Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1982 Manneldisstefiia í mótun Eftir dr. Jórt Óttar Ragnarsson dósent Hefurðu nokkru sinni hugleitt hvað yrði um okkur íslendinga ef landið allt í einu lokaðist vegna ófriðar á Atlandshafi, t.d. vegna takmarkaðs kjarnorku- stríðs í Evrópu? Hefurðu nokkurn tíma velt því fyrir þér hvaða afleiðingar það hefði ef þetta ástand varaði ekki aðeins í daga eða vikur, heldur í mánuði eða jafnvel ár? Hefur það einhverju sinni hvarflað að þér að það gæti kom- ið sér vel fyrir eyþjóð, fjarri heimsins glaumi, að hafa í poka- horninu þaulhugsaða áætlun að grípa til í slíku tilviki? Við mótun manneldistefnu, þ.e. stefnu sem er ætlað að reyna að tryggja þjóðinni næga og holla fæðu til frambúðar, þarf m.a. að taka tillit til aðstæðna á stríðs- tímum. Ef landið lokast Það er vel þess virði að velta því fyrir sér hvað mundi gerast ef landið lokast einn góðan veð- urdag án þess að stjórnvöld hefðu haft svigrúm til að marka vel ígrundaða stefnu. Við þær hrikalegu aðstæður sem myndu skapast í kjölfar langvarandi ófriðar á Atlants- hafi vrði ffiótWa pitt markmið sett ofar öllum öðrum: Hvernig á að gefa meira en 200.000 manns að éta? Gerum ráð fyrir því að öll mannvirki standi uppi, þótt slíkt sé engan veginn gefið. Gerum einnig ráð fyrir að hitaveita, vatnsveita og rafmagnsveita gangi sinn vanagang. Hvernig svo sem stjórnvöld brygðust við myndu margar helstu nauðþurftir hverfa af markaði á skömmum tíma. Aðr- ar mundu hækka í verði í sam- ræmi við lögmái framboðs og eftirspurnar. Þrátt fyrir stranga skömmtun á mat og öðrum nauðsynjum mundi margvíslegur skortur fljótlega gera vart við sig. Á ör- skömmum tíma þyrfti að laga innanlandsframleiðslu breyttum aðstæðum. Islendingar eru nú sjálfum sér nógir um allan fisk, kjöt, mjólk- urmat og egg. En jafnvel á þessum afurðum yrði framboð ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Fiskur yrði líklega mun stærri þáttur í fæði á stríðstímum en nú er. Færi fiskframleiðslan þó fyrst og fremst eftir þeim olíu- birgðum sem í landinu eru og aðdrætti olíu ef einhver er. Eins og nú er háttað eiga ávallt að vera til í landinu olíu- birgðir til amk. 3. mánaða. Með því að leggja hluta flotans og veiða aðeins til innanlandsþarfa ætti olían að endast amk. hálft ár. En hvað sem fískveiðum líður yrði bróðurpartur fæðunnar eftir sem áður að koma úr íslenskum landbúnaði. En þar væri nú öðru vísi um að litast en áður. Frumskilyrðið fyrir því aö unnt væri að halda landbúnaðarfram- leiðslunni i horfínu væri að við ætt- um birgðir af áburði, fóðri og fræi amk. til eins árs. íslendingar eru nú sjálfum sér nógir með köfnunarefnisáburð, en þurfa að auki að flytja inn bæði kali- og fosfóráburð. Af þessum innflutta áburði þyrftu að vera til birgðir. Kindakjötsframleiðslan stæði best að vígi svo fremi að séð væri fyrir nægum áburði. Jafnframt þyrfti að sjá bændum fyrir olíu á dráttarvélar til heyöflunar. Mjólkurframleiðslan mundi dragast saman vegna skorts á fóðurbæti. Einungis ef til er vel undir búin áætlun um fram- i leiðslu á fóðurbæti úr innlendum í hráefnum mætti forða veru- I legum samdrætti. Svína-, kjúklinga- og eggjafram- leiðsla mundi dragast mjög sam- an nema til kæmi innlent fóður eða til væru nægar birgðir af fóðri í landinu til langs tíma. Kartöfluræktun ætti að geta amk. haldist í horfinu ef gert er ráð fyrir að nægilegur kemískur áburður yrði fyrir hendi. Jafn- framt þyrfti að auka notkun á húsdýraáburði. Ræktun grænmetis og annarra garðávaxta þyrfti að efla til muna. Yrði að fylla öll gróður- hús og garða af matjurtum, en blómarækt yrði lögð á hilluna í bili. Af öðrum fæðugjöfum mætti nefna 60—70.000 hross sem nýta mætti til manneldis til að forða hungursneyð, lax og silung, villt- ar jurtir, söl o.fl. Innflutt matvæli yrðu fljótlega ófáanleg, þ.