Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ1982 49 Hörður Stefáns-son Gylfj Gunnarsson Sigurbjörg Etnksdóttir Reynir Zoega Elínborg Eyþórsdóttir Eggert Brekkan Stella Steinþórsdóttir Auðunn Guðmundsson Dagmar Þorbergsdóttir Framboðslisti Sjálfstæð- isflokksins í Neskaupstað FÆDA OG_______ HEILBRIGÐI dýraafurðum, en draga úr neyslu á feitmeti, sætmeti og saltmeti. Til þess að þessum skilyrðum verði fuilnægt varðar miklu að reynt sé að aðlaga innanlands- framleiðslu að ofangreindum manneldismarkmiðum. Mótun manneldisstefnu Manneldisstefna verður að taka tillit til aðstæðna á friðar- tímum sem stríðstímum. Helsti grundvöllur íslenskrar manneldisstefnu er tvíþættur: Að þjóðin búi sem mest að sínu og að sú fæða sem í boði er hverju sinni fullnægi öllum hollustukröfum. Fyrsta skilyrðinu er best að fullnægja með því að efla ís- lenskan landbúnað. Jafnframt þarf að auka til muna innlendar fæðu- og fóðurrannsóknir í land- búnaði og sjávarútvegi. Þá þarf að gera skýran grein- armun á þeim innfluttu fæðu-. tegundum sem eru æskilegar frá hollustusjónarmiði og hinum sem ekki gegna neinu slíku hlut- verki í manneldi þjóðarinnar. Af innfluttum afurðum eru mik- ilvægastar: ávextir (C-vítamín), gróft korn og kartöflur (sterkja og trefjaefni), grænmeti (trefjaefni og bætiefni) og jurtaolíur (nauðsyn- legar fitusýrur). Frumkvæði að mótum ís- lenskrar manneldisstefnu ætti að vera í höndum heilbrigðisyf- irvalda, en jafnframt yrði að hafa samráð við aðila í landbún- aði, sjávarútvegi og iðnaði. Fyrr eða síðar þyrfti síðan að koma til kasta Almannavarna ríkisins og annarra þeirra er með höndum hafa öryggismál þjóðarinar þegar stríð skellur á. ERAMBOÐSLISTI Sjálfstæðisflokks- ins vegna bæjarstjórnarkosninganna í Neskaupstað hinn 22. maí næstkom- andi var lagður fram fyrir nokkru og skipa hann eftirtaldir: 1. Hörður Stefánsson, flugvallar- vörður, 2. Gylfi Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri, 3. Sigurbjörg Ei- ríksdóttir, skrifstofumaður, 4. Reynir Zoéga gjaldkeri, 5. Elínborg Eyþórsdóttir, skrifstofumaður, 6. Eggert Brekkan, yfirlæknir, 7. Stella Steinþórsdóttir, verkamaður, 8. Auðunn Guðmundsson vélstjóri, 9. Dagmar Þorbergsdóttir, húsmóð- ir, 10. Anna Sveinsdóttir, húsmóðir, 11. Brynjar Júlíusson, afgreiðslu- maður, 12. Hrólfur Hraundal, verk- stjóri, 13. Hjörvar Ó. Jensson, bankamaður, 14. Rúnar J. Árnason, gjaldkeri, 15. Ásgeir Lárusson, full- trúi, 16. Þorgrímur Þorgrímsson vélvirki, 17. Sigfús Sigvarðsson bif- reiðastjóri og 18. Unnur Zoega, póstfulltrúi. Aðbúnaður og vistarver- ur í góðu ásigkomulagi — Athugasemd frá áhöfn Einars Benediktssonar ÁHÖFNIN á togaranum Einari Bene- diktssyni BA 377 hefur sent Morgun- blaðinu athugasemd vegna ummæla Ingólfs Falssonar og Óskars Vigfús- sonar í Morgunblaðinu hinn 27. apríl síðastliðinn. í athugasemdinni segir að málsvarar farmanna og fiskimanna og Sjómannasambands Islands telji aðbúnað og vistarverur skipsins vera fyrir neðan allar hellur og helst líkjast því, sem var fyrir 20-30 árum. „Okkur finnst að sjómannasam- tökin séu farin að vinna gegn hags- munum sjómanna, þar sem þau flytja þarna alrangt mál. Annaöhvort eru forsvarsmenn samtakanna ekki dómbærir um kosti og galla aðbúnaðar skipa (sennilega farnir að ryðga eitthvað í þeim fræðum) eða hafa látið ein- hver annarleg sjónarmið ráða ferð- inni,“ segir í athugasemdinni. „Við höfum flestir verið lengi til sjós á allskyns fleytum og álítum aðbúnað og vistarverur skipsins ekki lakari en þær, sem teljast til hins betra í íslenzkum fiskiskipum. Benda má á, að í klefum eru hvergi fleiri en tvær hvílur og eru þær staðsettar á innþiljum. Klefar eru mjög rúmgóðir. Full- komið eldvarnakerfi er í skipinu og betra en víðast þekkist. Vinnuað- staða á dekki og í aðgerðarrými sýnist okkur vera hin hentugasta, enda er fiskmóttakan algerlega ný. Að vísu er ekki sjónvarp í hverjum klefa né saunabað um borð, en það finnst okkur litlu máli skipta. Á trollbátum höfum við vanist því alla tíð, að standa vakt í tólf tíma og sofa sex, enda er það í sam- ræmi við okkar samninga. Við vilj- um að auki benda á, að á skuttogur- um þar sem vaktir skiptast á sex tíma fresti eru vaktareglur að litlu hafðar þegar vel veiðist. Að lokum viljum við ráðleggja sem flestum íslendingum, að sýna nú skynsemi í auknum mæli og þiggja kostaskip, þegar þau bjóðast fyrir þriðjung þess verðs, sem al- mennt er.“ Undir athugasemdina rita átta í áhöfn Einars Benediktssonar BA 377, þeir Níels Ársælsson, Sveinn H. Þórsson, Níels Hansen, Guð- mundur Jónsson, Óskar Aðal- steinsson, Ólafur Ingimarsson, Steindór Andersen og Júlíus Hólm. Efni: 100% gæðabómull. Margir litir. Verð kr. 550 kr. Buxur í sömu litum, sama efni. KLASSA VÖRUR ^KARNABÆR og umboösmenn um land allt. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra fjær og nœr, sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu þann 27. apríl, meÖ heimsóknum, gjöfum, skeytum og s\^ tölum og geröu mér daginn ógleymanlegan. Guö blessi ykkur öli Hermann Guðmundsson, Miðtúni 6. / yrsaiA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.