Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.05.1982, Blaðsíða 28
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1982 ,,Ef \>ú \j)lt e/cki sjevo. poka- soeinn minn, er nóg uf fólki sem VÍIL ve-vcx pcu.5 ' Með morgunkaffinu Ég veit, pabbi minn, að hann mcin- ar þetta allt. í dag fékk hann tölvu- upplýsingar um þig og þína hagi alla. HÖGNI HREKKVÍSI "HVER ve.;i NE*\A EiwHV/EC HAfí Mi'ííí PEa/WG- /vlBOR UM Ri^rla/G- ■? “ Strætisvagnarnir og Laugavegurinn E.G. skrifar: „Velvakandi góður, vinsamlega Ijáðu þessum línum mínum rúm í dálkum þínum. Eg held ég sé hér með lausn á leiðum strætisvagna frá Hlemmi (Vatnsþró) niður á Lækjartorg og hún er sú, að láta aka niður Hverf- isgötu og inn Laugaveg eins og fyrirhugað var, þegar hægri um- ferð var tekin upp, en illu heilli varð eigi að veruleika. Svo á að láta strætisvagnana aka inn Skúlagötu og Rauðarárstíg að Hlemmi. Til þess að þetta sé mögulegt, þarf að laga hringtorgið hjá Hörpu, færa aðeins inn girð- inguna hjá Lögreglustöðinni og fjarlægja gasstöðvarhúsið. Með þessari breytingu fengju strætis- vagnarnir sér akrein eftir Skúla- götu frá Hörputorgi og Rauðarár- stígsspottann sem þeir þurfa að aka til að komast inn á Hlemm. Svo má gera stöðumælastæði beggja vegna Laugavegar til hag- ræðis fyrir verzlun og viðskipta- vini.“ Ekki bara neikvæð öfl sem ráða hér Olafur Jóhannsson, Kaup- mannahöfn, skrifar á sumardag- inn fyrsta: „Velvakandi! Eg vil gjarnan þakka Morgun- blaðinu fyrir hve mikið pláss blaðið gefur fyrir kristilegan boðskap á síðum sínum. Þar sem ég bý hér í Kaupmannahöfn og les dagblöðin hér, sem eru yfir- full daglega með neikvæðum fréttum um árásir, morð, upp- lausn heimila og samfélagseyði- leggjandi áróður, þá er gott að geta keypt Morgunblaðið og finna á síðum þess jákvæðar greinar, t.d. um kristindóm, sem er hinn eini sanni grundvöllur fyrir friði og hamingju. Og sá friður og sú hamingja byggjast á jákvæðri afstöðu einstaklingsins til Jesú, boðskaparins um fórn- ardauða Hans og upprisu. Þó vil ég aðeins benda á, vegna þess hve blaðið hefur einnig gef- ið mikið pláss fyrir boðskap „Fyrir stuttu síðan komu saman í Vor Frue kirke (Dómkirkjunni) hundruð manna, ungra og gamalla, frá ólíkum kirkjudeildum, m.a. Hvítasunnumenn, Heimatrúboðs- fólk, kaþólskir og lútherskir og sungu og lofuðu Guð í einum anda.“ spíritista eða sálarrannsóknar- manna, eins og þeir kalla sig, að það hefur ekkert með kristindóm að gera, frekar en annað myrkrakukl. Ég segi þetta að- eins leitandi fólki til viðvörunar. Mig langar einnig til að segja ykkur fréttir. Það eru ekki bara neikvæð öfl sem ráða hér í Kaupmannahöfn. Fyrir stuttu síðan komu saman í Vor Frue kirke (Dómkirkjunni) hundruð manna, ungra og gamalla, frá ólíkum kirkjudeildum, m.a. Hvítasunnumenn, Heimatrú- boðsfólk, kaþólskir og lútherskir og sungu og lofuðu Guð í einum anda. Én á þetta var ekki minnst í blöðum hér. Ég held að svipuð vakning sé í uppsiglingu á ís- landi. Svo óska ég blaðinu blessunar, með ósk um að það standi áfram vörð um rétt einstaklingsins til að velja og hafna. Kær kveðja og gleðilegt sumar.“ „Róttækt jafnvægi“? H. Mag. skrifar. „Velvakandi góður. I útvarpsumræðunum á Alþingi á fimmtudagskvöld minntist Svavar Gestsson, hinn „góði drengur" forsætisráðherrans, á skemmdarverk, sem framin hafa verið á ýmsum verðmætum hér í borg að undanförnu. Svavar hafði að sjálfsögðu skýringu á þessu eft- ir formúlu hins vísindalega sósíal- isma og sagði að umrædd skemmdarverk væru afleiðing af neyslukapphlaupi íslendipga. Hér er því sennilega komin fram hin siðferðilega forsenda fyrir kjara- svikum Alþýðubandalagsins sl. 4 ár. Með því að rýra kjörin hafa Svavar Gestsson og félagar verið að draga úr neyslukapphlaupinu vonda og þar með vinna gegn skemmdarfýsn landa sinna. Þetta felst líklega allt í orðunum „rót- tækt jafnvægi", sem kauplækkun- armaðurinn Þröstur Ólafsson gerði fræg í Þjóðviljanum á sínum tíma. En rökvísin er ekki sterka hliðin á lýðskrumi Svavars Gestssonar. Ekki var hann fyrr búinn að for- dæma neyslukapphlaupið og sið- spillandi áhrif þess en hann krafð- ist þess að Vinnuveitendasam- bandið gengi strax að öllum kjara- kröfum ASI. Það á sem sé að auka neyslugleðina og ýta undir ný spellvirki og eyðileggja fornar dyggðir. Ætli það verði þó mikið úr því nema tómir félagsmála- pakkar? Væri ekki rétt að setja svikin fyrst í gildi áður en þeir útbúa nýja pakka fyrir oss launa- menn?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.