Morgunblaðið - 09.05.1982, Page 8
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982
í heimsókn á Hoffsósi
Hofsósi. Núna er fiskurinn nær
eingöngu verkaður í frost þar
sem aflabrögð hafa verið heldur
léleg í vetur. í frystihúsinu hefur
í allan vetur verið tíu tíma vinna
á dag. Árið 1976 var byrjað að
endurbyggja frystihúsið og var
smíðað utan um gamla húsið
þannig að fyrir aðkomumann lít-
ur út fyrir, að nýlegt frystihús sé
á staðnum. Ýmsar breytingar, og
þá einkum tæknibreytingar, eru
á döfinni í húsinu, en erfiðleikar
í frystingu um land allt hafa ekki
sneitt hjá Hofsósi óg því hafa
tafir orðið á framkvæmdum.
Fyrirtækið Kögurvík á Hofsósi
gerir út 90 tonna bát, Richard, og
var ætlunin að gera hann út frá
Hofsósi í vetur, en vegna ótíðar
og ördeyðu var ákveðið að fara
suður á vertíð.
Stærsta málið á Hofsósi í ár er
lagfæring og dýpkun hafnarinn-
ar. Árið 1980 var dýpkunarskipið
Hákur um tíma við vinnu á Hofs-
ósi, en það verk tókst ekki sem
skyldi og í sumar er von á dýpk-
unarskipinu Gretti. Höfnin er
vart örugg nema sem sumarhöfn,
að sögn Gísla og Garðars Sveins.
Áætlað er, að hafnarfram-
kvæmdirnar, sem ráðgerðar eru í
sumar, kosti 1,3 milljónir króna.
Auk þessa er á döfinni að leggja
varanlegt slitlag á vegarspotta í
Á HOFSÓSI lifir fólk af físki og hljóðkútum, sagði góður
maður í spjalli við Morgunblaðið á dögunum. Nokkuð til í
því. Frystihúsið á staðnum er stærsti atvinnurekandinn, en
Vélsmiðjan Stuðlaberg er einnig drjúgur vinnuveitandi og
mikinn hluta ársins er kröftunum beint að hljóðkútagerð.
Auk þessara fyrirtækja má nefna útgerð, saltfískverkun,
byggingafyrirtæki, bifreiðaverkstæði og að sjálfsögðu „bless-
að“ kaupfélagið, sem auk verzlunar rekur saumastofu á
staðnum.
Á Hofsósi bjuggu 310 manns 1.
desember síðastliðinn og hefur
íbúafjöldi nokkurn veginn staðið
í stað síðustu ár. Á staðnum er
næg atvinna og húsnæði er í boði
fyrir ótrúlega lítinn pening. Sem
dæmi má nefna, að ný raðhús
voru seld þar í fyrrahaust fyrir
450 þúsund krónur og verða þau
afhent tilbúin um næstu mán-
aðamót og 25 ára gamalt einbýl-
ishús var til sölu fyrir 270 þús-
und krónur. Enn lægri, og nánast
ævintýralegar, tölur hafa verið
nefndar þegar húsnæði hefur
verið boðið til sölu eða eftir því
verið falazt á Hofsósi. Hvað
segja menn til dæmis um einbýl-
ishús fyrir 70 þúsund krónur?
Garðar Sveinn Árnason er
sveitarstjóri á Hofsósi, en
oddviti Gísli Kristjánsson.
Blaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við þá á ferð sinni norður á
dögunum og er eftirfarandi rispa
byggð á spjalli við þá.
Kjölfestan í atvinnulífinu er
togaraafli, en Hofsósbúar eiga
tæplega þriðjung í þeim þremur
togurum, sem gerðir eru út frá
Sauðárkróki af Útgerðarfélagi
Skagfirðinga. Reyndar er togar-
inn Skafti skráður á Hofsósi.
Þrjú frystihús vinna afla togar-
anna, tvö á Sauðárkróki og eitt á
Gísli Kristjánsson, oddviti og fram-
kvemdastjóri frystihússins.
Næg atvinna og húsnæði
í boði fyrir lágt verð
Garðar Sveinn Árnason, sveitarstjóri, fylgist með starfinu í leikskólanum.
Jiri Hlavacek frá Tékkóslóvakíu kennir söng á Hofsósi.
Framleiðir um 10 þúsund
hljóðkúta á ári og smíð-
aði sjálfur helztu tækin
Litið við hjá Fjólmundi Karlssyni í Stuðlabergi hf.
