Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 17
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ1982 57 Kynníng á borgunum þar sem leikir HM á Spáni fara fram 2. 1. riðill/ VIGO OG LA CORUNA Krá llelgu JónsdóKur, rréttaritara Mbl. í Hurgos, Spáni. 24 ÞJÓÐIR munu mæta til leiks í lokakeppni HM á Spáni í sumar. Keppt verður í samtals 14 borgum víðs vegar um Spán. Þátttökuþjóðum hefur verið skipt í 6 riðla; 4 lið í hverjum riðli. Þótt borgirnar séu 14 verða notaðir 17 leikvangar þar sem leikið verður á 2 leikvöngum i Barcelona, Sevilla og Madrid. VIGO — Balaidos-leikvangur, kl. 17.15: 14. júní Ítalía — Pólland. 18. júní Ítalía — Perú. 23. júní Ítalía — Kamerún. Borgin Vigo er í Galisíuhéraði á norðvestur Spáni, mjög stutt frá landamærunum við Portúgal. í Vigo er ákaflega góð höfn frá náttúrunnar hendi og er borgin ein helsta hafnarborg á Spáni.^ Landslag í kringum borgina er sérstaklega fallegt; hún er um- kringd grasi vöxnum hlíðum og hæðum (La Guía, E1 Castro). Eins og í öðrum borgum á Spáni er mikið um fallegar og fornar byggingar í Vigo. Fyrrverandi kórsbræðrakirkjan í neóklassísk- um stíl, forna Berbés-hverfið og Cieseyjarnar eru meðal þeirra fjölmörgu staða sem hver ferða- maður verður hugfanginn af. En til þess að kynnast einu því besta sem Vigo og nágrenni hennar hafa upp á að bjóða ferðamönnum er nauðsynlegt að bragða á Ijúffeng- um sjávarréttum, sem eru svo dæmigerðir fyrir borgina; ýsa „a la marinera", kökur með kjötdeigi eða fiskdeigi („empanadillas"), ostrur og skeldýr, drukkið með frábærum vínum úr héraðinu (vínviðarrækt er mikilvægur at- vinnuvegur í Galisíu). Sjórinn er án efa helsta tekjul- ind Vigo-búa. Fyrsta flokks höfn borgarinr.ar, vernduð af undurf- allegum Ciese-eyjunum, er ein mikilvægasta í öllu landinu enda hafa fiskveiðar í Vigo og nágrenni geysilega þýðingu fyrir Spán. I Vigo eru margir góðir veit- ingastaðir. Má nefna E1 Canario, E1 Puesto, Piloto, Alcabre, E1 Mosquito og E1 Castillo. Gistihús vantar ekki heldur og þar eru ný og glæsileg hótel eins og Bahía de Vigo, Ciudad de Vigo, Samil, Ens- enada... A Balaidos-leikvanginum í Vigo keppa þau 4 lið, sem eru í riðli númer 1: Ítalía, Pólland, Perú og Kamerún. Leikvangurinn er nýlegur og þykir ágætur. Hann tekur 40.000 áhorfendur. Eigendur hans eru meðlimir í félaginu Celta, stofnað árið 1947, og borg- arráð Vigo. Þar fara fram 3 leikir í 1. umferð keppninnar. Loftslag á sumrin í Vigo er milt (tíðar rigningar) og þægilegt, aldrei of heitt. Stutt fyrir utan borgina er E1 Peinador-flug- völlurinn, nýlega endurbættur. Knattspyrnuunnendum mun ör- ugglega ekki leiðast milli leikja, ef þeir heimsækja þessa „HM-borg“, spegil Atlantshafs, eins og Spán- verjar kalla hana. Vegalengd frá Madrid til Vigo er 655 km. LA CORUNA — Riazor-leikvang- ur, kl. 17.15: 15. júní Peru — Kamerún. 19. júní Pólland — Kamenín. 22. júní Perú — Pólland. La Coruna er hin borgin í Galis- íuhéraði þar sem 3 lið fyrsta riðils munu keppa dagana 15. 19. og 22. júní. La Coruna er staðsett enn norðar en Vigo. Fjarlægðin milli borganna er 122 km. Strendur Galisíu mynda ólík forkunnarfalleg náttúrufyrir- brigði; brött þverhnípi eða víð- áttumiklar baðstrendur með hvít- um fínum sandi. Efnahagur borg- arbúa og fólks í sveitinni í kring er byggður á landbúnaði og fiskveið- um. Einnig er talsverður iðnaður (niðursoðin vara) og skógarauð- lindir eru nýttar. La Coruna er forn og afar falleg borg. Hún á líka sinn nýja hluta þar sem glæsileg háhýsi ráða ríkj- um. Tvær víkur tilheyra borginni og baðstrendurnar