burðarþolsfræði við bind-
ingu járna í loft. Vakti þetta at-
hygii verkfræðinga og fengu þeir
hann á stundum til að leysa verk-
efni á þessu sviði, þegar annasamt
var.
Árið 1941 hóf hann nám í Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni og
lauk þar prófi vorið 1943. Haustið
1945 hóf hann nám í Samvinnu-
skólanum og lauk þar verslun-
arprófi vorið J945. Þá hóf hann
vinnu hjá Almenna byggingarfé-
laginu norður á Siglufirði við
skrifstofustörf og vann þar til árs-
ins 1946, en varð þá gjaldkeri hjá
fyrirtækinu og gegndi því til árs-
ins 1955, en varð þá framkvæmda-
stjóri Öxuls hf. Hann varð síðar
framkvæmdastjóri fleiri fyrir-
tækja. En síðustu árin vann hann
mest að bókhaldi heima, sökum
heilsubrests, en jafnframt annað-
ist hann samningsgerð og ýmiss
konar launaútreikninga fyrir
verkalýðshreyfinguna.
Árið 1952, 20. júní, kvæntist
Friðfinnur Ósk Sópusdóttur frá
Drangsnesi. Sonur þeirra er séra
Kristinn Ágúst Friðfinnsson,
prestur í Staðarprestakalli í Súg-
andafirði, kvæntur Önnu Margréti
Guðmundsdóttur. Þau eiga tvö
börn.
Friðfinnur var mjög vel að sér
um vélar og annaðist um skeið
uppbyggingu varahlutabyrgða í
vélar hjá Almenna byggingarfé-
laginu. I sambandi við það fór
hann til Bandaríkjanna til náms
og kynningar. Starf þetta var
vandasamt og reyndi mjög á hæfi-
leika hans, jafnt í málakunnáttu
og allskonar útreikningum. Hann
var í miklu áliti hjá húsbændum
sínum, Gústafi E. Pálssyni og
Árna Snævari, verkfræðingum.
Friðfinnur tók miklu ástfóstri
við marga ættmenn, kunningja og
sveitunga konu sinnar. Hann
hafði sérstakt yndi af því að kynn-
ast lífsbaráttu, hugsunarhætti og
venjum fólksins norður á Strönd-
um. Hugur hans var fanginn af
viðfangsefnum, sem voru honum
ný og áður óþekkt á fjörrum
ströndum Dumbshafsins. Þar var
heimur ævintýra og töfra, er
veittu nýjan skilning á lífinu, fjöl-
breytni þess og viðhorfum, en
langtum fremur hvíld frá önnum
hins daglega.
Friðfinnur var sérstaklega
trygglyndur og góður félagi. Hann
var hjálparhella vanmegna og
undirokaðra, veitti slíkum oft að-
stoð og hálp. Ævi hans einkennd-
ist af góðvild og greiðasemi. Þeim
sem unnu vináttu hans varð greið-
ur aðgangur að hjálp hans og
fyrirgreiðslu. Þar var ánægja
hans, full í raun og festu góðs
drengs. Lífið varð honum nautn af
feginleik samferðamannanna,
þrátt fyrir veikindi og erfiðleika
siðustu áranna.
Við leiðarlok vil ég þakka Frið-
finni frænda mínum fyrir margar
ánægjustundir er við áttum sam-
an, jafnt við leik og starf. Gleði
hans var sönn á góðri stund, ljúf-
mennska hans og drengskapur
ómetanlegur. Það er gott að hafa
átt frændsemi hans og vináttu.
Það hefur breytt gráum hvers-
dagsleika í gleði.
Eg samhryggist konu hans,
syni, tengdadóttur og barnabörn-
um. Minningin um hann merlar
hið komandi og lýsir fram á veg-
inn.
Jón Gislason
Síminn hringdi snemma morg-
uns 26. apríl, systir mín var í sím-
anum og sagði, „ég þarf að segja
þér sorgarfréttir, hann Friðfinnur
er dáinn".