FJÓLMUNDUR Karlsson hefur rekið vélsmiðjuna Stuðlaberg á Hofsósi frá því árið 1965 og
nú vinna þar á annan tug manna, nokkuð breytilegt eftir árstímum. Er fyrirtækið var stofnað
var hugmyndin sú að hefja framleiðslu hljóðkúta, en nokkurn tíma tók að koma því í kring.
Ýmsir voru lítt trúaðir á þetta og því tók það sinn tíma að sannfæra „kerfíð“ um rekstrar-
grundvöll fyrirtækisins. Fjólmundur hefur ákveðnar skoðanir á þessu þjóðfélagi okkar og
hann gefur kerfinu langt nef ef því er að skipta. Stuðlaberg hóf starfsemi og hefur verið
lyftistöng fyrir atvinnu ífið á Hofsósi og sparað drjúgt fyrir þjóðarbúið í gjaldeyristekjum.
Varla er hægt að segja, að
hérlendis framleiði aðrir hljóð-
kúta en Fjólmundur og starfs-
menn hans á Hofsósi. Þar sem
um mjög sérhæfða framleiðslu
er að ræða þurfti að fá tæki,
sem ekki voru til annars staðar
á íslandi. Eflaust hefði verið
hægt að kaupa tæki erlendis
frá fyrir ærinn pening, en það
leizt Fjólmundi ekki á. Hann
settist niður, spáði í hlutina og
spekúleraði, og smíðaði ein-
faldlega mikinn hluta nauð-
synlegs búnaðar sjálfur. Hann
á orðið mörg handtökin í fyrir-
tæki sínu og þó Stuðlaberg sé
ekki stór vélsmiðja þá er hún
tæknilega fullkomin og vel
tækjum búin.
Áætlað er, að 90 þúsund bif-
reiðir séu í landinu og að hver
hljóðkútur endist í um tvö ár
að meðaltali. Það er því ljóst,
að markaður fyrir hljóðkúta er
stór. Stuðlaberg hefur þó að-
eins hluta markaðarins og mik-
ið er flutt inn. Fjólmundur
sagði í spjalli við blaðamann á
dögunum, að framleiðsla hljóð-
kúta væri ekki það, sem skilaði
fyrirtækinu hagnaði og því
væri ekki lögð áherzla á fram-
leiðslu hljóðkúta allan ársins
hring. Stuðlaberg er þó betur
sett en mörg önnur sambærileg
fyrirtæki þar sem hljóðkúta-
framleiðslan er trygg og því er
ekki um eyður að ræða. Auk
hljóðkútanna hefur Stuðlaberg
smíðað og sett upp vinnslu-
kerfi, færibönd og sitt lítið af
hverju fyrir sláturhús. Fyrir-
tækið hefur unnið talsvert
fyrir Húseiningar á Siglufirði,
ofnasmiðjur og fleiri fynrtæki.
„Það er víst ábyggilegt, að
þetta er erfitt framleiðslusvið,"
Fjólmundur Karlsson innan um hljóókútana á lager Stuðlabergs.
sagði Fjólmundur í heimsókn
blaðamanns til Hofsóss. „Við
tökum mest 300 hljóðkúta af
hverri gerð í gegnum vélarnar í
einu, en förum niður í 50, sem
er alltof lítið. Ég gæti trúað að
við framleiddum núna 160 teg-
undir hljóðkúta og samtals um
10 þúsund hljóðkúta á ári. Það
er langur vegur frá því, að
hljóðkútar fyrir tvær bílgerðir
séu svipaðir, sérstök mót þarf
fyrir hvern kút, efnið er mis-
munandi, festingarnar eru
aldrei eins og handtökin verða
því mörg, þó reynt sé að nýta
tæknina til hins ýtrasta.
Fyrirkomulagið hjá okkur
íslendingum er þannig, að selj-
andi vörunnar gerir kröfur til
framleiðandans ef hann er ís-
lenzkur og maður verður
vessgú að beygja sig. Ef fram-
leiðandinn er hins vegar ein-
hvers staðar í útlandinu, þá
beygir kaupmaðurinn sig og
bugtar uppi á Fróni. Þetta
kerfi okkar er nú einu sinni
svona og það eru stjórnvöld,
sem eiga sökina á því hvernig
komið er fyrir okkur, sem erum
að berjast í framleiðslunni. Við
þau skilyrði, sem við höfum
þurft að búa við í nokkur ár, er
ekki hægt að byggja upp fyrir-
tæki, það eru hreinar línur.
Þess vegna ætla ég að hætta
í þessu í sumar. Þetta er búin
að vera þrekraun og ef ég á
einhver ár eftir ætla ég að eyða
þeim í annað. Ég vona að fyrir-
tækið komist í góðar hendur og
baráttunni verði haldið
áfrarn."