Morgunblaðið - 22.05.1982, Side 27

Morgunblaðið - 22.05.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1982 71 Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu Fyrsta stigamótið FYRSTA stigamót Golfsambands Is- lands fer fram á Hvaleyrarholtsvelli 22. og 23. maí nk. Keppnin er höggleikur án for- gjafar og verða leiknar 72 holur, 36 holur hvorn daga. Keppnin gef- ur stig til landsliðs GSÍ og gefa 10 fyrstu sæti stig. Það er því mikið atriði fyrir þá, sem rétt eiga á þátttöku, að vera með, ekki síst vegna þess að stigamót í ár verða aðeins 5 talsins að íslandsmóti meðtöldu. Keppnin er eingöngu fyrir þá kylfinga, sem hafa forgjöf 5 eða lægra (landsforgjöf). Keppnin hefst laugardaginn 22. maí kl. 19.00 og eru væntanlegir þátttakendur beðnir að skrá sig i Golfskála Keilis fyrir kl. 20.00 fimmtudaginn 20. maí. Upplýsingar um rástíma verða veittar á sama stað eftir kl. 16.00 föstudaginn 21. maí. Verksmiðjan vífilfell gefur öll verðlaun í keppn- ina og verða ýmis aukaverðlaun veitt. Golfklúbburinn Keilir sér um framkvæmd keppninnar. Óli kastaði spjótinu 63,20 1=. lcÍBÆe 3Ae BeE3\S'T “.-roíe-^— HtJtacrvi.KAcsA. HAMM VE'PAE Siere,- HetS teBEM MltovÓTOM S£|M\ o^=c-S,A'e' haRA. VORMÓT Kóp í frjálsum íþróttum fór fram á Kópavogsvelli 15. maí síöastliðinn. Vegna þrengsla í blaðinu hefur ekki verið hægt að Risakast Óskars ekki lengur þaö lengsta EINS og frá var greint í Mbl. fyrir nokkru var risakast Oskars Jak- ohssonar á kúluvarpsmóti í Texas á dögunum það lengsta í heiminum það sem af er þessu ári. Met Óskars stendur ekki lengur, Bandaríkja- maðurinn Mike Lehman gerði enn betur á móti nokkru sem haldið var í Des Moines fyrir stuttu. Lehman varpaði kúlunni 20,60 metra. birta úrslit í mótinu fyrr en núna. Mörg góð afrek voru unnin en hæst ber þó árangur Óla J. Daníelssonar í spjótkasti en hann kastaði 63,20 metra. Bætti Óli árangur sinn um heila 11 metra. Úrslit í mótinu urðu þessi: Langstökk k»rla: 1. Kristján Harðarson Á 7,06 m 2. Stefán Þ. Stefánsson ÍR 6,52 m 3. Sigurjón Valmundss. UBK 6,03 m Hástökk kvenna: 1. Inga Úlfsdóttir UBK 1,50 m 2. Sigríður Guðjónsdóttir HSK 1,45 m 200 m kvenna: 1. Helga Halldórsdóttir KR 26,3 sek 2. Unnur Stefánsd. HSK 26,4 sek 3. Svanhildur Kristj.d. UBK 26,8 sek 200 m karla: 1. Egill Eiðsson UÍ A 23,5 sek 2 Jóhann Jóhannsson ÍR 24,1 sek 3. Ólafur Óskarsson HSK 24,4 sek Spjótkast kvenna: 1. Bryndís Hólm ÍR 41,80 m 2. Guðrún Gunnarsdóttir FH 37,16 3. Linda B. Guðmundsd. HSK 34,04 sek Þessi mynd er hvorki af skíðalandsliði íslands né er hún tekin á árshátíð Línunnar, heldur er hún tekin af óvenjulega föngulegu liðstjórageri Framara. Þessir herrar hafa iðulega verið kallaðir „skíðalandsliöið" af gárungunum og þarf ekki að útskýra þá nafngift. Annars ef öllu gamni er sleppt, þá er þjálfarinn pólski Strejlau fyrir miðju. Fjær eru varamennirnir, en nær eru Eyjólfur Bergþórsson formaður knattspyrnuráðs Fram, Ástþór Gunnarsson og Vilhjálmur Hjörleifsson. Ljósm. Bjarni Friðriksson. Spjótlust sveina: 1. Jón B. Guðmundsson HSK 48,18 m 2. Ingólfur Ásgeirsson ÍR 45,14 m 3. Þorsteinn Sigmundsson