Morgunblaðið - 22.05.1982, Page 9

Morgunblaðið - 22.05.1982, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1982 49 V erzlunar ráðið fagnar hafrétt- arsáttmálanum % Kópavogsbúar Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi framkvsmdastjómar V’erzl- unarráös íslands 6. maí sl.: „Verzlunarráð íslands fagnar niðurstöðum þriðju hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Samþykkt hafréttarsáttmála er staðfesting á því, að eitt stærsta hagsmunamál íslenzku þjóðarinn- ar er til lykta leitt með stjórn- málasigri á alþjóðlegum vett- vangi. Allt frá samþykkt land- grunnslaganna 1948 hefur ísland verið í hópi forystuþjóða á sviði hafréttarmála. Sáttmálinn tryggir íslendingum full umráðaréttindi yfir auðæfum hafsins innan 200 mílna efnahagslögsögu og rétt til nýtingar auðlinda á landgrunni íslands jafnt utan 200 mílna markanna sem innan. Um leið og Verzlunarráð ís- lands fagnar merkum árangri ís- lands á alþjóðavettvangi færir það þakkir öllum þeim, sem unnið hafa þessu lífshagsmunamáli Leiðrétting ÞAÐ er ekki að spyrja að því þegar prentvillupúkinn kemst með puttana í ritsmíðarnar að það getur verið hægara sagt en gert að bægja hon- um frá. í leiðréttingu í miðvikudags- blaðinu var rangt farið með nafn Birgis Þorgilssonar markaðsstjóra Ferðamálaráðs íslands og er beðið velvirðingar á mistökunum. þjóðarinnar brautargengi. Sér- stakar árnaðaróskir færir ráðið Hans G. Andersen, sendiherra, formanni íslenzku samninga- nefndarinnar á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Árangursríku forystustarfi hans í hafréttarmálum er ekki sízt að þakka, að öll helztu baráttumál ís- lendinga á þessum vettvangi eru komin í höfn.“ (Fréttatilkynning) Kvenfélags- konur í Kópa- vogi selja merki á kjörstöðum KONUR í Kvenfélagi Kópa- vogs verða á kjörstöðum í Kópavogi í dag, kosningadag- inn, 22. maí nk. og bjóða merki Líknarsjóðs Aslaugar Maack til sölu. Vonast er til að sem flestir Kópavogsbúar styrki Líkn- arsjóðinn nú sem fyrr og kaupi merkin. Bridqe Arnór Ragnarsson Bridgefélag kvenna Þá er parakeppninni lokið hjá Bridgefélagi kvenna. Halla Bergþórsdóttir og Jóhann Jóns- son unnu mótið með glæsibrag, fengu 958 stig, sem er 133 stigum yfir meðalskor. Röð næstu para var þessi: Ester Jakobsdóttir — Jón Baldursson 939 Guðríður Guðmundsdóttir — Sveinn Helgason 933 Steinunn Snorradóttir — Agnar Jörgensen 898 Erla Eyjólfsdóttir — Gunnar Þorkelsson 892 Guðrún Bergsdóttij — Eggert Benónísson 890 Nanna Ágústsdóttir — Sigurður Ámundason 886 Bikarkeppni BSÍ Dregið hefur verið í 1. umferð Bikarkeppni BSÍ. Sú sveit sem talin er upp á undan á heimaleik. Jóhannes Sigurðsson Keflavík — Aðalsteinn Jörgensen Hf. Aðalsteinn Jónsson Eskifirði — Arnar Hinriksson ísafirði Ásgeir Sigurbjörnsson Sigluf. — Þórður Sigurðsson Selfossi Ester Jakobsdóttir Rvík— Þráinn Finnbogason Rvík Hannes Gunnarsson Rvík — Kristj. Kristjánsson Reyðarf. Sigurður B. Þorsteinsson Rvík — Ármann J. Lárusson Kópavogi Viktor Björnsson Akranesi — Jón