Orzán og Riaz- or. Við hliðina á þeirri síðar- nefndu er einmitt Riazor-leik- vangurinn staðsettur þar sem HM-liðin munu keppa. Loftslagið er milt og temprað, án frosts og snævar, en vindur blæs oft byrlega. Sem betur fer þurfa menn ekki að óttast að þeim verði kalt á leikjunum því yfir sumarmánuðina er veðrið yfirleitt mjög gott. Það er verðugt að ganga rólega um gamla borgarhlutann og virða fyrir sér fornar og tígulegar bygg- ingar; dást að Hércules-lystigarð- inum og San Carlos-skemmtigarð- inum, höllinni þar sem borgarráð hefur aðsetur sitt, San Jorge- kirkju og síðast en ekki síst spáss- era um göngugötuna við ströndina þar sem ætíð ríkir skemmtileg stemmning, sérstaklega þegar kvölda tekur. La Coruna er sérlega vinaleg borg og íbúar hennar þekktir fyrir gestrisni mikla og velvild í garð ferðamanna sem þangað leggja leið sína. Eins og í Vigo má alls ekki gleymast að bragða á góm- sætum nýveiddum skeldýrum. Vín frá La Coruna eru vel þekkt og þá sérstaklega „el ribeiro". Enn „típ- ískara" er að þræða „götu vín- anna“. Mælt er með eftirtöldum veitingahúsum: Coral, Duna II, E1 Rápido, Os Arcados, Naveiro o.fl. o.fl. í La Coruna er að finna mörg hótel enda er mikill ferðamanna- straumur þangað á sumrin. Eftir- talin hótel hafa getið sér ágætan orðstír: Riazor, Finisterre og Atl- ántico. Riazor-leikvangurinn er eign borgarráðs La Coruna, stofnað til árið 1935. Stærðir leikvangsins eru 105x69. Hann tekur 33.000 áhorfendur. í lokin, falleg borg til að heim- sækja og kynnast nánar íbúum hennar, siðum þeirra og venjum og njóta um leið leikja í 1. umferð heimsmeistarakeppninnar. Frá La Coruna. Fallegar borgir sem vert er að heimsækja Balaidos-leikvangurinn í Vigo. riðill / GIJON OG OVIEDQ ' 'f *■, »;,/ t V. Svipmynd frá Gijon. Tvær borgir, frægar fyrir matargerðarlist Krá Ilelgu Jónsdoltur. frcllarilara Mbl. í Burgos, Spáni. GIJON — El Molinón-leikvangur, kl. 17.15: 16. júni Þýskaland — Alsír. 20. júní Þýskaland — Chile. 25. júní Þýskaland — Austurríki. Gijon er mikilvæg hafnarborg í Asturias-héraði á N-Spáni. Til þess að hægt sé að tala um Gijon er nauðsynlegt að byrja á því að skipta henni í þrjú svæði: gömlu og nýju Gijon og iðnaðarsvæðið. Gamli borgarhlutinn hefur að geyma allar fornminjar og gamlar erfðavenjur borgarinnar. Hann er í heild fornt og sögulegt safn og uppruni hans er rakinn meira en 2.000 ár aftur í tímann. Loftslagið er notalegt í borginni allt árið í kring. Hitinn á sumrin verður sjaldan óbærilegur. Vega- lengdin á milli Madrid og Gijon er 483 km. í Gijon er að finna 6 knatt- spyrnuvelli. HM-liðin fjögur munu keppa á E1 Molinón-leik- vanginum. Eigandi leikvangsins er knattspyrnufélagið Real Sport- ing (keppir í 1. deild og lenti í 2. sæti í nýlokinni keppni um kon- ungsbikarinn. Tapaði fyrir Real Madrid í úrslitaleik keppninnar sem fram fór 13. apríl sl.) Hann tekur 47.000 áhorfendur. Þar fara fram þrír leikir í 1. umferð. Leik- vangurinn er allur nýlega lag- færður og breyttur. Hafa eigendur hans látið af hendi háa fjárupp- hæð, 300 milljónir peseta, til að standa undir viðgerðarkostnaði. Undirbúningsnefnd HM hleypur einnig í skarðið þegar um er að ræða endurbætur á leikvöngum, þa.r sem keppni á HM fer fram. Hefur hún látið í té 212,4 milljónir peseta til E1 Molinón-leikvangs- ins. Gijon, og þá sérstaklega gamli hluti hennar, er virkilega aðlað- andi staður til að heimsækja. Meðal þeirra bygginga og staða sem hver ferðamaður má ekki láta fram hjá sér fara eru Revilla- gigedo-höllin, San Juan Bautista- kirkjan, Rulabyggingin, strönd