UBK 44,96 m Spjótkast karla: 1. Óli J. Daníelsson UBK 63,20 m 2. Unnar Garðarsson HSK 62,20 m 3. Hreinn Jónasson UBK 57,34 m 600 m kvenna: 1. Hrönn Guðmundsdóttir UBK1:44,3 mín. 2. Unnur Stefánsdóttir HSK 1:44,7 mín. 3. Aðalbjörg Hafsteinsd. HSK 1:49,3 mín. 1000 m karla: 1. Gunnar Jóakimsson ÍR 2:34,3 mín. 2 Magnús Haraldsson FH 239,1 mín. 3. Sigurður Haraldsson FH 239,2 mín. l£ic oejtoc KSéov&eaft o>.eT OMOAVjÓeSÚVOMUILA OH? Miciu SpEVJOA OOMÍviSEóA. atcEA? A &rrokjoo ka(kj_ Ji ^: «>cá •ítaCis HAva Ft'eoaT.j. l“e:ie oeejAST cappi . m'ika- ^to t&i—st teocíeAj@eooM Ae> tóEO“TVVS>"r ipeie>e4,.. - ■ ■ e>M JtHMtl-últoCjve* 'vjLvv- ( LencueÍMtej i PeAMteCVJöljoiE HELDue 'I l FVia'us’ t=> Dc’fcovjeie.ri/ cr- MC-i&ist c<i>ai i Opið bréf til Íþróttasíöunnar: Er 2. deildin beitt misrétti? Nú þessa dagana er mikið rætt meðal fylgismanna og leikmanna 2. deildarfélaganna hér i Reykjavík hvort 2. deildin sé beitt misrétti varðandi niðurrööun leikja hér á Reykjavikursvæðinu. Sú ákvörðun var tekin af Baldri Jónssyni vallar- stjóra að 1. deildin fengi einkaafnot af þeim grasvöllum sem nothæfir eru í Laugardal og 2. deildin ætti ekki að koma þar nærri fyrr en ein- hvern tímann, vonandi í byrjun júní. Nú spyrjum við hverju á að svara leikmönnum og fylgismönnum 2. deildar. Fyrrnefndur vallarstjóri var spurður þessarar spurningar og var svar hans á þá leið að 1. deild- in kæmi á undan 2. deildinni varð- andi grasvelli því að grasið væri ekki nógu gott, en samt nógu gott til þess að hleypa 1. deildinni inn á það. Síðan fær 2. deildin það sem eftir verður af þeim grasvöllum einhvern tímann í júni vonandi. Lesandi góður, þú getur haft þitt álit á þessu máli en okkar álit er að þetta sé ekki sanngjarnt gagn- vart 2. deildinni. Það er nógu erf- itt að stjórna og reka 2. deildarlið þó að þetta bætist ekki ofan á. Nú hugsa margir: „Komið ykkur þá upp í 1. deild." Mjög auðvelt að segja, en þá verðum við að tryggja okkar mönnum sömu aðstöðu og er í 1. deild, annars fara þessir menn í önnur félög. Til gamans viljum við vitna til greinar Gunn- ars Gunnarssonar, formanns knattspyrnudeildar KR, sem birt- ist nýlega í DV: „Isfirðingar óskuðu eftir því að KR-ingar skiptu við þá um heimaleik, þann- ig að KR-ingar lékju fyrst sinn heimaleik í Reykjavík. Það var Gunnar ekki ánægður með því það hefði kostað þá tugi þúsunda króna ef þeir hefðu skipt á heima- leik, því það hefur sýnt sig undan- farin ár, að aðsókn að þeim leikj- um sem eru leiknir á Melavellin- um er mjög dræm.“ Þarna koma líka peningamál inn í spilið. Að- sókn að leik sem leikinn er á grasi er mun betri en á malarvelli, en Þróttur og Fylkir þurfa að leika sína fyrstu heimaleiki á Melavell- inum. Er það sanngjarnt? Vandamálið virðist vera það að ekki eru til nægir keppnisvellir hér í borg og standa þar önnur bæjarfélög borginni framar. Með- an málin eru eins og þau eru í dag viljum við að það bitni ekki bara á 2. deildinni. Omar Rlöndal Siggeirsson, formaður knattsp.deildar Þróttar. Lúðvík Andreasson, formaður knattsp.deildar Fylkis. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.