Morgunblaðið - 09.05.1982, Side 37

Morgunblaðið - 09.05.1982, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. MAÍ1982 85 Minning: Jósefína Guðný Björgvinsdóttir Fædd 22. október 1913. Dáin 2. maí 1982. Á morgun, mánudaginn 10. maí, verður jarðsungin frá Fríkirkj- unni í Reykjavík, frú Jósefína Guðný Björgvinsdóttir Óðinsgötu 5 hér í borg. Mig langar á þessari kveðjustund, að minnast minnar kæru móðursystur með nokkrum fátæklegum orðum. ína, eins og hún var alltaf köll- uð af þeim sem hana þekktu, var fædd á ísafirði 22. október 1913, og voru foreldrar hennar sæmd- arhjónin Sigurrós Böðvarsdóttir og Björgvin Hermannsson, hús- gagnasmíðameistari, sem látin eru fyrir nokkrum árum. Hún var næstelzt átta systkina, og eru fjögur nú á lífi, þau Hermann, Hulda, Sigurbjörg og Marteinn. ína giftist á afmælisdaginn sinn þann 22. október 1935 eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Gísla- syni, kaupmanni, og hafa þau eignast fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi, Rósa, gift Gunnari Jóhannessyni og búa þau í Seattle í Bandaríkjunum, og er Rósa nú hingað komin heim til að fylgja sinni ástkæru móður síðasta spöl- inn ásamt Birgi syni sínum, Erla, gift Jóni Eiríkssyni og búa þau hér í borg og Gísli, ókvæntur, og býr hann hér í borg. Þau hjón urðu fyrir þeirri sorg að missa dreng á öðru ári sem Gísli Albert hét, og veit ég að það var erfiður tími og alltaf var hann í huga ínu. ína og Siggi stofnuðu heimili sitt hér í Reykjavík og bjuggu hér alla tíð, rúm síðustu 30 ár á Óðinsgötu 5. Þar hafði Sigurður verzlun, Ávaxtabúðina, og hin síð- ustu ár var þar til húsa heildverzl- unin Sigurver, sem þeir fegðarnir störfuðu að. Á Óðinsgötu 5 bjuggu einnig foreldrar ínu, afi minn og amma, og lá því oft leið fjölskyldunnar í hús þeirra og alltaf var opið hús og vel tekið á móti öllum sem þangað lögðu leið sína, því á heim- ili Inu var alltaf gaman að koma. Ina var mjög mikil hannyrðakona og bar heimili hennar þess merki, því mörg eru listaverkin sem prýða það. Ina og Siggi höfðu gaman af að ferðast um heiminn og skoða sig um, og á síðustu árum fóru þau utan árlega. Það var gaman að hlýða á frásagnir hennar frá þess- um ferðum og henni var mikil ánægja í endurminningunum. Eg undirritaður á mjög eftir- minnilegar stundir frá Öðinsgötu 5, sem heita má að hafi verið mitt annað heimili þegar afi og amma voru í tölu lifenda. Eftir að þau létust kom ég oft þangað og alltaf var jafn vel tekið á móti mér. Eg vil þakka minni elskulegu frænku, henni Inu, fyrir allt það sem hún var mér og gerði fyrir mig. Því hún bar hag minn fyrir brjósti og vildi mér allt sem bezt. Það kom mjög á óvart í byrjun þessa árs að hún kenndi þess sjúkdóms, sem enginn ræður við, og leiddi hana að lokum inn á æðri veg. Hún lézt í Landspítalanum 2. maí og flyt ég þakkir starfsfólki og læknum fyrir góða hjúkrun og umönnun í veikindum hennar. „Af eilífdar IJóní hjarma ber, seni braulina þungu greiAir. Vorl líf Nem hvo Ntutt og Ntopult er, þaA Ntefnir á *ðri leióir, og upphiminn fegri en auga sér, mót öllum onn faóminn breiéir.