Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 1
jWotgimlfllnfcift Laugardagur 22. maí - Bls. 41-72 Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði Reykjavík um áratugaskeið. Á þessu tímabili var atvinnulíf í borginni hið blómlegasta í landinu. Félagsleg þjónusta og verndun einstakl- ingsins í mannúðlegu umhverfi sat þá í fyrirrúmi. Til forystu í stjórn borgarinnar völdust viðurkenndir hæfileikamenn, sem báru sjálfir ábyrgð á gerðum sínum og borgarstjórnar. Styrk sinn sóttu þeir í samtaka fylkingu borgarbúa sem engan veginn var bundin flokkssjónarmiðum og stjórnmálaskoðunum, heldur náði langt út fyrir raðir Sjálf- stæðisflokksins. Þá hafði Reykjavík forystu í stórframkvæmdum svo sem lagningu hitaveitu og virkjunum. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins var lagður grundvöllur að blómlegu menningar- lífi og tryggt að enginn Reykvíkingur þyrfti að búa við félagslegt öryggisleysi. Síðan Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í borgarstjórn í síðustu kosningum er Reykjavík ekki það höfuðvígi atvinnulífs þjóðarinnar, sem hún áður var. Skattar á einstaklinga og fyrirtæki hafa hækkað til muna og skerða nú um of hag ungra sem aldraðra. Sjálfstæðis- menn hafa heitið því að lækka þessa skatta komist þeir í stjórnaraðstöðu. I atvinnumálum verður Reykjavík að hefja markvissa sókn. En það verður ekki gert nema með samstilltu átaki þeirra, sem trúa því að mestar framkvæmdir verði vegna framtaks og dugnaðar einstaklingsins. Sjálfstæðisflokkurinn gengur nú til kosninga undir forystu ungs manns, Davíðs Oddssonar. Við treystum honum til að leiða nýjan, sterkan meirihluta sjálfstæðismanna í höfuðborginni og skera upp herör gegn allsherjarforsjá, svo að einstaklingurinn geti notið sín í mannúðlegu umhverfi. I tengslum við fortíðina leitum við þeirrar framtíðar sem við kjósum. Höfum það hugfast á vegamótum sem þessum. Agna Jónsson, forstjóri, Barðavogi 1. Ágúst Geirsson, símvirki, Langagerði 3. Alma Þórarinsson, laeknir, Laugarásvegi 36. Anna S. Eyjólfsdóttir, starfsstúlka, Gnoðarvogi 64. Anton Örn Kærnested, skrifstofumaður, Bakkaseli 10. Arnfinnur U. Jónsson, skólastjóri, Þangbakka 10. Ása Finnsdóttir, læknaritari, Hryggjarseli 16. Ásgeir Sigurðsson, sjómaður, Hagamel 19. Áslaug Friðriksdóttir, skólastjóri, Brúnalandi 21. Bergljót Líndal, hjúkrunarforstjóri, Skaftahlíð 8. Björgvin Schram, heildsali, Sörlaskjóli 1. Dr. Björn Dagbjartsson, forstjóri, Kúrlandi 13. Bragi Ásgeirsson, myndlistarmaður, Drápuhlíð 3. Davíð Ólafsson, bankastjóri, Hörgshlíð 26. Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur, Meðalholti 8. Eiríkur Hr. Finnbogason, cand. mag., Viðjugerði 5. Eiríkur Kristófersson, fv. skipherra, Prestbakka 19. Esther Guðmundsdóttir, þjóðfélagsfræðingur, Kjalarlandi 5. Ewald Berndsen, forstöðumaður, Ránargötu 6. Finnur Björgvinsson, arkitekt, Kaplaskjólsvegi 93. Garðar Þorsteinsson, stýrimaður, Hjarðarhaga 36. Gísli Jóhannesson, skipstjóri, Frostaskjóli 11. Guðmundur Egilsson, loftskeytamaður, Austurbrún 6. Gunnar J. Friðriksson, framkvæmdastjóri, Snekkjuvogi 13. Helgi E. Guðbrandsson, verslunarmaður, Grensásvegi 58. Helgi St. Karlsson, múrari, Búlandi 21. Jenna Jensdóttir, rithöfundur, Goðheimum 16. Jóhann E. Björnsson, forstjóri, Þykkvabæ 15. Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri RKÍ, Ægissíðu 68. Jón Þórarinsson, tónskáld, Melgerði 17. Jóna Magnúsdóttir, starfsstúlka, Ljósheimum 9. Karl Ómar Jónsson, verkfræðingur, Laugalæk 36. Kristín Norðfjörð, lögfræðingur, Geitastekk 5. María Haraldsdóttir, fóstra, Holtsgötu 25. María Markan, óperusöngvari, Laugarnesvegi 63. Ólafur Örn Arnarson, yfirlæknir, Sóleyjargötu 5. Ólöf Benediktsdóttir, kennari, Sporðagrunni 12. Pétur Kr. Pétursson, verkstjóri, Álftahólum 6. Ragnar Jónsson í Smára. Ragnheiður Hafstein, frú, Háuhlíð 16. Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Háuhlíð 14. Sigríður Erlendsdóttir, sagnfræðingur, Bergstaðastræti 70. Sigríður Sigmarsdóttir, verkamaður, Kaplaskjólsvegi 57a. Sigurður Líndal, prófessor, Bergstaðastræti 76. Sólrún B. Jensdóttir, sagnfræðingur, Hellulandi 10. Stella Guðmundsdóttir, iðnverkamaður, Kleppsvegi 44. Dr. Sturla Friðriksson, erfðafræðingur, Skildingatanga 2. Svavar Gests, útgefandi, Grundarlandi 17. Sveinbjörn I. Baldvinsson, rithöfundur, Smáragötu 12. Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, Leifsgötu 27. Víkingur H. Arnórsson, prófessor, Hvassaleiti 75. Þórarinn E. Sveinsson, læknir, Hvassaleiti 38. Sr. Þórir Stephensen, Hagamel 33.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.