Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ1982 47 Eiríkur Jónsson kom út 1941 undir heitinu Á hverfanda hveli. Sú bók vakti geysimikla athygli lesenda en var tæpast í jafnmiklum hávegum höfð meðal þeirra sem töldu sig málsvara æðri bókmennta. Eirík- ur segir meðal annars um hliðsjón þá sem hann telur að Laxness hafi haft af verki þessu: »1 frumuppkasti klukkunnar virðist tekið mið af aðalpersónu þeirrar skáldsögu Mitchells, Scarlett O’Hara, við sköpun sögu- persónunnar Snæfríðar.« Áður en Laxness hóf að skrifa íslandsklukkuna, eða samhliða því, skrifaði hann hjá sér — í minnisbækur — margvíslegt sögu- legt efni sem síðar varð uppistaða verksins. Minnisbækur þessar eru geymdar á Landsbókasafni. Eirík- ur hafði vitanlega aðgang að þeim og má segja að þaðan hafi hann hafið leit sína. En víðar — miklu víðar — hefur hann leitað að- fanga. Þótt efni sem þetta verði kannski aldrei tæmt er rannsókn hans undranákvæm. Ég met það svo að textarann- sókn hans sé langmerkilegust. Það er í sjálfu sér lítið afrek að safna efni í sögulegt skáldverk. Hitt er á fárra valdi að blása í þess konar efni iífsanda skáldskapar. ís: landsklukkan er mikið stílverk. I þessari bók Eiríks Jónssonar er að mörgu leyti hægt að fylgjast með hvernig stíll verksins skapaðist og mótaðist. En eitt leiðir rit þetta í ljós. Með því að rannsaka í fyrsta lagi það gamla efni, sem Laxness studdist við, síðan frumdrög hans sjálfs og loks í þriðja lagi verk hans full- skapað má komast að raun um hversu þaulunnið það er. Bilið á milli frumdraga skáldsins og loka- gerðar verksins er víða svo breitt að undrum sætir. Þar skilur á milli rétts og slétts frásagnar- texta og upphafins skáldskapar. Eða með öðrum orðum: skáldskap- urinn streymir ekki fullskapaður niður á pappírinn í fyrstu lotu, hann skapast við endurritun, slíp- un og yfirlegu. Þetta orðar Eiríkur Jónsson svo í Lokaorðum: »Samanburður skáldverks og fanga höfundar leiðir frumleik hans í ljós, sýnir hvernig hann notar afla sinn, breyttan eða óbreyttan, ellegar hvernig hann verður honum hvati sjálfstæðrar sköpunar. Frumleiki er ekki ein- göngu fólginn í óháðri sköpun heldur einnig og ekki síður í öflun efnis og sérstæðri úrvinnslu þess, nýrri skipan og samsetningu. Úr deiglunni kemur hin samfellda heild: listaverkið.* Að lokum ber að geta að þetta verk Eiríks Jónssonar felur í sér fleira en samanburð. Eiríkur dregur sínar ályktanir sem varpa ekki síður ljósi á viðfangsefnið. Til dæmis þykir mér með ágætum hvernig hann útskýrir ólán Magn- úsar í Bræðratungu. Sá sem les þetta verk sér ís- landsklukkuna í öðru og að mínum dómi skýrara ljósi en áður. Gullrottur bregða á leik Kvikmyndír Ólafur M. Jóhannesson GULLROTTUR BREGÐA Á LEIK Nafn á frummáli: Les Egouts dú Paradis. Iæikstjórn: Walter Spohr. Tónlist: Jean-Pierre Doering. Kvikmyndun: Walter Bal. Sýningarstaður: Stjörnubíó. Á Islandi hefur ekki verið framið bankarán svo vitað sé. Liggur við að maður skammist sín að segja útlendingum frá þessu. I útlöndum er nefnilega sjálfsagður hlutur víða að labba inní banka og heimta peningana eða lífið. Vekur slíkt atferli oftast litla sem enga athygli fjölmiðla. En menn eru misjafn- lega stórtækir í