borgarinnar, Isabel la Católica- skemmti- og lystigarðurinn, og fara upp á einhverja af ótal hæð- um í sveitinni og virða fyrir sér skógi vaxnar hlíðar og dökkgræna dali. Gijon er einnig fræg fyrir mat- argerðarlist. í hvaða veitingahúsi borgarinnar sem er geta menn bragðað á öllu því dæmigerðasta úr héraðinu, sem eru alls konar fiskrétti. Sérstaklega eru krárnar á hafnarsvæðinu vinsælar vegna gómsætra sardína sem þær hafa á boðstólum. Nokkur þeirra mat- söluhúsa sem óhætt er að mæla með vegna góðrar þjónustu og ljúffengra máltíða eru Las Delici- as, La Pondala, E1 Retiro, Casa Gerardo, Casa Tino, Juan de Man og fleiri. Eins og eðlilegt er um borg sem hefur sjóinn við hliðina hefur það góð áhrif á ferðamanna- straum til borgarinnar og sveitar- innar í kring og þá einkum á sum- rin. Vegna þessa eru í Gijon og nágrenni mörg úrvalshótel eins og Hernán Cortés, Príncipe de Ast- urias, Molino Viejo. íbúar í Gijon eru 200.000 talsins. OVIEDO — C. Tartiere-leikvangur, kl. 17.15: 17. júni Chile — Austurríki. 21. júní Alsír — Austurríki. 24. júní Alsír — Chile. Oviedo, höfuðstaður Asturias- héraðs, er staðsett við rætur Nar- anco-fjalls, 28 km frá Kantabríu- hafi. Þar er aðsetur háskóla (stofnaður í byrjun 16. aldar) og miðstöð sögu, stjórnar, lista og menningar Asturias-héraðs. Oviedo geymir margt er gleður augu og hug ferðamanna. Þeir sem munu dveljast í borginni til þess að fylgjast með þeim 3 leikjum heimsmeistarakeppninnar sem þar eru fyrirhugaðir geta heim- sótt þekkta og fræga staði eins og Santa Maria del Naranco-kirkj- una og San Miguel de Lillo- kirkjuna, báðar stórfengleg dæmi Dómkirkjan í Oviedo. rómantískrar byggingarlistar 11. aldar, listasafnið, sjálfa dómkirkj- una, San Vicente-safn og klaustur, San Francisco-lystigarðinn, San Julian-kirkjuna og þannig mætti lengi telja. Loftslag í Oviedo er milt en rigningar eru mjög tíðar. í borg- inni er að finna eitt 5-stjörnu hót- el, fimm 4-stjörnu hótel, fjögur 3-stjörnu hótel og fjölmörg önnur gistihús. Hér skulu nefnd fáein hótel: Hotel de la Reconquista, La Jirafa, Ramiro, Regente, Princip- ado. Meðal þekktra og vinsælla rétta í matargerðarlist Oviedobúa eru skinka, pylsur og bjúgur, bauna- búðingur og fiskréttir (silungur, lax, skelfiskur). Og hvar er hægt að smakka alla þessa ljúffengu og dæmigerðu rétti? Jú, ekki vantar matsölustaði í borginni: Goleta, Casa Conrado, Casa Fermin, La Gruta, Marchica, Trascorrales og vitaskuld verður að biðja um epla- vín (sidra) þar sem Asturias er „eplahérað" Spánar. Keppt verður á Carlos Tartiere- leikvanginum í eigu borgarráðs. Hann tekur 22.000 áhorfendur. Fé- lagið „Oviedo" hefur eytt næstum 300 milljónum peseta í viðgerðir og endurbætur vegna þeirra þriggja leikja sem þar fara fram á HM. Vegalengd frá Madrid til Oviedo er 439 kílómetrar og milli Gijon og Oviedo eru 30 km. 2, ríhill / ALICANTE OG ELECHE Svipmynd frá Elche. Sífelld sól og sumar í Alicante Krá llelgu JónsdóUur. fréttaritara Mbl. í Burgos, Spáni. ALICANTE — J. Rico Pérez-leik- vangur, kl. 21.00: 18. júni Argentína — Ungverjaland 23. júní Argentína — El Salvador Alicante er höfuðstaður Costa Blanca (Hvítu strandarinnar). Borgin er þekkt fyrir hlýtt og gott loftslag. Meðalhitinn í júní er 22,7°C og í júlí 25,5°C. Þetta hita- stig gæti reyndar átt við hvaða mánuð ársins sem er. Og eitt enn, meðalsólardagar í Alicante eru 272 talsins á ári. í Alicante er gnægð hótela af öllum gerðum og stærðum enda er borgin geysilega eftirsóttur ferða- mannastaður. Auk þess eru ótal þorp í næsta nágrenni sem geta