Þrátt fyrir sjúkdómana, sem
hann mátti líða fyrir, datt engum
í hug að hann færi svo fljótt í
hinstu förina.
Mér er ljúft að minnast Frið-
finns með nokkrum kveðjuorðum,
svo margt á ég og börnin mín hon-
um að þakka.
Eg kynntist Friðfinni fyrst árið
1952, er hann kvæntist systur
minni Ósk Sóphusdóttur. Kynntist
ég einnig foreldrum hans, Maríu
Jónsdóttur og Kristni Friðfinns-
syni og sömuleiðis systrum hans
tveimur, Jónu og Kristínu, elsku-
legu fólki. Foreldrar hans eru dán-
ir, en systurnar kveðja hjartkær-
an bróður.
Fyrstu hjúskaparárin bjuggu
þau systir mín og Friðfinnur á
Mímisvegi 2. Þangað kom ég oft og
var tímunum saman. Það var
notalegt fyrir mig, ungling utan af
landi, að koma á heimili systur
minnar. Hún átti svo góðan mann,
kannski gekk maður á lagið þess
vegna. Friðfinnur og Ósk eignuð-
ust einn son, sem ber nafn afa
síns, Kristins Ágústs Friðfinns-
sonar. Kristinn er giftur Önnu
Margréti Guðmundsdóttur, hjúkr-
unarkonu, og eiga þau tvö bðrn,
Friðfinn Frey og Melkorku Mjöll.
Síðastliðið haust vígðist Kristinn
prestur til Suðureyrarprestakalls.
Þangað fór Friðfinnur í haust að
heimsækja fjölskylduna, og þar
átti hann nafna sem hann talaði
oft um. Barnabörnin tvö, Friðfinn-
ur Freyr og Melkorka Mjöll, voru
eins og sólargeislar í lífi hans.
Eg minnist Friðfinns sem
trausts og hjálplegs manns, sem
óhætt var að leita ráða hjá. Ég
fann að hann var maður sem hafði
réttláta yfirsýn yfir þau mál sem
um var fjalíað hverju sinni og
óhætt að slá því föstu hver svo
sem niðurstaðan varð.
Sú niðurstaða sem Friðfinnur
komst að var alltaf tekin til
greina, enda leituðu fjölmargir
álits og ráða hjá honum. Hann
brást aldrei trausti fólks. Atvinnu
sína varð hann að stunda heima
hjá sér, í Álftamýri 55, seinni árin
vegna veikinda sinna. Friðfinnur
sat alla daga fram á kvöld og oft
um helgar við bókhald, þar sem
hans fádæma skarpskyggni og
hugarreikningssnilli kom sér vel.
Nú þegar ég kem á heimili syst-
ur minnar og Friðfinns og sé stól-
inn hans auðan, er erfitt að sann-
færast um það að við eigum ekki
eftir að sjá hann sitja í stólnum
við skrifborðið. Hann hefur lagt
upp í ferðina löngu.
Ég minnist þess þegar ég í
vandræðum mínum fyrir mörgum
árum, með lítil börn, var húsnæð-
islaus. Þá stóð hús Friðfinns mér
opið og ég hafði oftar en einu sinni
þurft á hans hjálpsemi og um-
burðarlyndi að halda. Hann var
einstaklega góður maður, sem
okkur öllum þótti vænt um.
Hann átti sinn þátt í því, að ég
ákvað að sækja um íbúð hjá
Framkvæmdanefndinni 1967 þeg-
ar þær voru auglýstar til umsókn-
ar. Friðfinnur lagði dæmið fyrir
mig. Utkoman var örugg, ég sótti
um íbúð. Á heimili hans var ég
aftur þar til ég gat flutt í nýju
íbúðina sem mér var úthlutað.
Friðfinnur bar einstaka umhyggju
fyrir mér og börnum mínum.