á m. ávextir, innflutt grænmeti og kartöflur, korn og jurtaolíur. Mundi það ekki valda lítilli röskun á fæðuvenjum. Hér hefur verið miðað við mjög erfiðar aðstæður, þ.e. þeg- ar allir aðdrættir stöðvast. Þó hefur ekki verið gert ráð fyrir öðrum áföllum, t.d. að mjólk og garðávextir mengist af geisla- virkum efnum. Stefna i strídi Til þess að forðast hallæri í landinu ef ófriður steðjar að þarf sem fyrst að hefja undir- búning að nákvæmri áætlun er tryggir að þjóðin geti lifað amk. í eitt ár án sambands við um- heiminn. Til þess að þetta sé unnt verða að liggja fyrir rannsóknir á fóðri og fæðu er sýna með hvaða móti þjóðin getur best orðið sjálfri sér nóg í þessum efnum um ákveð- inn tíma. Manneldisstefna á stríðstímum verdur auðvitað fyrst og fremst að miöast við að sjá öllum íslending- um fyrir nægilegum mat. Önnur markmið verða að sitja á hakanum á meðan. Öll stefnumörkun á stríðstím- um þarf að sjálfsögðu að tengj- ast stefnu í almannavörnum og öryggismálum. Jafnframt þarf að samræma stefnu á sviði at- vinnu- og heilbrigðismála. Fyrsti hornsteinn manneldis- stefnu á striðstímum er að til séu í landinu nægar birgðir af fóðri, fræjum og áburði amk. til eins árs, en helst eitthvað lengur. Annað höfuðskilyrði er að til séu í landinu nægar birgðir af olíu til þess að hægt sé að afía fískjar fyrir landsmenn í amk. heilt ár eftir að landið lokast svo og til heyskapar. í þriðja lagi þurfa að liggja fyrir innlendar rannsóknir á fæðuöflun- arvandamálinu í heild svo og með upplýsingum um með hvaða hætti best sé unnt að framleiða kjarn- fóður úr innlendum hráefnum. Ef öllum þessum skilyrðum er fullnægt og þau samræmd inn- byrðis ætti í sjálfu sér að vera óþarfi að halda úti verulegum matarbirgðum í landinu. Stefna á friðartímum Hvað sem stríðssjónarmiðum líður verður manneldisstefna fyrst og fremst að taka mið af aðstæðum á friðartímum. Eru sjónarmið þá talsvert önnur en að ofan greindi. Mestu skiptir að sú fæða sem í boði er hverju sinni fullnægi öll- um heilbrigðis- og hollustukröf- um, þ.e. samsetning fæðunnar sé í samræmi við þarfir líkamans. Við mótum manneldisstefnu eru stuðst við svokölluð manneldis- markmið. Kveða þau á um hversu mikið eigi að auka eða minnka neyslu á hinum ýmsu efnaflokkum fæðunnar. Miðað við mataræði íslendinga í dag þyrfti þjóðin að auka til muna neyslu á sterkju- og trefjarikum mat, en draga að sama skapi úr neyslu á fítu, sykri og salti. I reynd merlcir þetta að við ættum að auka neyslu á grófu kornmeti og kartöflum, græn- meti og ávöxtum og mörgum Nú getur þú fengið nýja Sinclair Pínutölvu fyrir aðeins 20QQ.- krónur! Sinclair tölvan er á stærð við tvö súkkulaðistykki, 16,7 cm x 17,5 cm x 4 cm, og aðeins 350 gr. á þyngd. Ótrúleg örtölvutækni gerir nú hverjum sem er kleift að kaupa sér pínutölvu og nota hana bæði í gamni og ahröru. Heimilisbókhaldið, bankareikningurinn, innkaupalistinn og jafnvel símaskráin em leikur einn í pínutölvunni! Sinclair Pínutölvan hefur vakið heimsathygli. Á siðast liðnu ári seldust rösklega 50,000 pínutölvur í Bret- landi, en í ár hefur framleiðsla og sala Sinclair margfaldast enda er eftirspumin gífurlega mikil. Skólar, heimili, námsfólk og félagasamtök notfæra sér möguleika Sinclair Pínutölvunnar til margvfelegra hluta. Ódýrara tölvutæki er varla til! Hvað gerir Pínutölvan? Mæstum því hvað sem er. Hún aðstoðar þig við: Heimilisbókhaldið Bankareikninginn Fjárhagsáætlun heimilisins Víxia og skuldabréfalistann Afmælisdagabókina Sfmaskrána Jólakortalistann Plötu, bóka og blaðasafnið Birgðabókhald eldhússins Stærðfræðinámiðog skólann Stigatöflu knattspymunnar og aðstoð vegna getrauna o.fl. o.fl. o.fl. o.fl. Beint í sjónvarp Sinclair Pínutölvuna má nota hvar sem er. Nota má hvaða sjónvarp sem er fyrir skerm. Þú stingur henni bara í samband í loftnetstengilinn, og keyrir af stað! heimilistæki hf Sætúni 8. Pínuminni Ef þú villt auka getu Sinclair pínutölvunnar er hægt að kaupa viðbótarminni, sem eykur afköstin. Pínuprentari Sinclair pínutölvan er alvörutölva. Þú getur keypt við hana prentara, sem prentar úrlausnir tölvunnar á strimil. Pínuleikir Þú notar Pínutölvuna til að kenna þér og fjölskyldunni að notfæra sér tölvur - mikilvægt uppeldisatriði. En svo er líka hægt að leika sér við pínutölvuna með sér- stökum tölvuleikjum. Leiðbeiningar Með hverri tölvu fýlgir 212 síðna leiðbeiningabók, sem útskýrir möguleika Sinclair pínutölvunnar á einfaldan hátt. sinczl aii“zx8i Pínutölva fyrir þá» sem aldrei hafa kynnst tölvum áður — og hina líka!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.