Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1982
59
Þórarinn dáinn. Getur það ver-
ið? Já, því miður, maðurinn með
ljáinn lætur ekki trufla sig. Hans
tími var víst kominn, þessa kæra
félaga.
Við, vinnufélagarnir í Flugþjón-
ustudeild, vorum harmi slegnir, er
við fréttum lát hans.
Mannkostir Þórarins voru ótví-
ræðir, og sem fagmanni óx honum
ekkert í augum. Með bjartsýni og
auðugu hugmyndaflugi gat hann
látið hlutina ganga, þótt aðrir létu
hugfallast. Auk þess var hann
hrókur alls fagnaðar og átti hægt
með að slá á léttu strengina í
brjóstum okkar.
Alltaf var hann tilbúinn að
hjálpa okkur, hvort heldur var að
nóttu eða degi. Og sá sem mátti
sín lítils í lífinu átti hauk í horni
þar sem Þórarinn var.
„Deyr fé,
deyja frjendr,
deyr sjálfr
il sama.
Kn orAstírr
deyr aldregi
hveim er sér g«Wlan getr.**
Guðs friður sé með vini okkar.
— Guð styrki Sigrúnu og börnin í
sorg þeirra og söknuði.
Vinnufélagar Keflavíkurflugvelli
Mínir vinir fara fjöld
feigðin þ<‘.ssa heimtar köld
é|j kem eftir, kannski í kvöld.
(Bólu-lljálmar)
Þau hörmulegu tíðindi bárust
mér í síma laugardagskvöldið 24.
apríl að Daddi vinur minn væri
dáinn.
Á kveðjustund kærs vinar ke-
mur margt upp í hugann þegar
litið er yfir farinn veg. Kunningss-
kapur okkar Dadda hófst þegar
við vorum bekkjarbræður í barna-
skóla.
Daddi var sonur hjónanna
Björgvins Jónssonar og Sesselju
Sigvaldadóttur, en þau hjón
bjuggu á Auðarstræti 11 þegar
leiðir okkar Dadda lágu fyrst sa-
man. Björgvin, sem nú er látinn
fyrir nokkrum árum, var þá kyn-
dari í Mjólkurstöðinni við Snorra-
braut, en öll stríðsárin var hann
kyndari á Brúarfossi og kunni frá
mörgu að segja, sem okkur Dadda
þótti mikið púður í. Á Auðar-
strætinu eignaðist ég mitt annað
heimili því við Daddi vorum sa-
man öllum stundum, og Sella og
Björgvin létu sér það vel líka. A
unglingsárunum áttum við því
láni að fagna að eiga heima undir
sama þaki á Ljósvallagötu 18. Þá
var Daddi byrjaður að vinna á vé-
laverkstæði Flugmálastjórnar á
Reykjavíkurflugvelli, en þar lærði
Þórarinn Björgvins-
son — Minningarorð
Fæddur 15. april 1936
Dáinn 24. apríl 1982
Nú hefur sá skæði sjúkdómur,
kransæðastífla, drepið niður fæti
á óvæntasta stað, þar sem Þórar-
inn Björgvinsson hefur fallið í val-
inn 46 ára gamail, svo athafna-
samur, reglusamur og heilsu-
hraustur sem hann var.
Fráfall Þórarins Björgvinssonar
veldur mörgum sárum missi.
Þórarinn Björgvinsson hafði
einstaka mannkosti til að bera. í
hvert einasta skipti, sem ég hitti
Þórarin, opnuðustu augu mín fyrir
því, hve lífið og samfélagið getur
verið miklu fegurra og skemmti-
legra, en ég hafði verið farinn að
halda. Hann sýndi mér ósjálfrátt
með fordæmi sínu; atorku, glað-
værð, úrræðakunnáttu og skilyrð-
islausri hjálpsemi, hve miklu
heillavænlegra það er að líta á líf
og starf hvers dags frá bjartsýnu
sjónarmiði.
Eg sendi móður Þórarins, konu
hans og börnum innilegar samúð-
arkveðjur.
Einar H. Ásgrímsson
hann síðan bifvélavirkjun hjá
Guðna föðurbróður sínum.