Dóttir mín minnist með þakklæti
ferðanna, sem þau fóru saman í
bæinn árlega, nokkrum dögum
fyrir jól. Synir mínir sakna hans
mjög, þeim þótti svo vænt um
hann.
Ég minnist þess, er ég 1968
flutti í nýja íbúð og Friðfinnur og
vinur hans, Grétar, hjálpuðu mér
við flutningana. Já, það var sigur-
gleði að vera komin í eigin íbúð.
Ég þakka Friðfinni alla hans góð-
vild og hjálpsemi.
Sama er systrum mínum og
þeirra fjöldskyldum efst í huga er
við kveðjum hann. Á nokkurra ára
fresti fór hann norður til æsku-
stöðva Óskar að Drangsnesi. Það
var ætíð tilhlökkunarefni fyrir
tengdaforeldra hans þegar von var
á Friðfinni. Hjá þeim hvíldist
Friðfinnur og þau nutu þess að
eiga góðan tengdason sem þau
báru virðingu fyrir. Þau syrgja
hann sárt.
Á fyrstu ferðunum norður
kynntist Friðfinnur mörgum á
Drangsnesi. Fólk þar gerði sér far
um að kynnast honum og einnig
fólk í næstu sveitum. Þarna var á
ferðinni maður, sem það vildi
kynnast og þekkja, enda hefur
haldist vinsemd við þetta fólk alla
tíð og það notið hans réttsýni og
góðvildar þegar það hefur leitað
til hans.
„Allt eins og hlómstriA eina
upp vex á sléttri grund
fagurt meó frjóvgun hreina
fyrnt um dags morgunstund,
á snöggu augabragdi
af skorió veróur fljótt,
lit og blöó nióur lagói,
líf mannlegt endar skjótt.“
(H.P.)
Við þökkum Friðfinni árin, sem
við áttum hann að.
Eftirlifandi syrgjendum biðjum
við Guðs biessunar.
Laufey Sóphusdóttir og börn.
Ég ætla hér að minnast ástkærs
tengdaföður, Friðfinns Kristins-
sonar. Ég mun ekki leitast við að
rekja ættir hans, heldur mun ég
láta öðrum það eftir.
Hann kvæntist Ósk Sóphusdótt-
ur sjúkraliða árið 1952. Ósk er
mektarkona og dugleg, góð móðir
og frábær amma.
Ósk og Friðfinnur áttu einn son,
Kristin Ágúst. Hann er prestur á
Suðureyri við Súgandafjörð.
Þegar ég fyrst kynntist Frið-
finni tengdaföður mínum, kom
hann mér fyrir sjónir sem strang-
ur, djúpt þenkjandi, íhugull, róleg-
ur og prúður maður.
Eftir því sem árin liðu komst ég
að raun um, að bak við strangleika
og festu bjó viðkvæm sál og elsku-
legur maður. Hann var mikill
mannkostamaður. Hann var sér-
stæður persónuleiki, sem naut
mikillar virðingar, bæði eiginkonu
sinnar og sonar og allra sem.hon-
um kynntust.
Hann var maður víðsýnn, rök-
fastur og tók aldrei ákvörðun,
nema að vel athuguðu máli. Til
hans leituðu margir ráða og
lausna á vandamálum. Leitaðist
hann við að ná sem farsælastri
lausn á því máli sem þá lá á
skrifstofu hans. Eftir að hafa
kynnt sér allar hliðar málsins, tók
hann ákvörðun og þá ávallt með
hag skjólstæðings síns fyrir
brjósti og sem ætíð var byggð á
sterkum rökum og sanngirni.
Friðfinnur var afkastamikill og
duglegur maður. Hann virtist allt-
af hafa tíma fyrir alla og alltaf
gaf hann sér tíma til að hlusta.
Friðfinnur var mikill bókamað-
ur enda átti hann ágætt bókasafn.
