Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 30
70
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ1982
Tilraun og
annað ekki
Járnsiöunni barst tyrir
skömmu í hendur fyrsta tölublað
nýs tímarits, sem nefnir sig Til-
raun. Og tilraun er þetta, víst er
þaö.
Hér er um að ræöa 16 síðna
blað i litlu broti. Innihaldið er harla
kyndugt á köflum. Segir m.a. i inn-
gangi, aö blaöinu sé ekki ætlaö aö
vera „söluglimmer". Ennfremur
segir aö ekki sé ætlunin aö hafa
blaðiö að féþúfu (???).
Efnið er vægast sagt upp og
ofan og uppsetningin ekki til aö
auka söluna. Tekur blaöið nokkuð
miö af mörgum neðanjaröartíma-
ritum poppara, sem þrífast þokka-
lega í Bretlandi. Þaö þýöir hins
vegar ekki aö þau séu algóö eins
og aöstandendur Tilraunar viröast
einna helst halda. Opna blaösins
er t.d. eitt allsherjar furöuverk sem
erfitt (ef ekki bara útilokaö) er aö
fá nokkurn botn í.
Strax á eftir er þokkalegasta
grein, sem ber yfirskriftina „Hvaö
um hvalina". Er þar tæpt á yfir-
boröskenndan hátt á einu og ööru
er viðvíkur hvalveiöum íslendinga.
Ein setning sat föst í huga mér eftir
að hafa lesið hana nokkrum si-
nnum: „Oft hefur maöur heyrt um
einhverja, sem hafa unnið þetta
ógeöslega starf, einungis vegna
þess, aö kaupiö er hátt og hægt er
aö kaupa ómerkilega hluti fyrir
aurinn."
Sjálfur hefur umsjónarmaöur
Járnsíðunnar unniö viö þetta
„ógeöslega starf“. Hvort aöstand-
endur Tilraunar flokka nauösynja-
vörur, námskostnaö og annaö í
þeim dúr undir „ómerkilega hluti“
skal ósagt látiö, en sé svo er eins
gott fyrir þá aö endurskoöa útgáf-
una í snatri.
Leikum ekki
saman til
æviloka
— segja Paul Simon
og Art Garfunkel
+ „Það er alveg Ijóst að þó við
höfum leikið saman nú um nokk-
urt skeiö á nýjan leik, munum við
ekki halda því áfram til æviloka,"
sögðu þeír kumpánar, Paul Sim-
on og Art Garfunkel í blaðaviðtali
í síöustu viku. Þeir hafa nú ákveö-
iö aö vinna saman að breiðskífu
og tónleikaferðalag um Bandarík-
in er í undirbúningi.
„Það hefur veriö skemmtilegt aö
vinna saman á ný eftir svo langt
hlé,“ sögöu þeir félagar, en bættu
því viö aö ekkert væri víst hvort
samvinna entist lengi aö þessu
sinni. „Viö stöndum í þessu á með-
an viö höfum gaman af því. Hætt-
um svo,“ sagöi Paul Simon.
Þeir félagar eru um þaö bil aö
leggja upp í 5 vikna tónleikaferö
um Japan og Evrópu. Þeir héldu
sameiginlega tónleika í Central
Park í New York í fyrra og þá tón-
leika sóttu hvorki fleiri né færri en
500.000 manns. Er ekki vitað um
fjölmennari popptónleika í verald-
arsögunni.
Paul Simon og Art Garfunkel
slitu samvinnu sinni í byrjun siö-
asta áratugar eftir mikla velgengni.
Breiöskífa þeirra, Bridge over
Troubled Water, er enn á meöal
söluhæstu platna til dagsins í dag.
• Nine Below Zero eins og hljómsveitin kemur fyrir á nýjustu plötunni, Third Degree.
Nine Below Zero kemur undir sig fótunum:
Vinna, tónleikar og enda-
laus ferðalög liggja að baki
— þriöja breiöskífa flokksins, Third Degree, nýveriö komin út
Hljómsveitin Nine Below Zero
er e.t.v. ekki ýkja þekkt hérlend-
is, enda kannski ekki von. Þetta
er ung hljómsveit, stofnuð 1977,
og hefur aðeins gefið út þrjár
plötur. Sú þriðja, Third Degree
er reyndar nýverið komin út hjá
A&M-útgáfufyrirtækinu. Tónlist
NBZ er feikihressilegur
rythm’n'blues og tónleikaplata
þeirra fjórmenninganna Live At
Marquee, er einhver sú fjörug-
asta, sem umsjónarmann Poka-
hornsins rekur minni til að hafa
heyrt.