** (Kinar BenediktNNon.) Eg votta fjölskyldu ínu mínu dýpstu samúð. Drottinn blessi hana um alla framtíð, blessuð sé minning hennar. Hún hvíli í friði. Stefán Sandra, Birgir, Sævar, Haukur, Siggi, Guðni og Dagný, erum harmi slegin um þessar mundir. Við getum varla trúað því að „ína arnma" sé farin frá okkur. Ekkert okkar er að vísu smá- barn lengur, og sum okkar fullorð- ið fólk. Kannski einmitt þess vegna erum við orðin nógu þrosk- uð til að skilja hvað amma var stór hluti af bernsku okkar og hvað hún var mikil og góð amma. Sama var á hvaða aldri við vorum, alltaf var jafn gaman að koma „á Óðinsgötuna" til ömmu og afa. Þar var alltaf nóg til af skemmti- legum leikföngum og bókum sem hæfðu öllum aldri, gamlar ger- semar varðveittar frá því að mæð- ur okkar og frændi voru á okkar aldri. En það var ekki allt og sumt, ef einhvern lítinn anga langaði að gista hjá ömmu og afa var alltaf gott ból tilbúið, að við nú ekki nefnum hjartarúmið, nóg var af því, enda lá við að stundum væri biðröð. Eftir að við eltumst og fluttum í úthverfi borgarinnar var alltaf jafn notalegt að líta við á Óðins- götunni þegar við áttum erindi í bæinn, og alltaf var alls konar góðgæti á borðum, jafnvel þótt við hefðum vin eða vinkonu í eftir- dragi. Það er erfitt að skilja að amma, sem alltaf var svo hress og kát, sé farin frá okkur. Að það skuli ekki hafa tekið nema 4 mánuði fyrir þennan voðasjúkdóm að ríða henni að fullu, en auðvitað var hún búin að vera veik lengur, þótt við vissum það ekki. Við þökkum elsku ömmu okkar fyrir öll árin sem við fengum að njóta hennar. Við eigum eftir að sakna hennar sárt. En við höldum áfram að koma til afa og reyna að stytta honum stundir og milda söknuðinn, hvort sem um langan eða skamman veg er að fara. Og svona í lokin, við erum tvö, Sandra og Haukur, sem ekki get- um fylgt ömmu okkar síðasta spölinn, Haukur vonaði í lengstu lög að hann næði að hitta hana, sem því miður gat ekki orðið. Hann vonast til að heimsækja afa sinn innan tíðar, og eins og mál- tækið segir „maður kemur í manns stað“. Ein síðasta gleði- fréttin sem ömmu barst var að Sandra hefði alið hraustan dreng, þriðja barnabarnabarnið hennar. Brosið hennar yfir þeirri frétt var með þeim seinustu hérna megin. Hvíli amma okkar í friði og megi Guð varðveita hana. Barnabörnin NYTT SUZUKI VERÐ Suzuki Alto 4ra dyra. Verö kr. 75.800,- (árg. ’81). Eyösla 5,0 I pr. 100 km. Suzuki LJ80 jeppi. Verö kr. 89.000,- (árg. ’81). Eyösla 8—10 I pr. 100 km. Suzuki Alto sendibíll. Verö kr. 58.000,- (árg. ’82). Eyösla 5,0 I pr. 100 km. Suzuki Fox. Verö kr. 104.000.- (árg. ’82). Eyösla 8—10 I pr. 100 km. Suzuki SJ410 Pickup. Verö kr. 87.000. (árg. '82). Eyösla 8—10 I pr. 100 km. Lengd á palli 1,55 m. Suzuki ST90 sendibíll. Verö kr. 61.000. (árg. ’82). Eyösla 7 — 8 I pr. 100 km. Lengd hleöslurýmis 1,80 m. Verö miöast viö gengi 3.5. ’82 Sveinn Egilsson hf, Skeifan 17, sími 85100. Kveðja frá barnabörnum. Við barnabörnin þín sjö,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.