Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.1982, Blaðsíða 14
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ1982 Frambjóðendur á ferð og flugi Svipmyndir frá vinnustaðafundum Davíð Oddsson rædir við starfsmenn hji Orkustofnun. Markús örn Antonsson talar i fundi með starfsfólki í prentsmiðjunni Odda. lúlíus Hafstein og Ingibjörg Rafnar i fundi með starfsmönnum Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Pill Gíslason spjallar við starfsmenn Rafmagnsveitna Reykjavíkur. Frostrós og vorlaukur Dreymandi sat ég í myrkrinu og leitaði Ijósráka í hvolfinu leitaði óska mcðal stjarnanna óskirnar Tæddust mér ein af annarri eins og stjórnur er hrópuðu af festingunni í fang mitt undrandi stóð ég að lokum með auð himinsins hruninn í skaut mitt átján stjörnur sem Ijómuðu i sólinni. Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Oddur Guðmundsson: Frostrósir. I’orlákshöfn, 1982. I bókarkynningu segir um Frostrósir Odds Guðmundssonar: „Þannig er oft farið með íslend- inga, að þeir forma kvalir sínar og þrár í táknrænar myndir. Ekki til að skapa sér eilíft nafn, heldur frekar sem útrás innri spennu." Líklega geta þessi orð gilt um tilraunir margra til ljóðagerðar, ekki síst þeirra ungu manna sem láta fjölrita bækur sínar hjá Letri vegna þess að þeir fá ekki hljómgrunn hjá útgefendum. Þetta hefur að vísu valdið því að streymt hafa á markað bækur sem bera litlum ákáldskaparhæfileik- um vitni, en eru til marks um þörfina að yrkja, tjá sig. Mörg ljóð Odds Guðmundssonar eru viðvaningsleg, þau skortir herslu máls, eru laus í sér og til- viljunum háð hvort þau ganga upp svo að lesandinn sé nokkru nær um hvert höfundurinn er að fara. Innan um og saman við eru þó ljóð verð athygli, oft með trúarlegu ívafi eða í leit að svörum við lífs- gátum. Ég nefni í þessu sambandi Ijóð sem nefnist Borin von um hið nýfædda barn vonarinnar sem fær ekki að lifa fyrir harðstjórum heimsins. Annað ljóð nefnist ein- faldlega Von og er um örlítinn lauk sem settur er í moldu að vori og tárin sem engar jurtir spretta af. Upphafsljóð bókarinnar er Atj- án barna móðir í mannheimum: Tilbrigði um stef fjallar um mann sem verið er að kryfja á Landakoti (að vísu er ekki krufið þar) og er ný útgáfa Passíusálms nr. 51 eftir Stein Steinarr. Loka- ljóð bókarinnar minnir svolítið á Kvæði um Krist eftir sama skáld, en er meðal þeirra ljóða Odds Guðmundssonar sem réttlæta „út- rás“ hans. Ljóðið sem heitir Ég og þú er samanburður tveggja manna sem í bernsku létu sig dreyma um fagurt samfélag eins og börnin í Ijóði Steins. Annar þessara manna er orðin fyrirmynd annarra, talar fagurlega „um velgengni þjóðar- innar" og segir fyrir verkum eins og sá sem valdið hefur á að gera. Niðurstaðan verður aftur á móti þessi: ,.ég tx'Ci <*n hug.sa gelur þaó verió aó ég M*m veil ekkert vili meir en þú sem veist alll?" Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Torfi Jónsson: Æviskrár samtíðar- manna, fyrsta bindi A—H. Útg. Skuggsjá. Islenzkir lesendur eru sólgnir í að lesa alls konar uppsláttarrit um fólk, það er kunnara en frá þurfi að segja. Ýmsar stéttir gefa út með nokkru millibili skrár yfir sína menn, lögfræðingar, prestar, læknar o.fl. Nú er ljósmæðratal í uppsiglingu og ég hef heyrt, að viðskiptafræðingar og arkitektar ætli að fara á stúfana. Uppslátt- arbækur eru fróðlegar og gagnleg- ar, stundum næstum skemmtileg- ar. Þegar ákveðnir hópar eiga í hlut liggur nokkuð ljóst fyrir, að í þeim skuli allir vera sem hafa tek- ið próf í hlutaðeigandi grein. Þær bækur leggja afdráttarlausar skyldur á herðar þess sem sér um verkið; hann verður að afla upp- lýsinga um hvern og einn hversu mikla vinnu sem það kostar. Almennar æviskrár eins og sú bók, sem hér er vikið að, Æviskrár samtíðarmanna A-H, hlítir vænt- anlega öðrum lögmálum. Valdir eru úr aðilar sem af ýmsum ástæðum eru taldir þess maklegir að fá þar inni og síðan virðist mönnum nokkurn veginn í sjálfs- vald sett, hvort þeir svara spurn- ingalistum ritstjórans eða ekki. Það er ekki trúlegt að mjög harka- lega sé eftir því gengið að menn skili inn; af þessu bindi sýnist mér, að í hana vanti fleiri en í henni eru. Um það má vitanlega deila, hvort eigi að nota sams kon- „Æviskrár samtíðar manna“ Að gifta sig 11 árum fyrir fæðingu ar vinnubrögð og við sérhæfðu töl- in, í það þarf mannafla, sem hér hefur ekki verið lagður til. Varðandi upplýsingar, sem er beðið um, getur ritstjóri heldur ekki treyst á annað en heiðarleika og gott minni hlutaðeigandi. í þessari bók er misbrestur á báðum atriðum. Ártalaskekkjur eru all víða, talsvert er um að fyrrverandi makar séu ekki nefndir, en mestu lýti bókarinnar eru að mínum dómi þau, að Torfi Jónsson hefur ekki treyst sér til að „editera" henni. Hann tekur upplýsingarn- ar, að því er virðist hráar og þær eru misjafnlega ítarlegar, sumir taka fram nánast allar athafnir sínar, aðrir stikla aðeins á því helzta. Þarna hefði sannarlega þurft að finna einhvern sæmandi milliveg. Einn sem ekki hefur rit- störf að starfi, telur t.d. ástæðu til að skýra frá því að hann hafi „skrifað grein um bernskuár sín... í bók, sem er væntanleg innan skamms" (!) og einn „hefur haldið dagbók um hartnær 40 ára skeið" og enn segir á hinum þriðja stað: „námskeið í uppsetningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.