Dennis Greaves, höfuðpaurinn
í Nine Below Zero, var níu ára
gamall snáöi þegar hann fór fyrst
aö hlusta á tónlist manna eins og
t.d. John Mayall og BB King.
Frændi hans átti gott plötusafn
og stalst Greaves í þaö hvenær,
sem færi gafst. Áhugi hans jókst
jafnt og þétt og er hann lauk
skólanámi hafði hann eignast
bassa og magnara.
Námiö á hakanum
„Ég reyndi að kreista einhver
hljóö út úr þessu apparati allan
guöslangan daginn og námiö sat
eölilega á hakanum," segir
Greaves. Þrautseigja hans borg-
aöi sig. Honum tókst aö stofna
hljómsveit meö nokkrum vinum
sínum og saman framkölluöu þeir
„gífurlegan hávaöa“ eins og
Greaves segir sjálfur frá. Reyndar
kom hljómsveitin aöeins fram
einu sinni og þaö var í brúð-
kaupsveizlu.
Næstu hljómsveit hans gekk
ögn betur. Honum og félögum
hans tókst aö fá inni á nokkrum
krám. Dennis, sem haföi þegar
hér var komiö sögu, skipt um
hljóöfæri og tekið til viö gítarinn,
fékk sig fullsaddan af aö leika
tónlist eftir Bad Company og Led
Zeppelin og hætti í hljómsveitinni.
Tók hins vegar bassaleikarann,
Pete Clark, meö sér.
í sameiningu einsettu þeir sér
aö stofna hljómsveit sem ein-
göngu léki tónlist, sem var þeim
hvað hjartfólgnust. Þeir náöu í
gamlan skólafélaga sinn, Kenny
Bradley, á trommurnar og reynd-
ar tókst þeim aö fá einn fyrrum
kennara sinn til að syngja meö
sér um stundarsakir. Þaö var þó
einungis skammgóöur vermir og
sá hætti fljótlega.
Nú voru góö ráö dýr, enginn
söngvari. Einhver lét Dennis hafa
símanúmer hjá náunga, sem
sagður var nokkuö sleipur á
raddbönd og kynni aö auki ágæt-
lega á munnhörpu. Þaö sakaöi
ekkert aö reyna og hringt var í
kappann, Mark Feltham. Hann
reyndist búa í næsta nágrenni viö
Dennis Greaves og ákveðið var
aö hann fengi aö spreyta sig. Eftir
aöeins nokkur lög var hann ráö-
inn til aö syngja með Stan’s Blues
Band. Nine Below Zero var í fæö-
ingu.
Áriö 1977 rann upp og enginn
leit viö neinu nema pönki. Strák-
arnir í Stan’s Blues Band höföu
þó engan áhuga á aö fylgja tísku-
fyrirbrigöinu þó svo plötufyrirtæki
litu helst ekki viö neinum
hljómsveitum nema meölimirnir
gengju í afkáralegum fötum og
væru meö skræpótt eöa helst
ekkert hár.
Hjólin snúast
Meö því aö færa tónlistina,
sem þeir höföu hvaö mest gaman
af, aöeins nær nútímanum tókst
þeim aö ná til stórs áheyrenda-
hóps, sem kunni vel aö meta læt-
in og fjöriö í þeim fjórmenning-
um. Hjólin tóku aö snúast hægt
og rólega. Þeir fóru aö spila reg-
lulega á þekktum krám og litlum
veitingastööum í London, en ísinn
var fyrst brotinn er Ding-
walls-klúbburinn bauö þeim aó
leika hjá sér í janúar 1979. Eftir
þaö átti hljómsveitin greiöan aö-
gang aö flestum ef ekki öllum
stærri klúbbum Lundúnaborgar.
í nóvember þetta sama ár
labbaöi Micky nokkur Modern
inn í klúbbinn Thomas A. Beckett
og sá Stan's Blues Band á fullu á
sviöinu. Hann varð þegar í staö
bergnuminn og bauöst til aö ger-
ast framkvæmdastjóri þeirra.