þessum efnum sem öðrum og stundum er slíkur ævintýraljómi yfir bankaránum að alþjóðlegar fréttastofur varpa lýsingu á atburðum um heim allan. Hver man til dæmis ekki eftir bankaráninu mikla í Nissa fyrir nokkrum árum, þeg- ar hópur glæpamanna smaug gegnum holræsakerfi borgarinn- ar inní Sociéte Généralbank og flutti þaðan formúur sem nægja myndu í eitt stykki Blönduvirkj- un (virkjunartilhögun I). Nýjasta mynd Stjörnubíós „Les Egouts du Paradis" fjallar einmitt um þetta mikla rán og er þar byggt á lýsingu höfuðpaurs- ins, Álbert Spaggiari. Fór ég með bros á vör á sjálfan frum- sýningardaginn að sjá myndina því efnið var sannarlega forvitnilegt, hvorki meira né minna en rán aldarinnar beið manns á tjaldinu. En brosið ent- ist ekki ofan í miðjan popp- kornspokann. Eða getur nokkur heilvita maður brosað í næstum tvo tíma yfir áhugaleikurum sem fetta varirnar í kapp við bakraddir, vaðandi mest allan tímann í hné í saur, sparkandi til gulbrúnum rottum sem ann- aðhvort voru mókandi af ofáti eða uppdópaðar. Mátti raunar um tíma vart á milli sjá hvort rotturnar voru að leika menn eða mennirnir nagdýr. En þrátt fyrir þessa hörmulegu úrvinnslu hins athyglisverða efniskjarna kom myndin til skila ákveðnum boðskap í þá veru að aðeins hetj- ur á borð við Hróa hött og Litla- Jón nenntu að standa í banka- ránum. Þá veit maður það. Efni: 100% gæöa bómull. Margir litir. Verö 550 kr. Buxur í sömu litum, sama efni. mKARNABÆR KLASSA VÖRUR og umboðsmenn um land allt. GRIKKLAND * Töfraheimur söguminja og sagna. Stórkostleg náttúrufegurð. Sólheitar baðstrendur. Brottfarardagar: Allir þriöjudagar frá og meö 25. mai. Hægt aö velja um dvalartima í Grikklandi í eina, tvær, þrjár eða fleiri vikur, og trjálst aö stansa aö vild i London á heimleiðinni. Bestu hótel og íbúöir í eftirsóttustu baöstranda- og skemmtanabæjunum við Aþenustrendur, GLYFADA og VRAONA. Okkur hefir tekist aö tryggja farþegum okkar dvalarstað, þar sem allir vilja helst vera og njóta lifsins. Okkar staðir eru þeir tðmu og Onatsis-fjölakyldan og fleiri friegir Grikkir hafa valið fyrir ajálfa sig. /Etli þeir viti ekki hvað er skemmtilegast og best í Grikklandi. Nú getur þú líka slegist í hópinnl Islenskur fararstjóri skipuleggur fjölbreyttar skemmti- og skoöunarferöir til aö kynnast grisku þjóölifi, fögrum og frægum stööum; Aþenu aöeins i 15 km fjarlægö, Akropolis. listamannahverfinu Plaka, Delfí, fjallabæjum og dölum Korinþu, Spörtu, Mykenu, Argos. Ógleymanleg eyjasigling. Kvöldferöir um Aþenuborg meö veislum, dansi, söng og ótal mörgu fleiru. Eftirsóttir og vinsælir gististaðir: I Glyfada viö Aþenustrendur, Hotel Regina Maris, Hotel Emmantina, Oasis-íbúðahótel. I baöstandarbænum Vraona. 35 km frá Aþenu, bjóöum viö upp á dvöl i einu glæsilegasta og sérkennilegasta hóteli Grikklands, Hotel Bungalows Vraona Bay. Þetta glæsilega hótel, sem rúmar um 1000 gesti, er heill heimur út af fyrir sig meö einkabaðströnd viö lygnan vog. Njótið þæginda og feröafrelsis fullborgandi áætlunarflugsfarþega — og þaö kostar ekkert meira en leiguflug: AIRT0UR (FLUGFERÐIR) Aðalstræti 9, Miöbæjarmarkaðinum, 2. hæö. Símar 10661 og 15331. } i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.