Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 20
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1982 margt að þakka. Gréta hafði ekki gengið menntaveginn svokallaða sjálf, en hún bar mikla virðingu fyrir menntun og lagði mikið á sig til að styðja unga námsmenn, sem bjuggu hjá þeim hjónum, eða voru þar í fæði. Veit ég að margir, sem nutu gestrisni hennar og gæsku, hugsa til hennar með hlýhug og þakklæti. Gréta las margt og stundaði sjálfsnám, m.a. í ensku. Lýsir það vel áliti hennar á menntun að hún skyldi stundum leita til mín, menntskælingsins, með spurn- ingar um stafsetningu og fram- burð á enskum orðum. Þar var ekki kynslóðabilinu fyrir að fara. Hún atti mörg áhugamál. Hún söng og lék á píanó. Og ekki kvart- aði hún þótt ég fiktaði við hljóð- færið hennar kunnáttulaus. Hún hafði brennandi áhuga á góðgerð- armálefnum, tók virkan þátt í kvenfélaginu og er mér minnis- stætt tímabil þegar verið var að koma á fót barnaheimili að Pálmholti. Þá geislaði Gréta af starfsgleði. Gréta var mér sem góð móðir þessa fimm vetur og mér er ljúft að þakka fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Það var mitt lán. Þau hjónin eiga sex mannvæn- leg börn, mörg barnabörn og barnabarnabörn. Ingólfi og börn- um þeirra Grétu færi ég innilegar samúðarkveðjur. Hrafn Andrés Harðarson lasleika og þurfti að gangast undir meiri háttar skurðaðgerð, sem hann lifði ekki af. Lést hann ann- an páskadag 1968. Fáum vikum síðar dó tengdasonur þeirra, Ólaf- ur Hallgrímsson, glæsimenni á bezta aldri. Erna, dóttir þeirra andaðist í París 1971. Þessi ár fengu mjög á Sigríði, en hún'var þó að nokkru farin að ná sér eftir þessar sorgaratburði, þegar hún slasaðist sjálf 1972 og þurfti að ganga undir erfiða læknisaðgerð. Hún komst heim og var í sæmi- legum afturbata, þegar hún slas- aðist aftur, og eftir það komst hún aldrei á fætur. Líkamsþrótturinn var lítill og andlegir kraftar henn- ar á undanhaldi. Þrátt fyrir mikla umhyggju og vinnu á endurhæf- ingardeild, kom allt fyrir ekki. Var hún þá flutt á hjúkrunardeild þar sem hún dvaldist til dauða- dags. Hún lifði í heimi svefns og vöku síðustu árin og virtist ekki þjást verulega. Það var átakanlegt að sjá þessa lífsglöðu konu, sem alltaf hafði verið sólarmegin í lífinu, hverfa lengra og lengra inn í skugga sjúkleikans, heft í fjötra síns veiklaða likama. Dauðinn kom því sem vinur að beði Sigríðar og leysti hana frá vonlausu stríði. Ég votta börnum hennar og ástvinum hluttekningu mína, og veit að hún á góða heimvon í Ódáinslandinu. Blessuð sé minning hennar. Tryggvi Þorsteinsson unni. Ég minnist þessara ára af miklu þakklæti. Stundum hraut fram yfir varir Sigríðar setning, eitthvað á þessa leið; Guðmundur minn, ég veit ég get ekki lifað, ef þú ferð á undan mér. Við vissum ekki fyrr en síðar, hve sorglegur sannleikur leyndist í þessari staðhæfingu. Einn dag barði sorgin að dyrum, og hvert reiðarslagið kom á fætur öðru og bugaði að lokum viðnáms- þrótt Sigríðar. Dótturdóttir, Sigríður Hall- grímsson, fórst í bifreiðaslysi í Þýzkalandi í sept. 1967. Eftir ára- mót '68, fór Guðmundur að kenna tjósm. Mbl. Sv.l>. Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur um allt land. Þessi mynd var tekin á Akureyri og sýnir glæsilega skrúðgöngu skáta þar í bænum. Skátar fjölmenntu til kirkju á Akureyri eins og víðast hvar annars staðar. Minning: Gréta R. Jónsdótt- ir frá Akureyri Fædd 3. október 1910 Dáin 25. april 1982 I gær, mánudaginn 3. maí, var gerð frá Akureyrarkirkju útför Grétu Rósnýjar Jónsdóttur, Helgamagrastræti 34 þar í bæ. Gréta var fædd og uppalin á Ak- ureyri, dóttir þeirra hjóna Jóns Björnssonar fyrrum skipstjóra og útgerðarmanns og Kristínar Guðjónsdóttur. Alls eignuðust þau Jón og Kristín átta börn, en nú eru aðeins þrjár systur á lífi. Fyrir rúmu ári iést einkabróðir Grétu, Steindór, sem um árabil hafði ver- ið skipstjóri og útgerðarmaður á Akureyri. Það var Grétu þungt áfall og leyndi sér ekki að hún tregaði hann mjög, þó að hún væri ekki sú manngerð sem flíkaöi til- finningum sínum. Gréta var ákaf- lega fáguð og prúð kona, alltaf vel til höfð og vel til fara, og bar heimiii hennar ævinlega þess vott hve snyrtileg og myndarleg hún var í hvívetna. Það var sama hvert litið var, hver hlutur átti sinn stað. Oft gerðum við að gamni okkar hvað nákvæmni hennar snerti í öllum frágangi og hló hún þá alltaf dátt að öllu saman. Hún hafði ríka kímnigáfu og fátt var skemmtilegra en að hlusta á þatf hjónin rifja upp endurminningar frá æsku barnanna þeirra sex. Eina slíka kvöldstund áttum við um sl. jól og mun minningin um þá ánægjustund, sem var ein sú síðasta sem við áttum saman í þessu lífi, sem og margar aðrar góðar minningar, ylja okkur um ókomin ár. Gréta var lánsöm kona í einka- lífi sínu. Hún giftist ung að árum Ingólfi Kristinssyni frá Akureyri, miklum ágætismanni, og var hjónaband þeirra mjög farsælt. Má hann nú sjá á eftir kærri eiginkonu sinni eftir fimmtíu ára hjónaband. Börn þeirra Ingólfs og Grétu eru: Hildur, gift og búsett í Keflavík, Örn, verkstjóri, kvæntur og búsettur á Seltjarnarnesi, Ör- lygur, skipstjóri, kvæntur og bú- settur á Akureyri, Ingólfur, tækjastjóri, kvæntur og búsettur í Njarðvíkum, Gréta, gift og búsett í Keflavík, Örvar, húsasmíða- meistari, kvæntur og búsettur í Reykjavík. Allt er þetta mikið prýðisfólk. Barnabörnin eru orðin tuttugu og þrjú og barnabarna- börnin sex. Þó að systkinin flyttu flest frá Akureyri voru mjög sterk tengsl milli þeirra og foreldranna. Þau Ingólfur og Gréta komu oft suður til að hitta fólkið sitt og voru þá miklir fagnaðarfundir. Ekki var sjaldnar farið til Akureyrar, til að dvelja hjá þeim hjónum, og vorum við ávallt öll aufúsugestir. Þá gátu þau á ferðum sínum suður heim- sótt systur Grétu, Gyðu og Sigur- laugu, og þeirra fjölskyldur. Það var einstakt að sjá hve samband þeirra systra var innilegt og hve þær nutu þess að vera saman. Gréta hafði um árabil átt við van- heilsu að stríða, líkamlega hefur hún líkast til aldrei verið sterk- byggð. Alltaf lét hún þó vel af sér og kaus fremur að spjalia um ann- að en veikindi sín. Hún var afar starfsöm kona og vann ýmsum málefnum mikið gagn. Má þar nefna að hún var ein af stofnend- um kvennadeildar innan karla- kórsins