Stefánsson Akureyri Runólfur Pálsson Reykjavík — Ferðaskrifstofa Akureyrar Guðni Sigurbjörnsson Rvík — Steinberg Ríkarðsson Rvík Sigmundur Stefánsson Rvík — Bernharður Guðm.son Rvík Sveitir Karls Sigurhjartarson- ar, Kristján Blöndal, Leif Öst- erby, Jóns Hjaltasonar, Sævars Þorbjörnssonar og Þórarins Sig- þórssonar sitja hjá í 1. umferð. Bridgesambandið hefur valið lið til keppni á Evrópumót spil- ara yngri en 25 ára. Liðið skipa: Aðalsteinn Jörgensen, Runólfur Pálsson, Sigurður Vilhjálmsson, Stefán Pálsson, Ægir Magnús- son og Guðmundur Sv. Her- mannsson, sem er jafnframt fyrirliði. Mótið verður haldið á Ítalíu í lok júlí. Samvinnuferðir/Landsýn hafa reiknað út kostnað vegna ferðar á Heimsmeistaramótið í tvímenningi í Biarritz í haust. Áætlaður kostnaður á einstakl- ing með ferðum og uppihaldi auk keppnisgjalda er 10.000 kr. Bridgesambandið vill minna þá spilara, sem hafa áhuga á að fara á mótið, að hafa samband við skrifstofuna sem fyrst svo undirbúningur gangi betur fyrir sig. Sumarbridge Sl. fimmtudag mættu aðeins 23 pör til leiks í Sumarbridge. Spilað var í 2 riðlum. Úrslit urðu: A-riðill: Anton Valgarðsson — Sigtryggur Sigurðsson 254 Magnús Olafsson — Þórir Sigursteinsson 253 Aðalsteinn Jörgensen — Ægir Magnússon 238 Ásgeir P. Ásbjörnsson — Jón Þorvarðarson 236 B-riðill: Ólafur Lárusson — Páll Valdimarsson 91 Steingrímur Þórisson — Þórir Leifsson 88 Anton Ólafsson — Gunnlaugur Þorsteinsson 86 Á fimmtudaginn, og framvegis í sumar, verður spilað á Hótel Heklu v/Rauðarárstíg. Spilarar eru hvattir til að fjölmenna. Spilamennska hefst í síðasta lagi kl. 19.30. Bílasímar okkar í dag eru 46540 og 46541. Kópavogsbúar kjósið snemma í dag, við erum með kaffi á kosningaskrifstof- unni og allir eru velkomnir. Tryggjum góðan sigur Sjálfstæðisflokksins. X—D Kópavogi. Sjálfstæðisflokkurinn. Nýjar enduibætur varanlegri gluggar Enn bætum við gluggaframleiðslu okkar með breytingum, sem miða að meiri endingu og vandaðri frá- gangi. Allt frá upphafi höfum við kapp- kostað að nota eingöngu valið efni sem hefur í sér mikla fúavörn auk þess sem það er baðað í fúavamar- efnum. Nýi þéttilistinn er einnig framför og stuðlar að enn betri framleiðslu. Nýju gluggamir okkar standast bæði þínar kröfur og þær kröfur sem íslenskt veðurfar gerir. Við gemm verðtilboð þér að kostnaðarlausu. Sendið okkur teikningar eða komið og sannfærist um framleiðslugæðin - hjá okkur færðu meira fyrir hverja krónu. Endurbættar samsetningar karma og pósta eru sem áður kembdar og tappaðar saman. Þær tryggja enn meiri stöðugleika sam- skeytanna. ———— r — Ötl undirstykki eru með hallandi falsi sem tryggir örugga framrás vatns og varnar þannig fúamyndun. gluggaog hurdaverksmiója NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Nýr, kröftugur þéttilisti tryggir bestu fáanlegu þéttingu gegn vindi og vatni. Listinn er festur í spor i karmstykkinu. Hann má taka úr glugganum, t.d. við málun eða fúavöm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.