Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ1982 69 vélwucaMdi SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Ætti að vera íslensku þjóðinni metnaðarmál — að ljúka við minningarkirkju Hallgríms Péturssonar Helgi Elíasson skrifar: „Fyrir nokkrum dögum las ég hér í dálkum Velvakanda áskorun frá ellilífeyrisþega, þar sem hann hvatti landsmenn til þess að leggja nokkrar krónur í kirkjubyggingarsjóð Hall- grímskirkju, svo að hægt yrði að ljúka við byggingu hennar sem allra fyrst. Taldi hann jafnvel að ellilíf- eyrisþegar gætu séð af 60 krón- um mánaðarlega í nokkra mán- uði, svo að hægt yrði að flýta fyrir byggingu kirkjunnar. Mér þótti uppörvandi að lesa þessa hvatningu og þá fórnar- lund frá fulltrúa þess hóps í þjóðfélaginu, sem hefur mjög fáar krónur á milli handanna. íslenska þjóðin er í mikilli skuld við minningu Hallgríms Péturssonar, sem gaf okkur Passíusálmana, hinn mikla dýrgrip í trúarlegu og bók- menntalegu tilliti, sem er ómet- anlegur trúararfur kynslóð- anna. Lestur Passíusálmanna hefur gefið þjóðinni styrk og hugrekki trúarinnar allt til þessa dags. Er til of mikils ætlast að hver vinnandi maður á íslandi gefi til byggingar Hallgrímskirkju, þó ekki væri nema andvirði eins vindlingapakka eða kr. 22,00? Ef slík rausn landsmanna yrði að veruleika, þá yrði hægt að ljúka við byggingu Hallgríms- kirkju ekki síðar en árið 1984. Það ætti að vera íslensku þjóðinni metnaðarmál að ljúka sem allra fyrst við minningar- kirkju Hallgríms Péturssonar. Þeim sem vilja leggja eitt- hvað af mörkum í þessu skyni, skal bent á gíróreikning 15001—9 sem greiða má inn á í öllum bönkum og sparisjóðum. í»essir hringdu . . Er að hugsa um að skila auðu Einstæö móöir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Nú finnst mér pólitíkusarnir hafa skotið yfir markið, já bitið höf- uðið af skömminni, með því að knýja Póst og síma til að veita þeim afslátt á kosningasímum. Mér er nákvæmlega sama hvað viðgengist hefur í þessum mál- um hingað til. Eftir það sem á undan er gengið nú, með tilkomu skrefagjaldsins, sem þessir herr- ar skelltu á okkur þrátt fyrir mótmæli þúsunda og óþökk, til óþurftar gömlu fólki og las- burða, fötluðu fólki og einmana, og börnum okkar einstæðra for- eldra og útivinnandi — þá átti þetta ekki að koma svo mikið sem til umræðu. En þessir herr- ar létu sig hafa það. Eg á níu ára gamla dóttur sem er alein heima nema þær stundir sem hún er í skólanum. Ég hef bannað henni að hringja til mín í vinnuna til þess að spara við okkur skrefin eins og hægt er, jafnvel meir en maður þorir að verja fyrir sjálf- um sér. Svo kom þessi frétt um kosningasíma á kjarakjörum. Og mér er nóg boðið. Ég ætla að kjósa í júní, en ég er að hugsa um að skila auðu. Sneiðmyndum fjármála- vitringana Ellilífeyrisþegi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það er oft haft fyrir satt, að íslendingar séu ein af gáfuðustu þjóðum okkar heimshluta. Það sá þó ekki á, þegar ég var að sækja gjald- eyrinn minn niður í banka og þurfti að borga næstum tvöfalt verð fyrir Norðurlandagjaldeyri, sem var þó samstiga nýkrónunni okkar í nokkrar vikur eftir margumtalaða núlla-aftöku fyrir rúmu ári. Hvar er fjár- málavitið þessarar gáfuðu þjóð- ar? Ég held við ættum að nota þessi nýfengnu sneiðmyndatæki til þess að skoða í kollinn á þeim sem stjórna peningamálunum hér. Ekki mikið á ári aldraðra Margrét hringdi og hafði eftir- farndi að segja: — Það er ákaf- lega hart að aldrað fólk, jafnvel hátt á níræðisaldri, skuli vera skattlagt, þó að það vinni part úr degi, eða þá svipt tekjutryggingu og réttindum til að fá frían síma. Það eru nú víst ekki ýkja margir sem vinna, komnir á þennan ald- ur, svo að það ætti ekki að vera yfirvöldum um megn að gefa þeim þetta eftir. Kópavogur gengur á undan öðrum bæjarfé- lögum í að hlynna að sínu fólki. Þar fá aldraðir ókeypis í stræt- isvagnana hvenær sem er dags- ins. Mér fyndist ekki mikið þótt höfuðstaðurinn tæki þetta eftir þeim á ári aldraðra. * Abending til fjár- málaráðherra Einn af hinum „heppnu“ hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — I kvöldfréttum 29. apríi var frá því sagt, að ríkisstjórnin hefði boðað verðlækkun á bif- reiðum, um 6—14%. Þetta þótti mörgum furðuleg frétt, því að skömmu áður hafði hækkun á bensíni verið boðuð. Mörgum fannst að eðlilegra væri að lækka bensínverðið en hækka verð á bifreiðum, því að nægilegt virðist nú þegar af þeim. En neyðarlegast verkaði þessi frétt á þá öryrkja sem nýlega höfðu fengið niðurfellingu tolla af bif- reiðum. Úthlutun leyfanna hafði dregist venju fremur á langinn. Tilkynningar komu síðast í mars. Þar sem öryrkjar þessir vissu um gengissig og hækkun um mánaðamót og þótti nóg um dráttinn, flýttu þeir sér að bankaborga bílana og síðan að fá þá út, sem allt tekur sinn tíma. Þá kom þessi frétt. Lækkunin gæti í sumum tilvikum nálgast þá upphæð sem niðurfellingunni nam, og sá öryrki, sem fagnaði bílnum sínum 28. apríl, var illa sleginn daginn eftir. Á þessa „heppnu" öryrkja sem sáu geng- islækkun minnka möguleika sína dag frá degi, meðan þeir biðu eftir náðarbrauðinu, þ.e. lækkun skatta á bifreið sinni, virkar fréttin 29. apríl sem kjaftshögg, kaldranalegt spott eða hrekkur, og undruðust tillitsleysið. Því vil ég leyfa mér að benda háttvirt- um fjármálaráðherra á, að til þess að bjarga sóma sínum gagnvart öryrkjum þessum, ætti hann að láta lækkunina virka mánuð aftur fyrir sig, svo að þeir öryrkjar, sem rétt voru bún- ir að leysa út bílinn sinn, fengju notið hennar. Raunar er ég viss um að fjármálaráðherra sér að þetta er sanngirniskrafa og ör- yrkjar, sem í þessu lentu, fylgja málinu eftir. Verið að bjóða hættunni heim H.E. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég las athuga- semd I.S. í Velvakanda, þar sem hann bar fram þakkir til um- ferðardeildar gatnamálastjóra fyrir þrengingu Breiðagerðisins. Ég er I.S. ekki sammála. Ég bý nálægt umræddum stað og tel aukna slysahættu af þrengingu götunnar, bæði fyrir börn og fullorðna, hvort sem þeir eru gangandi, akandi á bílum eða reiðhjólum. Síðast en ekki síst tel ég að varasamt eða jafnvel ómögulegt sé fyrir strætisvagna að fara þarna um, ef eitthvað er að færð, og tel að með þessu sé verið að bjóða hættunni heim. Endurtakið ljóðalestur Sigríðar Oddfríöur Sæmundsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til útvarps- ins fyrir þáttinn Sönglagasafn sem er á dagskrá á sunnudögum. Þetta eru bæði fróðlegir og líf- legir þættir. Enn fremur langar mig til að þakka upplestur Sig- ríðar Schiöth á ljóðum Þóru Sig- urgeirsdóttur frá Húsavík. Ljóð- in voru hrífandi og vel með þau farið. Ég var ekki síst hrifin af ljóðinu um Skáld-Rósu. Gaman væri að fá þennan dagskrárlið endurtekinn. LJOSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 SIMI 85811 sgs Vinnuskóli \J[r Reykjavíkur Vinnuskóli Reykjvíkur tekur til starfa um mánaöa- mótin maí—júní nk. í skólann verða teknir unglingar fæddir 1967 og 1968 og/eða voru nemendur í 7. og 8. bekk grunnskóla Reykjavíkur skólaárið 1981 — 1982. Umsóknareyðublöð fást í Ráöningarstofu Reykjavík- urborgar, Borgartúni 1, sími 18000 og skal umsókn- um skilað þangaö eigi síðar en 21. maí nk. Nemendum, sem síöar sækja um, er ekki hægt að tryggja skólavist. Vinnuskóli Reyjavíkur. Mánudaga til (ostudaga bjóðum viö m.a. auk hins fasta matseðils hússins. Súpa og salat fylgir öllum réttum. Uxahalasúpa með eggjabátum Forréttur Ferskt tómatasalat með skinku kr. 35,00 Eggjaréttur Eggjakaka með rækjum og osti kr. 55,00 Fiskréttir Trjónukrabbi fylltur með sjávarréttum kr. 115,00 Gufusoðin rauðspretta með rækjusósu kr. 80,00 Pönnusteiktur karfi með sinnepssósu kr. 88,00 Smjörsteiktur skötuselur í karrýsósu kr. 89,00 Kjötréttir Buff „Stroganoff“ kr. 115,00 Létsaltaður grísakambur með piparrótarsósu kr. 99,00 Kálfasnitsel með gratíneruðum kartöflum kr. 105,00 Chef ’s special Gufusoðin svartfuglsbringa með madeirasósu ' kr. 120 00 ARNARHÓLL á horni Hverfisgötu og Ingólfssmrtis. Boröapantanir i sínut 18833.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.