Geysis og var fyrsti for- maður þess félags. Einnig var hún í Kirkjufélagi Akureyrarkirkju og kvenfélaginu Hlíf og átti lengi sæti í stjórn barnaheimilisins Pálmholts og vann hún mikið starf í þágu þess. Gréta hafði einnig mikla ánægju af handa- vinnu og vann marga fallega muni, sem hún gaf svo vinum og ættingjum við ýmis tækifæri. En það var eitt það ánægjulegasta sem hún gerði í lífinu, að gefa öðr- um, og naut hún sín sjaldan betur en um jólaleytið þegar þau hjónin voru að ganga frá stóru kössunum sem þau ýmist fóru með eða sendu suður. Ferðalög voru henni mikil ánægja og voru þau hjónin ákveð- in í að fara til Danmerkur á kom- andi sumri og heimsækja þar gamla og kæra vini, ef heilsa hennar leyfði. Allt var þó skipu- lagt með fyrirvara. Hún talaði stundum um dauðann, notaði reyndar sjaldnast það orð heldur talaði hún um að fara. Þetta var allt svo eðlilegt í hennar augum, hún átti svo marga góða að hinum megin; foreldra, systkini og góða vini. Hún var sannfærð um að hún myndi hitta þau öll. Svona var Gréta, hún reyndi alltaf að sjá björtu og góðu hliðarnar á tilver- unni og hefur það eflaust hjálpað henni eins og okkur hinum, sem þekktum hana, hve vongóð og hress hún var í tali, þó heilsan væri slæm. Við kveðjum nú með þakklæti en sárum söknuði elskaða og góða konu. Hennar skarð verður ekki fyllt, en minningin um hana mun Sigríður Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 10. október 1898 Dáin 13. apríl 1982. Ekki get ég sagt, að andlát Sig- ríðar frændkonu minnar frá Öldu- götu 16, hafi komið mér á óvart. Við sem þekktum, vissum að engill dauðans hafði lengi undanfarið staðið við sjúkrabeð hennar. Kveðjuorð mín koma helzt til seint, því að Sigríður hefur nú þegar verið lögð til hinztu hvílu við hlið bónda sins, sem hún í 14 ár hefur heitast þráð að hitta aft- ur. Sigríður fæddist og ólst upp á Þórarinsstöðum við Seyðisfjörð, dóttir hjónanna, Sigurðar Jóns- sonar, bónda á Þórarinsstöðum og konu hans, Þórunnar Sigurðar- dóttur. Hún var eina dóttirin á bænum, en átti 3 bræður, þá Þór- arinn bónda á Þórarinsstöðum, Svein ritstjóra, sem báðir eru látnir og Friðrik, sem ungur flutt- ist til Bandaríkjanna og er enn á lífi og búsettur vestanhafs. Vegna tengsla við Noreg, var Seyðisfjörður með talsvert öðru sniði en flestir kaupstaðir hér á landi, um og eftir síðustu aidamót og að ýmsu leyti á undan samtíð sinni hvað snerti framtak í atvinnuháttum og menningarmál- um. Hygg ég að Sigríður hafi alla æfi notið þeirra menningar- strauma. Hún var fríð sýnum og vel gefin stúlka og allra eftirlæti í æsku. Hún lauk námi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík um tví-. tugsaldur og kynntist á þessum árum mannsefni sínu, Guðmundi Jenssyni, sem var fæddur Reyk- víkingur, dugmikill og efnilegur maður. Þau gengu í hjónaband 1921, sem átti eftir að verða far- sælt og hamingjusamt og stofnuðu heimili á Skólavörðustíg 17. Guð- mundur varð framkvæmdastjóri fyrir Nýja Bíói í Reykjavík, ásamt frænda sínum Bjarna Jónssyni frá Galtafelli. Þeim Guðmundi varð þriggja barna auðið og eru þau þessi: Þór- unn, sem giftist Ólafi