Hann var vel menntaður maður í
þess orðs fyllstu merkingu.
Hann útskrifaðist sem af-
bragðsnemandi frá Samvinnuskól-
anum árið ’45. Stuttu eftir að
hann útskrifaðist úr Samvinnu-
skólanum, var hann fenginn til að
taka að sér ábyrgðarmikið starf.
Hann var fenginn til að gegna
störfum gjaldkera hjá Almenna
byggingarfélaginu.
Þetta þótti einstakt, enda var
hér á ferð maður með einstaka
kunnáttu í bókhaldi og þeim fræð-
um öðrum sem á þurfti að halda
við þetta ábyrgðarmikla starf.
Seinna á starfsferli sínum gerð-
ist hann framkvæmdastjóri Öxuls
hf.
Friðfinnur gekk ekki heill til
skógar seinustu æviár sín. Hann
þjáðist af sykursýki og afleiðing-
um hennar. Hann var einstaklega
vel upplýstur um sjúkdóm sinn,
því er hann veiktist aðeins 36 ára
gamall, var einstakt hvernig hann
brást við. Hann fór á stúfana til
að kynna sér málin og viðaði að
sér bókum læknisfræðilegs eðlis
og kynnti sér sjúkdóminn gaum-
gæfilega. Annað mál er svo hvort
hann fór eftir því.
Hann bar ekki tilfinningar sín-
ar auðveldlega á torg. Öft var
hann mikið veikur en aldrei kvart-
aði hann og aldrei virtist hann
daufur eða bitur, en sú tilfinning
grípur oft fólk sem þjáist af lang-
varandi sjúkdómum.
Kannski var oft ástæðan sú, að
hann hafði svo margt annað að
hugsa um en sjálfan sig, hann
hugsaði fyrst um aðra alla tíð.
Seinustu æviárin vann hann
heima og tók að sér bókhald fyrir
einstaklinga og fyrirtæki. Átti
hann þar marga fasta og góða
viðskiptavini.
Þó fjölskyldur okkar hafi ætíð
staöið við hliðina á okkur Kristni,
börnunum okkar Friðfinni Frey og
Melkorku Mjöll, þá var það þó
ætíð Friðfinnur, pabbi, tengda-
pabbi og afi, sem við lögðum allt
okkar traust á.
í mínum augum var það ekkert
sem hann tengdapabbi gat ekki.
Hann jafnvel tók að sér að gæta
barnanna okkar, þegar svo bar
undir. Hann var ætíð góður og
mikill afi.
Öll höfum við mist mikið, því
góður og hjartahlýr maður er fall-
inn í valinn.
Eftir að við fluttum til Suður-
eyrar við Súgandafjörð, kom hann
og lagði hönd á plóginn með
okkur. Hann hjálpaði okkur að
koma okkur fyrir, þó kraftar hans
færu dvinandi lagði hann á sig
ómælda vinnu frá morgni til
kvölds.
Ég þakka mínum ástkæra
tengdaföður samfylgdina, þó stutt
væri. Hún verður mér ávallt
minnisstæð og ég hugsa til hans
með þakklæti fyrir allt og allt.
Guð blessi minningu Friðfinns
Kristinssonar. Minningin um
hann mun lifa í hjörtum okkar þar
til við hittumst á ný. Ég bið góðan
Guð að styrkja Ósk, tengdamóður
mína, í hennar mikla harmi.
Tengdadóttir og harnahörn
Þar sem góðir menn fara eru
Guðsvegir.
Einn í þeim hópi var Friðfinnur
Kristinsson, Álftamýri 55 hér í
borg. Hann gekk á vit feðra sinna
þann 26. þ.m. aðeins 55 ára að
aldri á jafn hljóðlegan hátt og lífs-
ganga hans hafði verið.
Ég mun ekki telja upp ættstofna
Friðfinns heitins, þótt þeir séu
mér að nokkru kunnir, það mun
verða gert af öðrum mér færari.