Hann var oröinn leiöur á aö reyna
aö koma sjálfum sér og sinni
tónlist á framfæri og sá þarna
upplagt tækifæri til þess aö bæta
um betur.
Honum tókst aö fá strákana
ofan af nafninu Stan’s Blues
Band og því var breytt í Nine Be-
low Zero. Reyndar er þaö titill á
frægum blúsara, sem m.a.
Muddy Mississippi Waters hefur
sungiö. Áöur en langt um leiö
voru fjórmenningarnir komnir í
stúdío og tóku þar upp fjögur lög,
sem gefin voru út á plötu, sem
bar nafnið Pack Fair & Square.
Modern krafðist þess aö hljóm-
sveitin legði haröar aö sér. Fleiri
tónleikar var dagskipunin. Dennis
og Kenny hættu aö vinna sem
teppalagningarmenn, Pete hætti
hjá WH Smith-versluninni og
Mark sagöi upp hjá Póstinum.
Þeir léku á hverjum einustu tón-
leikum, sem möguleiki var á. Sjö
kvöld í viku. Viku eftir viku, mán-
uð eftir mánuö.
Fylgiö eykst
í marsmánuöi 1980 hætti
Micky Burkey í vöruhúsinu, sem
hann vann hjá og tók við á
trommusettinu af Kenny Bradley,
sem fannst hlutirnir vera farnir aö
veröa einum of erfiðir. Burkey
þekkti vel til strákanna í Nine Be-
low Zero og féll því eins og flís viö
rass. Tónleikaplatan í Marquee
var síöan tekin upp um miöjan júlí
1980. I kjölfariö fylgdi geysilega
erfiö tónleikaferö um gervallt
Bretland, þar sem platan var
kynnt. Hægt og bítandi tókst NBZ
aö vinna sér fylgi.
Önnur plata, Don’t Point Your
Finger, leit dagsins Ijós í janúar í
fyrra og á henni varö verulegra
breytinga vart. Hljómsveitin átti 9
laganna sjálf á móti aóeins þrem-
ur á tónleikaplötunni. Þessari
plötu tókst aö brjótast inn á vin-
sældalistana í tvígang og sat þar
í einar fimm vikur samtals.
Breytingunum var ekki endan-
lega lokiö. Á miöju ári í fyrra
ákváöu hljómsveitarmeölimirnir
að leita sér aö nýjum bassaleik-
ara til aö styrkja flokkinn enn
frekar. Einhverra hluta vegna
voru þeir ekki fyllilega sáttir viö
Pete Clark. Hann var kvaddur
meö söknuði, sem sannur felagi,
og í hans staö kom Brian nokkur
Bethell. Sá haföi aliö manninn í
Ástralíu um nokkurt skeið og gert
þaö gott. Þannig er því hljóm-
sveitin skipuð í dag, sterkari en
nokkru sinni.
Saga Nine Below Zero er ekki
neitt nýnæmi. Hún er keimlík
sögu margra annarra hljóm-
sveita. Hún undirstrikar fyrst og
fremst og aftur og aftur, aö þaö
þarf aö vinna sleitulaust til þess
aö koma fótunum undir sig. Nái
hljómsveitir ekki aö framleiöa
„hit“-lög í fyrstu atrennu og bjóöi
tónlistin ekki upp á slíkt getur
róðurinn oröiö þungur. Sú varö
og raunin hjá Nine Below Zero,
en þeir félagar hafa sannaö
gamla góöa máltækiö, aö „þol-
inmæöin þrautir vinnur allar“.
Bréf til Járnsfðunnar
Járnsíðunni barst fyrir
skömmu bréf frá enska út-
gáfufyrirtækinu Shout. Þaö
fyrirtæki ætlar aö gefa út
plötu Þeysara, Mjötviöur mær.
Heitir platan As Above ... I
ensku útgáfunni. Hefur hún
verið endurhljóöblönduö aö
hluta til.
As Above ... kemur út á
Englandsmarkaði 3. maí og
gera aðstandendur Shout sér
vonir um góöar viötökur Eng-
lendinga. Þá munu Þeysarar
halda í tónleikaferö um Eng-
land og e.t.v. Evrópu.
Ennfremur sagöi í bréfinu frá
Shout, aö allir möguleikar á aö
koma „Rokk í Reykjavik” á
hvíta tjaldið í Englandi yröu
rækilega kannaðir.