Það var einmitt á Ljósvalla-
götuárunum sem þeir feðgar,
Björgvin og Daddi, byrjuðu að
byggja húsið við Kársnesbraut 80 í
Kópavogi og þar hefur Daddi
ávallt átt lögheimili síðan.
Upp úr unglingsárunum skildi
leiðir okkar Dadda í 9 ár. Þá var
ég loftskeytamaður til sjós en
hann vann víðsvegar um landið
við flugvallaframkvæmdir á ve-
gum flugmálastjórnar.
Árið 1965 hætti ég til sjós og
eftir það hófst vinátta okkar á ný
og hefur haldist síðan. Við áttum
mörg sameiginleg áhugamál svo
sem útivist og skotveiði, og fórum
við saman til rjúpna og á hrein-
dýraveiðar þegar tækifæri buðust.
Kyrrsetumaður var Daddi ekki,
þar sem hann var fóru hjólin all-
hafa ávallt kunnað að meta ham-
hleypur til allra verka, enda kom
það engum á óvart þegar fy-
rirtækið bauð honum áframhal-
dandi vinnu hjá' fyrirtækinu í Al-
sír. Þangað fer svo Daddi með
fjölskylduna, enda góð laun í boði
og aðbúnaður Þjóðverja í Alsír
ágætur. í Alsír stjórnar Daddi
stóru þungavinnuvélaverkstæði í
þrjú ár. Eftir heimkomuna vinnur
hann í 1% ár hjá verktakafyrir-
tækinu „Völur" en haustið 1975
ræðst hann verkstjóri á vé-
laverkstæði snjódeildar á Keflaví-
kurflugvelli. Þegar þetta var, var
snjódeildin raunverulega ekki til
heldur var verið að koma henni á
laggirnar undir stjórn Sveins Ei-
ríkssonar slökkviliðsstjóra.
Sveinn var fljótur að skilja þann
hvalreka sem á fjörur hans var
rekinn, þegar ég sagði honum frá
því að Daddi vinur minn hefði
áhuga á vinnu hjá honum. Ég hef
orð Sveins fyrir því að Daddi hafi
verið eini maðurinn fyrr og síðar,
sem hann hefði ákveðið að ráða til
vinnu án þess að hafa heyrt hann
eða séð. Þarna starfaði svo Daddi
til dauðadags og eignaðist marga
ágæta félaga.
Daddi var ákaflega greiðvikinn
maður. Sjaldan kom ég svo á
Kársnesbrautina að hann væri
ekki að hjálpa einhverjum kun-
ningja sínum við bilaðan bíl. Al-
drei mátti neita neinum um neitt
þótt það kostaði að slá á frest því
sem hann var að gera þá stundina
fyrir sjálfan sig.
Árið 1962 urðu tímamót í lífi
Dadda. Þá gekk hann að eiga
ágæta konu, Sigrúnu Sigurðar-
dóttur frá ísafirði. Þau eignuðust
þrjá drengi. Sigrún og Daddi áttu
indælt heimili á Kársnesbrautinni
og þar hafa þau ávallt búið ef frá
eru talin árin í Alsír.
Sigrún mín, ég bið Guð að
styrkja þig og börnin þín í ykkar
miklu sorg. Einnig bið ég Guð að
blessa Sellu tengdamóður þína,
Lísu, Gilla og Möggu því að þeirra
missir er líka mikill.
Minningin lifir um góðan dreng,
far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu hjartans þökk fyrir
allt og allt.
Ósvald Gunnarsson
taf að snúast. Eftir 16 ára starf
hjá flugmálastjórn réðist hann til
vinnu hjá þýska verktakafyrir-
tækinu „Hochtief* sem þá vann að
uppbyggingu hafnarinnar við Ál-
verið í Straumsvík. Þjóðverjar
GLÆSIVAGN A GOÐU VERÐI
Mjög sparneytin og þýðgeng Veltistýri.
1600 cc eóa 2000 cc vél.
Aðalljós með innbyggðum Stillanleg fram- og aftursæti
þokuljósum.
Komið,skoðið
og reynsluakið
'tíií nisii
HEKLAHF
Laugavegi 170 -172 Sími 21240
y;s.
MITSUBISHI
MOTORS
I