tekið á móti fjölmennum ferða- mannahópum. Enginn, sem vill fylgjast með leikjum heimsmeist- arakeppninnar er leiknir verða í Alicante, þarf að óttast að hann verði án svefnpláss. Allar samgöngur, hvort sem þær eru á landi, sjó eða í lofti, ganga vanalega mjög greiðlega fyrir sig og er það enn ein ástæðan fyrir að Alicante er talin fyrirtaks staður til að þar fari fram leikir á HM. A götum Alicante-borgar er þegar hægt að finna og sjá þennan hátíðabrag sem fylgir því að halda heimsmeistarakeppni í knatt- spyrnu. Öll borgin undirbýr sig að taka á móti þúsundum gesta vegna þessa mikla íþróttaviðburð- ar. Að vísu verða aðeins tveir leik- ir í 1. umferð en meðal þeirra þjóða er munu leika er Argentína, núverandi heimsmeistarar í knattspyrnu, og þykir öruggt að Argentína verði eitt af uppá- haldsliðum keppninnar. Hér yrði alltof langt mál a telja upp öll nöfn hótelanna í Alicante. Við skulum nefna nokkur þeirra: Sidi San Juan, Palace-Sol, Adoc, Gran sol, Meliá Alicante, Leuka, Gran Hotel Delfín... Það eru yfir fimmtán fjögurra stjörnu hótel og yfir sextíu þriggja stjörnu hótel í Alicante og nágrenni. Gamli borgarhluti Alicante geymir margar fagrar byggingar eins og San Nicolás-dómkirkjuna, ráðhúsið, Santa María-sóknar- kirkjuna, Santa Faz-klaustrið og listasafnið. Jónsmessunótt, 21. júní, er hald- in hátíðleg í öllum hverfum Ali- cante-borgar. Bál eru kveikt og menn syngja og dansa. Enn mik- ilvægari og sögulegri viðburður er hátíð Mára og kristinna manna. Ekkert er til sparað að gera þessa árlegu hátíð sem íburðarmesta. Santa Cruz-hverfið í Alicante er ágætt vitni um völd araba við Miðjarðarhaf fyrr á öldum. Engin ætti að láta fara fram hjá sér að bragða „paella" ef hann er staddur í Valensíu-héraði (eða hvar sem er á Spáni...). Hér er um að ræða hrísgrjónarétt, sem getur verið mismunandi, annað hvort með ýmsum skeldýrum, eða kjúklingi, sniglum, grænmeti... Keppt verður á Rico Pérez-leik- vanginum. Eigandi er 1. deildar- liðið „Hércules". Hann tekur 38.000 áhorfendur. ELCHE — Nuevo Estadio, kl. 21.00: 15. júní Ungverjaland — El Salvador 19. júní Belgía — El Salvador 22. júní Belgía — Ungverjaland Elche er sú byggð Spánar Mið- jarðarhafsmegin er örast hefur vaxið. Árið 1939 voru íbúar í Elche 35.000. Núna eru þeir yfir 160.000. Elche er mjög sérstök borg fyrir margar sakir. Pálmaviðarskógur- inn þar er einstakur í allri Evrópu. Talið er að milli 700.000—1.000.000 pálmatré séu í borginni og ná- grenni. Elche er tilvalin til að taka á móti fjölmörgum „HM-gestum“, hótel borgarinnar geta veitt gist- ingu allt að 50.000 ferðamönnum. í Elche er frægt alþjóðlegt fjár- spilahús. Strönd Elche er þakin hreinum hvítum sandi og fram- andi undurfagurt landslag, sól og hiti nær árið í kring gera hana að ferðamannaparadís. Borgin varðveitir mikilvæga sögu lista og fornrar menningar. Helstu byggingar frá fyrri tímum eru Asunción-basílíkan í barroc- stíl (frá 17. öld), Merced-kirkjan frá 18. öld, ráðhúsið frá 15. öld og menn ættu að gefa sér góðan tíma til að skoða fornmenjasafnið. Á nýja Altabix-leikvanginum munu fara fram þrír leikir í 1. um- ferð. Leikvangurinn er í eigu knattspyrnufélagsins Elche CF Tekur hann 50.000 áhorfendur. Altabix er í eins kílómetra fjar- lægð frá borginni. Við hliðina á honum eru stæði fyrir 3.200 bif- reiðar. Einnig eru þar átta aðrir litlir grasvellir og aðstaða fyrir lendingu og flugtak þyrla. Vega- lengdin milli Alicante og Elche er 23 km. Néð eftir strandlengjunni við Alicante. S¥:;.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.