Hallgríms- syni, framkvæmdastjóra, Erna, sem giftist John Mc. Kesson, sendiráðsmanni í Washington og Sigurður, framkvæmdastjóri í Nýja Bíói, sem kvæntur er Önnu Flygenring. Arið 1927 byggði Guðmundur hús á Öldugötu 16, og eignuðust þau þar glæsilegt heimili, sem byggt var upp af mikilli smekk- vísi, og bar vott um þroskaða feg- urðartilfinningu þeirra hjóna. Viðmót þeirra allt einkenndist að rausnarskap og alúðlegum and- blæ. Þau unnu hvort öðru mikið, og lífið brosti við þeim á allan hátt. Sigríður var glæsileg kona, hlý í viðmóti, gamansöm, hláturmild og góðgjörn. Bæði voru þau hjón gestrisin og nutu þess að hafa fólk í kringum sig. Það safnaðist að þeim skemmtilegur og samstæður vinahópur.sem naut þess að sitja með þeim að veizlufagnaði. Sigríður unni mjög heimabyggð sinni og öllu sem austfirskt var. Hún hafði mikið dálæti á lögum Inga T. Lárussonar og kvæðunum sem hann samdi lög sín við. „Æ, kondu nú og spilaðu fyrir mig fal- legu lögin mín að heiman," sagði hún svo oft við mig. — Lífið hún sá í ljóma þeim, — Það er svo margt að minnast á, — og mörg fleiri austfirsk ljóð og lög stóðu hjarta hennar nær. Sjálfur hef ég margs að minnast frá löngum kynnum mínum við þetta frændfólk mitt, sem var mér ástfólgið. Ég varð þarna heimilis- maður um tíma á skólaárum mín- um, og naut hugulsemi þeirra og atlætis eins og einn af fjölskyld- ust þegar hún var að kveðja: Blessi þig elskan, við sjáumst. Megi góður Guð varðveita hana. Tengdadóttir I gær, mánudag, var borin til grafar frú Gréta Jónsdóttir, en hún lést þann 25. apríl sl. á Akur- eyri. Gréta var fædd á Akureyri 3. október 1910 og ólst þar upp. For- eldrar hennar voru Jón Björnsson skipstjóri og kona hans, Kristín Guðjónsdóttir. Þegar mér var tilkynnt lát þess- arar góðhjörtuðu konu rifjuðust upp fyrir mér þeir fimm vetur, sem hún var „matmóðir" mín með- an ég bjó hjá þeim Ingólfi Krist- inssyni, frænda mínum, að heimili þeirra að Helgamagrastræti 34 á Akureyri. Ég sé hana fyrir mér fagran októberdag árið 1963 þegar þau hjónin óku með mig um bæinn til að sýna mér hann í haustbún- ingi. Þau voru stolt af þessum fal- lega, rótgróna bæ. Mér hefur æ síðan fundist hann allra bæja feg- urstur, ef til vill vegna góðra minninga um Grétu og Ingólf. Þetta haust var ég að hefja nám í Menntaskólanum á Akureyri og þau höfðu góðfúslega tekið mig að sér. Þau tóku mér sem syni og hjá þeim bjó ég í góðu yfirlæti uns ég lauk stúdentsprófi þar árið 1968. Það var ekki síst fyrir þeirra hlýja viðmót, þolinmæði og uppörvun að mér tókst að komast í gegnum menntaskólann. A ég þeim báðum lifa. Þakkir skulu hér færðar starfsfólki Sjúkrahúss Akureyrar fyrir góða umönnun og sérstakar þakkir til Huldu, systur Grétu, og Kristínar, dóttur Huldu, fyrir alla þeirra elsku og umhyggju fyrir tengdaforeldrum mínum báðum þessar síðustu vikur. Ég bið Guð að styrkja Ingólf og alla hennar ættingja og vini á þessari sorgarstundu. Tengdamóð- ur minni þakka ég fyrir allt og óska henni alls hins besta í nýjum heimkynnum. Ég kveð Grétu með þeim orðum sem henni voru töm-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.