Þó gott sé að eiga góðan stofn að
baki, er hitt þó mest um vert hver
maðurinn var sjálfur.
Friðfinnur var vel menntaður.
Var hann útskrifaður úr Laugar-
vatnsskóla og síðar Samvinnu-
skólanum með hæztu einkunnir,
þótt stærðfræðin risi þar hæzt,
því talan 10 var hans metnaður í
þeirri grein alla hans skólatíð, og
fór hann létt með það. Það var á
allra vitorði er þekktu hann hve
talnafræðin var honum létt og
eðlislæg.
Það voru margir, sem leituðu
aðstoðar Friðfinns heitins með sín
einkamál, og tók hann á móti með
sinni alkunnu ljúfmennsku sem
vinir væru, og í hans höndum leys-
tust allra mál á fljótan og einfal-
dan hátt, svo auðvelt átti hann
með að sjá hvar skóinn kreppti að.
Bókhaldsstörf voru hans
aðalstörf, og var það sama hvort
hann vann hjá fyrirtækjum eða
fyrir einstaklinga, öll sín störf
leysti hann af hendi af sinni al-
kunnu samvizkusemi.
Þótt Friðfinnur sæti ekki á stóli
stjórnarherra eða þeirra, sem
ráða gerð þjóðfélagsmyndarinnar,
var oft til hans leitað frá þeim
aðiljum, því þeir vissu hve glögga
yfirsýn hann hafði á gang þjóð-
mála og reyndust ráð hans hald-
góð og rökföst.
Friðfinnur heitinn lifði þá tíma
að sjá þjóð sína hefjast upp úr
örbyrgð og allsleysi til velsældar
og lífsgæða, þótt honum finndist í
seinni tíð syrta í álinn, og þessi
lífsmynd ásamt góðri menntun
gaf honum haldgóða yfirsýn yfir
framgang mála, því sjálfsmenn-
tun og lestur fræðandi bóka settu
hann á bekk með þeim sem bezt
eru menntaðir, svo vel nýttist ho-
num háskóli lífsins.
Ég er einn af þeim, sem eig-
naðist vináttu Friðfinns heitins til
margra ára og bar þar aldrei
skugga á, og er ég forsjóninni
þakklátur yfir að hafa fengið að
njóta hennar og alls þess sem ég
lærði af honum á okkar mörgu
samræðufundum. Friðfinnur hei-
tinn átti lengi við mikla vanheilsu
að stríða, en hann bar það allt sem
sönn hetja, enda naut hann
traustrar umhyggju sinnar ágætu
konu, Óskar Sóphusdóttur, sem
bjó honum fallegt og friðsælt hei-
mili að Álftamýri 55, og var
ánægjulegt að njóta gestrisni
þeirra hjóna.
Friðfinnur lifði það að sjá ein-
kason sinn, séra Kristinn Ágúst
ljúka námi og helga sér göfugt
lífsstarf. Hann dáði tengdadóttur
sína, Önnu Margréti Guðmunds-
dóttur, og gleðiblikið sem maður
sá í augum hans, þegar hann leit
barnabörnin sín, sýndi að þar
fann hann sína lífsfyllingu.
Dauðinn spyr hvorki um aldur
eða atgerfi. Hann kemur óvænt og
tekur sitt, þótt okkur mannanna
börnum finnist kallið oft koma of
fljótt.
Ég sendi fjölskyldu Friðfinns
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur í þeirra miklu sorg. Ég fylgi
honum í huganum yfir landamæ-
rin og veit, að þar situr hann á
friðarstóli. Guð geymi Friðfinn
um alla eilifð.
Vinur
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sondi-
bréfsformi. Þess skal einnig get-
ið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort Ijóð um hinn látna eru ekki
birt á minningarorðasíðum
Morgunbiaðsins. Handrit þurfa
að vera vélrituð og með góðu
línubili.